Hljóp á snærið (1994-2016)

Hljómsveitin Hljóp á snærið starfaði um ríflega tuttugu ára skeið í Sandgerði, líklega þó ekki samfleytt en sveitin var lengi fastagestur á bæjarhátíðinni Sandgerðisdögum og lék reyndar víðar annars staðar um landið. Hljóp á snærið virðist hafa komið fram á sjónarsviðið fyrst í kringum 1994 og lék þá bæði í heimabæ sínum Sandgerði sem og…

Hlunkarnir (1993)

Tríóið Hlunkarnir starfaði í fáeina mánuði vorið og sumarið 1993 og lék þá á nokkrum tónleikum á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu með bland af frumsaminni tónlist og annarra. Hlunkarnir komu fyrst fram á Plúsnum við Vitastíg um vorið 1993 en það voru þeir Ómar Diðriksson og Guðni B. Einarsson gítarleikarar og Pétur Pétursson bassaleikari sem skipuðu…

Hljómvinir (2000-08)

Söngflokkur eða kór starfaði á Fljótsdalshéraði um og upp úr síðustu aldamótum undir nafninu Hljómvinir en gekk reyndar einnig undir nafninu Útmannasveitin undir það síðasta. Hljómvinir voru stofnaðir af því er virðist aldamótaárið 2000 og var Króatinn Suncanna Slamning stjórnandi kórsins alla tíð. Kórinn starfaði líklega ekki allt árið um kring heldur mun það hafa…

Hlynur Höskuldsson (1953-2023)

Tónlistarmaðurinn Hlynur Höskuldsson kom víða við á tónlistarferli sínum en hann starfaði með fjölda hljómsveita, Hlynur lét ekki fötlun í kjölfar alvarlegs slyss stöðva sig og vakti víðs vegar athygli sem einhenti bassaleikarinn. Hlynur var fæddur í árslok 1953 og var líklega um fjórtán ára gamall þegar hann hóf að leika með hljómsveitinni Raflost þar…

Hnakkarnir (2007)

Kántrísveitin Hnakkarnir var skammlíf hljómsveit sem starfaði á Norðfirði sumarið 2007 en sveitin lék þá á fáeinum uppákomum s.s. á opnunarhátíð álversins á Reyðarfirði. Hnakkarnir munu hafa verið eins konar útibú frá hljómsveit Ágústs Ármanns Þorlákssonar en meðlimir sveitarinnar voru auk Ágústs Ármanns sem lék á hljómborð og munnhörpu, þau Guðmundur Rafnkell Gíslason söngvari og…

Hljómur [1] (1990-)

Samkórinn Hljómur hefur verið starfræktur á Akranesi síðan 1990 en hann er kenndur við félagsskapinn FEBAN, félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni sem hafði verið stofnað ári fyrr. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sögu kórsins frá fyrstu árum hans og t.a.m. liggur ekkert fyrir um stjórnendur hans fyrstu árin. Árið 1997 tók…

Hljómur [1] – Efni á plötum

Hljómur – Hljómur: Kór eldri borgara á Akranesi 10 sönglög 2015 Útgefand: Hljómur Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2015 1. Vorið kemur 2. Ágústkvöld 3. Erla góða Erla 4. Enn syngur vornóttin 5. Syngið glaðan sönginn 6. Besti vinur bak við fjöllin háu 7. Liljan fríð 8. Veröld fláa 9. Sumarkvöld við sæinn 10. Ég að…

Hljómur [4] (2008 / 2010)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem sett var saman innan harmonikkufélagsins Hljóms haustið 2008 undir sama nafni (Hljómur) en þessi sveit lék á samkomu félagsins undir stjórn Sigurðar Alfonssonar. Sveitin mun hafa verið sett saman úr minni harmonikkuhópum innan félagsins, Eldborginni, Fönix, Smáranum og Dragspilsdrottningunum – auk þess léku Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Carl…

Hljómur [5] (2011-)

Kór eldri borgara hafði starfað frá árinu 1990 við Neskirkju undir nafninu Litli kórinn og hafði Inga J. Backman stjórnað honum fyrsta áratug nýrrar aldar. Magnús Ragnarsson tók við kórstjórninni og fljótlega eftir það (haustið 2011) var nafni kórsins breytt í Hljómur. Eftir nafnabreytinguna var Magnús með kórinn í eitt ár og haustið 2012 tók…

