Þúsund sinnum segðu já

Þúsund sinnum segðu já (Lag / texti: Rúnar Þórisson, Rafn Jónsson, Örn Jónsson og Helgi Björnsson / Helgi Björnsson) Á hverjum morgni ég hugsa til þín, þú varst heit og ilmandi er þú lagðist við hliðina á mér, kitlaðir og kitlaðir svo mig svimaði. Svo lengi elskuðumst við, þig ég verð að fá. Þúsund sinnum…

Presley

Presley (Lag / texti: Rúnar Þórisson, Rafn Jónsson, Hjörtur Howser, Baldvin Sigurðarson og Andrea Gylfadóttir / Rúnar Þórisson)   Slegið á strengi hárlokkur sveiflast, dynjandi rythmi, reykur og sviti, glæstur frami, gleði, konur og vín. Í vímunni týndur, leitar en finnur ei. Sálin sundurtætt, líkaminn þreyttur og sár, glæstur frami, gleði, konur og vín. Sjarmi,…

Nú er ég glaður (úr Ölerindi)

Nú er ég glaður (úr Ölerindi) (Lag / texti: þjóðlag / Hallgrímur Pétursson) Nú er ég glaður á góðri stund, sem á mér sér. Guði sé lof fyrir þennan fund og vel sé þeim sem veitti mér. Vitjað hef ég vina mót, sem nú á sér. Reynt af mörgum hýrleg hót, vel sé þeim, sem…

Parísarhjól

Parísarhjól (Lag og texti: Þormóður Eiríksson og Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (GDRN) / Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (GDRN) Því ég snýst eins og parísarhjól, þú snýrð öllu á hvolf. Og ég snýst eins og jörð kringum sól og ég fæ ekki nóg. Hring eftir hring með þig á heilanum. Þú skilur svo vel hvað ég…

Einu sinni enn

Einu sinni enn (Lag og texti: Ed Welch, Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir) Í huganum til þín oft ég fer og ég vildi ég ætti tímavél. Heyri gömul lög sem að minna‘ á þig og eitt augnablik ertu mér við hlið. En þó að árin líði og fljúgi áfram tíminn, ég vona sama hvað að hittumst við. einu sinni enn. (Einhvers staðar einhvern tímann aftur) Einu sinni enn. (Einhvers staðar…

Ábóta vant

Ábóta vant (Lag og texti: Sævar Sigurgeirsson) Ég var eins og aflóga klaustur sem var ábótavant og allir munkarnir stjórnlausir. Sem illa lögð drusla á gangstétt, æ uppá kant við alla og allt bæði síðar og fyrr. Líf mitt var innantóm ömurð og allsendis laust við allt sem helst gæti kallast gott. Í sálarkytrunni ótíð…

Steingrímur

Steingrímur (Lag og texti: Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason) Rímur kann ég kveða Steing, kemst ég svo að orði: Ekki get ég öllu leng- ur staðið á sporði Unni Guttorms, andskotinn því forði. Fyrstu rímu raula nú ryðgaður er bragur. Hún er eins og út úr kú einnar vænkast hagur; Unnar Guttorms, andskotinn er magur.…

Svartur

Svartur (Lag / texti: Oddur Bjarni Þorkelsson og Snæbjörn Ragnarsson / Oddur Bjarni Þorkelsson) Ég hef ekkert að fela og örsjaldan ég kaupi koníak mér í pela. Á Cabernet í staupi annað slagið dreypi. Á tyllidögunum til læt ég leiðast og tek lagið af lífi og sál. Í barnaafmælum búrgúndíglaður brosi og segi: Ykkar skál!…

Á kútter Haraldi

Á kútter Haraldi (Lag / texti: Guðmundur Svafarsson / Sævar Sigurgeirsson og Guðmundur Svafarsson) Ég fór á kútter Haraldi í heljarinnar stím með hásetana alla, þá Edda, Manna, Óla, Danna, Auðun, Gumma, Jonna, Björn og Grím. Af borðstokknum við byrjuðum að berja soldið hrím en hann Bjössi lamdi öxinni óvart beint í Grím. Svo óvænt…

Niður með allt

Niður með allt (Lag / texti: Snæbjörn Ragnarsson / Sævar Sigurgeirsson) Mig langar að deila hér með ykkur því sem mig hefur sótt á og pælandi er í. Ég skoðað hef hlutina skýrt og ég tel að sköpunarverkið það endi ekki vel. Ég held að það sé allt á húrrandi leið til helvítis niður og…

Pótensjal

Pótensjal (Lag / texti: Eggert Hilmarsson / Snæbjörn Ragnarsson) Persónuleikinn er pínu út úr kú en pínlegt að klukkan er korter yfir þrjú. Þrúgandi stund er víst það sem koma skal, en þetta er allavega pótensjal. Pótensjal, pótensjal. Þetta er allavega pótensjal. Andfúl og rangeygð og leiðinleg og ljót og langt fram á kvöldið hún…

