Hljómskálinn í Vestmannaeyjum [tónlistartengdur staður] (1928-)

Í Vestmannaeyjum stendur hús sem enn í dag gengur undir nafninu Hljómskálinn þrátt fyrir að hafa verið nýtt sem íbúðarhúsnæði nær alla tíð, nafngiftin kemur til af því að húsið var byggt sem æfinga- og tónleikastaður Lúðrasveitar Vestmananeyja. Lúðrasveitir hafa margoft verið starfandi í Vestmannaeyjum allt frá aldamótunum 1900 þótt ekki hafi það verið samfleytt.…

Hljómsveit Guðmundar Ingvarssonar (1967)

Hljómsveit Guðmundar Ingvarssonar harmonikkuleikara var starfrækt á Þingeyri árið 1967 en var hætt störfum í upphafi árs 1968, hún gæti þó hafa starfað fyrir 1967. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim.

Hljómsveit Guðmundar Joð (1968)

Í ársbyrjun 1968 lék hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveitar Guðmundar Joð fyrir dansi á skemmtun sósíalistafélagsins sem haldin var í Domus Medica. Engar frekari upplýsingar finnast um þessa hljómsveit, og er því hér með óskað eftir þeim, s.s. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [2] (1966-91)

Djasspíanistinn Guðmundur Ingólfsson starfrækti margar hljómsveitir um ævi sína, hann er þekktastur fyrir það sem hefur verið kallað Tríó Guðmundar Ingólfssonar (sjá sér umfjöllun á Glatkistunni) en það eru djasssveitir hans sem störfuðu allt frá því um miðjan sjöunda áratuginn og þar til hann lést 1991. Hér er hins vegar reynt að varpa einhverju ljósi…

Hljómsveit Guðmundar og Hilmars (1995-96)

Hljómsveit Guðmundar og Hilmars var harmonikkuhljómsveit sem starfaði innan Félags harmonikuunnenda í Reykjavík veturinn 1995 til 96 og lék á nokkrum dansleikjum innan félagsins, sem haldnir voru í félagsheimilinu Drangey í Stakkahlíð. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessara sveitar, hvorki um Guðmund né Hilmar eða aðra meðlimi hennar og er því hér með…

Hljómsveit Guðmundar R. Einarssonar (1952-54)

Trommuleikarinn Guðmundur R. Einarsson starfrækti hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því hugsanlega var um að ræða þrjár hljómsveitir á þremur árum á sjötta áratug síðustu aldar. Haustið 1952 lék hljómsveit sem kennd var við Guðmund, með Marie Bryant söngkonu og Mike McKenzie píanóleikara (og söngvara) á tónleikum í Austurbæjarbíói en auk Guðmundar skipuðu Eyþór Þorláksson…

Hljómsveit Guðmundar Samúelssonar (1994-2006)

Harmonikkuleikarinn Guðmundur Samúelsson var virkur í Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík bæði sem harmonikkuleikari og í félagsstörfum þess en hann starfrækti hljómsveit innan félagsins um nokkurt skeið. Litlar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit, heimildir eru fáar og sjálfsagt hafa orðið ýmsar mannabreytingar á henni í gegnum árin. Fyrir liggur að árið 1994…

Afmælisbörn 24. júlí 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni þrjú talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona er sextíu og þriggja ára gömul í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Afmælisbörn 23. júlí 2024

Þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextíu og átta ára gamall á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Afmælisbörn 22. júlí 2024

Átta afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og níu ára gamall í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið…

Afmælisbörn 21. júlí 2024

Í dag eru afmælisbörn íslensks tónlistarlífs fimm talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) er sjötíu og tveggja ára í dag. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem hefur…

Afmælisbörn 20. júlí 2024

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sjötíu og fjögurra ára á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi…

Dagskrá Innipúkans tilbúin

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í 21. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina, dagana 2.-4. ágúst. Heildardagskrá hátíðarinnar er nú klár og birt hér með nokkrum nýjum viðbótum við prógrammið. Páll Óskar og Skrattar koma í fyrsta sinn fram saman á sviði á opnunarkvöldi Innipúkans í ár, auk þess að koma fram í sitthvoru lagi á…

Afmælisbörn 19. júlí 2024

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem fagnar stórafmæli í dag en hún er áttræð. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær breiðskífur í eigin nafni.…

Afmælisbörn 18. júlí 2024

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru ellefu talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann sjötíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og…

Afmælisbörn 17. júlí 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona fagnar stórafmæli en hún er fimmtug í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er einnig…

Afmælisbörn 16. júlí 2024

Átta afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sjötíu og eins árs í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Afmælisbörn 15. júlí 2024

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Markús Kristjánsson píanóleikari og tónskáld hefur átt afmæli á þessum degi en hann fæddist árið 1902 og lést 1931 úr berklum, tæplega þrítugur að aldri. Markús þótti afar efnilegur píanóleikari og nam píanóleik í Danmörku og Þýskalandi, hann var jafnframt tónskáld og samdi nokkur þekkt sönglög, m.a.…

