Snjór

Snjór (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Það er sjónvarp í húsinu, blár skuggi sem færist yfir andlitin á okkur sem sitjum í stofunni, snjórinn fellur úr heiðskýru loftinu. Komdu inn og lokaðu á eftir þér. Það er útvarp í húsinu, grænn skuggi sem færist yfir andlitin, ryksugan malar í horninu, snjórinn fellur úr heiðskíru…

Dauðar hetjur

Dauðar hetjur (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Langar þig til að verða önnur dauð hetja, berjast og falla fyrir föðurlandið, láta „óvinina“ grafa þig með öllum hinum, láta óvinina grafa þig með óvinum þínum. Dauðar hetjur… Steindauðar hetjur! Hverjir eru óvinir þínir, hverjir eru vinir, er það kannski föðurlandið sem þú berst fyrir, föðurlandið…

Hunangsmaðurinn

Hunangsmaðurinn (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Silfurskottuvörtusvín reyndu ekki að sporna við – vexti. Það fæddist lítill hunangsmaður í gær, hann var ekki stór, samt hafði hann sjötíu tær, sjötíu tær. Hunangsmaðurinn kemur inn um gluggan þinn. Svífðu á braut um sjálfan þig, hrjúfraðu þig upp að eggi – vængbrotnu eggi. Sólin hefur tennur,…

Það er geðveiki í ættinni

Það er geðveiki í ættinni (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Sjá svipinn á ykkur (úttroðnu dúkkur). Það er geðveiki í ættinni. [m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]

Zoja Kosmodemjanskaja

Zoja Kosmodemjanskaja (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Hún barðist fyrir föðurlandið, hún barðist fyrir ættjörðina í stormi, snjó og sprengjuregni, bitur, stolt og hatursfull. Þeir tóku hana og börðu hana, þeir hengdu hana í hæsta gálga, þeir reistu henni myndastyttu, útnefndu hana „Hetju Sovétríkjanna.“ [m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]

Flekaðu mig

Flekaðu mig (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Það er kominn tími til að dreifa sæðinu, það er kominn tími til að gera veggina hvíta, það er kominn tími til að dreifa sæðinu, það er kominn tími til að rífa í sundur … flekaðu mig! Þú ert dauð, samt liggurðu hjá mér, þú ert dauð,…

Kjötbrúðan

Kjötbrúðan (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Hún var ein í húsinu, postulínsstytturnar glottu, uppstoppaði fuglinn söng, kjötbrúðan skreið gegnum stofuna. Hún var ein í húsinu, þeir grófu garðinn sundur, morð var framið í þvottahúsinu, kjötbrúðan skreið gegnum stofuna. Hún var ein í húsinu (hosiló). Ekki kalla mig brúðu – Kjötbrúðu! Ég er svo einmana…

Gunni kóngur

Gunni kóngur (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Gunni kóngur á haugunum gramsandi í hrúgunum, ég hafði aldrei séð hann brosa fyrr en svo fann hann tja-tja-tjaldið. Krakkar og kelling inn í bíl, haugarnir eru happdrætti, þau hlakka til alla vikuna að komast á haugana um helgina. Þeir lokuðu hann burtu frá haugunum, þeir lokuðu…

Sveifluháls

Sveifluháls (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Sveifluháls er stór. Sveifluháls er stór, þar vaxa rotin blóm, ég safna holum, holum í jörðina, þessi staður er martröð, ég vil fara heim. Sveiflu-ha-ha-háls! Sveifluháls er stór. Sveifluháls er stór, það eru stórir steinar í skónum. þeir eru einu vinir mínir, ég drep tímann og tíminn drepur…

Hefnd

Hefnd (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Þar sem ég sé þig út um glerið, þú ræðir við þau, þú rakkar mig niður, þú hræðir mig, þú vilt hefnd. Þú vilt ráða yfir öðrum, við það þú miðar þitt vinaval, ef þeir bregðast þér, þú skapar illt umtal, þú vilt hefnd. [m.a. á plötunni S.h.…

