Afmælisbörn 6. apríl 2025

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari…

Afmælisbörn 5. apríl 2025

Afmælisbörn dagsins eru sjö talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sjötíu og þriggja ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér…

Afmælisbörn 4. apríl 2025

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal fagnar stórafmæli en hann er sextugur á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Afmælisbörn 3. apríl 2025

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari fagnar fimmtíu og tveggja ára afmæli í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum…

Hrekkjusvín (1977)

Tónlistarhópur sem kallaðist Hrekkjusvín stóð að baki plötu sem oft hefur verið nefnd sem besta barnaplata sem komið hefur út á Íslandi, Hrekkjusvínin voru aldrei starfandi sem hljómsveit heldur aðeins sett saman fyrir þetta eina verkefni. Það mun hafa verið vorið 1977 sem útgáfufyrirtækið Gagn og gaman (Páll Baldvin Baldvinsson) fékk þá Valgeir Guðjónsson, Leif…

Hrekkjusvín – Efni á plötum

Hrekkjusvín – Lög unga fólksins Útgefandi: Gagn og gaman / Skífan Útgáfunúmer: GAGA 002 / SCD 214 Ár: 1977 / 1998 1. Afasöngur 2. Hvað ætlar þú að verða? 3. Gettu hvað ég heiti 4. Grýla 5. Ekki bíl 6. Lygaramerki á tánum 7. Sumardagurinn fyrsti 8. Sæmi rokk 9. Hrekkjusvín 10. Gestir út um allt…

Hrím [2] [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Ingibergur Þorkelsson starfrækti um tíma útgáfufyrirtæki sem bar nafnið Hrím. Ingibergur hafði árið 1975 starfrækt útgáfu- og umboðsfyrirtækið Demant við þriðja mann en þegar það fyrirtæki hætti störfum stofnaði hann Hrím sumarið 1976. Hrím varð reyndar hvorki afkasta- eða umsvifamikið á markaðnum en gaf um haustið út plötuna Fram og aftur um blindgötuna með Megasi,…

Hreggviður Jónsson [2] – Efni á plötum

Hreggviður Muninn Jónsson og Þorvaldur Jónsson – Á fjöllum: 13 frumsamin lög eftir Hreggvið og Þorvald frá Torfastöðum Útgefandi: Þorvaldur Jónsson Útgáfunúmer: ÞJ 06 CD Ár: 2003 1. Vor á Eyjabökkum 2. Um hljóða nótt 3. Á fjöllum 4. Þrá 5. Úr fjarska 6. Láttu vordraum þinn vaka 7. Ágústkvöld 8. Minning 9. Oft er gaman 10. Hið…

Hreggviður Jónsson [2] (1941-2011)

Hreggviður Jónsson harmonikkuleikari var kunnur fyrir hljóðfæraleik austur á Fjörðum og Héraði en hann samdi einnig tónlist og var í forsvari fyrir félagsstarf harmonikkuleikara fyrir austan. Hreggviður Muninn Jónsson fæddist snemma árs 1941 en hann var frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð á Héraði. Hann var yngstur sex bræðra sem flestir eða allir léku á hljóðfæri og…

Hróðmundur hippi (1992-93)

Hróðmundur hippi var hljómsveit úr Garðabæ og var nokkuð virk meðan hún starfaði, sem var á árunum 1992 og 93. Hróðmundur hippi var líkast til stofnuð 1992 og lék hún þá í nokkur skipti opinberlega bæði í heimabæ sínum en einnig t.d. á tónleikum ungsveita í félagsmiðstöðinni Fellahelli í Breiðholti. Ekki er að finna neinar…

Hrókar [1] (1965-66)

Ekki liggja fyrir margar heimildir um unglingahljómsveit sem bar nafnið Hrókar en hún mun hafa starfað í Kópavogi á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Fyrir liggur að gítarleikarinn Björgvin Gíslason var einn meðlima Hróka og var þetta hugsanlega fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og er því…

Hrókar [3] (1973-94)

Tríóið Hrókar starfaði í um tvo áratugi og sérhæfði sig í spilamennsku tengdri einkasamkvæmum s.s. árshátíðum og þorrablótum og verður kannski helst minnst fyrir að spila hjá átthagafélögum, ekki er víst að sveitin hafi starfað alveg samfleytt en erfitt er að finna upplýsingar um sveitina þar sem hún svo oft í einkasamkvæmum. Sveitin var stofnuð…

Hrókar [2] (1966-69 / 2009-)

Hljómsveitin Hrókar frá Keflavík starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratugnum – frá 1966 og líklega til 1969 en sveitin mun síðan hafa starfað lítt breytt undir nokkrum nöfnum til ársins 1973, sveitin var svo endurreist árið 2009 og hefur starfað nokkuð óslitið síðan þá. Hrókar voru stofnaðir í Gagnfræðaskóla Keflavíkur árið 1966, líklega…

