Karlakórinn Húnar [2] (1963)

Svo virðist sem karlakór hafi starfað um skamma hríð árið 1963 í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnvatnssýslu en þá um vorið söng þessi kór undir stjórn Þorsteins Jónssonar, hugsanlega innan ungmennafélagsins Húna sem þá starfaði í sýslunni.

Ekki virðist um sama kór að ræða og starfað hafði nokkrum árum áður á Blönduósi undir sama nafni.