Victor Urbancic – Efni á plötum

Kjartan Óskarsson og Hrefna U. Eggertsdóttir – Kjartan Óskarsson klarinett / Hrefna U. Eggertsdóttir píanó Útgefandi: Kjartan Óskarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1994 1. Sónata í G-dúr op. 5 „Seinem lieben Freunde Richard Mühlfeld” (e. Gustav Jenner): Allegro moderato e grazioso / Agadio espressivo / Allegretto grazioso / Allegro energico 2. Fantasíusónata í h-moll op.…

Afmælisbörn 22. janúar 2025

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) hefði átt afmæli í dag en hún lést 2022, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar…

Afmælisbörn 21. janúar 2025

Á þessum degi koma sjö afmælisbörn við sögu: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum. Svavar Knútur hefur verið í forsvari fyrir…

Afmælisbörn 20. janúar 2025

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari hefði fagnað sjötugs afmæli á þessum degi en hann lést fyrir stuttu. Ársæll lék með fjölmörgum og ólíkum hljómsveitum og þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Strandhögg, Kennarabland MS, Úrkula vonar, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi…

Afmælisbörn 19. janúar 2025

Í dag eru sex afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…

Afmælisbörn 18. janúar 2025

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í…

Afmælisbörn 17. janúar 2025

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2025

Í dag eru fimm afmælisbörn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sjötíu og sex ára gamall í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Hljómsveit Þórarins Guðmundssonar (1914-58)

Þórarinn Guðmundsson var fyrstur Íslendinga til að nema sig í fiðluleik hér á landi og var þ.a.l. viðloðandi flestar þær hljómsveitir sem störfuðu fyrstu áratugi 20. aldarinnar, reyndar er þó ekki alltaf ljóst hverjar þessara sveita störfuðu í nafni Þórarins og hverjar voru Hljómsveit Reykjavíkur eða Útvarpshljómsveitin sem hann starfaði með og stjórnaði um tíma.…

Hljómsveitakeppnin í Húnaveri [tónlistarviðburður] (1989-91)

Löng hefð var fyrir skemmtanahaldi norður í Húnaveri í Austur-Húnavatnssýslu um verslunarmannahelgi en þar hafði þó ekki verið haldin útihátíð um árabil þegar Stuðmenn blésu til einnar slíkrar sumarið 1989, sveitin hafði þá komið að slíkum hátíðum í Atlavík og Húsafelli og stjórnað þar hljómsveitakeppnum, og slík keppni var einnig meðal dagskrárliða á hátíðinni sem…

Hljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar (1939-91)

Þorvaldur Steingrímsson var fjölhæfur tónlistarmaður, hann var framan af þekktur saxófón- og klarinettuleikari en síðar einnig sem fiðluleikari. Hann starfrækti því ótal danshljómsveitir og strengjasveitir sem léku ólíkar tegundir tónlistar en hljómsveitir hans sem flestar voru skammlífar, enda oftar en ekki settar saman fyrir stök verkefni störfuðu frá því undir lok fjórða áratugarins og allt…

Hljómsveit Örlygs Haraldssonar (1960-61)

Hljómsveit Örlygs Haraldssonar starfaði innan Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1960-61, og lék þá að minnsta kosti einu sinni á skemmtun innan skólans. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Leifur Gunnarsson trommuleikari, Magnús Sigurðsson söngvari og Örlygur Haraldsson píanóleikari og hljómsveitarstjóri.jó

Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Hljómsveitin Gylfi (1994)

Hljómsveitin Gylfi starfaði á Akureyri í kringum miðjan tíunda áratug síðustu aldar, að minnsta kosti síðsumars 1994 en þá kom sveitin fram á landbúnaðarsýningunni Auðhumlu ´94 sem haldin var á Hrafnagili í Eyjafirði. Gylfi sem var unglingahljómsveit, var skipuð þeim Atla Hergeirssyni bassaleikara, Birki Má Birgissyni [?], Bjarna Eiríkssyni [?], Lúðvík Trausta Lúðvíkssyni [?] og…

Hljómsveitin sem mamma þín bannaði þér að hlusta á (1994)