Afmælisbörn 14. júlí 2024

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Kolbeinn Bjarnason flautuleikari er sextíu og sex ára gamall í dag. Kolbeinn nam hér heima en einnig í Bandaríkjunum, Kanada og Sviss en hefur starfað á Íslandi megnið af sínum ferli. Hann var einn af stofnendum Caput hópsins og hefur sent frá sér plötur…

Afmælisbörn 13. júlí 2024

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira er sextíu og eins árs gömul. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði…

Afmælisbörn 12. júlí 2024

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sjötíu og fjögurra ára í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til…

Afmælisbörn 11. júlí 2024

Tíu afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og fimm ára gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Hljómskálinn í Reykjavík [tónlistartengdur staður] (1922-)

Hljómskálinn við Tjörnina í Reykjavík gegnir stóru og mikilvægu hlutverki í íslenskri tónlistarsögu, húsið var hið fyrsta á Íslandi sem sérstaklega var byggt fyrir tónlistarstarfsemi og var reyndar eina hús sinnar tegundar allt fram undir lok 20. aldarinnar, en auk þess að gegna hlutverki æfingahúsnæðis og félagsheimilis fyrir Lúðrasveit Reykjavíkur var Tónlistarskólinn í Reykjavík þar…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar – Efni á plötum

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar – Fjörkippir: 10 stuðlög með hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar Útgefandi: Birgir Gunnlaugsson Útgáfunúmer: BG 001 Ár: 1985 1. Köld eru kvennaráð 2. Þessi hönd 3. Vaki viki 4. Ekki meir 5. Frosin tár 6. Hetjan 7. Valsasyrpa: Kátir voru karlar / Ég er kokkur / Síldarvalsinn / Út við sundin 8. Bjórinn 9.…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar – Efni á plötum

Sigurður Ólafsson – Hvar varstu í nótt / Litli vin [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 13 Ár: 1952 1. Hvar varstu í nótt 2. Litli vin Flytjendur: Sigurður Ólafsson – söngur hljómsveit Bjarna Böðvarssonar: – Bjarni Böðvarsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Sigurður Ólafsson – Komdu, þjónn / Meira fjör [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir…

Hljómplötuútgáfan [útgáfufyrirtæki / umboðsskrifstofa] (1967-81)

Hljómplötuútgáfan var umsvifamikið útgáfufyrirtæki á sínum tíma en sögu þess má skipta í tvennt eftir eigendum. Hljómplötuútgáfan sf. hafði verið stofnuð árið 1967 og voru þrír ungir menn þá starfandi hjá Ríkissjónvarpinu upphafsmenn þess – þeir Andrés Indriðason, Hinrik Bjarnason og Jón Þór Hannesson voru þar á ferð en sá síðast taldi mun hafa staldrað…

Hljómskálinn á Blönduósi [tónlistartengdur staður] (um 1945-)

Upplýsingar óskast um hús á Blönduósi sem gekk undir nafninu Hljómskálinn og gegndi líkast til upphaflega einhvers konar tónlistartengdu hlutverki. Hljómskálinn var að öllum líkindum byggður í kringum stríðslok, hugsanlega sem viðbygging við gamla sýslumannshúsið á Blönduósi sem síðar varð að Hótel Blönduósi. Í Hljómskálanum fóru fram einhvers konar tónlistartengdar samkomur, skálinn hafði a.m.k. um…

Hljómskálinn í Sandgerði [tónlistartengdur staður] (um 1965-75)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um samkomuhús í Sandgerði sem gekk undir nafninu Hljómskálinn og var í notkun að minnsta kosti síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og fram á áttunda áratuginn. Svo virðist sem dansleikir hafi verið haldnir í þessu húsi en einnig mun annars konar starfsemi hafa verið þar, ekki er ólíklegt að húsið…

Hljómsveit Guðmundar H. Norðdahl (1951-52 / 1954-56)

Guðmundur H. Norðdahl var tónlistarmaður og tónlistarkennari sem starfaði víða um land, hann starfrækti og stjórnaði fjölmörgum hljómsveitum s.s. skóla- og lúðrasveitum – hér er þó aðeins fjallað um danshljómsveitir sem störfuðu í hans nafni. Guðmundur var fyrst með hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Kvartett Guðmundar Norðdahl fljótlega eftir stríð en hún fær sérstaka umfjöllun…

Hljómsveit Guðmundar Hansen (1957 / 1961)

Færeyingurinn Guðmundur Axel Hansen hafði búið og starfað hér á landi síðan 1944 og leikið á harmonikku með nokkrum hljómsveitum sem flestar ef ekki allar sérhæfðu sig í gömlu dönsunum. Guðmundur starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni hér á landi, reyndar lék hann um nokkurra ára skeið einnig með hljómsveit sem kallaðist JH kvintettinn og…

Hljómsveit Guðmundar Hjaltasonar (2007)

Hljómsveit Guðmundar Hjaltasonar á Ísafirði var líklega sett saman fyrir eina uppákomu, dansleik í tengslum við óhefðbundnu fegurðarsamkeppnina Óbeisluð fegurð sem haldin var í félagsheimilinu í Hnífsdal vorið 2007. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, Guðmundur sem hljómsveitin er kennd við, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum fyrir vestan og hefur væntanlega verið…

