Lygasaga í Bankastræti

Lygasaga í Bankastræti
(Lag og texti: Elín Hall)

Sé þig standa nærri mér.
Kjur og kreppir hnefa.
Eftir öll árin ertu hér.
Hvað á ég að gera?

Getur ekki verið létt
samviskuna þína að bera.
Þú veist allra manna best,
ég hef ekkert að fela.

Ramröng þín stóru orð
en hefur enga sögu að segja.
En þú hleypir engu inn
og heilaþværð þig meira og meira.
Og ég veit og ég veit það var sárt
að enda svona.

Kenndu mér um alla
vini þína sem að fara.
Ég er hætt að nenna’ að fylgjast
með þér holu þína grafa.

Sama hvað ég hef reynt,
sýnt þér hjarta mitt hreint.
Þú munt aldrei
vilja sjá
því þú munt alltaf þurfa hafa einhvern til að benda á.

[af plötunni Elín Hall – Með öðrum orðum]