Riggarobb

Riggarobb (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Túra-lúra-ligga-lobb! Ja – þvílíkt og annað eins riggarobb er ég fór á sjó með Sigga Nobb og Sigga Jóns og Steina! Viðlag Genginn var á Gerpisflak sprotafiskur með sporðablak og okkur langaði útá skak; ekki er því að leyna. Viðlag Ég segi alveg satt frá…

Og þá stundi Mundi

Og þá stundi Mundi (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Hann Mundi á sjóinn í fyrsta sinn fór á fjórtánda árinu, lítill og mjór. Og það sem hann dró hirti húsbóndi hans og hét því að koma honum þannig til manns. Viðlag Og þá stundi Mundi: „Þetta er nóg! Þetta er nóg! Ég…

Kútter Sigurfari

Kútter Sigurfari (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Þótt ég sestur nú sé í helgan stein og minn stakk ég hafi hengt á snaga ennþá man ég glöggt árin sem ég var á kútter Sigurfara forðum daga. Úrvals kappasveit á því skipi var; karlar þessi kunnu fisk að draga. Enginn skóli bauðst ungum…

Pétur pokamaður

Pétur pokamaður (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Ég syngja vil um sjómann einn. Hann hét Pétur pokamaður. Og annan eins vin ég átti ei neinn. Og hann hvílir nú í söltum sjó. Hann ævi fór í fiskirí. Hann hét Pétur pokamaður. Og hann hafði ekkert upp úr því. Og hann hvílir nú…

Þegar þeir jörðuðu Jóngeir

Þegar þeir jörðuðu Jóngeir (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Þekkt hafði enginn annan eins öðlingsmann og sjóarann þann og því ríkti sorg og söknuður þegar þeir jörðuðu Jóngeir. Það hafði ekki sést þar í Firðinum fyrr fjölmenni eins og þann haustfagra dag; troðfull var kirkjan frá kór út í dyr þegar…

Hoffmans hnefar

Hoffmans hnefar (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Kveða ég vil um víking þann sem vestur í Selsvör forðum bjó. Röskur á sjóinn röri hann, rauðmaga upp úr honum dró. Í aflasæld hann af öllum bar og oft, er hann hlaðinn kom til lands, allt fyrir sakir öfundar að honun veittust grannar hans.…

Alli Jó

Alli Jó (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Fúdda-dúrí-dúríadd, fúdda-dúrí-dúríadd, fúddadúría-dúríadó. Fúdda-dúrí-dúríadd, fúdda-dúrí-dúríadd, fúddadúría-dúríadó. Hann Alli Jó sem á Eyri bjó var með andlit stórt og brett; og hann reri á sjó og hann söng og hló og hann sútaði aldrei neitt. Hann reri á sjó og hann söng og hló meðan…

Gvendur í Bakkabót

Gvendur í Bakkabót (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Það var hann Gvendur í Bakkabót, breiðfirskur trillukarl; á vísan hann reri alltaf einn jafnt í austur- sem vesturfall. En upp frá þessu aldrei meir hann aflametin slær; því hann trilluna braut og hann sökk í sjó útvið Svarrandasker í gær. Honum Gvendi mínum…

Það var hann Binni

Það var hann Binni (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)   Hver var hann þessi garpur sem útí Eyjum bjó? Hver hann hann þessi öðlingur sem alltof snemma dó? Viðlag Það var hann Binni, það var hann Binni, það var hann Binni minn í Gröf. Hver sótti jafnan fastast og setti aflamet hvort…

Við höldum til hafs á ný

Við höldum til hafs á ný (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Við treystum hvern hnút og við strengjum hvert stag. Já – allt í lagi! Því akkerum léttum við aftur í dag. Og við höldum til hafs á ný. Viðlag Það er allt í lag! Já, allt í lagi! Því sólin hún…

Metta mittisnetta

Metta mittisnetta (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Ég hugsa oft á kvöldin um löngu liðna tíð um sumarnætur bjartar á Sigló fyrir stríð þegar hún Me-Metta mittisnetta steig við piltana polkadansinn létta. Ég læddist meðfram veggjum og lítið á mér bar því feiminn mjög og ungur og óreyndur ég var þegar hún……