Upplýsingar óskast um dauðarokksveit frá Akranesi eða nágrenni sem keppti í tónlistarkeppni NFFA (innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) haustið 1992 undir nafninu Hljómsveitin sem mamma þín bannaði þér að hlusta á. Fyrir liggur að þessi sveit hafnaði í öðru sæti keppninnar, og var líklega ekki stofnuð sérstaklega fyrir hana en hér vantar allar upplýsingar um…

Hljómsveitin Strengur (2007)

Vorið 2007 var hljómsveit skráð til leiks í Músíktilraunir sem þá fóru fram í Loftkastalanum, undir nafninu Hljómsveitin Strengur en hún mun hafa verið frá Akureyri og lék einhvers konar rokktónlist. Meðlimir Hljómsveitarinnar Strengs voru Almar [?] gítarleikari, Sölvi [?] söngvari, Daníel [?] trommuleikari og Arnar [?] bassaleikari. Svo virðist sem sveitin hafi ekki mætt…

Hljómur [2] (2006-)

Pöbbadúettinn Hljómur er vel þekktur í Mosfellsbæ enda hefur hann leikið við ótal skemmtanir og aðrar uppákomur í bænum allt síðan 2006 að minnsta kosti og hefur t.a.m. verið ómissandi liður í dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Það eru þeir Hilmar Gunnarsson og Ágúst Bernharðsson Linn sem skipa Hljóm en þeir syngja báðir og leika…

Hljómur [3] [félagsskapur] (2005-10)

Litlar upplýsingar er að finna um harmonikkufélag á höfuðborgarsvæðinu sem gekk undir nafninu Hljómur. Félagið var líklega sett á laggirnar haustið 2005 af harmonikkuleikaranum Karli Jónatanssyni, og stofnað formlega 2006 en formaður félagsins var Guðný Kristín Erlingsdóttir frá árinu 2007 að minnsta kosti og til 2010, svo virðist sem félagið hafi þá lognast útaf –…

Afmælisbörn 15. janúar 2025

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Afmælisbörn 14. janúar 2025

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar fimm: Mývetningurinn Stefán Jakobsson er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Stjarna hans hefur risið hátt á síðustu árum, bæði sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en einnig almennt fyrir söngverkefni sín s.s. Föstudagslögin, þá hefur hann sent frá sér sólóplötu. Stefán sem er af miklum tónlistarættum, er og hefur…

Afmælisbörn 13. janúar 2025

Átta afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Óskar Páll Sveinsson hljóð- og upptökumaður er fimmtíu og átta ára í dag. Hann var á yngri árum söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Medium en sneri sér síðan að upptökufræðum, starfaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og við upptökur og hljóðblöndun á fjölmörgum plötum hér heima áður en…

Afmælisbörn 12. janúar 2025

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sjötugur í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni Jónssyni á sólóplötum hans.…

Afmælisbörn 11. janúar 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði á fimmtíu og tveggja ára afmæli í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo…

Afmælisbörn 10. janúar 2025

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér…

Afmælisbörn 9. janúar 2025

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem er þekktastur fyrir Vesturfarasögurnar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, er áttatíu og sex ára gamall í dag. Böðvar var virkur á vinstri arminum hér áður fyrr og kom þá oft fram sem trúbador þar sem hann flutti eigin lög og ljóð. Hann gaf…

Hljómsveit Grettis Björnssonar (1949-2005)

Harmonikkuleikarinn Grettir Björnsson starfrækti nokkrar hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum en upplýsingar um þær eru almennt mjög takmarkaðar. Fyrsta sveitin sem Grettir rak var tríó sem starfaði á árunum 1949 og 50, sú sveit lék m.a. á Keflavíkurflugvelli en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum. Næsta…

Hljómsveit Þorsteins Magnússonar (1982)

Hljómsveit Þorsteins Magnússon starfaði haustið 1982, og var hugsanlega sett saman fyrir einn viðburð – maraþontónleika SATT í Tónabæ en þar var gerð tilraun til heimsmets. Þess má geta að hljómsveitin lék í tólf tíma samfleytt í Tónabæ. Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þessa sveit, meðlimir hennar voru auk Þorsteins sem lék á gítar…

Hljómsveit Þorsteins Þorsteinssonar (1994-2011)