Ávallt viðbúinn

Ávallt viðbúinn (Lag / texti: Baldur Ragnarsson / Baldur Ragnarsson og Sævar Sigurgeirsson) Er ég sá þig fyrst í rútunni varð ég strax voða viss um að frekari kynni þyrfti að skoða. Ég fengi nú eflaust að forvitnast um þína hagi í fimm daga massífu skátaferðalagi. Ég reyndi að ganga í augun á þér strax…

Flugumferðarstjórinn

Flugumferðarstjórinn (Lag / texti: Guðmundur Svafarsson / Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason) Um loftin blá við líðum, lágvært vélin malar. Mér fagnar rómi fríðum flugstjórinn sem talar. Fósturloftsins Freyja færir bros og kaffi. Á þyrilskrúfu þegja þrestirnir sem deyja. Vængjum klofinn vindurinn við vélarbúkinn gælir. Fálátur með föla kinn, farþeginn sem ælir. Vambsíður…

Athyglisprestur

Athyglisprestur (Lag / texti: Eggert Hilmarsson / Sævar Sigurgeirsson) Mér sagt er að ég hafi viljað athyglina ungur uppi á borðum söng þótt ég væri helst til þungur. Ég litaði svo hárið og lét í eyrun hringi, lék um stund með pönkhljómsveit – var einn vetur á þingi. Á frægðinni ég varð þó aldrei fyllilega…

Ár ródkillsins

Ár ródkillsins (Lag og texti: Baldur Ragnarsson) Hversu mörg líf bara hverfa á augnablik stundu? Og hversu mörg voru þau lík sem að krakkarnir fundu? Tilgangur sálar er tapaður bara si svona. Tintrandi tár á smáblómi hættir að vona. Kjökrandi sé ég nú kisu með margbrotnar tennur. Kaldur er svitinn sem beint niður bakið mitt…

Ást á hröfnum

Ást á hröfnum (Lag / textum: Arngrímur Arnarson / Arngrímur Arnarson og Guðmundur Svafarsson) Ég ungur fann strax fyrir því að fró mér veitti lesturinn. Það kom mér til, ég kippti í er hann kallaði á nafna sinn. Hákon Há í mínum bekk, sem í Holtagerði bjó, stúderaði trekk í trekk texta Edgars Allan Poe.…

Syndir

Syndir (Lag og texti: Baldur Ragnarsson) Ef sækja á þig skyldurnar sem virðast hafa náð góðu pungtaki á almenningi er það fallegt ráð að taka það í sátt en jafnframt ekki taka þátt í því að lífið bæði leiki mann og hárið verði grátt. Börn og bú og skoðanir frá öðrum eru vitið ef að…

Sætur dauði

Sætur dauði (Lag og texti: Snæbjörn Ragnarsson) Dagur er liðinn við drunga og böl, nú drekk ég, já tvo eða þrjá. Lífið er tilgangslaus kuldi og kvöl; við kveljumst og föllum svo frá. Fáir mig þekkja og ég ekki þá og þoli í raun ekki neinn. Ég vil hafa næði og ven mig því á…

Afmælisbörn 7. maí 2025

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Hákon Leifsson kórstjórnandi, organisti og tónskáld er sextíu og sjö ára gamall í dag. Hákon sem er doktor í tónlistarfræðum hefur stjórnað fjölda kóra í gegnum tíðina s.s. Vox Academica, Háskólakórnum, Stúdentakórnum, Kirkjukór Keflavíkurkirkju, Kór Grafarvogskirkju og Barnakór Seltjarnarneskirkju svo aðeins fáeinir séu nefndir en…

Afmælisbörn 6. maí 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er þrjátíu og sex ára gömul í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless…

Afmælisbörn 5. maí 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Hebbi er í hljómsveitinni Skítamóral eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.…

Afmælisbörn 4. maí 2025

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru sex talsins að þessu sinni: Jakob Frímann Magnússon er sjötíu og tveggja ára í dag. Hann er auðvitað einna þekktastur fyrir framlag sitt með Stuðmönnum en Jakob á ennfremur sólóferil sem spannar um tug platna. Hann lék á árum áður með öðrum sveitum eins og Rifsberju, Bone symphony, Hvítárbakkatríóinu (White…

Afmælisbörn 3. maí 2025

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sjötugur á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan dag en hún…

Afmælisbörn 2. maí 2025

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru níu tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari fagnar stórafmæli en hann er fimmtíu og eins árs í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið…

