Hljómsveit Magnúsar Einarssonar (1958)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Magnúsar Einarssonar en hljómsveit með því nafni lék í Útvarpinu vorið 1958, og sungu söngkonurnar Adda Örnólfs (Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir) og Didda Jóns (Þuríður Jónsdóttir) með sveitinni þar. Ekkert annað er að finna um þessa hljómsveit, og er líklega ekki um sama Magnús Einarsson og starfrækti tríó austur á Héraði tveimur…

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar og nágrennis (1970 / 2012)

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar og nágrennis starfaði sem danshljómsveit á Seyðisfirði árið 1970 eða um það leyti. Það munu hafa verið Magnús Einarsson, Ingólfur Steinsson og Gylfi Gunnarsson (og e.t.v. fleiri) sem starfræktu þessa sveit en þeir félagar áttu fáeinum árum síðar eftir að stofna hljómsveitina Þokkabót. Sveitin lá í marga áratugi í dvala uns hún…

Hljómsveit Magnúsar Jónssonar (1953)

Haustið 1953 lék Hljómsveit Magnúsar Jónssonar fyrir sjúklinga Vífilsstaðaspítala. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan og reyndar finnast engar upplýsingar um þennan Magnús Jónsson sem um ræðir, hér er því óskað eftir frekari upplýsingum ef þær skyldu einhvers staðar vera tiltækar.

Hljómsveit Magnúsar Jörundssonar (1970)

Magnús Jörundsson var kunnur harmonikkuleikari á Ströndum og lék á dansleikjum víða um Vestfirði. Hann mun hafa starfrækt hljómsveit árið 1970 sem lék á dansleik í félagsheimilinu Árnesi á Ströndum en ekki er að finna neinar frekari upplýsingar um þessa hljómsveit hans, hvorki aðra meðlimi hennar né hljóðfæraskipan. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum.

Hljómsveit Neskaupstaðar (1951-58)

Hljómsveit Neskaupstaðar (einnig stundum nefnd Danshljómsveit Neskaupstaðar) starfaði á Norðfirði á sjötta áratug síðustu aldar. Elstu heimildir um þessa sveit eru frá árinu 1951 en hún mun hafa starfað allt til 1958, hún lék mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð og nágrenni og t.a.m. mun hún hafa leikið alloft á böllum tengdum sumarhátíðum og héraðsmótum sjálfstæðismanna…

Hljómsveit Oddfellow (1938-39)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Oddfellow en sveitin lék í nokkur skipti á dansleikjum í Oddfellow húsinu við Vonarstræti undir lok fjórða áratugar síðustu aldar, 1938 og 39. Hér er líkast til ekki um að ræða Hljómsveit Aage Lorange sem um þetta leyti lék oft í húsinu. Hér vantar…

Dritvík – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Drulla [1] – Efni á plötum

Gallery krunk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Cazbol – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Indíana – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda]Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi 11.…

Afmælisbörn 23. október 2024

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…

Afmælisbörn 22. október 2024

Fjórir tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sjötugur og fagnar því stórafmæli á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi…

Afmælisbörn 21. október 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur á fimmtíu og tveggja ára afmæli á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má nefna Brúðkaup…

Afmælisbörn 20. október 2024

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona á fimmtíu og þriggja ára afmæli í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Afmælisbörn 19. október 2024

Sex afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Afmælisbörn 18. október 2024

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2024

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og sjö ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Hljómsveitakeppnin í Húsafelli [tónlistarviðburður] (1968-73 / 1987)

Útihátíðir voru haldnar um árabil um verslunarmannahelgina í Húsafellsskógi, lengi vel hafði verið tjaldað á staðnum án nokkurs skipulags en sumarið 1967 var þar líklega fyrst haldin útihátíð í nafni UMSB (Ungmennasambands Borgarfjarðar) undir heitinu Sumarhátíðin í Húsafelli. Ári síðar var hljómsveitakeppni haldin í fyrsta skipti á hátíðinni en það átti eftir að verða fastur…

Hljómsveitakeppnin á Laugum [tónlistarviðburður] (1986)