Bíldudals-Kata

Bíldudals-Kata (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Þau voru fljóðin viðmótsþýð vestur á Patró forðum tíð. En Kata af þeim öllum bar upp þegar slegið balli var. Í okkur kveikti hún ástarblossa, í okkur lét hún blóðið fossa þegar hún snerist hring, hring, hring en hún kyssti bara Svarta-Tóta Súðvíking. Við rerum á…

Efemía

Efemía (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Er þú gengur glöð í lund eftir götu, Efemía, finnst mér eins og svífi svanur milli sólroðinna skýja. Ó, hve heitt ég elska þig! Viðlag Ég mun hrópa hátt og syngja, ég mun kristöllum klingja, ég mun hundrað bjöllum hringja ef ég fæ að eiga þig!…

Hæ, hoppsa-sa!

Hæ, hoppsa-sa! (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa! Svona, elsku vinur, upp með húmorinn! Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa! Vertu kátur núna, nafni minn! Við komnir erum loks til lands þar sem lokkandi bíður meyjafans með gleði, söng og dunandi dans. Vertu kátur núna nafni minn! Hvar hefurðu séð…

Afmæliskveðja [2]

Afmæliskveðja [2] (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Einar Georg) Þó bætist ár við ár og aldur hrímgi brár æskudraumnum aldrei skaltu týna. Þú geymir söng í sál hið sanna tungumál, elsku vinur upp með þína skál. Enginn skyldi liðinn tíma trega týnt þó hafi staf og mal. Stundum felur þoka vörður vega, vandratað…

Atlavík

Atlavík (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Magnús Stefánsson) Nú er sól og sumar söngvar lífsins óma. Æskan hátið heldur í Hallormsstaðaskóg. Birkið unga brumar broshýr andlit ljóma. Logar lífsins eldur við lygna fljótsins ró. Kætast hjörtun ungu við dillandi dansinn dásamleg er nóttin og hamingjurík. Brosir bjartur svanni Blítt við ungum manni Unaðsstunda…

Atlavíkurminni

Atlavíkurminni (Lag / texti: Björn Pálsson / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir) Hlýddu með mér á lagið ljúfa, það sem leikið var þessi kvöld þegar sólmánaðar seiðandi dýrð í sálunum hafði völd. Er við dillandi dragspils óma slógu draumlyndu hjörtun ótt marga hlýja, fagra, höfuga sumarnótt. Þá með lífsþrá í ungum augum steig hér æskan sinn létta…

Á Eiðum

Á Eiðum (Lag og texti: Sigþrúður Sigurðardóttir) Menn gengu undir göfugu merki, gjöfull var hugurinn þá. Samhugur sýndur í verki, saga okkar greinir því frá. Þeir blésu nýju lífi í alþýðuandann, um Austurlandið heyrðist lofsöngur hans. Lærimeistararnir leystu hvern vandann og lánaðist að koma flestum til manns. Oh oh oh ó oh oh, fögur orðin…

Á fornum slóðum

Á fornum slóðum (Lag / texti: Magnús Bjarni Helgason / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir) Ég á mér stað þar sem ég uni mér tíðum, ég á mér stað og hérna lyngbúinn grær. Ég vitja hans í vorsins unaði blíðum er vaggar rótt hinn blái síkviki sær. Um æðar mér nú finn ég unaðinn streyma, hérna átti…

Á sólstöðum

Á sólstöðum (Lag / texti: Páll Sigurðsson / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir og Páll Sigurðsson) Á sólbjörtu kveldi í sumarsins yl Ég sit hér í hvamminum ein og horfi á geislanna glóbjarta spil er glampar á sævotan stein. Ég hlusta í leiðslu á lækjarins nið, á laufþyt í kjarri og þrastanna klið er kveða þeir sumrinu…

Á vorsins vængjum

Á vorsins vængjum (Lag og texti: Björn Hafþór Guðmundsson) Á vorsins vængjum ég vald´að gleyma mér og svíf´ í sumar inn í sól með þér. Á æsku árum mér innra kveiktir bál já, lífs míns ástareld í ungri sál. Þig ævi alla ég eina fann. Af heilum huga Þér heitið vann. Í húm´að hausti enn…