Afmælisbörn 1. maí 2025

Fimm afmælisbörn dagsins eru á dagskrá Glatkistunnar á þessum degi verkalýðsins: Baldvin Albertsson hljómborðsleikari á fjörutíu og tveggja ára afmæli í dag en hann lék með hljómsveitinni Lokbrá á tíunda áratug síðustu aldar. Lokbrá skildi eftir sig breiðskífuna Army of soundwaves, sem vakti nokkra athygli. Trausti Laufdal Aðalsteinsson er einnig fjörutíu og tveggja ára á…

Human body percussion ensemble (1991)

Human body percussion ensemble var svokallað búksláttartríó sem starfaði í fáeinar vikur haustið 1991 í tengslum við Íslandskynningu sem haldin var í London, og vakti reyndar feikimikla athygli – ekki voru þá allir Íslendingar jafn hrifnir af framlagi hennar. Tildrög þess að sveitin var sett á laggirnar voru þau að Jakob Frímann Magnússon sem þá…

Hrif serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Hrif – ýmsir Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 016 Ár: 1974 1. BG og Ingibjörg – “Hæ Gudda gættu þín” 2. Mýbit – Stræti heimsborganna 3. Ásar – Hér úti á landi 4. Sólskin – Day of freedom 5. Mánar – Á kránni 6. Ágúst Atlason – Hvað hefur skeð 7. Ásar – Marina polki…

Hrif serían [safnplöturöð] (1974-75)

Það er á mörkum þess að hægt sé að skilgreina safnplöturöðina Hrif sem safnplötuseríu enda komu aðeins tvær plötur undir þeim titli, plöturnar eru hins vegar með fyrstu safnplötunum hér á landi og þær allra fyrstu sem höfðu að geyma fleiri en eina plötu. Það var Ámundi Ámundason  hjá ÁÁ-records sem var maðurinn á bak…

Hróbjartur Jónatansson – Efni á plötum

Hróbjartur Jónatansson – Gríptu daginn Útgefandi: Investo Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2018 1. Bara ef 2. Ósögð orð 3. Maður eins og ég 4. Gríptu daginn 5. Hún 6. Á Cobacabana 7. Tregi 8. Dansa við þig 9. Dögun Flytjendur: Hróbjartur Jónatansson – söngur Pálmi Gunnarsson – söngur Jóhann Sigurðarson – söngur Páll Rósinkranz –…

Hróbjartur Jónatansson (1958-)

Hróbjartur Jónatansson er fyrst og fremst þekktur fyrir lögfræðistörf sín en hann hefur einnig samið tónlist og gefið út plötu í eigin nafni. Hróbjartur er fæddur 1958 og mun eitthvað hafa numið píanóleik á yngri árum auk þess að leika lítillega á gítar. Hann vann um nokkurra ára skeið sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu um og…

The Human seeds (1991)

Hljómsveitin The Human seeds var eins konar flipp eða hliðarverkefni innan Sykurmolanna en sveitin kom líklega tvívegis fram opinberlega, annars vegar í Bandaríkjunum þar sem Sykurmolarnir voru á tónleikaferðalagi sumarið 1991 og svo á Smekkleysukvöldi á Hótel Borg um haustið. Meðlimir The Human seeds voru þeir Sigtryggur Baldursson bassaleikari og söngvari, Bragi Ólafsson trommuleikari og…

Hulda [2] (1975)

Svokallaðar leynihljómsveitir nutu nokkurra vinsælda um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og er skemmst að minnast í því samhengi Ðe lónlí blúbojs og Stuðmanna sem komu fram um það leyti. Hljómsveitin Hulda var einnig af því taginu en hún mun að einhverju leyti hafa verið skipuð þekktum tónlistarmönnum þegar hún kom fram í fáein skipti…

Hulda Rós og rökkurtríóið (2007-10)

Hljómsveitin Rökkurtríóið eða Hulda Rós og rökkurtríóið starfaði á Höfn í Hornafirði um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld, og kom þá mestmegnis fram á tónlistarhátíðum fyrir austan. Hulda Rós og rökkurtríóið var líkast til stofnuð síðla árs 2007 en kom fyrst fram á sjónarsviðið á blúshátíðinni Norðurljósablús á Höfn, sveitin lék fönskotinn djassblús…

Hunangsbandið (1998)

Hunangsbandið var hljómsveit sem starfaði innan trúfélagsins Vegarins og flutti lofgjörðartónlist innan safnaðarins. Þessi sveit kom m.a. fram á útgáfutónleikum Herdísar Hallvarðsdóttur haustið 1998 en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hversu lengi hún starfaði, hverjir skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var. Óskað er eftir þeim upplýsingum hér með.

