Hljómsveit Steingríms Stefánssonar (1978-89)

Hljómsveit Steingríms Stefánssonar á Akureyri starfaði um árabil á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og lék við nokkrar vinsældir á Akureyri og nærsveitum en fór einnig víðar um norðan- og austanvert landið með spilamennsku og jafnvel allt suður til Stöðvarfjarðar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1978 af Steingrími Stefánssyni en hann var gamalreyndur reynslubolti úr…

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar (1949-50)

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar píanóleikara (einnig stundum nefnd Sextett Steinþórs Steingrímssonar) starfaði í nokkra mánuði veturinn 1949-50 og lék þá líklega eingöngu í Mjólkurstöðinni við Laugaveg, mannabreytingar settu svip á sveitina þann skamma tíma sem hún starfaði. Sveitin var stofnuð um haustið 1949 og kom fyrst fram á dansleikjum í Mjólkurstöðinni í október, meðlimir hennar í…

Hljómsveit strætisvagnabílstjóra (1952)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit strætisvagnabílstjóra en hún var starfrækt vorið 1952, hún lék þá á dansleik í Hlégarði í Mosfellssveit sem haldin var á vegum félaganna Sjálfsvörn í Reykjavík og Berklavörn í Reykjavík. Allar frekari upplýsingar óskast um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.sve

Afmælisbörn 18. desember 2024

Í dag eru þrjú nöfn á afmælislista Glatkistunnar Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig starfað með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s.…

Afmælisbörn 17. desember 2024

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á lista Glatkistunnar í dag: Tónlistarkonan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir fagnar stórafmæli en hún er þrítug á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og hefur einnig gefið út nokkrar breiðskífur, Sólveig hefur einnig sjálf sent frá sér sólóplötur og fjölda smáskífna. Ágúst…

Afmælisbörn 16. desember 2024

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og fimm ára gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona s.s. hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem…

Afmælisbörn 15. desember 2024

Í dag eru skráð sex tónlistartengd afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og…

Afmælisbörn 14. desember 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er sextíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur…

Sex listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin 2024

Amor Vincit Omnia, Iðunn Einars, sideproject, Sigrún, Sunna Margrét og Supersport! hljóta Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Pop-up verslun Sweet Salone – Aurora velgerðarsjóðs á Mýrargötu 41. Þetta er í sautjánda sinn sem verðlaunin eru…

Afmælisbörn 13. desember 2024

Í dag eru þrír tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er fagnar stórafmæli – sjötugs afmæli í dag. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…

Afmælisbörn 12. desember 2024

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er fimmtíu og sjö ára gamall í dag, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum og haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis. Jóhann Friðgeir hefur gefið út nokkrar sólóplötur…

Hljómsveit Stefáns P. (1976-)

Líklega hafa fáar hljómsveitir á Íslandi verið jafn langlífar og Hljómsveit Stefáns P. Þorbergssonar flugmanns en sveit hans hefur starfað nokkuð samfleytt frá árinu 1976 en stopulla síðustu áratugina, hún hefur þó aldrei hætt störfum. Sveitin hefur e.t.v. ekki verið mest áberandi eða vinsælasta hljómsveitin hvað útgefna tónlist varðar en hún hefur þó sent frá…

Hljómsveit Stefáns P. – Efni á plötum

Guðmundur Rúnar Lúðvíksson – Í skóinn Útgefandi: Hljómteiti Guðmundur Rúnar Lúðvíksson Útgáfunúmer: GRL 004 Ár: 1982 / 1997 1. Snæfinnur snjókarl 2. Jólasveinninn minn 3. Gefðu mér gott í skóinn 4. Litla jólabarn 5. Hátíð í bæ 6. Grýla 7. Jólasyrpa; Göngum við í kringum / Adam átti syni sjö / Gekk ég yfir sjó…

Hljómsveit Siggu Beinteins (1987-88 / 1994)

Í nokkur skipti hafa hljómsveitir starfað í nafni Sigríðar Beinteinsdóttur söngkonu, stundum hefur það verið í formi tímabundinna eða stakra verkefna en einnig til lengri tíma – engar þessar hljómsveitir hafa þó sent frá sér efni til útgáfu eða útvarpsspilunar. Fyrsta Hljómsveit Siggu Beinteins (eða Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur) var sett saman vorið 1987 til að…