Hljómsveit Þorsteins Þorsteinssonar (einnig nefnd Hljómsveit Þorsteins R. Þorsteinssonar) starfaði á árunum 1994 til 2011 að minnsta kosti, framan af líklega nokkuð stopult en nokkuð samfleytt eftir aldamótin. Litlar upplýsingar er að finna um hljóðfæra- og meðlimaskipan sveitarinnar nema í upphafi (1994) en þá skipuðu sveitina líklega Edwin Kaaber gítarleikari, Gunnar Bernburg bassaleikari, Þorvaldur Björnsson…

Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar (1970-73 / 1989-2005)

Þorvaldur Björnsson harmonikkuleikari, tónmenntakennari, organisti og kórstjóri starfrækti hljómsveitir á tveimur tímaskeiðum, annars vegar um og upp úr 1970 og hins vegar um og eftir 1990. Fyrri hljómsveit Þorvaldar Björnssonar lék um nokkurra ára skeið í Ingólfcafe og spilaði þar fyrir gömlu dönsunum. Þessi sveit tók til starfa þar vorið 1970 og lék til ársloka…

Hljómsveit Þórarins Magnússonar (1972-73)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Þórarins Magnússonar en sveitin lék á árshátíð á Hótel KEA á Akureyri í janúar 1973, þ.a.l. hefur sveitin verið stofnuð 1972 eða fyrr. Engin frekari deili er að finna á þessari sveit, Þórarinn Magnússon hafði verið píanóleikari í hljómsveit sem lék á hótelinu ári fyrr og þar léku með…

Hljómsveit Þóris Jónssonar (1942-47)

Hljómsveit Þóris Jónssonar sem lengi var bendluð við Hótel Borg (og reyndar einnig nefnd Hljómsveit Hótel Borgar eða Borgarbandið) varð til fyrir hálfgerða tilviljun en hún starfaði í nokkur ár og telst vera fyrsta alíslenska djasshljómsveitin. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að Þórir Jónsson fiðlu- og saxófónleikari starfaði með Hljómsveit Jack Quinet…

Hljómsveit Önnu Vilhjálms (1969-70 / 1990-2002)

Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir starfrækti hljómsveitir í eigin nafni sem léku mikið á svokölluðum dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á tíunda áratug síðustu aldar en hún hafði verið með vinsælustu söngkonum landsins á sjöunda áratugnum og hafði reyndar stofnað hljómsveit undir lok hans. Anna hafði notið vinsælda m.a. með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og sungið inn á plötu með þeirri…

Hljómsveit Helga Hermannssonar (1978-)

Tónlistarmaðurinn Helgi Hermannsson hefur átt í samstarfi við fjöldann allan af öðru tónlistarfólki ýmist í dúetta-, tríóa- eða hljómsveitaformi í eigin nafni en í mörgum tilfellum hefur þar verið tjaldað til einnar nætur eins og gengur og gerist. Helgi var þekktur framan af sem einn meðlimur hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum en eftir að hann fluttist…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Samkór Húsavíkur [3] – Efni á plötum

Samkór Húsavíkur – Allt brosir á Húsavík Útgefandi: Tónlistarskóli Húsavíkur Útgáfunúmer: TH 01 Ár: 2004 1. Allt brosir á Húsavík 2. Ég leitaði 3. Fyrr var oft í koti kátt 4. Góða tungl 5. Verndi þig englar 6. Grafskrift 7. Bláir eru dalir þínir 8. Gömul spor 9. Svantes lykkelige dag 10. Go tel lit…

Hildur Tryggvadóttir (1958-)

Sópran söngkonan Hildur Tryggvadóttir var áberandi í norðlensku söng- og tónlistarstarfi um árabil, söng með fjölda kóra auk þess að koma fram sem einsöngvari á ótal tónleikum. Hildur Tryggvadóttir (f. 1958) er reyndar höfuðborgarbúi að uppruna, hún hóf að syngja í Pólýfónkórnum ung að árum og naut fyrstu leiðsagnar í söng innan kórskóla kórsins. Hún…

Afmælisbörn 8. janúar 2025

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og sex ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Afmælisbörn 7. janúar 2025

Enn og aftur er heimurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og átta ára gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Afmælisbörn 6. janúar 2025

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir trompetleikari, leik- og söngkona er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og…

Afmælisbörn 5. janúar 2025

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er sextugur í dag og fagnar því stórafmæli, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…