Hljómsveitakeppni var meðal skemmtiatriða á útihátíð sem haldin var á Laugum í Reykjadal um verslunarmannahelgina 1986 en slíkar hljómsveitakeppnir höfðu notið mikilla vinsælda á Atlavíkurhátíðunum sem haldnar voru á árunum 1982 til 1985. Sex sveitir tóku þátt í hljómsveitakeppninni en vopnfirsk sveit, Guð sá til þín vonda barn bar sigur úr býtum – sveitin mun…

Hljómsveitakeppnin á Melgerðismelum [tónlistarviðburður] (1988)

Um verslunarmannahelgina 1988 var haldin útihátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði undir yfirskriftinni Fjör ´88 en á henni komu fram margar af vinsælustu hljómsveitum landsins á þeim tíma s.s. Skriðjöklar, Sálin hans Jóns míns, Sniglabandið og Stuðkompaníið. Hljómsveitakeppni var haldin á Melgerðismelum en slíkar keppnir höfðu notið mikilla vinsælda á Atlavíkurhátíðunum fáeinum árum fyrr. Reiknað hafði…

Hljómsveitakeppni Lífs og fjörs [tónlistarviðburður] (1985-91)

Tíu sveitarfélög á Vestfjörðum héldu í nokkur skipti á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar utan um æskulýðs- og íþróttahátíðir í landsfjórðungnum þar sem lögð var áhersla á heilbrigða skemmtun ungs fólks með blöndu íþrótta og afþreyingar, m.a. dansleikjum en í raun voru þetta fjölskylduhátíðir. Þessar hátíðir sem gengu undir nafninu Líf og fjör voru…

Hljómsveitakeppni Skeljavíkurhátíðarinnar [tónlistarviðburður] (1987)

Tvívegis var blásið til útihátíðar í Skeljavík á síðari hluta níunda áratugarins en Skeljavík er rétt sunnan við Hólmavík á Ströndum. Í síðara skiptið sem Skeljavíkurhátíðin var haldin (1987) var hljómsveitakeppni meðal dagskrárliða en hún mun hafa farið fram með þeim hætti að á laugardeginum var undankeppni en úrslit á sunnudeginum. Í verðlaun voru hljóðverstíma…

Hljómsveitakeppni Stundarinnar okkar [tónlistarviðburður] (1984-85)

Veturinn 1984 til 85 stóð Stundin okkar í Ríkissjónvarpinu fyrir þeirri nýbreytni að halda úti hljómsveitakeppni og vakti hún nokkra athygli. Sjö sveitir munu hafa tekið þátt í hljómsveitakeppninni en Glatkistan hefur aðeins upplýsingar um fjórar þeirra – Double 03, Snúran Snúran úr Garðabæ, Ofbirtu frá Akranesi og Hornsteina frá Höfn í Hornafirði. Enn fremur…

Hljómsveitakeppni ungra jafnaðarmanna [tónlistarviðburður] (2006-07)

Hljómsveitakeppni ungra jafnaðarmanna (í einhverjum heimildum kölluð hljómsveitakeppni samfylkingarinnar) var haldin tvívegis á fyrsta áratug aldarinnar, vorin 2006 og 2007 í Iðnó. Í fyrra skiptið sigraði hljómsveitin Soundspell en ekki finnast neinar upplýsingar um sigurvegara síðari keppninnar eða jafnvel hvort hún var yfirhöfuð haldin. Einnig vantar allar frekari upplýsingar um þessa hljómsveitakeppni s.s. fjölda þátttökusveita,…

Hljómsveitakeppnin á Eiðum [tónlistarviðburður] (1993)

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) stóð tvívegis fyrir útihátíðum að Eiðum um verslunarmannahelgarnar 1992 og 93 en fyrirmyndirnar að þeim hátíðum voru sams konar hátíðir sem haldnar höfðu verið í Atlavík af sömu aðilum á níunda áratugnum við miklar vinsældir. Hátíðirnar á Eiðum urðu þó ekki nema tvær þar sem aðsókn var lítil en meðal…

Hljómsveitakeppnin Besti byrjandinn [tónlistarviðburður] (2009)