Á æskuslóðum

Á æskuslóðum (Lag / texti: Björn Pálsson / Hrönn Jónsdóttir) Um júlídag er sumarvindar syngja í sælum róm við okkar kæru jörð, við skulum saman sálir okkar yngja á æskuslóðum hér við Berufjörð. Hér undum við og byggðum skýjaborgir sem brotnað hafa kannski ein og tvær því ævin ber oss sælu jafnt og sorgir, í…

Ást til sölu

Ást til sölu (Lag / texti: Stefán Jóhannsson / Gunnlaugur Ólafsson) Í fyrrinótt var ég á ferð er ég fann þig, við drukkum saman dús. Frá þessu segja ég verð það fór illa og hjarta mitt er fullt af blús. Þú gafst fyrirheit fögur ég fylgdi þér ákafur inn á bar, þar ljúffengur lögur brátt…

Bára

Bára (Lag / texti: Sigþrúður Sigurðardóttir / Sigurður Óskar Pálsson) Gagnsæum örmum glaðlega vefur gráan stein. silfruðum fingrum sefandi strýkur sæbarða hlein, svalandi vörum í sífellu kyssir sandanna brár en langt niðri í djúpinu lokarðu þínar leyndustu þrár draumana um storminn er sterklega á vetri strýkur þitt hár. [m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar –…

Blesi

Blesi (Lag / texti: Snorri Evertsson / Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson) Er dag fer loksins að lengja þá lyftist brúnin á mér. Þá fer ég að huga að beislinu og hnakknum, í hesthúsið rakleiðis fer. Ég leysi Blesa af básnum, beisla´ann og teymi af stað. Svo legg ég hnakkinn á hrygginn á klárnum, og herði gjörðina…

Blómin tala [2]

Blómin tala [2] (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Hjörtur Þórarinsson) Ég fann blóm á fögrum lækjarbala það var blátt og heitir „Gleym mér ei“ Mér það heyrðist blíðum rómi hjala afar hljótt við fríða álfamey. Framar öðrum gengið enginn getur eða gefið meir til fegurðar. Því að blómin tala miklu betur en þeir…

Borgarfjörður

Borgarfjörður (Lag / texti: Sigþrúður Sigurðardóttir / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir) Borgarfjörður, kæra byggðin mín bjart er oft um fjöllin þín. Sumarfegurðin í faðmi þér fast er greipt í hjarta mér. þú átt minninga- og sögusjóð, sögn um hulduklett og álfasóð, kyrrar, ljósar nætur, kveldin hljóð, kátra fugla morgunljóð. Þegar bliki slær á bláan sæ bárur…

Bréfið

Bréfið (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Einar Georg) Ég skrifa bréf þó skaki vindar hreysi og skrifta fyrir þér. Ég tíunda mitt eigið auðnuleysi og allt sem miður fer.Því hafin yfir hversdagsleikann gráa ertu hjartans vina mín. Ég ljósið slekk og langt í fjarskann blá a leitar hugurinn til þín. Svo ber ég…

Dagbók sjómannsins

Dagbók sjómannsins (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Einar Georg) Bylgjan sem berst á land ber þessi orð. Við höfum það harla gott hérna um borð. Hávaðarok á hafihamlar ei veiðum enn, hér skipa hvert eitt rúm harðskeyttir atorkumenn. Freyðandi foss fellur að skut. Aflabrögð okkur spá uppgripahlut. Skjótt mun þá skipið fyllast, skiptum…

Dansinn dunar

Dansinn dunar (Lag og texti: Björn Hafþór Guðmundsson) Þegar að dansinn dunar dregst oft að pilti snót. Taktsins í bylgjum brunar og brosir við honum mót. Komdu mín vina í valsinn vertu í faðmi mér. Úr augunum geislar galsinn gott er að snúa þér. Við skulum saman syngja seiðandi þennan brag Tónarnir okkur yngja ómþýtt…

Dansinn

Dansinn (Lag / texti: Daníel Friðjónsson / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir) Komdu vina, komdu með mér, kvöldið fagurt er. Komdu, nú er ég í stuði til að skemmta mér. Fiðringur er fótum í, fjörið vex nú ótt, komdu vina, komdu að dansa í nótt. Tjúttum svo og tvistum, til í hvað sem er, ballið er að…