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [1] (1958-63)

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík skipar veigamikinn og líklega mjög vanmetinn þátt í íslenskri tónlistarsögu en sveitin var eins konar uppeldishljómsveit fyrir kynslóð sem átti eftir að láta til sín taka í íslensku poppi næstu árin og áratugina á eftir, hér nægir að nefna nöfn eins og Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Rúnar Georgsson,…

Rassar – Efni á plötum

Razzar – Talandi um Dýrafjörðinn [ep] Útgefandi: Razzar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2019 1. Talandi um Dýrafjörðinn Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]       Razzar – Bene Benedikt [ep] Útgefandi: Razzar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2024 1. Bene Benedikt Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Afmælisbörn 10. júlí 2024

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er sextíu og sex ára gamall í dag. Helgi varð fyrst þekktur er hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…

Afmælisbörn 9. júlí 2024

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar sjö talsins og eru eftirfarandi: Birgir Hrafnsson gítarleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Birgir hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Pops áður en hann varð einn liðsmanna Ævintýris. Hann var síðar í Svanfríði, Change, Haukum og Celsius, og hafði jafnvel stuttan stans í sveitum eins og Hljómum,…

Afmælisbörn 8. júlí 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir á fjörutíu og tveggja ára afmæli í dag. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og…

Afmælisbörn 7. júlí 2024

Fimm tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er fjörutíu og sjö ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…

Afmælisbörn 6. júlí 2024

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn,…

Anna Richter sendir frá sér Out of here

Tónlistarkonan Anna Richter gefur í dag út smáskífuna Out of here en framundan er útgáfa á fleiri lögum frá henni, hún semur lög sín og texta sjálf sem eiga rætur sínar að rekja til country/folk tónlistar en Anna bjó lengi í Bandaríkjunum. „Ég er í grunninn country/folk stelpa. Ég hef stundum átt erfitt með að…

Afmælisbörn 5. júlí 2024

Hvorki fleiri né færri en níu afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og níu ára gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…

Glatkistan hlýtur styrk úr Tónlistarsjóði

Glatkistan var eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk þegar úthlutað var í fyrsta sinn úr öllum deildum nýs Tónlistarsjóðs en sjóðurinn er nýstofnaður á grundvelli tónlistarlaga sem sett voru í maí 2023, auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í byrjun apríl með umsóknarfrest þann 21. maí sl. Hlutverk sjóðsins er m.a. að efla íslenska…

The Sweet Parade sendir frá sér smáskífuna Luck

Hljómsveitin The Sweet parade hefur sent frá sér nýja smáskífu af væntanlegri breiðskífu en lagið ber heitið „Luck“ og fjallar texti þess um vonina um smá heppni í lífinu eins og flestir hafa líklega upplifað á lífsleiðinni, eins og segir í fréttatilkynningu. The Sweet parade er fjögurra ára íslensk hljómsveit, einsmannssveit Snorra Gunnarssonar sem hefur…

Afmælisbörn 4. júlí 2024

Glatkistan hefur sex afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er sextíu og fimm ára gamall í dag. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill,…

Yfir 400 söngtextar bætast við Glatkistuna

Á fimmta hundrað sönglagatextar hafa nú bæst í textasafn Glatkistunnar en textasafnið á vefsíðunni spannar nú um þrjú þúsund slíka, þeirra á meðal má finna allt frá algengustu partíslögurum til sjaldheyrðra texta sem hvergi annars staðar er að finna á víðáttum Internetsins. Í þessum nýja skammti kennir ýmissa grasa og hér er helst að nefna…

Stúlkan mín er mætust

Stúlkan mín er mætust (Lag og texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Stúlkan mín er mætust meyja og kvenna. Sveinar ástaraugum á eftir henni renna. Og þeir allir saman á öndinni standa yfir því hvert afbragð hún er til munns og handa. Dável samansett hún er. Silkimjúk og nett hún er. Lipur, grönn og…

Ljúflingshóll

Ljúflingshóll (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Það var eitt sinn snót með fiman fót sem flýtti sér á stefnumót sumaraftan síð er sólin blíð til svefns var gengin bak við Lönguhlíð; og meðan spóaspjall í spekt um móana vall hún sína ást í grænu grasi fól sem greri á Ljúflingshól. Á…

Rósa

Rósa (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)   Þegar ég var ungur eitt sinn á reisu rakst ég á þig, Rósa, með rauðan skúf í peysu. Kvöld það kveiktir þú með kolsvörtum augum eld sem ennþá logar í öllum mínum tuagum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali…

Augun þín blá

Augun þín blá (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Augun þín blá eru mitt ljósaljós; munnur þinn hýr er mín rósarós. Öll ertu lík álfum á skóg og því áttu skilið hrósahrós. Ekkert ég veit fegurra fljóðafljóð; þú hefur kveikt í mér glóðaglóð. Væri ég skáld skyldi ég kveða þér öll mín…