Kominn heim

Kominn heim (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason) Einn í kvöldblíðunni horfi út á hafið, þar sem hæglát aldan vaggar litlum bát. Og í sólarloga allt hér virðist vafið, vorsins nýt og andann dreg með gát. Kominn heim loks eftir ótal ár og af gleði í sandinn felli tár, lít hér þá…

Kveðjustundin

Kveðjustundin (Lag / texti: Þorvaldur Friðriksson / Kristján Ingólfsson) Nú komin er kveðjustund okkar og kossinn ég síðasta fæ. En minningin merlar og lokkar, sú minning fer aldrei á glæ. Innst í hjarta sem gull ég þig geymi þú ert glóbjarta drottningin mín. Þó árin til eilífðar streymi fer aldrei burt myndin þín. [m.a. á…

Kveldóður

Kveldóður (Lag og texti: Stefán Bragason) Komið er kveld kankvísir skuggar um lautir stökkva, aftansins eld eru á börðum að deyfa og slökkva. Hlývindur hlær hríslurnar bærir og stráin strýkur. Nóttin er nær, nafnlausum degi senn lýkur. Fögnuð og frið flytur sú nótt inn í sálu mína, ljáðu mér lið, lífsblómin skulum við saman tína.…

Kvöld við Selfljót

Kvöld við Selfljót (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason) Í heiðríkju‘ á síðkvöldi sat ég við á, Þar silungur vakti í hyl. Og allar þær dásemdir auga mitt sá, Þá andrá mér fannst ég vart til.Það lognværa kvöld átti lífsþráin völd og lund mín var auðmjúk og hrein. Er miðnætur sól, lýsti…

Láttu þig dreyma

Láttu þig dreyma (Lag / texti: Eyþór Hannesson / Stefán Bragason) Einn á kyrrlátu kveldi kenni ég barnslega þrá eftir vissu, friði og fegurð og án feigðar heim að sjá. Meðan hægt leggst húm yfir sæinn, hljóðna götunnar sköll því að börnin ganga brátt til hvílu, burtu hróp þeirra öll og köll. Ávallt þráum við…

Lífsganga

Lífsganga (Lag / texti: Daníel Friðjónsson / Sigríður Sigurðardóttir) Er við hittumst fyrst svo ung og óreynd vorum þá, ótrauð þá litum fram á lífsins veg. Framtíð okkar beið svo full af von og full af þrá, við fundum ást, við áttum trú, og vildum vera saman. Svo lögðum við sigurviss út á lífsins braut,…

Manstu [3]

Manstu [3] (Lag / texti: Gísli Jónatansson / Hákon Aðalsteinsson) Þegar koma þrautastundir þungar eins og blý felur, klæðir klett og hóla koldimmt þokuský. Gömul atvik mætast mörg við minninganna torg laða fram og leita uppi löngu gleymda sorg. Manstu þegar bjartast brosti birta sálar ranns þá var eins og guð og gæfan gleddi huga…

Myndir munakærar

Myndir munakærar (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Helgi Seljan) Við dalsins duldu rætur dvel ég langa stund. Heiðrar næðis nætur nýt við fagran lund. Ríkir fró og friður, fagurtær er lind. Fugla kátur kliður kæra vekur mynd. Enn til æskudaga aftur muna ber. Heiðar geng og hag a hugur yngjast fer. Ilmur blóma…

Nú kemur vorið (Draumur öldunnar)

Nú kemur vorið (Draumur öldunnar) (Lag / texti: erlent lag / Sigurður Óskar Pálsson) Nú kemur vorið sunnan að og sólin bræðir ís, við sendna strönd í fjarðarbotni lítil alda rís og hvíslar: „Það er langt síðan ég lagði af stað til þín. Nú loks ég finn að komin er ég, komin heim til mín.…

Plássið (úr Sölku Völku)

Plássið (úr Sölku Völku) (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Halldór K. Laxness) Lángt fyrir handan hafið salta gráa, þar hímir pláss á bökkum úfins sjávar, þar flökta guði sviftir menn og mávar, móðirin vakir í tómthúsinu lága. Þarna er ein snót sem þekti ég dáldið fyrrum, þessari hef ég sofið á armi stundum.…