Don Carlo

Don Carlo (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Hannes Sigurðsson) Líður yfir lönd og sæ léttur sumarblærinn, aldan upp við sandinn sefur rótt. Undurfögur yngismey ástarbréfi svarar; „hjarta mitt er aðeins hjá þér í nótt“. Já það er blíðan í bænum heima, Ég henni bergi mitt full. Og hér er allt það sem gleður…

Draumanætur

Draumanætur (Lag / texti: Daníel Friðjónsson / Sigríður Sigurðardóttir) Gægist glugga á gælin lífsins draumanótt, vetur víkur frá vorblær heilsar ofurrótt. Breidd´út breiða faðminn þinn bjarta vorsins vökunótt svæfðu litla ljúflinginn ljúft hann megi dreyma rótt. Kemur haustsins kul kyrrlát heilsar rökkurnótt, dimmblá nóttin dul drauma geymir gnótt. Hjartans heitu bál hljóðlát tendrum þessa nótt,…

Draumaveröld

Draumaveröld (Lag / texti: Þorlákur Friðriksson / Helgi Seljan) Feginn vildi ég komast til þín hvar sem það nú er koss af mjúkum vörum glaður þiggja. Himnasælu finna enn í faðminum hjá þér frið og ró í sálu minni tryggja. Draumaveröld fagra vil ég eiga ástin mín einn með þér svo fjarri heimsins glaumi. Innst…

Ennþá ung

Ennþá ung (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason) Nú sjötug orðin er og eldast brátt því fer, þó til sé ég að bregða mér af bæ. Ég á mér létta lund það lífgar hverja stund. Sem Níels skáldi að háska öllum hlæ. Ég átti mjúkan mann en misskildi oft hann og frá…

Ég fer á Séns

Ég fer á Séns (Lag og texti: Magnús Bjarni Helgason) Nú við helgina tökum hér með trukki gamlir vinir hér koma og skemmta sér. Kátt nú djömmum með tilheyrandi sukki því þessi helgi af öllum öðrum ber. Því hér við hittum það fólk sem bjó hér forðum í bland við það sem að ennþá lifir…

Feimni

Feimni (Lag og texti: Þórarinn Rögnvaldsson) Þegar stúlkur mig líta augum fer ég að skjálfa á taugum því ofsa feiminn ég er. Oft mig ásækir þessi vandi þetta er ljótur fjandi, en blóðið þýtur þá fram í andlit mér. Og ef þær líta á mig fell ég alveg í mél. Hjarta mitt ólmast eins og…

Fjörðurinn okkar

Fjörðurinn okkar (Lag og texti: Magnús Bjarni Helgason) Fjörðurinn okkar er friðsæll og hlýr við öll erum sammála um það. Því hvergi í heimi finnum við enn fegurri og yndislegri stað. Nú komum við saman og fögnum hér öll og enginn af gleði verður lens. Um helgina syngjum og dönsum um völl og upplifum Álfaborgarséns.…

Fljótsdalshérað

Fljótsdalshérað (Lag / texti: Hreggviður M. Jónsson / Ragna S. Gunnarsdóttir) Fljótsdalshérað, fagri friðarreitur, fjöllin þín há með snæviþakta tinda, beljandi ár í gljúfrum, græna skóga, glampandi læki, suðu tærra linda. Um grösugar hlíðar gróa blóm og lyng, glampa sem spegill heiðarvötnin blá, hver sá er sína æsku ól þér hjá sinn aldur í muna…

Fyrr og nú

Fyrr og nú (Lag / texti: Bragi Gunnlaugsson / Sólrún Eiríksdóttir) Manstu okkar fornu fögru kynni, þá fögur ríkti sumarnóttin heið. Við dönsuðum, þín dvaldi hönd í minni og dýrðleg var sú stund, en fljótt hún leið. Því dagur rann þá dansfólk burtu flytur, á döggvott grasið sólin geislum sló, en síðan hefur komið kaldur…

Gleðisveifla

Gleðisveifla (Lag og texti: Stefán Bragason) Gott er mjög í kreppu að kætast, kynnast fólki, vingast, mætast. Langt um verður lífið skárra þá. Öll við þekkjum ættarmótin, árshátíðir, þorrablótin. Amstri dagsins oft þar gleyma má. Saman vinir sveiflast þar í galsa, sæla dansins fáu virðist lík. Fætur stíga foxtrott, polka og valsa og faðmlög vekja…