Hrókar alls fagnaðar [2] (2007)

Sumarið 2007 starfaði hljómsveit undir merkjum Listahóps Seltjarnarness undir nafninu Hrókar alls fagnaðar, sveitin tróð upp við ýmis tækifæri þetta sumar s.s. fyrir gesti sundlaugarinnar á Seltjarnarnesi, fyrir aldraða og víðar. Meðlimir Hróks alls fagnaðar voru þau Kjartan Ottósson gítarleikari, Gunnar Gunnsteinsson bassaleikari [og söngvari?], Ragnar Árni Ágústsson hljómborðsleikari, Jason Egilsson trommuleikari, Lárus Guðjónsson [?],…

Emajor (2023-)

Blússveitin Emajor (E-major) hefur verið starfandi undir því nafni frá því um snemma árs 2023 en áður hafði sveitin gengið undir nafninu Blúsvinir Díönu og starfað um nokkurt skeið undir því nafni. Emajor skipa þau Diana Von Ancken (Mama Di) söngkona, Daði Halldórsson gítarleikari, Gautur Þorsteinsson hljómborðsleikari, Steingrímur Bergmann Gunnarsson trommuleikari og Ólafur Friðrik Ægisson…

Blúsvinir Díönu (2017-2023)

Hljómsveitin Blúsvinir Díönu starfaði um nokkurra ára skeið á árunum í kringum 2020 og lék þá nokkuð opinberlega en sveitin var eins og nafnið gefur til kynna blúshljómsveit. Elstu heimildir um Blúsvini Díönu eru frá haustinu 2017 þegar sveitin lék á Loftinu í Bankastræti en hún gæti þá hafa verið starfandi um nokkurt skeið á…

Afmælisbörn 2. apríl 2025

Þrjú afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…

Afmælisbörn 31. mars 2025

Á þessum degi eru átta afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og sjö ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Afmælisbörn 30. mars 2025

Afmælisbörnin í dag eru sjö talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sjötugur og á því stórafmæli í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er…

Afmælisbörn 29. mars 2025

Fjögur afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er áttatíu og eins árs gamall í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og…

Afmælisbörn 28. mars 2025

Fjögur afmælisbörn (þrjú þeirra eru látin) koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jónas Þórir Þórisson píanó- og hljómborðsleikari er sextíu og níu ára gamall í dag. Jónas Þórir er líklega einn þekktasti undirleikari samtímans en hann hefur starfað með ótal tónlistarfólki í gegnum tíðina, þá hefur hann einnig leikið inn á fjölda platna og…

Afmælisbörn 27. mars 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru níu talsins: Páll Einarsson sem er öllu þekktari sem jarðeðlisfræðingur en tónlistarmaður, er sjötíu og átta ára gamall í dag. Páll hefur leikið selló m.a. með Sinfóníuhljómsveitum Íslands, Reykjavíkur og áhugamanna, Palermo kvartettnum og hljómsveit Íslensku óperunnar en einnig á bassa með ýmsum sveitum s.s. Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Veislutríóinu og…

Hrefna Unnur Eggertsdóttir (1955-)

Píanóleikarinn og -kennarinn Hrefna Unnur Eggertsdóttir hefur staðið í fremstu röð um árabil, leikið á ótal tónleikum sem undirleikari einsöngvara og meðleikari tónlistarfólks af ýmsu tagi auk annarra tónleikatengdra verkefna, hún hefur jafnframt kennt á píanó um langa tíð. Hrefna Unnur Eggertsdóttir er fædd 1955, ættuð úr Garðinum og steig sín fyrstu skref í Tónlistarskólanum…

Hrafnhildur Guðmundsdóttir (1955-)

Hrafnhildur Guðmundsdóttir messósópran söngkona var töluvert áberandi í íslensku sönglífi um tíu ára skeið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, og söng þá m.a. hlutverk í óperuuppfærslum, tónleikauppfærslum á stærri verkum og sem einsöngvari víða á tónleikum. Söng hennar má jafnframt heyra á einni plötu. Hrafnhildur Eyfells Guðmundsdóttir (fædd 1955) kemur upphaflega af Suðurnesjunum…

Hrefna Unnur Eggertsdóttir – Efni á plötum

Kjartan Óskarsson og Hrefna U. Eggertsdóttir – Kjartan Óskarsson klarinett / Hrefna U. Eggertsdóttir píanó Útgefandi: Kjartan Óskarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1994 1. Sónata í G-dúr op. 5 „Seinem lieben Freunde Richard Mühlfeld” (e. Gustav Jenner): Allegro moderato e grazioso / Agadio espressivo / Allegretto grazioso / Allegro energico 2. Fantasíusónata í h-moll op.…