Seiðandi nætur

Seiðandi nætur (Lag / texti: Daníel Friðjónsson / Sesselja Sigurðardóttir) Sumarsins seiðandi nætur þá sólin kyssir jörð, litlir leikandi fætur léttir dansa um svörð. Ljúfsár lóunnar rómur leikur sitt dírrin dí, og spóans sposki hljómur spilar i synfóní. Ilmur af útsprungnu blómi, angan af grasi og mó, dagsins dvínandi ljómi dvelur í kvöldsins ró. Kátir…

Sigling á Lagarfljóti

Sigling á Lagarfljóti (Lag / texti: Reynir E. Kjerúlf / Sigrún Björgvinsdóttir) Það er hlýr og fagur dýrðardagur, döggvot jörðin brosir hlýju sumrinu mót. Fljótsdalshérað sveipað inn í sindrandi grænan skóg, sólgullið skín Lagarfljót. Og við siglum tvö í sunnanblænum, svona getur lífið verið elskendum gott. Í ljósu hári leikur blærinn, ljómi úr augum skín,…

Sólarsýn

Sólarsýn (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason) Þegar vetur flýr, vora tekur, við mér brosir sól. Þá gleymist sút og glaðnar til. Þegar sýnir hún sig og sólbakar mig. Þá ber hún til mín birtu´ og yl. Sólbros sendir, sólgos hendir, við dögun hvern dag. Og eitt tel ég alveg víst að…

Sumarást

Sumarást (Lag / texti: Magnús Bjarni Helgason / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir) Þegar lóan kemur svífandi um sæinn, þegar sunnanþeyrinn strýkur mér um kinn vaknar þrá mín heit, og blíða, frjálsa blæinn læt ég bera kveðju heim í fjörðinn þinn. Því ég veit að yfir fjöllin blærinn flýgur og í faðmi sínum ber hann ennþá vor,…

Sumardans

Sumardans (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason) Þegar sáttur lít til yngri ára upp þá rifjast fjölmörg gleðistund. Tilverunni réðu töfrar dægurlags, tónanna naut á alla lund. Þá var lífið dans og söngur dægrin löng dásamlegt að vera til. Eitt lítið dægurlag sem lifir enn í dag, lykill var að ævigöngu minni.…

Sumarstemning

Sumarstemning (Lag / texti: Eyþór Hannesson / Stefán Bragason) Nú þegar sumarið vangana vermir, og í vindhviðunum lauf blakta á tré. Þegar í heiðríkju ský um skjótast þá skondna hluti hvarvetna heyri og sé. Þá úti í sandbingnum krakkarnir kýta og svo kyssast þau á horblautan munn af því að stelpurnar stráka heilla, já sú…

Söknuður [3]

Söknuður [3] (Lag / texti: Ingólfur Benediktsson / Helgi Seljan) Í húmi kaldrar nætur hugsa ég til þín og hjartans besta óskin mín hún fylgir nú þér. Þú ung og fögur gengur eflaust gæfuveg og gleymir fljótt því liðna, bæði sveitinni og mér. Þar sem við áttum saman æskubjört og unaðsþrungin vor. Það geyma margir…

Tjörulagið

Tjörulagið (Lag / texti: Stefán Bragason og Jóhann G. Jóhannsson / Stefán Bragason) Hugsaðu þér lungun full af hryglu og skít hrum og tjörusoðin, næstum gjörónýt og flöskurnar með súrefni, er fylgja verða þér. Um hjartað sem að barðist þér í brjósti ótt en bilað gæti af álaginu strax í nótt og kransæð fulla af…

Valtýr á grænni treyju

Valtýr á grænni treyju (Lag / texti: Árni Ísleifsson / Einar Rafn Haraldsson) Valtýr manstu forðum, meðan lék í lyndi Lífið og þér gæfan brosti við. Þú áttir fé og frama, flest varð þér að yndi fönguleg stóð kona þér við hlið Á grænni treyju gekkstu áður Valtýr grunlaus um hve örlög hlytir hörð. Saklaus…