Haust fyrir austan

Haust fyrir austan (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Einar Georg) Haustið dregur húm á tinda, sólin týnist í sjóinn fljótt. Sumir eiga um sárt að binda, vantar gleði, og vantar þrótt. Burtu halda bjartar nætur, köldum vetri þá kvíðir drótt. Sefur alda, sáran grætur saklaus drengur, um svarta nótt. Skýin taka að skjóta…

Heillandi vor

Heillandi vor (Lag / text: Óðinn G. Þórarinsson / Þorsteinn Sveinsson) Lýsast óðum langar nætur ljósið fyllir hvert eitt spor, dimma þverr og döggin grætur, dagsól veikum eykur þor. Út við fjallsins fögru rætur fjólan vex í klettaskor. Eins í okkar hjarta ómar vorið bjarta, ástarinnar unaðsljúfa vor. Anga fögru blómin bláu blíðlynd kvakar fuglahjörð,…

Héraðsrúmban

Héraðsrúmban (Lag / texti: höfundur ókunnur / Sigurður Óskar Pálsson) Létt við stjarnanna skin og við norðurljósalog þetta ljóð vil ég syngja í kveld. Nú er vetur um jörð, byltist brim um sker og vog, bera grundirnar mjallhvítan feld. Syng ég sorg úr barmi, sumargleði inn, varpa hljóðum harmi, hýrnar svipur minn. Létt við stjarnanna…

Herra Sæton

Herra Sæton (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Hannes Sigurðsson) Út við svalan sæinn seytlar inn í bæinn sólar sæla ljós, hið milda morgunskin. Nýjum drottins degi og fólki á förnum vegi Abdim Gm heilsar herra Sæton „sæll minn gamli vin“ Brosir hann við börnum að leik, þau brosa á móti, hýreyg og keik.…

Inga Stína

Inga Stína (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Hákon Aðalsteinsson) Viðmjúk golan vermir fjallasal inn, vorið breiðist yfir land og sjó. Niður kletta þeytist glettin, lítil falleg lind, læðist skýjaklakkur bak við gráan fjallatind. Hvönnin vex á lágum lækjarbakka lyngið prýðir slakka, holt og mó. Litlum krónum blómin bifa, biðja þess að fá að…

Í leyni

Í leyni (Lag / texti: Daníel Friðjónsson / Sigurður Óskar Pálsson) Riddarinn fór um rökkvaðan skóg í leyni, yngismey hann sá með álfagull í skó í leyni lyfti henni á bak sínum blakka jó Í leyni og reiddi hana á brott gegnum rökkvaðan skóg í leyni. Eftir þeim horfði álfur sem bjó í steini, eftir…

Í Svartaskógi

Í Svartaskógi (Lag / texti: Sigurður Gylfi Björnsson / Hákon Aðalsteinsson) Vorsólin brosir blíð boðar oss sumartíð. Rómantísk kyrrð er rofin út í Hlíð. Í kliði, kyrrð og ró kvöldar um sund og mó. Dúnmjúkir tónar svífa um Svartaskóg. Við Héraðs hjartaslátt húmar um loftið blátt. Dyrfjöllin stoltu gnæfa í austur átt. Selurinn út við…

Júnínótt

Júnínótt (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Hjörtur Þórarinsson) Það er kominn vorblær Veðrið svo hlýtt, náttúran er vöknuð allt verður nýtt. Það er komið sumar sumar og sól, það er komið sumar grænkandi ból. Sjáið litlu lömbin léttfætt á hól, enn er sól á lofti norður við Pól. Allir gleði fagna farfugla söng,…

Komdu að dansa

Komdu að dansa (Lag / texti: Aðalsteinn Ísfjörð / Elís Kjaran Friðfinnsson Þegar harmónikan dunar dulin þörf í æðum funar, þá er yndislegt að vera í faðmi þínum litla stund. Vita þrá í björtum barmi, bros á ljúfum augnahvarmi, armlag þétt, og finna yl af léttri lund. Mjúkir fingur saman fléttast, frjálsir tónar blíðir glettast,…