Afmælisbörn 14. ágúst 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafsson á fimmtíu og eins árs afmæli á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdóttir…

Afmælisbörn 13. ágúst 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fimmtíu og fimm ára gömul á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Afmælisbörn 12. ágúst 2024

Glatkistan hefur fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2024

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru sex talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann…

Afmælisbörn 10. ágúst 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari…

Afmælisbörn 9. ágúst 2024

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur…

Hljómsveit Hjördísar Geirs (1985 / 1992-2009)

Segja má að tvær hljómsveitir megi kenna við söngkonuna Hjördísi Geirsdóttur, annars vegar var um að ræða hljómsveit sem Hjördís söng með haustið 1985 á skemmtistaðnum Ríó við Smiðjuveg í Kópavogi í nokkur skipti en engar upplýsingar er að finna um þá sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan aðrar en að hún lék gömlu dansana og…

Hljómsveit Harðar Hákonarsonar (1960)

Hljómsveit Harðar Hákonarsonar starfaði árið 1960 en þá lék þessi sveit á dansleik sem sjálfstæðisfélagið á Seltjarnarnesi hélt í félagheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit. Hörður Hákonarson var harmonikkuleikari en ekki liggur fyrir hverjir léku með honum í hljómsveitinni eða hver hljóðfæraskipan hennar var, þá vantar einnig upplýsingar um hversu lengi þessi sveit starfaði og er óskað…

Hljómsveit Harðar Jóhannssonar (1959-60)

Hljómsveit Harðar Jóhannssonar starfaði í Keflavík og lék gömlu dansana í Keflavík, Sandgerði og víðar um Suðurnesin í kringum 1960 en sveitin var starfrækt að minnsta kosti á árunum 1959 og 60. Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar og ekki liggur t.a.m. fyrir á hvaða hljóðfæri Hörður sjálfur lék, hér er giskað á harmonikku.…

Hljómsveit Hjördísar Geirs – Efni á plötum

Hjördís Geirsdóttir – Hjördís Geirsdóttir ásamt gömlum og glöðum félögum Útgefandi: Hjördís Geirsdóttir Útgáfunúmer: DÍSA 01 Ár: 2001 1. Gular rósir 2. Dolly, Flicorna, Kántrýbær 3. Bæjaravals 4. Sólarlag við Ástjörn 5. Fannkoma (polki) 6. C’het si bon 7. Fuglinn flýgur 8. Í Eyjum 9. Sandvíkurmynni 10. Þú munt alltaf eiga stað 11. Long long…

Hljómsveit Hauks og Kalla (1956-63)

Hljómsveit Hauks og Kalla var eins konar svar þeirra við breyttum tíðaranda í kringum 1960, þeir félagar og Akureyringar Haukur Ingimarsson og Karl Steingrímsson harmonikkuleikarar höfðu þá um langt árabil leikið tveir saman á dansleikjum um allt norðanvert landið undir nafninu Haukur og Kalli en svo bar við um þær mundir að hljómsveitir voru orðnar…

Hljómsveit Hauks Sveinbjarnarsonar (1955-57 / 1965)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit harmonikkuleikarans Hauks Sveinbjarnarsonar en hann starfrækti að líkindum tvívegis hljómsveitir í eigin nafni. Hljómsveit Hauks Sveinbjarnarsonar hin fyrri starfaði á árunum 1955 til 57 að því er virðist en Haukur hafði á árunum á undan starfað með S.O.S. sem lék mestmegnis í Árnes- og Rangárvallasýslum en hafði hætt…

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar (1959-66)

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar var aðal hljómsveit Sauðkrækinga á sjöunda áratug síðustu aldar en hún var eins konar hlekkur á milli H.G. kvartetts Harðar Guðmundssonar og Falcon áður en Geirmundar þáttur Valtýssonar hófst. Sveitin lék á dansleikjum og var fastur liður í Sæluviku Skagfirðinga um árabil. Haukur Þorsteinsson stofnaði sveit sína líklega árið 1958 eða 59…

Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar [1] (1960-64)