Við mættumst til að kveðjast

Við mættumst til að kveðjast (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Magnús Pétursson) Bjart er yfir löngu liðnum kvöldum, léttur ilmblær hljótt um dalinn rann. Hlíðar klæddust húmsins fölvu tjöldum, hinsti geisli fjærstu tinda brann. Tvö við undum engin gerðist saga, ilspor mást svo létt um troðinn veg. Samt ég man það, man það…

Vonarland

Vonarland (Lag og texti: Garðar Harðarson) Sumir fæðast ekki alveg eins og aðrir, en eiga þó sama réttinn, sömu vonir, sama frelsi, sömu ró. Til að fá að leika, fá að starfa, fá að treysta bræðraband.Eignast vini, eiga kærleik, eignast eigið vonar land. Til framtíðar horfa öll við ættum, eygja þar birtu, ljós og yl.…

Vor við Löginn

Vor við Löginn (Lag / texti: Birgir Björnsson / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir Yfir blikandi Lagarins bárum hvelfist bládjúpur himinn og tær og við glitrandi síkvikum gárum hreyfir gælandi suðlægur blær. Og hann ber með sér blómanna angan ilm af birki og lynggrónum hól, allt hann vekur um vordaginn langan sem í vetrarins armlögum kól. Yfir…

Vornótt [2]

Vornótt [2] (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Þórólfur Friðgeirsson) Vornótt allt þú vefur faðmi þínum. Vornótt tendrar líf og innri þrá. Minning heið og björt í huga mínum heillar liðnum æskudögum frá. Vornótt unaðsbjört og öllu fegri ástarkossinn brennur vörum á. Man ég enga nóttu yndislegri æðstu draumar mínir rættust þá. Vornótt, ein…

Vornæturdraumur

Vornæturdraumur (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Theódór Einarsson) Vornótt ég vil víkja‘ um stund til þín, vaka þar til morgunsólin skín. Hlusta´ á hörpu þína, horfa´á blómstrið fína. Grundin er sem gulli ofið lín. Lát mig heyra ljúfa lagið þitt, lagið sem að einnig verður mitt. Svanur úti´á sænum söng í aftanblænum, lék…

Vorómar

Vorómar (Lag / texti: Ingólfur Benediktsson / Helgi Seljan) Er lóukvak um loftið hljómar léttast okkar spor. Við leiðumst út í vornóttina hlýja. Því vorið yndi vekur oss og veitir kraft og þor. Þá ljómar sól um byggð og ból. Með sól og sunnanvind og söng á hverri grein fer vorið vítt um lönd og…

Það var í maí

Það var í maí (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir) Það var í maí, þá vorið hló og vakti upp af svefni drauma all a, við leiddumst ein í ljúfri aftanró og lífsins fyriheit í öllu bjó. Þau friðsælu og fögru kveld við fundum vorið sjálft á okkur kalla, það kveikti…

Þá og nú

Þá og nú (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason) Æskan að baki, einn nú ég vaki, fer yfir farinn veg. Oft var hún yndisleg, þeim er glaðst þá gat. Árin þó liðu, annir biðu, tíminn flaug mér frá. Fyrst nú má leggja á lífshlaupið mat. Manstu þá tíð ung er við gengum…

Þegar þoka grá

Þegar þoka grá (Lag / texti: Gylfi Gunnarsson / Valgeir Sigurðsson) Þegar þoka grá þekur fjöllin blá, næðir austanátt yfir hafið blátt. Þá skal hafa hátt hrópa og syngja dátt, grípa gítarinn gefa honum inn. Þá skal alla strengi strjúka, stillta, þýða, harða mjúka. Létta tóna láta fjúka láta úr öllum strengjum rjúka, yfir gólfið…

Þú ert ung (Þekking heimsins)

Þú ert ung (Þekking heimsins) (Lag / texti: Gylfi Gunnarsson / Valgeir Sigurðsson) Þú ert ung og ennþá þekkir ekki heimsins tál. Vertu gætin, varast skaltu viðsjál leyndarmál við Pétur og Pál. Vita skaltu vina litla veröldin er hál. Fyrirheit og fagurgali fanga marga sál og bera‘ ana á bál. Ekki skaltu láta angurgapa æskuvonum…