Hljómsveit Sigurðar Þ. Guðmundssonar (1963-64)

Hljómsveit Sigurðar Þ. Guðmundssonar lék um eins árs skeið í Þjóðleikhúskjallaranum árið 1963 og 64. Sveitin hóf að leika í Leikhúskjallaranum um haustið 1963 og var í fyrstu kölluð Tríó Sigurðar Þ. Guðmundssonar en hlaut svo hljómsveitar-titilinn. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, Axel Kristjánsson og Reynir Sigurðsson sem líklega hafa skipt með…

Hljómsveit Skafta Sigþórssonar (1953-56)

Tónlistarmaðurinn Skafti Sigþórsson starfrækti um miðbik sjötta áratugarins hljómsveit eða hljómsveitir því ekki virðist um samfellda sögu að ræða. Fyrsta hljómsveit Skafta Sigþórssonar lék sumarið 1953 í Þórscafe en engar upplýsingar eru tiltækar um skipan þeirrar sveitar. Ári síðar virðist sem Tage Möller píanóleikari, Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari, Ágúst Guðmundsson harmonikkuleikari, Lárus Jónsson trommuleikari og Skafti…

Hljómsveit Skarphéðins Einarssonar (2010-2019)

Hljómsveit Skarphéðins Einarssonar starfaði í Austur-Húnavatnssýslu, líklega á Blönduósi í um áratug fyrr á þessari öld – hugsanlega þó lengur, samstarf sveitarinnar við Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps var vel þekkt enda náði það yfir fjölda tónleika og rataði aukinheldur inn á plötu. Fyrstu heimildir um hljómsveit Skarphéðins eru frá árinu 2010 en eins og segir hér að…

Hljómsveit Skarphéðins Einarssonar – Efni á plötum

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps – Látum sönginn hljómaÚtgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2014 1. Við svífum í salsa 2. Haustblóm 3. Heiðarnar huga minn seiða 4. Þegar sólin er sest 5. Með vaxandi þrá 6. Látum sönginn hljóma 7. Tifar tímans hjól 8. Ort í sandinn 9. Bíddu við 10. Vertu 11. Í ljósinu 12. Lífsdansinn 13. Faðmur…

Hljómsveit Snorra Halldórssonar (1934)

Hljómsveit Snorra Halldórssonar virðist hafa verið stofnuð fyrir einn viðburð, styrktardansleik sem haldinn var á vegum Glímufélagsins Ármanns í Iðnó sumarið 1934 en þar lék sveitin ásamt Hljómsveit Aage Lorange til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna á Dalvík en stór jarðskjálfti hafði þá nýverið skekið norðurhluta landsins. Hvorki liggja fyrir frekari deili á þessari hljómsveit Snorra Halldórssonar…

Hljómsveit Snorra Jónssonar (um 1990)

Harmonikkuleikarinn Snorri Jónsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni innan félagsskaparins Harmonikuunnenda á Vesturlandi á tíunda áratug síðustu aldar en Snorri hafði búið á Akranesi frá því um 1980. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa Hljómsveit Snorra Jónssonar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, jafnframt hversu lengi hún starfaði.

Hljómsveit Stefáns Bragasonar (1987-89)

Hljómsveit Stefáns Bragasonar starfaði austur á Fljótsdalshéraði um skeið á níunda áratug síðustu aldar en sveitin virðist hafa starfað 1987 og 89, e.t.v. þar á milli einnig. Meðlimir sveitarinnar árið 1989 voru þeir Andrés Einarsson gítarleikari, Þorvaldur B. Einarsson gítarleikari, Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari og Stefán Bragason hljómborðsleikari og hljómsveitarstjóri. Ekki liggja fyrir upplýsingum hvort trommuleikari…

Hljómsveit Stefáns Gíslasonar (2009-15)

Tónlistarmaðurinn og kórstjórnandinn Stefán R. Gíslason á Sauðárkróki starfrækti hljómsveit í eigin nafni að minnsta kosti tvívegis fyrr á þessari öld, annars vegar í tengslum við sönglagakeppni Sæluvikunnar á Sauðárkróki árið 2009 þar sem sveit hans lék undir söng keppenda – hins vegar á tónleikum í Miðgarði haustið 2015 þar sem barnatónlist var í fyrirrúmi.…

