Myrkvi sendir frá sér Sjálfsmynd

Tónlistarmaðurinn Myrkvi eða Magnús Thorlacius sendir í dag frá sér smáskífuna Sjálfsmynd en hún er af væntanlegri breiðskífu sem mun bera titilinn Rykfall. Sú skífa verður töluvert frábrugðin síðustu plötu, Early Warning sem Myrkvi sendi frá sér fyrir síðustu jól en þá plötu vann hann með Yngva Hólm og byggði á útsetningum fyrrum hljómsveitarmeðlima þeirra…

Afmælisbörn 30. ágúst 2024

Afmælisbörnin eru fmm talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fimmtugur í dag og fagnar því stórafmæli. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann…

Afmælisbörn 29. ágúst 2024

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast árið 2015, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og…

Hljómsveit Jarþrúðar (1989-94)

Hljómsveit Jarþrúðar starfaði um nokkurra ára skeið um og upp úr 1990, og sendi frá sér lög á safnplötum, sveitin var lengst af kvennasveit. Hljómsveit Jarþrúðar var stofnuð árið 1989 af Lilju Steingrímsdóttur hljómborðsleikara og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur söngvara og gítarleikara, og starfaði sveitin sem dúett fyrst um sinn, Lana Kolbrún Eddudóttir bassaleikari, Gunnar Erlingsson…

Hljómsveit I.O.G.T. hússins í Hafnarfirði (1946-47)

Heimildir eru fyrir því að innan góðtemplarahreyfingarinnar í Hafnarfirði hafi starfað lítil hljómsveit árin 1946 og 47 undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins í Hafnarfirði. Engar frekari upplýsingar er hins vegar að finna um þessa hljómsveit og væru því upplýsingar um hana vel þegnar.

Hljómsveit Iðnó (1938-41)

Hljómsveit var starfrækt á árunum 1938 til 41 undir nafninu Hljómsveit Iðnó en sveitin virðist bæði hafa verið eins konar húshljómsveit Iðnós og um leið leikhússveit Leikfélags Reykjavíkur sem þá hafði aðsetur í húsinu – og lék þá á sýningum leikfélagsins. Hljómsveit Iðnó kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1938 þegar hún lék á dansleik…

Hljómsveit Illuga (1978-2001)

Hljómsveit Illuga Þórarinssonar á Húsavík er með langlífari ballhljómsveitum Þingeyinga en sveitin starfaði í um tuttugu og þrjú ár, reyndar gæti hún hafa verið starfandi enn lengur – það sérstæðasta við þessa sveit er þó að hún starfaði í áratug eftir andlát hljómsveitarstjórans. Hljómsveit Illuga mun hafa verið stofnuð haustið 1978 en stofnmeðlimir hennar voru…

Hljómsveit Ingu Eydal [2] (2006 / 2009)

Tvívegis komu fyrr á þessari öld hljómsveitir fram á Akureyrarvöku (sumurin 2006 og 2009) undir nafninu Hljómsveit Ingu Eydal, ekki var þó um að ræða sömu sveit og starfrækt hafði verið undir lok 20. aldarinnar undir nafninu Hljómsveit I. Eydal. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan hljómsveitar Ingu en seinna árið (2009)…

Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar (2000-15)

Harmonikkuleikarinn Ingvar Hólmgeirsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni um langt árabil innan harmonikkusamfélagsins en hann lék ásamt sveit sinni á dansleikjum og öðrum samkomum innan þess og einnig fyrir eldri borgara. Elstu heimildir um Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar eru frá því um haustið 2000 en þá lék sveitin fyrir dansi í Húnabúð í Skeifunni. Á næstu…

Hljómsveit Ingvars Jónassonar (1976-77 / 1993)

Upplýsingar óskast um hljómsveit/ir sem Ingvar Jónasson frá Bakkafirði starfrækti í eigin nafni, annars vegar veturinn 1976 til 77 en þá lék hljómsveit hans á áramótadansleik í Þjórsárveri á Þórshöfn á Langanesi – hins vegar lék sveit hans á þorrablóti Bakkfirðinga í Reykjavík árið 1993. Ekkert liggur frekar fyrir um þessa hljómsveit, hvort Ingvar starfrækti…

Hljómsveit Ingvars og Júlíusar (2010-16)

Óskað er eftir upplýsingum um íslenska hljómsveit sem virðist hafa starfað í Gautaborg í Svíþjóð en í nokkur skipti á árunum 2010 til 2016 lék hún við messu í Íslensku kirkjunni í Gautaborg undir nafninu Hljómsveit Ingvars og Júlíusar, í eitt skipti reyndar undir nafninu Hljómsveit Ingvars, Júlíusar og Róberts (2010). Hér er óskað eftir…