Dýrið í mér

Dýrið í mér (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Dýrið í mér, það brýst út, þegar ég rumska, vakna af vöku, tæjurnar titra, slitróttar myndir, en ekki tala um þetta. Dýrið í mér, það þyrstir í blóð, vöðvarnir þrútna, æðarnar þrengjast, ég gugna á ánni, sekk dýpra og dýpra, en ekki tala um þetta. Dýrið…

Dapur dagur

Dapur dagur (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Dapur dagur,ég er einangraður, dapur dagur. Dapur dagur,ég er píslarvottur,dapur dagur. Þið hafið krossa um hálsinn, ég hef einn á bakinu. Dapur dagur, ég sker skorur í skápinn, dapur dagur. Dapur dagur, öll orð eru byrði, dapur dagur. Orð, orð eru byrði þú munt aldrei horfa á…

Mávar

Mávar (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Ég var einn í fjörunni, mávarnir horfa á mig og ég vildi að, já, ég vildi að, ég væri einn af þeim. Skipin sigla framhjá, ég vildi ég væri á þeim, sigla út í óvissuna, sigla út í heim, því ég lifi í óvissunni og þú lifir á…

Framhaldsþátturinn Líf

Framhaldsþátturinn Líf (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Hei, mætti ég trufla þig smá stund, ég skal vera stutt, mig þykir leitt að koma flatt upp á þig þegar þú hefur það svona helvíti næs. En málið er, ég get ekki tjáð mig allt stendur fast, hvar á ég að byrja? Ó, að vera orðlaus…

Of mörg hótel

Of mörg hótel (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Með beyglað landakort í vinstri hendi með troðna tösku í hægri hendi og náttúruhamfarir alltaf fyrir hendi og því ætti ég að hafa sólgleraugu þótt það sé sól? Ég kaupi kók á bensínstöðvum, ég tek ljósmyndir af öllum þeim stöðum, sem ég sé með augunum berum,…

Hold er mold

Hold er mold (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Ég hef séð þig áður, ég hef séð þig oft áður, þú ert andlitið í speglinum. Það eru sprungur í þér, það eru sprungur í þér, eins og í speglinum. Fólk er eins og dýr, eins og ormar í kös, iðan iðandi, dautt er lifandi, hold…

Þrjár mínútur

Þrjár mínútur (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Dagarnir vilja daga uppi og kvöld rímar við kvöl, fuglinn þinn kann ekki að syngja og hér er of heitt eða of kalt, þrjár mínútur í lífi þínu líða. Það er kannski auga á himnum en það horfir örugglega ekki á þig – hvað þá mig. Vakna…

Nótt eins og þessi

Nótt eins og þessi (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Ég fer í bæinn með síðasta strætó og sting inn á mig flöskunni, 1.60 á hæð og 100 kíló og stelpurnar þoka mig ekki en það kemur dagur eftir þennan dag og önnur nótt, alveg eins og þessi. Svo er ég í bænum og geng…

Óli hundaóli

Óli hundaóli (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Ég heiti Óli og ég á hund og hann er besti vinur minn. Óli – Óli hundaóli. Ég tek hann alltaf með í sund og segi bara að hann sé bróðir minn. Óli – Óli hundaóli. Hann hundinn í ruslinu fann og hundurinn er miklu gáfaðri en…

Rauða hauskúpan

Rauða hauskúpan (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Við erum þrír krakkar í leynifélagi. Við hittumst oft í viku í kofaræksni. Leggjum á ráðin, spáum spilin í, þefum uppi glæpi, tökum okkur aldrei frí. Hauskúpuhringana setjum putta á. Þegar kallið kemur förum við á stjá. Hírumst bakvið grindverk, njósnum bófa um. Ef verða þeir okkar…

Baba bú

Baba bú (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) [úr söngleiknum Abbababb!] Baba bú ba baba bú. Ég heiti Hr. Rokk en hvað heitir þú? Baba bú ba baba bú. Ég heiti Hr. Rokk en hvað heitir þú? Ég heiti Óli já Óli heiti ég. Ég heiti Halla já Halla heiti ég. Og ég heitir Aron,…