Þú skríður fyrst á fjórum

Þú skríður fyrst á fjórum (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Einar Georg) Um langa dimma daga ég dapur stundum verð, yfir því hve ævi manns er undarlega gerð. Með hraða ljóssins líða öll lífsins bestu ár, að hausti heilsar ellin og hrímgar okkar brár. Þú skríður fyrst á fjórum, en fljótur kemst á…

Í sal hans hátignar

Í sal hans hátignar (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Í sal hans hátignar konan kom en konan eitthvað domm var. Þá tók hann stóra flösku fram; í flösku þeirri romm var. Og konan gladdist og kóngsins drykk hún kurteis að vörum sér bar. Svo bauð hann henni að breskum sið að bragða…

Brúðkaupsveisla Villa kokks og Dómhildar

Brúðkaupsveisla Villa kokks og Dómhildar (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Herleg brúðkaupsveislan var Villa kokks og Dómhildar; og af söng við urðum þar eldrauð öll í framan. Hvergi var svo fjölmennt fyrr; fullt var húsið út í dyr; vinir, einnig óvinir, allir glöddust saman. Viðlag Ausið var sem ólgusjó öli og…

Jesse James

Jesse James (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Reistur í hnakknum sat útlaginn Jesse James, er hann á spretti reið víðáttur Vesturheims. Skammbyssum sínum úr skaut hann á hvað sem var. Af honum líka fór orð fyrir kvennafar. Utan við gleðihús eitt sinn um kvöld hann stóð. Þá birtist sjónum hans þéttholda frú…

Lena Lonna segir frá

Lena Lonna segir frá (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Eitt sinn var ég ein á ferð inní bænum Sacofardo á heitri nótt og hitti þar herra sem af öllum bar. Þetta var hann Sponni Spardo, lyfsalinn frá Luconardo, talandi með hrjúfum hreim. Hreifst ég strax af manni þeim. Á mig horfði hann…

Viðræður veiklaðs læknis og veiklaðrar stúlku

Viðræður veiklaðs læknis og veiklaðrar stúlku (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Fýsi þig e.t.v. eitthvað að heyra um mig þá vil ég það segja þér fyrst að sæmd mín er glötuð og siðferðisþrekið og svo er ég forfallinn alkóhólist. Ó, Guðs er það ráðstöfun, Guðs er það vilji, Guðs er það forsjón…

Barbra Riley

Barbra Riley (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Ó, hefði ég dug, ó hefði ég þor ég hjarta þínu stæli og léti engan, engan ná því aftur, Barbra Riley. Mér finnst það skelfing fánýtt hjal er fegurð þinni ég hæli því til þess duga engin orð, ó, ást mín, Barbra Riley. Minn fót…

Að þú skulir elska hann Angantý

Að þú skulir elska hann Angantý! (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Hann er mjór og hann er smár, hann er hvorki fimur né knár. Enda skilur enginn neitt í því að þú skulir elska hann Angantý, hann Angantý, hann Angantý, að þú skulir elska hann Angantý. Ég er þrekinn, ég er hár,…

Ó, ég dái þig

Ó, ég dái þig (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Ó, ég dái þig, ó, ég dái þig og dýrka og prísa og þrái þig. Og flott ég er og kurteis kavaler svo ég spái því ég nái því að ná í þig. Ég mun bæta þig, ég mun bæta þig ef burt…

Fjörið á þessu þorrablóti

Fjörið á þessu þorrablóti (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Ég fór eitt sinn um Frakkland þvert og fagnaðar naut þar með ýmsu móti. Viðlag Mér finnst þó vera meir um vert fjörið á þessu þorrablóti. Jiddijaddíjei, jiddíjaddíjei, fjörið á þessu þorrablóti, jiddíjaddíjei, jiddíjaddíjei, mér finnst þó meir um vert. Það er víst…

Jón var kræfur karl

Jón var kræfur karl (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) [einnig er til annað lag e. Tómas M. Tómasson (og Þursaflokkinn) við ljóðið] Viðlag Jón var kræfur karl og hraustur, sigldi um hafið út og austur; Jón var kræfur karl og hraustur, hann var sjómaður í húð og hár. Því þegar Jón í…