Lítið er vitað um Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar (hina fyrri) en hún starfaði líkast til á Eskifirði á árunum 1960 til 64. Haukur þessi Þorvaldsson var líklega aðeins 17 ára þegar hann stofnaði sveitina ásamt bróður sínum Ellerti Borgari Þorvaldssyni en sveitin mun hafa verið sextett, ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu hana en söngvarar hennar…

Hljómsveit Helga Hrólfssonar (1989)

Vorið 1989 var auglýstur dansleikur á Hótel Höfn á Höfn í Hornafirði þar sem Hljómsveit Helga Hrólfssonar léki fyrir dansi. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit en ljóst er að hún er ekki kennd við neinn hljómsveitarmeðlim því um það leyti hafði enginn Íslendingur borið nafnið Helgi Hrólfsson síðan á landnámsöld. Því…

Hljómsveit Helgu og Þóru (1973)

Hljómsveit Helgu og Þóru var auglýst sem atriði á FÁLM-kvöldi í Tónabæ sumarið 1973 en FÁLM var félagsskapur áhugafólks um leiklist og músík, og starfaði 1973 og 74. Óskað er eftir upplýsingum um þessa hljómsveit, hverjir skipuðu hana, hljóðfæraskipan og annað sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Hljómsveit Herberts Sveinbjörnssonar (1952-60)

Mjög lítið liggur fyrir um Hljómsveit Herberts Sveinbjörnssonar en sú sveit starfaði í Vestmannaeyjum á sjötta áratug liðinnar aldar, á árunum 1952 til 60 að því er heimildir herma – ólíklegt er þó að þessi sveit hafi starfað samfleytt á þeim tíma. Hermann Sveinbjörnsson var harmonikkuleikari en lék reyndar á fleiri hljóðfæri, en engar upplýsingar…

Afmælisbörn 8. ágúst 2024

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og níu ára gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…

Andlát – Þorvaldur Halldórsson (1944-2024)

Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson er látinn, rétt tæplega áttræður en hann lést eftir nokkur veikindi – hann hafði verið búsettur á Spáni um hríð. Þorvaldur Halldórsson var fæddur á Siglufirði haustið 1944 og hóf þar tónlistariðkun sem gítar- og klarinettuleikari en á menntaskólaárum sínum á Akureyri hóf hann að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars…

Afmælisbörn 7. ágúst 2024

Í dag koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Rannveig Jóhannsdóttir er sjötíu og fimm ára gömul en margir hinna eldri muna eftir henni frá fyrstu árum Sjónvarpsins en hún sá þá um Stundina okkar ásamt hrafninum Krumma. Reyndar kom einnig út lítil plata með þeim Rannveigu og Krumma. Rannveig var lítið áberandi eftir þetta sjónvarpsævintýri…

Afmælisbörn 6. ágúst 2024

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað…

Afmælisbörn 5. ágúst 2024

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru sex talsins á þessum degi: Haukur Heiðar Ingólfsson píanóleikari er áttatíu og tveggja ára í dag. Haukur Heiðar hefur gefið út fjöldann allan af plötum þar sem hann leikur oftast instrumental lög í félagi við aðra, sem hvarvetna hafa fengið góða dóma. Haukur Heiðar var lengi þekktastur fyrir að vera undirleikari Ómars…

Afmælisbörn 4. ágúst 2024

Að þessu sinni eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Jófríður Ákadóttir er þrítug í dag en hún hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni þótt hún sé ekki eldri en þetta. Hún vakti fyrst athygli með Pascal Pinon í Músíktilraunum og síðan aftur með Samaris sem sigraði reyndar keppnina 2011 en báðar sveitirnar hafa sent…

Afmælisbörn 3. ágúst 2024

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist eru á skrá Glatkistunnar í dag: Bjarki Sveinbjörnsson doktor í tónvísindum er sjötíu og eins árs gamall í dag. Bjarki starfaði fyrrum sem tónmenntakennari en eftir að hann lauk doktorsnámi sínu 1998 um tónlist á Íslandi á 20. öld með áherslu á upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á árunum 1960-90,…