Systa sjóræningi

Systa sjóræningi (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Ú-hú! Systa sjóræningi siglir um á skipi með gullhring í nefi, hún er sko hugrökk. Systa sjóræningi lenti í fárvirði, rétt slapp á gúmmíbáti því skipið það sökk. Systu rak á galdraeyju, eins gott að Systa átti teygju- byssu og var hörkutól því á eynni heyrðust gasaleg…

Stóru strákarnir

Stóru strákarnir (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Þeir eru fúlmenni hin mestu, Gulli og Steindór heita þeir verstu, þeir ropa hátt, hlusta á diskó, hrekkja og stríða, fá aldrei nóg, seint á kvöldin þeir sniglast um, sparka í staura, stúta perum. með strípurnar í hárinu og eitthvað ljótt í pokahorninu. Stóru strákarnir þeir læðast…

Doddi draugur

Doddi draugur (Lag / texti: erlent lag / Gunnar L. Hjálmarsson) Má ég kynna drauginn Dodda, Doddi greyið draugsast út úr hól – í sól. Í hólnum býr hann Doddi litli og notar gamla tréskeið fyrir stól – líka um jól, veslings Doddi hann má ekki eiga hund og hann má ekki einu sinni fara…

Pála spákerling

Pála spákerling (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) [úr söngleiknum Abbababb!] Pála heiti ég og spákerling ég er, ég get spáð um framtíðina eins og hún er hér, já Pála heiti ég og galdrakerling er og Doddi litli draugur hann minn góði vinur er. Hún gefur mér orma oní maga þeir fara nammi namm! Hei!…

Meira diskó

Meira diskó (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) [úr söngleiknum Abbababb!] Við viljum meira diskó, meira diskó ú hú hú hú. Meira diskó…! Allt er leiðinlegt og fúlt. Við höngum tveir við skúlapúlt og alla daga út og inn hann malar þarna kennarinn. Landafræði og danska. Bla bla bla og algebra, skólinn hann er hvílík…

Hr. Rokk og fýlustrákurinn

Hr. Rokk og fýlustrákurinn (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Hr. Rokk hitti fýlustrákinn í strætóskýli um daginn. Hr. Rokk er alltaf í góðu stuði en fýlustrákurinn ber sko nafn með rentu og er alltaf í fýlu. Þegar fýlustrákurinn sá hvað Hr. Rokk var í miklu stuði fór hann strax að kvarta og kveina: Ég…

Prumpufólkið

Prumpufólkið (Lag / texti: Gunnar L. Hjálmarsson / Jón Gnarr) Í Vesturbænum býr skrítinn karl og jafnvel furðulegri er konan hans. Hann er með rosalega bumbu, út á götu þau tvö stíga trylltan dans. Þau skreyttu jólatré í júní og karlinn sagðist vera kind, þau stóðu á höndum út á túni og fóru bæði að…

Látum Aron sprengja upp skólann

Látum Aron sprengja upp skólann (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) [úr söngleiknum Abbababb!] Við höfum stolið fullt af dínamít-sprengjum því við ætlum að sprengja skólann í loft upp en það er hættulegt, við gætum náðst og farið í fangelsi, því er það alveg upplagt að kenna krakkafíflinu um, við látum hann taka á sig…

Ástarlag Steindórs

Ástarlag Steindórs (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarssonar) [úr söngleiknum Abbababb!] Hvað er að gerast? Ég er sveittur, hjartað hamast, það er eins og ég sé að fara í próf, ég skelf, ég nötra… Ó elsku Systa má ég kannski hjá þér gista? ég skal vera rosa góður við þig, ég held… nei ég veit,…