Óður til hreystinnar

Óður til hreystinnar (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)   Í sveit einni ágætri austanlands var einvalalið forðum tíð. Af afli og hreysti af öllum þó bar stórbóndinn Stefán í Hlíð. Frá plássi í grenndinni sóttu menn sjó og sigldu yfir boða og sker. En kaldastur allra og kræfastur þó var skipstjórinn Skúli…

Jörundarhylling

Jörundarhylling (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Hér er hafsins hraustur son, hér er hetja og eina von þessa kalda lands og kóngur maxímús! Því skal syngja og dansa dátt, láta dynja bumbur hátt. Viðlag Bræður, barmafyllum hverja krús, krús, krús! Látum mjöðinn fylla hverja krús! Ó, mín litla ljúfa, lokkaprúða dúfa, má…

Djúpt á meðal dauðra

Djúpt á meðal dauðra (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Drekkum skál ykkar, ungu og fögru fljóð með funandi hjörtu og sjóðheitt blóð, sveigjulétt mitti og mjúkan arm, stássprúða lokka og stinnan barm. Sjá, – hver sem ei gleðst við það gyðjuval djúpt á meðal dauðra liggja skal. Drekkum skál því að risin…

Landreisa Jörundar konungs

Landreisa Jörundar konungs (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Um landið hans fákur fló. Ho-ho. Og frísandi hófum hann sló. Ho-ho. Og fólki varð um og ó. Ho-ho. Því augað í pung hann dró. Ho-ho. Og stórbokka marga hann steinbíts með taki úr stofunum dró og út á hlað og ýmist hann…

Það er ekkert unaðslegra

Það er ekkert unaðslegra (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Það er ekkert unaðslegra en að iðka krikketleik þegar blessuð sólin brosir gegnum breskan kolareyk sem dregur dularmyndir yfir dali, fjöll og  holt. Slíkt upp í okkur kyndir okkar enska þjóðarstolt. Enskar krásir helst vér kjósum, af þeim kraftur vex og þor og…

Halí-a-hó

Halí-a-hó (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Halí-a-hó! Í rá og reiða syngur. Halí-a-hó! Hertu þig, Joe! Hann Loðvík kóngur bana hlaut af hendi sinna þegna. Í rá og reiða syngur. Því þegnar hans þeir þoldu hann ekki einhverra hluta vegna. Halí-a-hó! Hertu þig, Joe! Vor stýrimaður undarlega er af Guði skaptur.…

Það bar svo við í borginni

Það bar svo við í borginni (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Það bar svo við í borginni einn bjartan páskadag að Írlands knáa kappasveit af krafti gekk í slag. Með frelsisbál í brjóstinu og byssurnar sér við hlið þeir eins og stormur æddu fram og unnu pósthúsið. En síðan Bretar sóttu að…

Á Mikjálsdag

Á Mikjálsdag (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Um morguninn snemma á Mikjálsdag út í Miklaskóg þeir leiddu þá og stilltu þeim upp fyrir aftökusveit sem til axla sínum rifflum brá. Og yfir þeim breiddu sig beykitré með blikandi dögg á hverri grein. Og þeir stóðu þar langþreyttir maður við mann meðan morgunsólin…

Því spyrðu mig?

Því spyrðu mig? (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Því spyrðu mig hvort ég ætli ekki senn að yrkja minn fagnaðarbrag um mannanna göfgi og mannanna reisn og mannanna bræðralag? Því spyrðu mig hversu líki mér það að litast um heiminn í dag? Spyrðu heldur þann sem almáttugur er, spyrðu þann sem almáttugur…

Hví ertu svona breyttur?

Hví ertu svona breyttur? (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Er Johnny kom heim af heljarslóð, húrra! húrra! Er Johnny kom heim af heljarslóð, húrra! húrra! Er Johnny kom heim af heljarslóð á hlaðinu gömul kona stóð og sagði: „Ég orðin er ellimóð en eitthvað mér sýnist þú breyttur.“ Viðlag Við lúðrablástur og…