Hunang [1] (1971-72)

Hljómsveit starfaði á Akureyri í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hunang, nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu þessa sveit. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Hunang var stofnuð en árið 1971 var hún skipuð þeim Sævari Benediktssyni bassaleikara, Brynleifi Hallssyni gítarleikara, Gunnari Ringsted gítarleikara og Jóni Sigþóri Sigurðssyni [trommuleikara?], þá um haustið höfðu þær breytingar…

Humanoia (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem einhverju sinni starfaði undir nafninu Humanoia, líklega í Vestmannaeyjum. Ekki liggur fyrir hvenær Humanoia starfaði en meðal meðlima sveitarinnar voru Þorsteinn Ingi Þorsteinsson og Helgi Tórshamar, sá fyrrnefndi gæti hafa verið söngvari sveitarinnar og hinn síðarnefndi gítarleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum, s.s. um aðra meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan…

Kvalasveitin (1982-83)

Hljómsveitin Kvalasveitin (einnig nefnd Hvalasveitin) starfaði í nokkra mánuði yfir veturinn 1982 til 83 og lék á fáeinum tónleikum en við litla hrifningu af því er virðist því fjölmiðlafólk á þeim tíma var almennt sammála um að sveitin bæri nafn með rentu. Tónlist sveitarinnar mun hafa verið eins konar gjörninga- eða tilraunatónlist. Kvalasveitin mun hafa…

Afmælisbörn 30. apríl 2025

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Þau eru öll látin: Trommuleikarinn Stefán Ingimar Þóhallsson er fimmtíu og eins árs gamall á þessum degi. Stefán hefur lengst leikið með hljómsveitinni Á móti sól en hann var einnig trommuleikari Sólstrandagæjannar og hefur jafnframt leikið Djassbandi Suðurlands og fleiri hljómsveitum. Hann hefur leikið inn á fjölda…

Afmælisbörn 29. apríl 2025

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sjötíu og eins árs gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri hefur starfað sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari, hann…

Afmælisbörn 28. apríl 2025

Sjö tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet,…

Afmælisbörn 27. apríl 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Í fyrsta lagi er það hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig…

Afmælisbörn 26. apríl 2025

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um tíu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sjötíu og fimm ára gamall í dag, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum,…

Andlát – Anna Vilhjálms (1945-2025)

Söngkonan Anna Vilhjálms er látin, á áttugasta aldursári en hún hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin. Anna Vilhjálmsdóttir var fædd 14. september 1945 og var hún ein af dáðustu dægurlagasöngkonum sjöunda áratugarins. Söngferill hennar hófst með J.E. kvintettnum árið 1961 þegar hún var aðeins 16 ára gömul en í kjölfarið komu sveitir eins…

Afmælisbörn 25. apríl 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fimmtíu og sex ára gamall í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…

Afmælisbörn 24. apríl 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…

100-serían [safnplöturöð] (2006-11)

Á fyrsta áratug þessarar aldar og fram á þann annan komu út á vegum Senu nokkrar plötur í safnplöturöð sem nefnd var 100-serían. Það sem var sérstætt við þessar safnplötur var að um var að ræða safnplötupakka eða -öskjur með fimm og sex diskum, alls hundrað lög í hverjum pakka. Hver safnplata hafði ákveðið þema…

100-serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

100 vinsæl lög um ástina á 5 geislaplötum – ýmsir Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: PCD0601/1-5 Ár: 2006 1. Wet wet wet – Love is all around 2. Commodores – Three times a lady 3. 10CC – I‘m not in love 4. Soft cell – Tainted love 5. Óskar Pétursson – Þú gætir mín 6. Vanessa Williams…

Hrím [3] – Efni á plötum

Hrím – Barnagull: Lög og leikir með Hrím [snælda] Útgefandi: Hrím Útgáfunúmer: Hrím 001 Ár: 1983 / 1992 1. Kettlingarnir 2. Hugarflugið 3. Bjössi á bílnum 4. Finnsku lögin 5. Haust í skógi 6. Klukkulagið 7. Fjögurra fóta rúm 8. Hringdans barnanna 9. Vatnssöngurinn 10. Bakarakonan 11. Keðjulögin 12. 10 indíánar 13. Vísa um frekju…

Hrím [3] (1981-85)

Þjóðlagahljómsveitin Hrím starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og sendi frá sér bæði plötu og kassettu, sveitin lék töluvert á erlendum vettvangi. Hrím var stofnuð haustið 1981 og var reyndar fyrst um sinn auglýst sem söngflokkur og starfaði e.t.v. sem slíkur framan af. Hópurinn taldi í upphafi fimm meðlimi en það voru þau…

Hubris (2007-)

Hljómsveitin Hubris frá Hveragerði hefur starfað með hléum frá 2007 en hún er náskyld annarri sveit af svipuðum toga sem hefur skapað sér heilmikið nafn, hljómsveitinni Auðn. Hubris var stofnuð í Hveragerði árið 2007 en hljómsveitin er rokksveit í harðari kantinum og fellur undir það sem kallast svartmálmur. Sveitin starfaði í fjölda ára áður en…