Hrafnhildur Guðmundsdóttir – Efni á plötum

Á Ljóðatónleikum Gerðubergs III – ýmsir (x2)Útgefandi: Menningarmiðstöðin Gerðuberg Útgáfunúmer: GBCD 003 Ár: 1993 1. Bergþór Pálsson – Úr Schwanengesang: Ständchen 2. Bergþór Pálsson – Aufenhalt 3. Bergþór Pálsson – Der Doppelgänger 4. Bergþór Pálsson – Frühlingssehnsucht 5. Bergþór Pálsson – Der Atlas 6. Hrafnhildur Guðmundsdóttir – La Barcheta 7. Hrafnhildur Guðmundsdóttir – Cuba dentro de un piano…

Hreyfilskórinn [1] (1949-67)

Karlakór var starfræktur um tveggja áratuga skeið um og upp úr miðri síðustu öld innan bifreiðastöðvarinnar Hreyfils en þar störfuðu nokkur hundruð bílstjóra, kórinn gekk undir nafninu Hreyfilskórinn. Hreyfilskórinn mun hafa verið stofnaður árið 1949 og stjórnaði Jón G. Guðnason honum fyrstu tvö árin eða til 1951 en þá tók Högni Gunnarsson við kórstjórninni og…

Hress/Fresh (2005-08)

Hljómsveitin Hress/Fresh starfaði í nokkur ár snemma á þessari öld og lék fönkskotna tónlist. Fyrstu heimildir um sveitina eru frá því um haustið 2005 en af og til heyrðist til sveitarinnar árið eftir, þá lék hún tvívegis á tónleikum í Hinu húsinu ásamt fleiri sveitum. Það var svo vorið 2007 sem Hress/Fresh birtist í Músíktilraunum…

Hress (1994)

Fyrri hluta ársins 1994 starfaði hljómsveit sem bar nafnið Hress en um var að ræða hliðarsveit Sniglabandsins, þ.e. Sniglabandið án Skúla Gautasonar. Meðlimir þessarar sveitar voru því Björgvin Ploder, Einar Rúnarsson, Pálmi J. Sigurhjartarson og Friðþjófur Sigurðsson, sá síðast taldi var um þessar mundir að hætta í Sniglabandinu og munu einhverjir hafa leyst hann af…

Hrífa (2010)

Ballhljómsveit var starfandi á Akureyri eða Eyjafirðinum haustið 2010 undir nafninu Hrífa og var þá líklega nýlega stofnuð. Fyrir liggur að trommuleikari sveitarinnar var Ingvi Rafn Ingvason en upplýsingar vantar um aðra meðlimi Hrífu og hljóðfæraskipan. Eins vantar upplýsingar um hversu lengi þessi sveit starfaði sem og um annað sem heima ætti í umfjöllun um…

Hringir [2] (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um gospelhljómsveit sem starfaði árið 1997 undir nafninu Hringir en sveitin lék þá í Grafarvogskirkju, að minnsta kosti einu sinni. Hér vantar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan og starfstíma hennar. Ekki er útilokað að hér sé á ferðinni sama sveit og Hörður Bragason, Kristinn H. Árnason og Kormákur Geirharðsson starfræktu…

Hreyfilskvartettinn (1960-70)

Fáar heimildir er að finna um Hreyfilskvartettinn svokallaða en hann starfaði lengi innan Hreyfilskórsins, karlakórs bifreiðastöðvarinnar Hreyfils og söng líklega mestmegnis eða eingöngu á skemmtunum innan fyrirtækisins. Hreyfilskvartettinn var stofnaður árið 1960 innan kórsins en þegar kórinn var lagður niður árið 1967 starfaði kvartettinn áfram til ársins 1970. Árið 1968 var hann skipaður þeim Vilhjálmi…

Hreyfilskórinn [2] (1993-98)

Hreyfilskórinn hinn síðari, einnig nefndur Kvennakór Hreyfils starfaði í nokkur ár á tíunda áratugnum og var eins og síðarnefnda heitið gefur til kynna, kvennakór. Hreyfilskórinn, sem var stofnaður haustið 1993, söng undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur frá upphafi og til árins 1997 en þá tók Sigurður Bragason við söngstjórninni, hann virðist hafa stjórnað kórnum í…

Hrím [1] (1967-70)

Siglfirska unglingahljómsveitin Hrím er líklega meðal þekktari sveita meðal heimamanna á Siglufirði þrátt fyrir að sveitin yrði ekki langlíf en hún vann sér það m.a. til frægðar að sigra hljómsveitakeppnina í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1969. Meðal hljómsveitarmeðlima var gítarleikarinn Gestur Guðnason sem átti síðar eftir að vekja töluverða athygli fyrir hæfni sína á hljóðfærið. Hrím…