Tónlistarhátíðin AIM (Akureyri International Music) festival hafði verið haldin á Akureyri síðan 2006 og var sumarið 2009 haldin þar í fjórða sinn. Í tengslum við hátíðina það árið var haldin hljómsveitakeppni undir nafninu Besti byrjandinn í aðdraganda hennar þar sem fimm hljómsveitir öttu kappi. Sigurvegari keppninnar var hljómsveitin Buxnaskjónar en sú sveit hafði verið stofnuð…

Hljómsveitakeppnin Rokk 5 [tónlistarviðburður] (1997)

Hljómsveitakeppni var haldin innan Menntaskólans á Egilsstöðum haustið 1997 undir yfirskriftinni Rokk 5. Sex hljómsveitir voru skráðar til leiks og var fyrirkomulag keppninnar með þeim hætti að hver sveit lék þrjú lög og þar af þurfti að minnsta kosti eitt þeirra að vera frumsamið. Sigurvegarar Rokk 5 voru hljómsveitin Kirkwood en Lebensraum hlaut titilinn athyglisverðasta…

Afmælisbörn 16. október 2024

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er þrjátíu og fjögurra ára gömul í dag. Jóhanna Guðrún var barnastjarna og höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies and Elvis árið 2008 undir nafninu Yohanna…

Afmælisbörn 15. október 2024

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og sjö ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er sextíu og eins árs gamall í dag. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á…

Afmælisbörn 13. október 2024

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að…

Afmælisbörn 12. október 2024

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Afmælisbörn 11. október 2024

Afmælisbörnin á þessum degi eru sex talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og sex ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2024

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla Sverrisson,…

Hljómsveitakeppnin í Atlavík [tónlistarviðburður] (1982-88)

Hljómsveitakeppnin í Atlavík um verslunarmannahelgi var lengi vel þekktasta keppni sinnar tegundar en nokkrar sveitir náðu töluverðum vinsældum eftir sigur í henni. E.t.v. mætti segja að gróskan sem var í íslenskri tónlist í kjölfar pönkbylgjunnar um 1980 hafi skilað sér í keppnina því ógrynni landsbyggðasveita spruttu fram á sjónarsviðið og vildu spreyta sig á keppnissviðinu…

Hljómsveitakeppni afmælishátíðar Eskifjarðar [tónlistarviðburður] (1986)

Eskifjarðarkaupstaður hélt sumarið 1986 upp á 200 ára kaupstaðarafmæli sitt með miklum og fjölbreytilegum hátíðarhöldum sem stóðu yfir um nokkurra daga skeið. Meðal atriða sem boðið var upp á var hljómsveitakeppni þar sem fimm hljómsveitir kepptu um sigurinn. Sigurvegari keppninnar var hljómsveitin Djony frá Neskaupstað en í öðru og þriðja sæti höfnuðu eskfirskar hljómsveitir, Appolon…

Hljómsveitakeppni Fjörheima [tónlistarviðburður] (2005)

Vorið 2005 var haldin Hljómsveitakeppni Fjörheima en Fjörheimar er miðlæg félagsmiðstöð fyrir alla grunnskóla í Reykjanesbæ og var keppnin hluti af dagskrá félagsmiðstöðvarinnar þann veturinn. Þrjár hljómsveitir bitust um sigurinn í hljómsveitakeppninni, Exem, Post mortem og Prometheus en heimildum ber ekki alveg saman um hvaða sveit bar sigur úr býtum, Post mortem er annars vegar…

Hljómsveitakeppni Ford fyrirsætukeppninnar [tónlistarviðburður] (2011)

Ford fyrirsætukeppnin virðist við fyrstu sýn eiga lítið skylt við tónlist en árið 2011 kom upp sú hugmynd innan keppninnar hérlendis að halda hljómsveitakeppni í samstarfi við hljóðverið Sýrland og Benzin music þar sem sigursveitin myndi koma fram á úrslitakvöldi fyrirsætukeppninnar í febrúar, verðlaunin yrðu þau að lag yrði fullunnið með sigursveitinni auk myndbands við…

Hljómsveitakeppni Frostrásarinnar og Flugfélags Íslands [tónlistarviðburður] (1999)

