Dagbók sjómannsins
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Einar Georg)
Bylgjan sem berst á land
ber þessi orð.
Við höfum það harla gott
hérna um borð.
Hávaðarok á hafihamlar ei veiðum enn,
hér skipa hvert eitt rúm
harðskeyttir atorkumenn.
Freyðandi foss
fellur að skut.
Aflabrögð okkur spá
uppgripahlut.
Skjótt mun þá skipið fyllast,
skiptum er hætt við dröfn,
sett er á fulla ferð
farið í höfn.
Aðeins vélardynur, annars svo hljótt
óðum lægir nú sjó.
Lítið þorp á ströndu lýsir um nótt
lífið sefur í ró.
Þarna í landi allt ég þekki svo vel
þekki fólkið og skil.
Það er hátíð þegar heima ég dvel
og ég hlakka til.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Þá og nú: Lög Óðins G. Þórarinssonar]