Afmælisbörn 2. ágúst 2024

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…

Afmælisbörn 1. ágúst 2024

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Fyrstan skal nefna sjálfan Steina í Dúmbó, Skagamanninn Sigurstein Harald Hákonarson söngvara en hann er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Sigursteinn er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt með Dúmbó, lög eins og Glaumbæ og Angelíu þekkja allir en einnig var Sigursteinn í Sönghópnum Sólarmegin…

Hinrik Bjarnason (1934-)

Hinrik Bjarnason er kunnur fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu en hann starfaði þar að heita má í þrjá áratugi, Hinrik er þó ekki síður þekktur fyrir söngtexta sína en sumir þeirra eru sígildir og hafa verið sungnir kynslóð fram af kynslóð. Hinrik Bjarnason fæddist sumarið 1934 á Stokkseyri og ólst þar upp fram að fermingu…

Hinrik Bjarnason – Efni á plötum

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi – Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: HÚ 501 / [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1968 / 2004 1. Á vængjum söngsins 2. Silungurinn 3. Unga snót 4. Ó, blessuð vertu sumarsól 5. Jónsmessunótt 6. Litfríð og ljóshærð 7. Hjarðsveinasöngur 8. Sofðu rótt 9. Ég sá mömmu kyssa…

Hljómsveit Harðar Fríðu (um 1950)

Á Sauðárkróki starfaði hljómsveit um eða rétt fyrir 1950, sem bar nafnið Hljómsveit Harðar Fríðu en Hörður þessi var Guðmundsson og rak síðar hljómsveitina H.G. kvartett / kvintett. Hljómsveit Harðar Fríðu var skipuð þeim Herði og Hauki Þorsteinssyni sem báðir léku á harmonikkur og með þeim var trommuleikarinn Jónas Þór Pálsson, svo um var að…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Hauks Morthens – Efni á plötum

Haukur Morthens og hljómsveit hans – Vorið er komið / Smalastúlkan [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1596 Ár: 1962 1. Vorið er komið 2. Smalastúlkan Flytjendur: Haukur Morthens – söngur Jón Möller – píanó Sigurbjörn Ingólfsson – bassi Guðmundur Steingrímsson – trommur Örn Ármannsson – gítar Haukur Morthens og hljómsveit hans – Í hjarta þér / Í faðmi dalsins [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1597…

Hljómsveit Gunnars Pálssonar (1992)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Gunnars Pálssonar sem lék fyrir dansi á vorhátíð eldri borgara í Hafnarfirði vorið 1992. Hér vantar allar upplýsingar um stærð sveitarinnar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan auk hversu lengi hún starfaði.

Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar (1957-58)

Gunnar Reynir Sveinsson starfrækti hljómsveitir á sjötta áratug síðustu aldar, annars var um að ræða Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar sem fjallað er sérstaklega um í annarri grein, hins vegar Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar sem hér um ræðir. Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar var líkast til sett sérstaklega saman fyrir upptökur með Skapta Ólafssyni söngvara á tveimur…

Hljómsveit Gunnars Tryggvasonar (1976-77)

Hljómsveit Gunnars Tryggvasonar var sett saman og starfrækt til að leika í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri (Sjallanum) en þar var hún ráðin til starfa sem húshljómsveit til eins árs vorið 1975. Meðlimir sveitararinnar voru þeir Gunnar Tryggvason hljómsveitarstjóri sem lék að öllum líkindum á gítar, Árni Friðriksson trommuleikari, Stefán Baldvinsson [?], Gunnar Ringsted gítarleikari og Þorsteinn…

Hljómsveit Gunnlaugs Pálssonar (1976)

Hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Gunnlaugs Pálssonar lék fyrir dansi á veitingastaðnum Skiphóli í Hafnarfirði í nokkra mánuði um sumarið og haustið 1976, en þessi sveit mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar hljómsveitar, hvorki um hljómsveitarstjórann né aðra þá sem skipuðu hana, Gunnlaugur Pálsson…