Hljómsveit Íslands (1999-2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í kringum aldamótin (árin 1999 og 2000 að minnsta kosti) undir nafninu Hljómsveit Íslands en sveitin kom fram opinberlega í nokkur skipti um það leyti. Í auglýsingum var Hljómsveit Íslands sögð vera spunasveit sem m.a. hefði að geyma meðlimi sem léku á didgeridoo, harmonikku og kassagítar. Einhverjar…

Hljómsveit Jack Quinet (1933-42)

Húshljómsveitir voru fastur liður á Hótel Borg á upphafsáratugum þess og er þeim gerð skil í sér umfjöllun undir Hljómsveit Hótel Borgar (Borgarbandið). Ein þeirra sveita og kannski sú þekktasta starfaði undir stjórn Bretans Jack Quinet en frá opnun hótelsins 1930 og allt til heimsstyrjaldarinnar síðari voru hljómsveitirnar að miklu leyti skipaðar erlendum tónlistarmönnum. Haustið…

Afmælibörn 28. ágúst 2024

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og sex ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Afmælisbörn 27. ágúst 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…

Afmælisbörn 26. ágúst 2024

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Afmælisbörn 25. ágúst 2024

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og níu ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Afmælisbörn 24. ágúst 2024

Tvö afmælisbörn í íslenskri tónlistarsögu koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar…

Afmælisbörn 23. ágúst 2024

Afmælisbörnin eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…

Afmælisbörn 22. ágúst 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um…

Halldór Bragason (1956-2024)

Óhætt er að segja með fullri virðingu fyrir bestu gítarleikurum landsins að Halldór Bragason sé gítar- og blúsgoðsögn hér á landi en hann vann að því hörðum höndum lengi vel að kynna blústónlistina og vinna að vexti og viðgangi hennar með spilamennsku og öðrum hætti. Hann starfrækti hljómsveit sína Vini Dóra í áratugi, kom að…

Halldór Bragason – Efni á plötum

Vinir Dóra – Lifandi blús [snælda] Útgefandi: Blúsútgáfan Útgáfunúmer: Blúsútgáfan 001 Ár: 1990 1. Going down 2. Some people say 3. Mistreated 4. Boogie for love 5. Love is blind 6. Go to go 7. Stormy monday 8. Rambling 9. The blues aint nothing 10. Caress me baby Flytjendur: Halldór Bragason – gítar og söngur Andrea Gylfadóttir – söngur Guðmundur…

Hljómsveit Hótel Þrastar (1945-47)

Hljómsveitir störfuðu innan Hótel Þrastar í Hafnarfirði um miðbik fimmta áratugar síðustu aldar í nafni hótelsins, upplýsingar um þær eru hins vegar af skornum skammti. Hótel Þröstur opnaði haustið 1945 en það hafði áður borið nafnið Hótel Björninn, fimm manna strengjasveit lék á hótelinu fyrst um sinn undir stjórn Óskars Cortes og reyndar var hún…

Hljómsveit Hótel Norðurlands (1946-47)

Fjölmargar hljómsveitir gegndu hlutverki svokallaðra húshljómsveita á Hótel Norðurlandi á Akureyri á fimmta áratug síðustu aldar en þær voru flestar í nafni hljómsveitastjóra sinna s.s. Karls Jónatanssonar, Sveins Ólafssonar, Jóhannesar Þorsteinssonar, Theo Andersen og Karls Adolfssonar. Heimildir herma hins vegar að húshljómsveit hafi starfað þar í upphafi árs 1947 undir nafninu Hljómsveit Hótel Norðurlands, allar…

Hljómsveit hússins [1] (um 1955-60)

Hljómsveit var starfrækt á síðari hluta sjötta áratugarins í Bolungarvík, hún var í raun nafnlaus en var iðulega kölluð Hljómsveit hússins en hún lék töluvert fyrir dansi í félagsheimilinu í Bolungarvík. Heimildir eru nokkuð misvísandi um hvenær sveitin starfaði, hún er yfirleitt sögð hafa verið stofnuð 1957 en það stangast á við að söngkonan mun…

Hljómsveit hússins [2] (1980)

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Sauðárkróki – líklega árið 1980, undir nafninu Hljómsveit hússins en sveitin spilaði hugsanlega aðeins einu sinni opinberlega. Meðlimir Hljómsveitar hússins voru þeir Reynir Kárason bassaleikari, Hörður Guðmundsson harmonikkuleikari, Haukur Þorsteinsson harmonikku- og saxófónleikari, Sigurgeir Angantýsson hljómborðsleikari [?], Sigurður Björnsson gítarleikari [?] og Jón Jósafatsson trommuleikari.