Frelsun Arons Neista byrjar

Frelsun Arons Neista byrjar (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) [úr söngleiknum Abbababb!] Nú, nú er allt í volli, skelfingar atburður skeð. Vinur okkar er í vanda, þetta er hræðilegt mál. Við þurfum barasta að finna upp svaka gott trix til að bjarga málunum, til að allt endi vel og því er nú fyrir lang…

Litli Aron með eldspýturnar

Litli Aron með eldspýturnar (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) [úr söngleiknum Abbababb!] Ég verð víst að gera þetta. Fyrir vini mína. Það er skárra að fara í fangelsi en að láta stóru strákana hrekkja sig [engar upplýsingar um lagið á plötum]

Ástin er rokk og ról

Ástin er rokk og ról (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Stundum virðist allt komið klessu í og margir gera sér rellu út af því, þeir ættu nú bara að fara í frí eða í partí. Fúlmenni og fantar voru komnir á kreik og allt virðist komið í algjöra steik en þá var Rauða hauskúpan…

Alheimurinn

Alheimurinn (Lag og texti: Ragnheiður Eiríksdóttir og Gunnar L. Hjálmarsson) Alheimurinn! Það botnar enginn í honum! Alheimurinn! Hann er svo svaka stór! Alheimurinn! Hvar byrjar hann? Hvar endar hann? Menn segja að einu sinni hafi ekkert verið til og síðan hafi allt komið út úr pinkulitlu korni, ég verð nú bara að játa að í…

Glaðasti hundur í heimi

Glaðasti hundur í heimi (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson, Ragnheiður Eiríksdóttir og Friðrik Dór Jónsson) Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi, mér er klappað á hverjum degi og ég er að fíla‘ það. Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi, lífið henti í mig beini og ég ætla að naga‘ það.…

Sófinn gleypti mömmu og pabba

Sófinn gleypti mömmu og pabba (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Mamma og pabbi flýta sér að hátta mig, hlamma sér svo fyrir framan sjónvarpið með fullan flakkara, þau horfa á þættina, sjá litskrúðugar leynilöggur þefa uppi glæpona. Sjá fjölskyldu í Nebraska, glápa á sjónvarpið og borða borgara, horfa á fræðsluþátt um mús og fólk…

Krummi á staur

Krummi á staur (Lag / texti: Ragnheiður Eiríksson / Gunnar L. Hjálmarsson) La la la la la la la… Enn einn morgun veginn arka, blautur kuldi næðir merg og bein. Úlpupökkuð á baki taska, flýti mér, má ekki verða of sein. Þá heyrist krúnkað hátt í svarta myrkrinu, það er hann krummi kallinn minn upp…

Brjálað stuðlag

Brjálað stuðlag (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Nei, situr ekki Fýlustrákurinn í strætóskýlinu og er auðvitað grautfúll. Þegar hann sér karl með kaskeiti koma labbandi fer hann strax að kvarta og kveina: Ég vild ég væri forríkur og ætti kagga, höll og tvær snekkjur. Svona svona ræfillinn, hertu upp hugann, elsku kallinn minn. Ég…

Gubbuhesturinn

Gubbuhesturinn (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Hún er með gubbuhest! Segðu mér nú, Kristján dýralæknir mig langar svo að vita þetta: Geta hestar gubbað? Nei, það geta þeir ekki. Geta lömbin hnerrað? Já, þau geta það. Fá geitur stundum blóðnasir? Já, til dæmis ef þær fá bolta í hausinn. Fá kettirnir flensu? Já já,…

Afmælisbörn 3. júlí 2024

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Tónlistarmaðurinn Lýður Ægisson hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2019. Lýður (f. 1948), sem var bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, sendi frá sér nokkrar sólóplötur á sínum tíma, þá fyrstu 1985. Lýður starfaði…

Ræ ræ ræ

Ræ ræ ræ (Lag / texti: Ragnheiður Eiríksdóttir / Jóhann Helgason) Í skólanum í dag ég næstum lenti í slag og síðan í leikfimi ég týndi handklæði, ég fékk alveg nóg, hjólaði niðr‘að sjó, fleka í fjöru fann, ég ætla að tak‘ann. Síðan bara ræ ræ ræ, burt frá þessum bæ, bæ, bæ ég aldrei…