Hljómsveit Stefáns Jökulssonar (1994-99)

Stefán Jökulsson var á tíunda áratug síðustu aldar nokkuð áberandi á reykvískum dansstöðum en hann starfaði þá um tíma með söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni, Örnu Þorsteinsdóttur, Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og fleirum, lék þá á skemmtara eða hljómborð í Súlnasal Hótel Sögu, Næturgalanum í Kópavogi og víðar. Árið 1994 var Hljómsveit Stefáns Jökulssonar auglýst á…

Afmælisbörn 11. desember 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Annars vegar er það Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sjötugur og fagnar því stórafmæli. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú…

Afmælisbörn 10. desember 2024

Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm Ólafsson söngvari og trymbill (1945-2023) átti afmæli á þessum degi en hann lést árið 2023. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en hann var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar séu nefndar. Einar…

Afmælisbörn 9. desember 2024

Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur leikhús- og barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni…

Afmælisbörn 8. desember 2024

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar fimm talsins: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið…

Afmælisbörn 7. desember 2024

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins í þetta skipti: Már Elíson trommuleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Már hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, þeirra þekktust er Upplyfting en einnig má nefna sveitir eins og Trix, Víkingasveitina, Andrá, Pondus, Midas, Kusk, Jeremías, Galdakarla, Danssveitina, Axlabandið og Granada tres tríó svo…

Afmælisbörn 6. desember 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fimmtíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar…

Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2024

Kraumsverðlaunin verða afhent í sautjánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, og skipa þar með Kraumslistann 2024. Mikil fjölbreytni einkennir tilnefningarnar í ár – þar sem sú gróska sem ríkir í íslensku tónlistarlífi á sviði popp,…

Afmælisbörn 5. desember 2024

Þá er komið að afmælisbörnum Glatkistunnar en að þessu sinni eru sex slík á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri á sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Lýður hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar.…

Hljómsveit Reykjavíkur [2] (1925-47)

Hljómsveit hafði verið sett á laggirnar í tengslum við konungskomu Kristjáns X árið 1921, undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur og hafði sú sveit starfað í fáein ár við kröpp kjör áður en hún lognaðist endanlega útaf haustið 1924. Þessi sveit hafði verið sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en um var að ræða litla sinfóníuhljómsveit – um…

Hljómsveit Reykjavíkur [2] – Efni á plötum

Hljómsveit Reykjavíkur – Ó, guð vors lands / Lofsöngur til íslenskrar tungu [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1035 Ár: 1930 1. Ó, Guð vors lands 2. Lofsöngur til íslenskrar tungu Flytjendur: Hljómsveit Reykjavíkur – leikur undir stjórn Franz Mixa

Hljómsveit Hreiðars Guðjónssonar (1976-82)

Hljómsveit Hreiðars Guðjónssonar starfaði um nokkurra ára skeið og sérhæfði sig í gömlu dönsunum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1976 til 82 en upplýsingar um hana eru afar takmarkaðar, hér var þó líklega um að ræða Hreiðar Guðjónsson trommuleikara en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar. Hljómsveitin var tengd Árnesingakórnum og…

Hljómsveit Sigrúnar Jónsdóttur (1960)

Sigrún Jónsdóttir var meðal þekktustu söngkvenna Íslands á sjötta áratug síðustu aldar og hafði þá sungið stórsmelli á borð við Fjóra káta þresti og Lukta-Gvend Hún hafði um tíma starfað með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar en þegar sú sveit hætti störfum vorið 1960 varð úr að Sigrún tók við stjórn hljómsveitarinnar af Magnúsi, og hlaut sveitin…

Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar (1966-67)

Hljómsveit var starfandi veturinn 1966-67 í Suður-Þingeyjarsýslu, hugsanlega á Húsavík og að öllum líkindum undir stjórn Sigurðar Friðrikssonar (Sidda) harmonikku- og orgelleikara – hér er því giskað á að sveitin hafi borið nafn hans, Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar eða jafnvel Tríó Sigurðar Friðrikssonar. Með Sigurði störfuðu í hljómsveitinni Páll Friðriksson (bróðir Sigurðar) og Illugi Þórarinsson, engar…

Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar [1] (1961)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar sem starfaði árið 1961 og lék þá á 17. júní dansleik í Vestmannaeyjum. Líklegt er að þessi Sigurður Guðmundsson hafi verið Vestmannaeyingurinn Siggi á Háeyri en hann var kunnur tónlistarmaður í Eyjum og trommuleikari, ekki er vitað hverjir aðrir skipuðu þessa sveit eða hver hljóðfæraskipan hennar var…

Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar [2] (1973)

Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar lék um tíma á Veitingahúsinu við Lækjarteig á fyrsta þriðjungi ársins 1973 en sveitin mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum. Ekki er að finna neinar frekari heimildir um þessa sveit, hverjir skipuðu hana eða um hljóðfæraskipan hennar en hér með er óskað eftir þeim.

Hljómsveit Sigurðar Jóhannessonar (1951-55)

Hljómsveit Sigurðar Jóhannessonar á Akureyri starfaði á fyrri hluta sjötta áratugar síðustu aldar, fyrst árið 1951 og svo aftur 1955 – ekkert bendir til að þessi sveit hafi starfað samfleytt á þessum árum. Árið 1951 lék sveit Sigurðar að minnsta kosti tvívegis á dansleikjum í Hrafnagili í Eyjafirði, en hún var töluvert virkari fjórum árum…

Hljómsveit Sigurðar Óskarssonar (1958-65)

Hljómsveit Sigurðar Óskarssonar, einnig nefnd Hljómsveit S.Ó. og um tíma S.Ó. og Einar, starfaði í Vestmannaeyjum við töluverðar vinsældir um og eftir 1960. Sveitin var skipuð ungum tónlistarmönnum en tónlistarlífið í Eyjum var öflugt á þeim tíma sem endanær. Sigurður Óskarsson stofnaði hljómsveit sína árið 1958 en hann var þá einungis fjórtán ára og hafði…

Hljómsveit Sigurðar Sigurðssonar (1985)

Harmonikkuleikarinn Sigurður Sigurðsson (Diddi á Landamóti) starfrækti hljómsveit árið 1985 sem lék á landsmóti alþýðubandalagsins á Akureyri, undir nafninu Hljómsveit Sigurðar Sigurðssonar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því óskað eftir þeim.

Hljómsveit Sigurðar V. Jónssonar (1956)

Harmonikku- og trommuleikarinn Sigurður Valgarður Jónsson (Siggi Valli) starfrækti hljómsveit á Akureyri sumarið 1956 en þá lék sveit hans, Hljómsveit Sigurðar V. Jónssonar fyrir dansi á útidansleik á Ráðhústorginu. Ekki er að finna neinar frekari heimildir um þessa hljómsveit, um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum. Sigurður…

Afmælisbörn 4. desember 2024

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu er þrjátíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama. Sigurður…

Afmælisbörn 3. desember 2024

Afmælisbörn dagsins eru sex á þessum degi: Pétur Östlund trommuleikari er áttatíu og eins árs í dag, hann lék með mörgum af þekktustu sveitum bítlatímabilsins og eru Hljómar og Óðmenn þeirra þekktastar en einnig með sveitum eins og Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Gunnars Ormslev, Musica prima og Útlendingahersveitinni. Hann var síðar kunnari fyrir djasstrommuleik og…

Afmælisbörn 2. desember 2024

Á þessum degi koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum: Tónlistarmaðurinn Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er fjörutíu og fimm ára á þessum degi, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæði hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert sígilt.…

Dagur íslenskrar tónlistar 2024

Glatkistan óskar landsmönnum til hamingju með Dag íslenskrar tónlistar sem er í dag 1. desember. Deginum var reyndar þjófstartað í Tónlistarhúsinu Hörpu á föstudagsmorguninn þegar Samtónn og Íslensku tónlistarverðlaunin veittu nokkrar viðurkenningar fólki sem starfað hefur að íslensku tónlist, útbreiðslu hennar og uppgangi. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir hlaut til að mynda Hvatningarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en…

Afmælisbörn 1. desember 2024

Í dag er Dagur íslenskrar tónlistar og um leið fullveldisdagurinn, og afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut…

Afmælisbörn 30. nóvember 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er sextug í dag og á því stórafmæli, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar…

Afmælisbörn 29. nóvember 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir fagnar stórafmæli en hún er sextug á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2024

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…