Hljómsveit hússins [4] (1993-95)

Á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar starfaði hljómsveit undir nafninu Hljómsveit hússins og átti hún lag í kvikmyndinni Ein stór fjölskylda, og á plötu sem kom út í tengslum við myndina. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið þeir Ari Kristinsson píanóleikari, Einar Guðmundsson bassaleikari, Daði Guðbjartsson fiðluleikari og Eggert Einarsson trommuleikari. Hér er giskað á…

Hljómsveit Höskuldar Stefánssonar (1959-63)

Hljómsveit Höskuldar Stefánssonar starfaði um nokkurra ára skeið austur á Norðfirði en sveitin var eins konar afsprengi Hljómsveitar Haraldar Guðmundssonar sem þá hafði hætt störfum, Höskuldur hélt áfram með þá sveit í sínu nafni með líklega nánast sama mannskap. Hljómsveit Höskuldar, sem reyndar einnig var stundum kölluð H.S. kvintett eða sextett (eftir skipan sveitarinnar) var…

Hljómsveit Höskuldar Þórhallssonar (1945)

Trompetleikarinn Höskuldur Þórhallsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni undir heitinu Hljómsveit Höskuldar Þórhallssonar um miðjan fimmta áratug síðustu aldar, sveitin starfaði að minnsta kosti árið 1945 en líklegast lengur – hún lék um tíma á Röðli. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skipan sveitar Höskuldar fyrir utan að Þorsteinn Eiríksson (Steini Krúpa) mun hafa verið trommuleikari…

Hljómsveit I. Eydal (1993-99)

Hljómsveit I. Eydal var í raun sama hljómsveit og Hljómsveit Ingimars Eydal sem hafði starfað um áratuga skeið á Akureyri en þegar Ingimar lést snemma árs 1993 var afráðið að sveitin starfaði áfram undir þessu nafni – þá var dóttir Ingimars, Inga Dagný Eydal söngkona hljómsveitarinnar þannig að I-ið í nafni sveitarinnar gat staðið fyrir…

Hljómsveit I.O.G.T. hússins (1948-50)

Á árunum 1948 til 50 (e.t.v. lengur) starfaði hljómsveit innan I.O.G.T. (Góðtemplarahreyfingarinnar) í Reykjavík undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins. Þessi sveit kom fram í nokkur skipti opinberlega, þegar hún lék gömlu dansana á 17. júní skemmtun á Lækjartorgi sumarið 1948 og svo aftur á skemmtun um haustið, og svo sumarið 1950. Meðlimir Hljómsveitar I.O.G.T. hússins…

Harmonikutríó Jóns Sigurðssonar – Efni á plötum

Harmonikutríó Jan Moráveks og Harmonikutríó Jóns Sigurðssonar – Gömlu dansarnir Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 57 Ár: 1958 1. Hringdansar 2. Vínarkruzar 3. Syrpa af gömlum lögum 4. Rælar Flytjendur: Harmonikutríó Jan Morávek: – [engar upplýsingar um flytjendur] Harmonikutríó Jóns Sigurðssonar – [engar upplýsingar um flytjendur]

Afmælisbörn 21. ágúst 2024

Glatkistan hefur upplýsingar um fimm tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Afmælisbörn 20. ágúst 2024

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari hefði átt afmæli í dag en hann lést árið 2023. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur…

Afmælisbörn 19. ágúst 2024

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjölmörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla…

Afmælisbörn 18. ágúst 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og sjö ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af…

Afmælisbörn 17. ágúst 2024

Í dag eru þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og níu ára í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Afmælisbörn 16. ágúst 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sjötugur og fagnar því stórafmæli. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum…

Afmælisbörn 15. ágúst 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari á stórafmæli en hann er fertugur í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má…

Hljómsveit Finns Eydal (1960-92)

Hljómsveit Finns Eydal var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu á löngu tímabili, yfirleitt gengu þær undir nafninu Hljómsveit Finns Eydal og stundum Tríó Finns Eydal og Kvintett Finns Eydal en einnig starfrækti Finnur hljómsveit sem bar nafnið Atlantic kvartettinn en um hana er fjallað sérstaklega á síðunni. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík haustið 1960…