Afmælisbörn 26. mars 2025

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Afmælisbörn 25. mars 2025

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni er áttatíu og eins árs gamall á þessum degi. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi…

Afmælisbörn 24. mars 2025

Á þessum degi eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sjötíu og þriggja ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…

Afmælisbörn 23. mars 2025

Afmælisbörn dagsins eru fjölmörg og eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona, píanóleikari og tónlistarkennari úr Hafnarfirði er fjörutíu og þriggja ára í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur verið…

Afmælisbörn 22. mars 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…

Afmælisbörn 21. mars 2025

Á þessum degi eru afmælisbörnin fimm á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari fagnar fimmtíu og tveggja ára afmæli í dag, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út…

Afmælisbörn 20. mars 2025

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötíu og átta ára gamall í dag, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru…

Hrefna Tynes (1912-94)

Hrefnu Tynes verður sjálfsagt fyrst og fremst minnst fyrir störf hennar í þágu skáta en hún var einnig texta- og lagahöfundur og reyndar liggja eftir hana tveir textar sem allir Íslendingar þekkja. Hrefna Tynes (fædd Þuríður Hrefna Samúelsdóttir) var fædd í Súðavíkurhreppi fyrir vestan vorið 1912 en flutti með fjölskyldu sinni til Ísafjarðar ung að…

Hraunarar (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem kallaðist Hraunarar en sveitin starfaði í Hafnarfirði snemma vors 1998 og kom þá fram í tengslum við félagsmiðstöðvastarf í Firðinum. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Hraunara, hversu lengi sveitin starfaði og annað sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Hrafnaþing – Efni á plötum

Hrafnaþing – Líkið var dautt [demo] Útgefandi: Hrafnaþing Útgáfunúmer: D1 Ár: 2003 1. minority sucks 2. Call 2 the witches 3. V.P.A. (Mottafokka) 4. Lost 5. Vote farse 6. 3rd world 7. War 8. R.U. do U. Flytjendur: Aðalbjörn Tryggvason – trommur Stefán Jónsson – bassi Steini Dýri [?] – gítar Friðrik Álfur Mánason –…

Hrafnaþing (2003-09)

Hljómsveit sem bar nafnið Hrafnaþing starfaði snemma á þessari öld, líklega á árunum 2003 til 2009 en þó ekki samfleytt. Sveitina skipuðu Friðrik Álfur Mánason (Svarti álfur) söngvari, Aðalbjörn Tryggvason trommuleikari (Sólstafir o.fl.), Stefán Jónsson bassaleikari (Saktmóðigur) og Steini Dýri [?] gítarleikari. Hrafnaþing lék thrash metal og kom fyrst fram opinberlega á tónleikum ásamt fleiri…

Hrafnaspark [2] – Efni á plötum

Hrafnaspark – Hrafnaspark Útgefandi: Sögur útgáfa Útgáfunúmer: CD006 Ár: 2006 1. I’ll see you in my dreams 2. Caravan 3. Artillerie 4. Í hjarta þér 5. Boulervard of broken dreams 6. Söngur jólasveinanna 7. Kjarrvals 8. Við gengum tvö 9. Jósep, Jósep 10. Norskur dans nr. 1 11. J’attendrai 12. Blues clair 13. Sweet Georgia…

Hrafnaspark [2] (2001-18)

Hrafnaspark var svokallað Django djasstríó en tónlistin er kölluð svo eftir Django Reinhardt sem fyrstur kom fram með þá tegund gítardjass eða sígaunadjass eins og hún er einnig kölluð. Sveitin var stofnuð vorið 2001 á Akureyri upp úr námskeiðum sem hið hollenska Robin Nolan trio hélt þar en þar var áhersla lögð á Django djassinn,…

Hreggviður Jónsson [1] (1909-87)

Hreggviður Jónsson gegndi mikilvægu hlutverki í lúðrasveitastarfi Vestmannaeyinga um áratuga skeið, bæði sem tónlistarmaður og ekki síður í félagsstarfinu. (Guðjón) Hreggviður Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum sumarið 1909 og kenndi sig við bæinn Hlíð í Eyjum. Hann var á unglingsaldri þegar hann hóf að leika með Lúðrasveit Vestmannaeyja sem starfaði á árunum 1925 til 1931…

Hraun [1] (um 1978-79)

Hljómsveitin Hraun starfaði í Kópavogi, að öllum líkindum veturinn 1978-79. Þessi sveit var skipuð 12-13 ára drengjum sem léku á kassagítar, McIntosh-trommur og önnur ásláttarhljóðfæri ásamt því að syngja en fyrsta og e.t.v. eina lagið sem sveitin æfði var bítlaslagarinn All you need is love. Meðlimir þessarar mætu sveitar voru þeir Haraldur Kristján Ólason, Palli…