Afmælisbörn 19. júlí 2025

Mjöll Hólm

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) fagnar áttatíu og eins árs afmæli sínu á þessum degi. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær breiðskífur í eigin nafni. Mjöll hefur sungið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, hér eru nefndar sveitir eins og Opus, Hljómsveit Elfars Berg, Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Venus, Goðgá, Stefdís og Á rás eitt.

Þá er hér einnig nefnd önnur söngkona, Inga Dagný Eydal (Ingimarsdóttir) frá Akureyri en hún söng með hljómsveitum sér áður, m.a. með föður sínum í Hljómsveit Ingimars Eydal en einnig í Hljómsveit I. Eydal (Ingu Eydal), Astró tríói, V.I.P. og Áningu, hún hefur jafnframt gefið út sólóefni og sungið á plötum annarra. Inga er sextíu og tveggja ára gömul í dag.

Vissir þú að Áslaug Helga Hálfdánardóttir móðir Væb-bræðra var söngkona hljómsveitarinnar Klamidía X á sínum tíma?