Hljómsveit Hafliða (2003-16)

Hljómsveit Hafliða hafði um árabil þann starfa að leika undir hinum svokallaða svarfdælska mars sem iðkaður var árlega í félagsheimilinu á Rimum í Svarfaðardal, en ekki er alveg ljóst með hvaða hætti svarfdælskur mars er frábrugðinn „venjulegum“ mars. Sveitin lék líklega fyrst á þessari samkomu árið 2003 og svo að minnsta kosti öðru hverju allt…

Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonar (1967-77)

Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonar starfaði í um áratug, nokkuð samfleytt af því er virðist en þó gætu hafa verið einhverjar eyður í starfsemi hennar. Elstu heimildir um hljómsveit í nafni Guðmundar eru frá árinu 1967, fyrstu árin sérhæfði sveitin sig í gömlu dönsunum og er allt eins líklegt að Guðmundur Sigurjónsson hljómsveitarstjórinn hafi sjálfur leikið á…

Hljómsveit Guðmundar Vilbergssonar (1951 / 1953)

Guðmundur Vilbergsson virðist hafa starfrækt hljómsveit – eina eða tvær, laust eftir 1950. Sú fyrri lék á djasstónleikum árið 1951 og var einnig kölluð Combo Guðmundar Vilbergssonar, hún var skipuð þeim Guðmundi sem lék á trompet, Magnúsi Randrup saxófónleikara, Steinþóri Steingrímssyni píanóleikara, Halli Símonarsyni bassaleikara og Sveini Jóhannssyni trommuleikara en þessi sveit virðist einungis hafa…

Afmælisbörn 31. júlí 2024

Glatkistan hefur fimm afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og níu ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…

Afmælisbörn 30. júlí 2024

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar þennan daginn: Söngkonan Erna Þórarinsdóttir sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og fimm ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur…

Afmælisbörn 29. júlí 2024

Þrír tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður er sextíu og eins árs gamall í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Afmælisbörn 28. júlí 2024

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tíu tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er fjörutíu og fimm ára gömul í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur…

Afmælisbörn 27. júlí 2024

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru þrjú að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er sextugur í dag og fagnar því stórafmæli. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum…

Afmælisbörn 26. júlí 2024

Sex afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður María Beinteinsdóttir söngkona er sextíu og tveggja ára í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2024

Í dag eru afmælisbörnin fjögur í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar – Efni á plötum

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar – Sumarfrí / Ferðalag [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 129 Ár: 1981 1. Sumarfrí 2. Ferðalag Flytjendur: Geirmundur Valtýsson – söngur og gítar [?] Hörður G. Ólafsson – bassi [?] Rögnvaldur Valbergsson – hljómborð [?] Viðar Sverrisson – trommur [?]   Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar – Laugardagskvöld Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T25 Ár: 1982 1. Það er laugardagskvöld 2. Drengur 3. Mylluhjólið 4. Ekki…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Hljómsveit Gunnars Ormslev – Efni á plötum

Gunnar Ormslev og Alfreð Clausen – Frá Vermalandi / Kveðjustund [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttir Útgáfunúmer: HSH 9 Ár: 1952 1. Frá Vermalandi 2. Kveðjustund Flytjendur Björn R. Einarsson – básúna Gunnar Ormslev – saxófónn Alfreð Clausen – söngur Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar Jón Sigurðsson [2] (Jón bassi) – bassi Magnús Pétursson – píanó Guðmundur R. Einarsson – trommur   Gunnar Ormslev – Jazz í…

Hljómskálinn í Stykkishólmi [tónlistartengdur staður] (1957-)

Lúðrasveit Stykkishólms hafði starfað í ríflega áratug árið 1957 og verið á hrakhólum með æfingahúsnæði þegar henni bauðst gamla bókasafnshúsið sem stóð á Þinghúshöfðanum í bænum til eignar gegn því að fjarlægja það af lóðinni en til stóð að reisa þar nýtt bókasafn. Þá um haustið var farið í verkefnið, turn áfastur húsinu var rifinn…