Hljómsveit Finns Eydal – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir og Hljómsveit Finns Eydal – Bjartar stjörnur blika / Ég man það vel [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 91 Ár: 1961 1. Bjartar stjörnur blika 2. Ég man það vel Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Hljómsveit Finns Eydal: – Finnur Eydal – baritón saxófónn og raddir – Magnús Ingimarsson – píanó og raddir – Garðar Karlsson – gítar…

Hljómsveit Hilmars Sverrissonar (1989-2006)

Tónlistarmaðurinn Hilmar Sverrisson hefur í gegnum tíðina starfrækt hljómsveitir í eigin nafni samhliða því að vera einyrki á sviði eða starfa með stökum tónlistarmönnum og -konum eins og Má Elísyni, Ara Jónssyni, Vilhjálmi Guðjónssyni, Helgu Möller og Önnu Vilhjálms. Stundum hefur slíkt samstarf tveggja samstarfsmanna reyndar verið kallað Hljómsveit Hilmars Sverrissonar. Hilmar starfrækti líklega í…

Hljómsveit Hinriks Konráðssonar (um 1960)

Hljómsveit sem mun hafa gengið undir ýmsum nöfnum en er hér kölluð Hljómsveit Hinriks Konráðssonar starfaði í Ólafsvík um 1960 og lék á dansleikjum þar um kring í nokkur ár. Heimildir um þessa sveit eru takmarkaðar, ekki er t.d. ljóst hvenær hún starfaði nákvæmlega en hún var að minnsta kosti starfrækt árið 1958 en þá…

Hljómsveit Hlyns Guðmundssonar (2001)

Hljómsveit Hlyns Guðmundssonar (einnig kölluð HG bandið) starfaði árið 2001, hugsanlega á Akureyri en það haust lék sveitin á Oddvitanum á Akureyri. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, að öllum líkindum er hér um að ræða Hlyn Guðmundsson gítarleikara og söngvara (Namm, Bandamenn o.fl.) en upplýsingar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan vantar sem og…

Hljómsveit Hótel Heklu (1928-30)

Húshljómsveitir, líklega þrjár eða fjórar talsins störfuðu á Hótel Heklu sem staðsett var við Lækjartorg, í kringum 1930. Upplýsingar um þær sveitir eru þó afar takmarkaðar. Fyrst virðist hafa starfað hljómsveit á Hótel Heklu árið 1928 en um var að ræða sveit sem lék það sem kallað var kaffihúsatónlist auk þess að leika fyrir dansi…

Hljómsveit Hótel Borgar (1930-50)

Saga hljómsveita Hótel Borgar er margþætt og flókin því að um fjölmargar sveitir er að ræða og skipaðar mörgum meðlimum sem flestir voru framan af erlendir og því eru heimildir afar takmarkaðar um þá, jafnframt störfuðu stundum tvær sveitir samtímis á hótelinu. Eftir því sem Íslendingum fjölgaði í Borgarbandinu eins og sveitirnar voru oft kallaðar…

Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Hótel Bjarnarins (1931-44)

Fjölmargar húshljómsveitir léku á dansleikjum og skemmtunum Hótel Bjarnarins í Hafnarfirði á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar en upplýsingar um þær sveitir eru undantekningalítið afar takmarkaðar. Þegar Hótel Björninn opnaði vorið 1931 lék tríó bæði síðdegis og á kvöldin en þegar nær dró hausti virðist sem sveitin hafi eingöngu leikið á kvöldin og hugsanlega…

Heba (2005)

Hljómsveitin Heba starfaði um tíma á Siglufirði árið 2005 en sveitin var skipuð tónlistarmönnum á grunnskólaaldri. Meðlimir Hebu voru þeir Aron Ingi Kristjánsson gítarleikari, Hlynur Sigurðarson bassaleikari, Vigfús Fannar Rúnarsson gítarleikari og Þórhallur Dúi Ingvarsson trommuleikari en einnig söng Þórarinn Hannesson kennari þeirra úr Grunnskóla Siglufjarðar eitthvað með sveitinni þegar hún kom fram opinberlega.

Hafliði Jósteinsson (1941-2018)

Hafliði Jósteinsson var virkur í tónlistarstarfi Þingeyinga, hann starfaði með hljómsveitum, söng með kórum og kom að söngstarfi bæði eldri borgara og barna. Hafliði var fæddur vorið 1941 og bjó mestan part ævi sinnar á Húsavík. Hann starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Þingeyinga, m.a. um tíma sem útibússtjóri í Reykjahlíð en einnig á Húsavík og…