Besti vinur minn er geimvera

Besti vinur minn er geimvera (Lag og texti: Ragnheiður Eiríksdóttir) Beeeeeeeeeeeeesti vinur minn er geimvera! Besti vinur minn er geimvera, hann er með skrýtinn búk, pínulítill, með stóran haus og kúkar bláum kúk. Í morgunmat fær hann rafmagn sem mamma hans framleiðir og á laugardögum fær hann batterí sem hann nagar og sleikir. Besti vinur…

Boltinn minn

Boltinn minn (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Mamma og amma eru að skamma mig og pabbi minn búinn að æsa sig því boltinn minn fauk gegnum rúðuna, ég sver, það kom svakaleg vindhviða. O-ó alveg satt – Það var ekki ég! O-ó alveg satt – Það var ekki ég! O-ó alveg satt – Það…

Ég elska flugur

Ég elska flugur (Lag / texti: Ragnheiður Eiríksdóttir / Helgi Björnsson) Það eru flugur í kringum mig því ég fer aldrei í bað. Ætlar þú að faðma mig? Ég myndi ekki gera það. Ég vil enga sápu og sjampó er ógeð, ef ég kem í heimsókn, þá koma flugur með. Því ég elska flugur og…

Gluggaveður

Gluggaveður (Lag / texti: Gunnar L. Hjálmarsson / Ragnheiður Eiríksdóttir) Úti er sólskin, horfi út um gluggana. Ég ætla í skóna, Ég þarf ekki úlpuna. Svo er mér strax kalt og ég læt það pirra mig. Þetta gluggaveður var þá bara að plata mig. Glampandi sólskin kallar nú á mig út og ég er að…

Frekjudósin

Frekjudósin (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson, Ragnheiður Eiríksdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir) Hún er frekasta stelpan í bænum og hún fær alltaf allt sem hún vill og hún suðar og heimtar og vælir og er alltaf brjáluð og tryllt. Litlu blómin sem mig langaði að tína til að gefa mömmu minni á mæðradag er hún…

Tærnar

Tærnar (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Höngum saman inn í sokkunum, fáum stundum frelsi í sandölum, við erum fimm og fimm á hvorum fæti og við berjum móti óréttlæti því að við höfum engin nöfn, já, við höfum engin nöfn. Við erum tærnar, engin tásu-grey, við erum tærnar, og við segjum nei, við viljum…

Ljúfsárt lokalag

Ljúfsárt lokalag (Lag / texti: Gunnar L. Hjálmarsson / Ragnheiður Eiríksdóttir) Líður lækur um grýttan svörð, gegnum neongræn mosabörð lóa rýfur kyrrðina, hún er að dásama dýrðina, upp úr grjóthrúgu kíkir blóm, veitir flugunum ríkidóm. Svona er nú náttúran Þetta‘ er það eina sem hún kann. Þetta er ljúfsárt lokalag um lífið sem er stutt,…

Í sumarskapi (syrpa) [Upplyftingar syrpan]

Í sumarskapi (syrpa) [Uppyftingar syrpan] (Lög og textar úr ýmsum áttum) Við skulum lyfta okkur upp, við skulum lyfta okkur upp, við skulum lyfta okkur upp – einn, tveir, þrír, fjór! Flaskan mín fríð, flaskan mín fríð, fer þér ekki bráðum að ljúka, mér leiðist allt geim, nú langar mig heim en líklega verð ég…

Stóri hvellur

Stóri hvellur (Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson) Fyrst var ekkert, svo varð allt og þetta allt blés út og tútnaði, það urðu sólir, það urðu tungl, vetrarbrautir og stjörnuþokur. Viðlag Stóri hvellur, til hvers varðst þú Varðstu til að Stephen Hawking yrði fastur í hjólastól með raddhermi‘ og bleyju? Allir hundar og arabar, allir…