Afmælisbörn 4. október 2024

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextíu og sjö ára gamall í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan…

Afmælisbörn 3. október 2024

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni…

Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar (1945-49)

Þegar talað er um hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar (KK) saxófónleikara ætla flestir að um sé að ræða hinn goðsagnakennda KK-sextett, Kristján rak hins vegar þrívegis hljómsveitir sem einfaldlega kölluðust Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Reyndar höfðu þeir Kristján, Svavar Gests trommuleikari og Magnús Blöndal Jóhannsson píanóleikari (síðar þekkt tónskáld) leikið saman á einum dansleik árið 1944 en ekki…

Hljómsveit Kjartans og Sigurjóns (1972-73)

Dúett sem kallaði sig Hljómsveit Kjartans og Sigurjóns vakti töluverða athygli veturinn 1972 til 73 þegar hann kom fram víða um höfuðborgarsvæðið á þjóðlagakvöldum og skemmtunum framhaldsskólanna en um einhvers konar þjóðlagadúett var að ræða sem flutti frumsamda tónlist og texta, og tók sig líklega ekki of alvarlega. Þeir Kjartan og Sigurjón léku á gítar…

Hljómsveit Kristins Baldvinssonar (1990)

Hljómsveit Kristins Baldvinssonar lék stórt hlutverk í tónlistarsýningu í Sæluviku Sauðkrækinga vorið 1990, sem bar yfirskriftina Í þá gömlu góðu daga en þar var tónlist 6. áratugarins í aðalhlutverki – ýmsir söngvarar munu hafa sungið á þeirri sýningu. Engar frekari upplýsingar er að finna um hljómsveit Kristins, sjálfur var Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari sveitarinnar en óskað…

Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar [2] (1995)

Árið 1995 var djasshljómsveit starfrækt undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar en sveitin kom fram á tónleikum á Fógetanum sem voru hluti af RÚREK djasshátíðinni. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Guðmundsson hljómsveitarstjóri og píanóleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari, Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari og Dan Cassidy fiðluleikari en einnig kom Rúnar Georgsson saxófónleikari fram með…

Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar [1] (1971)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar sem var starfandi veturinn 1970-71 en sveitin lék á að minnsta kosti einu þorrablóti í janúar 1971, í Kópvogi. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, auk annars sem heima ætti í umfjölluninni.

Hljómsveit Kristjáns Gunnarssonar (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði að líkindum á sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Gunnarssonar. Ekki liggur fyrir hver hljómsveitarstjórinn Kristján Gunnarsson var en óskað er upplýsinga um hann sem og um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar, einnig hvenær þessi sveit starfaði og hversu lengi.

Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar (1996)

Haustið 1996 starfaði hljómsveit að því er virðist í tengslum við listsýningu, undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar (hugsanlega Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar og hundurinn Gutti) en svo virðist sem hún sé kennd við ljóðskáldið og tónlistarmanninn Kristján Hreinsson sem þarna hafði gefið út plötu og átti eftir að senda frá sér nokkrar slíkar undir eigin útgáfufyrirtæki…

Hljómsveit Kristjáns Jónssonar (1970)

Vorið 1970 var hljómsveit sem að öllum líkindum lék gömlu dansana, starfandi undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Jónssonar en hún lék á veitingastaðnum Skiphóli í Hafnarfirði um það leyti. Hér vantar allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað sem heima ætti í þessari umfjöllun en hugsanlegt er að hér sé að ræða trompetleikarann Kristján Jónsson…

Hljómsveit Kristjáns Magnússonar (1960-62)

Kristján Magnússon píanóleikari starfrækti hljómsveit um tveggja ára skeið í byrjun sjöunda áratugarins, sem lék að því er virðist mestmegnis í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og Klúbbnum en sveitin varð fyrsta hljómsveitin sem lék í síðarnefnda húsinu. Hljómsveitin tók til starfa um sumarið 1960 og starfaði eitthvað fram á 1962 en því miður eru upplýsingar um…

Hljómsveit Kristjáns Ólafssonar (1985)

Árið 1985 annaðist hljómsveit flutning á tónlist á leiksýningu sem Leikfélag Hveragerðis setti á svið, undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Ólafssonar en þessi sveit mun einnig hafa leikið á dansleikjum um svipað leyti. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og ekki síst um hljómsveitarstjórann Kristján Ólafsson.

Afmælisbörn 2. október 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm í dag, meirihluti þeirra eru trommuleikarar: Birgir Baldursson trommuleikari á sextíu og eins árs afmæli í dag. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím,…

Afmælisbörn 1. október 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar þennan fyrsta dag október mánaðar: Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari og tónmenntakennari er fjörutíu og átta ára á þessum degi. Þráinn hefur komið víða við í fjölbreytileika tónlistarinnar síðan hann lék með unglingahljómsveitinni Pain en þar má nefna sveitir eins og Sága, Klamidía X, Blóð, Innvortis, Kalk, Moonboot, Sikk og…

Afmælisbörn 30. september 2024

Glatkistan hefur upplýsingar um þrjú tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Helgi (Óskar) Víkingsson trommuleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Helgi hefur leikið með fjöldanum öllum af hljómsveitum í gegnum tíðina og hér má nefna sveitir eins og Blúsbrot, VSOP, Örkina hans Nóa, Trassana, Villta vestrið, Dans á rósum, Munkum, Spíritus, Swizz, Nuuk,…

Afmælisbörn 29. september 2024

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og átta ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 28. september 2024

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er fertugur á þessum degi og á því stórafmæli. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 27. september 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er sextugur og fagnar stórafmæli í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann reyndar…

Afmælisbörn 26. september 2024

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti fagnar níutíu og tveggja ára afmæli sínu í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar…

Hljómsveit Josef Felzmann (1953-55)

Hljómsveit Austurríkismannsins Josef Felzmann starfaði um tveggja ára skeið um miðbik sjötta áratugarins en Felzmann hafði þá dvalið hér á landi og starfað með hléum síðan 1933. Hljómsveitin hafði mikið að gera við spilamennsku í Tjarnarcafe og við plötuupptökur en hún kom við sögu á nokkrum plötum Alfreðs Clausen Fyrstu heimildir um hljómsveit í nafni…

Hljómsveit Josef Felzmann – Efni á plötum

Alfreð Clausen – Ágústnótt / Vökudraumar [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 22 Ár: 1953 1. Ágústnótt 2. Vökudraumar Flytjendur Kvartett Josef Felzmann – Carl Billich – píanó – Josef Felzmann – fiðla – Einar B. Waage – bassi – Jan Morávek – harmonikka   Alfreð Clausen – Kveðja / Litla stúlkan [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 28 Ár: 1953 1. Kveðja 2.…

Hljómsveit Jóns Tynes (1962)

Hljómsveit Jóns Tynes lék á skátadansleik sem haldinn var í félagsheimili Ungtemplara að Jaðri ofan við Elliðavatn sumarið 1962. Sveitin var að öllum líkindum skipuð ungum tónlistarmönnum úr röðum skáta en Jón Tynes hljómsveitarstjóri var 17 ára gamall. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri Jón lék en hann gæti jafnframt hafa sungið í hljómsveitinni, upplýsingar…

Hljómsveit Jónu Einarsdóttur (1991-99)

Harmonikkuleikarinn og hjúkrunarfræðingurinn Jóna Einarsdóttir starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra ára skeið innan Harmonikufélags Reykjavíkur á tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð vorið 1991 og var fjögurra manna, sjálf lék Jóna á harmonikku en auk hennar voru í sveitinni gítarleikari, trommuleikari og söngkona sem vantar upplýsingar um – hugsanlega var söngkonan Kristrún…

Hljómsveit K.R. hússins (1936-39)

Á árunum 1936 til 39 starfaði hljómsveit sem virðist hafa verið eins konar húshljómsveit í K.R. húsinu en sveitin lék á þeim árum margsinnis þar undir nafninu Hljómsveit K.R. hússins. Svo virðist sem K.R. húsið hafi verið Báran (Bárubúð). Árið 1936 munu meðlimir sveitarinnar hafa verið þeir Óskar Cortes fiðlu- og saxófónleikari, Bjarni Guðjónsson trommuleikari,…

Hljómsveit Kalla Bjarna (1974-80)

Hljómsveit Kalla Bjarna starfaði á Akranesi um árabil á áttunda áratug síðustu aldar og lék sveitin á fjölmörgum dansleikjum á Skaganum og nágrannasveitarfélögunum. Sveitin var stofnuð haustið 1974 og voru upphaflegir meðlimir sveitarinnar þeir Sveinn Jóhannsson trommuleikari, Reynir Theódórsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Víkingur Sigurðsson bassaleikari, Jón Trausti Hervarsson saxófónleikari og hljómsveitarstjórinn Ketill Baldur Bjarnason…

Hljómsveit Karls Adolfssonar (1949-54 / 1997-2002)

Karl Adolfsson starfrækti hljómsveitir með margra áratuga millibilli, annars vegar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar fyrir norðan og svo hins vegar í lok aldarinnar og fram á þá nýju á höfuðborgarsvæðinu. Karl starfrækti hljómsveit í eigin nafni á Akureyri en sú sveit lék lengstum á Hótel Norðurlandi en síðar einnig víðar um Akureyri…

Hljómsveit Karls Lilliendahl (1958 / 1960-61 / 1964-72)

Gítarleikarinn Karls Lilliendahl var einn fjölmargra sem hófu að starfrækja hljómsveit um og upp úr miðri 20. öldinni en algengt var þá að sveitir væru í nafni hljómsveitarstjórans og að lausráðnir söngvarar syngju með sveitunum um lengri eða skemmri tíma en væru í raun ekki hluti af hljómsveitinni. Karl hafði fyrst verið með skólahljómsveit þegar…

Hljómsveit Karls Runólfssonar (1928-42)

Karl O. Runólfsson var fyrst og fremst þekkt tónskáld en áður en hann sneri sér að þeim fræðum starfrækti hann hljómsveitir og var raunar líklega fyrstur Íslendinga til að reka danshljómsveit hér á landi, sveitir hans voru venjulega auglýstar undir nafninu Hljómsveit Karls Runólfssonar. Fyrstu heimildir um hljómsveit starfandi undir hans stjórn herma hana hafa…

Hljómsveit Karls Örvarssonar (1989)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem í heimildum er kölluð Hljómsveit Karls Örvarssonar en hún var starfrækt haustið 1989 og lék þá á dansleik í Keflavík og jafnvel víðar. Ekki liggur neitt meira fyrir um þessa sveit, um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan. Hugsanlegt er að þetta sé hljómsveitin Sprakk sem Karl starfaði með um sama leyti.

Himneskur herskari (1999)

Hornaflokkur sem bar heitið Himneskur herskari lék fyrir gesti í Iðnó sumarið 1999 en það sama kvöld hélt hljómsveitin Hr. Ingi R. og Magga Stína stórdansleik í húsinu. Glatkistan veit engin deili á Himneskum herskara en hér er giskað á að einhverjir meðlimir Hr. Inga R. Og Möggu Stínu hafi einnig verið í hornaflokknum –…

Afmælisbörn 25. september 2024

Í dag koma þrjú afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og níu ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…

Afmælisbörn 24. september 2024

Afmælisbörnin eru átta í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari (f. 1940) hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést árið 2023. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, og gaf út nokkrar plötur sjálfur. Garðar stýrði…

Afmælisbörn 23. september 2024

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…

Afmælisbörn 22. september 2024

Hvorki fleiri né færri en sex tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…

Afmælisbörn 21. september 2024

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er fimmtíu og níu ára gömul í dag. Áshildur hefur komið víða við í tónlist sinni, verið í aukahlutverkum á plötum annarra listamanna en einnig gefið sjálf út nokkrar sólóplötur, m.a. í samstarfi við annað afmælisbarn dagsins, Atla Heimi, og einnig Selmu Guðmundsdóttur, svo…

Afmælisbörn 20. september 2024

Í dag koma fjögur afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og átta ára gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir en hún kom einnig fyrir í sönglagakeppnum eins og…

Afmælisbörn 19. september 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex að þessu sinni: Finnbogi G. Kjartansson bassaleikari frá Keflavík fagnar sjötíu og tveggja ára afmæli í dag en hann lék með ýmsum Suðurnesjasveitum á sínum yngri árum, oft með bróður sínum Magnúsi. Meðal sveita sem Finnbogi lék með voru Júdas, Júbó, Echo, Steinblóm, Ábót, Fresh, Geimsteinn og Hrókar en sú síðast…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] – Efni á plötum

Danslagakeppnin Hótel Borg – ýmsirÚtgefandi: Hótel Borg Útgáfunúmer: HB 001 Ár: 1986 1. Hjördís Geirsdóttir – Skíðaferð: polki 2. Þuríður Sigurðardóttir – Söknuður: tangó 3. Jón Kr. Ólafsson – Töfrandi tónar: vals 4. Péturspolki 5. Arna Þorsteinsdóttir – Hestamannaræll 6. Einar Júlíusson – Austur yfir fjall 7. Jóhann Helgason – Minning: tangó 8. Dansað á Borginni: polki 9.…

Hljómsveit Jóns Kjartanssonar (1948-50)

Hljómsveit Jóns Kjartanssonar á Selfossi starfaði á árunum 1948 til 1950 að minnsta kosti og lék þá yfir sumartímann á dansleikjum tengdum héraðsmótum framsóknarmanna í Árnes- og Rangárvallasýslum. Hljómsveitarstjórinn Jón Kjartansson var frá Unnarholti á Skeiðum og lék á saxófón en ekki er alveg ljóst hverjir skipuðu sveitina með honum, þó liggur fyrir að Guðmar…

Hljómsveit Jóns Möller (1963 / 1966)

Píanistinn Jón Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndar var hann í nokkur skipti með djasstríó einnig en þeim tríóum eru gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Möller. Sumarið 1963 var Jón með hljómsveit í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og var að öllum líkindum um tríó að ræða…

Hljómsveit Jóns Ólafssonar [1] (1938)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði árið 1938 undir nafninu Hljómsveit Jóns Ólafssonar en sveitin lék á skemmtisamkomu í Hveragerði þá um haustið. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan Jón Ólafsson eða aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, og er því hér með óskað eftir þeim.

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [1] (1947-49 / 1961 / 1964)

Jón Sigurðsson trompetleikari eins og hann var yfirleitt nefndur (til aðgreiningar frá Jóni Sigurðssyni í bankanum og Jóni Sigurðssyni bassaleikara) var frá Akureyri og þar starfaði hann með og starfrækti hljómsveitir á yngri árum. Hann var tvítugur þegar hann stofnaði hljómsveit í eigin nafni sem lék mestmegnis á Hótel Norðurlandi en einnig á skemmtunum og…

Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar (1957-73)

Jón Páll Bjarnason gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum allan sinn starfsferil og af ýmsu tagi, djasstengdum sveitum hans hefur verið gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Páls Bjarnasonar en hér eru hins vegar til umfjöllunar aðrar hljómsveitir hans. Fyrsta Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar starfaði í Breiðfirðingabúð í upphafi árs 1957 og var…

Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving (1992)

Djasssveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving starfaði um skamma hríð vorið 1992 en um það leyti lék hún á uppákomu á Hressó í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á er hér um að ræða gítarleikarann Jón Pál Bjarnason (sem þá bjó reyndar…

Hljómsveit Jóns Pálssonar (1962)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem í auglýsingu er kölluð Hljómsveit Jóns Pálssonar en hún lék á dansleik tengdum árshátíð Iðnskólans sem haldin var í Næturklúbbnum (síðar Glaumbæ) í febrúar 1962. Ekki er útilokað að um einhvers konar villu sé að ræða, að hér eigi annað hvort að vera hljómsveit Jóns Páls [Bjarnasonar] eða…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [2] (1954-93)

Jón Sigurðsson bassaleikari eða Jón bassi, eins og hann var iðulega kallaður til aðgreiðingar frá nöfnum sínum Jóni trompetleikara og Jóni í bankanum (og reyndar fleirum), stjórnaði ógrynni hljómsveita um ævi sína – þar var bæði um að ræða danshljómsveitir sem léku á skemmtistöðum og félagsheimilum víða um land og einnig hljómsveitir sem hann stjórnaði…

Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar (1988)

Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar var starfrækt um skamma hríð en sveitin lék á tónleikum sem Kirkjukór Stykkishólms efndi til í febrúar 1988, og lék væntanlega undir söng kórsins. Meðlimir sveitarinnar voru Hafsteinn Sigurðsson [?], Lárus Pétursson [gítarleikari?], Daði Þór Einarsson básúnuleikari og hljómsveitarstjórinn Jón Svanur Pétursson [?]. Hugsanlega lék þessi sama sveit nokkru síðar í…

Afmælisbörn 18. september 2024

Í dag koma fjögur tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Kjartan Ragnarsson leikari og leikstjóri er sjötíu og níu ára í dag en hann kom víða við í tónlistartengdum verkefnum í leikhúsinu um tíma, m.a. annars í Hatti & Fatti, Gretti, Á köldum klaka og Saumastofunni þar sem tónlistinni var þrykkt á plast. Þá…

Afmælisbörn 17. september 2024

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm í þetta skipti: Smári Jósepsson gítarleikari eða bara Smári Tarfur er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Tarfurinn hefur starfað með alls kyns ólíkum sveitum eins og Quarashi, Spitsign, Ylju, Belford, Porker og dúettnum Hot damn, og hefur einnig gefið út fjölda sólóplatna og m.a. efni sem hann samdi…