Útvarpsstöðin Frostrásin á Akureyri í samstarfi við Flugfélag Íslands héldu utan um hljómsveitakeppni sem haldin var á Ráðhústorginu á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1999 en fyrstu verðlaun voru í formi flugmiða til Reykjavíkur með flugfélaginu fyrir sigurhljómsveitina. Engar sögur fara af því hvaða hljómsveit hreppti hnossið né heldur hversu margar eða hvaða sveitir kepptu,…

Hljómsveitakeppni Kompanísins [tónlistarviðburður] (1999-2001)

Hljómsveitakeppnir voru haldnar í tvígang að minnsta kosti í félagsmiðstöðinni Kompaníinu á Akureyri í kringum aldamótin, sú félagsmiðstöð hafði þá verið starfandi áður um árabil undir nafninu Dynheimar en hafði hlotið sitt nýja nafn árið 1998. Fyrri Hljómsveitakeppni Kompanísins var haldið vorið 1999 en þá voru að minnsta kosti sjö hljómsveitir skráðar til leiks, engar…

Hljómsveitakeppni Bjartra daga [tónlistarviðburður] (2006)

Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar hafa verið haldnir í Hafnarfirði á vordögum allt frá árinu 2003 og þar kennir ýmissa grasa í öllum afkimum menningarinnar, myndlist, tónlist, leiklist og hvaðeina. Tónlist hefur þ.a.l. verið ríkur þáttur í Björtum dögum og vorið 2006 þegar áhersla var m.a. lögð á þátttöku barna og unglinga í hátíðinni var…

Hljómsveitakeppni Neistaflugs [tónlistarviðburður] (1994)

Fjölskylduhátíðin Neistaflug hefur verið haldin um verslunarmannahelgina á Norðfirði svo til árlega allt frá árinu 1993 en útihátíðir hafa verið fastur liður í austfirsku skemmtanahaldi í áratugi. Atlavíkurhátíðin var um skeið vinsælasta samkoman eystra en þar voru haldnar hljómsveitakeppnir sem vöktu mikla athygli. Þegar sú hátíð leið undir lok var gerð tilraun með sambærilega keppni…

Hljómsveitakeppni RÚVAK og Menor [tónlistarviðburður] (1987)

Vorið 1987 stóðu Ríkisútvarpið á Akureyri (RÚVAK) og Menningarsamtök Norðurlands (Menor) fyrir hljómsveitakeppni en keppnin fór fram í svæðisútvarpinu á Akureyri, liðsmenn hljómsveitanna máttu ekki vera eldri en 25 ára og sendi hver sveit inn eitt lag í keppnina. Keppnissveitirnar voru fjórar talsins og voru lög þeirra flutt í útvarpinu auk þess sem viðtölum við…

Hljómsveitakeppni Sánd og IMP [tónlistarviðburður] (2002)

Árið 2002 stóð tímaritið Sánd fyrir hljómsveitakeppni í samstarfi við hljóðverið IMP (Icelandic music production) en verðlaunin voru hljóðverstímar til að hljóðrita þrjú lög, valinkunnir menn úr tónlistarbransanum voru í dómnefnd keppninnar. Alls munu tuttugu og sjö hljómsveitir hafa tekið þátt í keppninni og það var hljómsveitin Fritz sem sigraði hana, Lunchbox hafnaði í öðru…

Afmælisbörn 9. október 2024

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á sinni skrá á þessum degi: Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari fagnar fimmtíu og fjögurra ára afmæli í dag. Ingvi Rafn hefur starfað og leikið með ótal hljómsveitum og eru Drykkir innbyrðis, Kókos, Bláa sveiflan, Slikk, Yfir strikið, Signia, Bylting, Hrífa, Tríó Björns Thoroddsen, Blues express og Blúsbræður aðeins hluti þeirra…

Afmælisbörn 8. október 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og sex ára í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins…

Afmælisbörn 7. október 2024

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og átta ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…

Afmælisbörn 6. október 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fimmtíu og sex ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

Afmælisbörn 5. október 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Valur Arnarson fagnar fimmtíu og eins árs í dag. Valur var söngvari, hljómborðsleikari og trommuleikari með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum sem margar hverjar voru í þyngri kantinum, hér má nefna sveitir eins og Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Gormar…

Afmælisbörn 4. október 2024

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextíu og sjö ára gamall í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan…