Út í Elliðaey (Þjóðhátíðarlag 1980)

Út í Elliðaey (Þjóðhátíðarlag 1980) (Lag og texti: Valur Óskarsson) Út í Elliðaey situr lítill lundi, leggur kollhúfur og horfir á þegar bátar sigla hægt á hafið höfninni í Vestmannaeyjum frá. En niðri á bryggju nokkrir strákar standa, stara hugfangnir á karlana sem landa fiski, bölva hátt og hrópa, en horfa stundum blítt á peyjana.…

Peyjaminning (Þjóðhátíðarlag 1979)

Peyjaminning (Þjóðhátíðarlag 1979) (Lag / texti: Gísli Helgason / Hafsteinn Snæland) Nú leitar minn hugur á heimaslóð, mér helg er sú minning og kær. Þú, Eyjan mín, reyndist mér ungum svo góð og enn þú stendur hjarta nær. Þótt örlögin bæru mig burt frá þér og bindi mig fjarri þér enn, þá vonin í draumi…

Á þjóðhátíð (Þjóðhátíðarlag 1978)

Á þjóðhátíð (Þjóðhátíðarlag 1978) (Lag og texti: Árni Sigfússon) Dagur er risinn, úr djúpinu lyftir sér sól og brosir til barna á eyju er bar þau og ól. Af hafinu öldur, glettnar berast að strönd og flytja fregn um ókunn lönd. Þessi ágústnótt hún skal gleðja, hún skal oss kær þessi nótt á Heimaey. Nú…

Dalurinn fagri og dætur hans (Þjóðhátíðarlag 1977a)

Dalurinn fagri og dætur hans (Þjóðhátíðarlag 1977a) (Lag / texti: Sigurður Óskarsson / Snorri Jónsson) Þó víða um heiminn liggi leið ber ljúfa ágústnóttin seið. Hún fyllir alla ferskri þrá, því fegurð dalsins Eyjaskeggjar dá. Okkar Herjólfsdal, þennan fagra fjallasal, þar er fjör og líf er fögnum við þar saman þjóðhátíð. Sama hvert menn sigla…

Herjólfsdalur 1977 (Þjóðhátíðarlag 1977b)

Herjólfsdalur 1977 (Þjóðhátíðarlag 1977b) (Lag og texti: Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ)) Herjólfsdalur, orðinn eins og nýr, svo yndislega grænn sem fyrr á dögum. Herjólfsdalur, öll þau ævintýr sem áttum við í þínum sumarhögum. Þau gleymast ei, en geymast hverjum þeim sem gleðistundir þínar meta kunni. Í faðmi þér, mér finnst ég kominn heim, og…

Vornótt í Eyjum (Þjóðhátíðarlag 1976)

Vornótt í Eyjum (Þjóðhátíðarlag 1976) (Lag / texti: Sigurður Óskarsson / Þorsteinn Lúther Jónsson) Í Eyjunum lífsgleðin ljómar er ljósbjört þar vornóttin skín, og lífsvakans aflmiklu ómar þeir ástfangnir berast til þín. Fuglarnir kliða við kletta og kafa í sædjúpin köld, en hafaldan lognværa létta sér leikur við þá í kvöld. Ég horfi á himininn…

Þjóðhátíðarlag (Þjóðhátíðarlag 1975)

Þjóðhátíðarlag (Þjóðhátíðarlag 1975) (Lag og texti: Gylfi Ægisson) Nú hátíð enn við höldum það hlýlegt alltaf er, er hústjöldum við tjöldum teygum sykurvatn og ger, á Breiðabakka dönsum við og döðrum nú í ár, því Dalurinn er enn af vikri sár. Flugeldar og brenna, já gleði koma á kreik svo krakkar jafnt sem fullorðnir bregða sér á leik.…

Eyjan mín bjarta (Þjóðhátíðarlag 1974)

Eyjan mín bjarta (Þjóðhátíðarlag 1974) (Lag og texti: Gylfi Ægisson) Eyjan mín bjarta nú leik ég þér lag, svo ljómandi fögur þú ert. Ég dái þig ávallt hvern einasta dag, að dá þig er aldeilis vert. Nú sárin þín gróa, nú vermir þig sól, nú sóley á bökkum þér grær. Og alls konar fuglar enn…

Við höldum þjóðhátíð (Þjóðhátíðarlag 1973)

Við höldum þjóðhátíð (Þjóðhátíðarlag 1973) (Lag og texti: Árni Johnsen) Við höldum þjóðhátíð, þrátt fyrir böl og stríð, við höldum þjóðhátíð í dag. Við gleymum öskuhríð, Við gerumst ljúf og blíð, við syngjum saman lítið lag. Allt okkar líf er þessum eyjum bundið áfram við höldum með lífstíðarsundið, svo glöð og kát. Á Breiðabakkanum í bratta slakkanum,…

Eyjasyrpa (Þjóðhátíðarlag 1972)

Eyjasyrpa (Þjóðhátíðarlag 1972) (Lag / texti: Þorgeir Guðmundsson / Sigurbjörg Axelsdóttir) Fegurð, friðsæld og kyrrð finnst hvergi meiri en í Eyjanna byggð. Sumrin sífellt svo björt, síðkvöldin fögur er húmar að ört. Herjólfsdalur og Há. Helgafelli baðar sig geislum frá, sólarlagið er dásamleg sýn, allt þetta brosir til þín. Urðum útsýn ber af eyjum í…

Hugsað heim, ó fylgdu mér í Eyjar út (Þjóðhátíðarlag 1971)

Hugsað heim, ó fylgdu mér í Eyjar út (Þjóðhátíðarlag 1971) (Lag og texti: Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson)) Ó, fylgdu mér í Eyjar út þar andar golan sumarhlý, og vinir bjóða vín af stút og viðtökurnar eftir því. Í Kafhelli þá fyrst ég fer því frændi lánar bátinn sinn, og sigli út um Súlnasker og síðan reika…

Bros þitt (Þjóðhátíðarlag 1970)

Bros þitt (Þjóðhátíðarlag 1970) (Lag / texti: Þorgeir Guðmundsson / Árni Johnsen) Við göngum tvö ein þar sem gjálfrar við hlein, um hlíð gárast vindsins kvika. Siglir bátur um bjarg, blundar fuglanna þvarg, ég sé bros þitt hjá Eyjunum blika. Þú átt líf mit og ljóð, þú átt æskunnar glóð, öll þín spor fylgja þrá…

Draumblóm þjóðhátíðarnætur (Þjóðhátíðarlag 1969)

Draumblóm þjóðhátíðarnætur (Þjóðhátíðarlag 1969) (Lag / texti: Þorgeir Guðmundsson / Árni Johnsen) Ég bíð þér að ganga í drauminn minn og dansa með mér í nótt um undraheima í hamrasal og hamingjan vaggar þér ótt. Nætur og dagar líða þar við lokkandi söngva klið, frá fólki við bjargið og fuglum við brún og fagnandi hafsins…

Svo björt og skær (Þjóðhátíðarlag 1968)

Svo björt og skær (Þjóðhátíðarlag 1968) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Loftur Guðmundsson) Svo björt og skær sem bjöllu gnýr við bakka lindin strengi knýr. Úr bláfirð nætur blærinn vær að beði daggar snýr. Er draumljós nóttin sveipar sund og sofnar fugl í mó, fer minning dags um dal og grund í dularhljóðri ró.…

Ungi vinur (Þjóðhátíðarlag 1966)

Ungi vinur (Þjóðhátíðarlag 1966) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson)   Ef viltu ungi vinur að veröldin sé þín þá gakktu fram í gleði og gæfan við þér skín. Syng þú um sumarblæinn er sól af himni hlær og blæinn hlýja‘ og blómin í birtunni sem grær. Og þó máttu…

Vögguvísa [9] (Þjóðhátíðarlag 1965)

Vögguvísa [9] (Þjóðhátíðarlag 1965) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson)) Ég vildi geta sungið þér sumarið að hjarta, sólskinsdaga bjarta mitt ljósra nátta ljóð. Ég vildi geta leikið þér lög og kviður ýta, landsins græna, hvíta með fornan sagnasjóð. Leiði þig dísir gullna gæfubraut en gæt þess barn, að mörg…

Þar sem fyrrum (Þjóðhátíðarlag 1964)

Þar sem fyrrum (Þjóðhátíðarlag 1964) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson)) Þar sem fyrrum ypptu björtum ölduföldum Ægisdætur fram við sjónarrönd, rauðaglóðir leiftra hátt mót himintjöldum, hafði faðmar landsins yngstu strönd. Það var undur okkar bestu ævistunda út við Sund að mætast fyrsta sinn og við fundum innst í hjörtum…

Þá varstu ungur (Þjóðhátíðarlag 1963)

Þá varstu ungur (Þjóðhátíðarlag 1963) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson)) Þá varstu ungur er burtu fórstu frá mér, fann á þínum orðum, eitthvað undir lá. Þá varstu ungur fyrsta sinn á förum fann á þínum vörum hjartað hraðar slá. Yfirgefin eftir stóð, ólgaði sautján vetra blóð. Svo liðu árin,…

Mæja litla (Þjóðhátíðarlag 1956)

Mæja litla (Þjóðhátíðarlag 1956) (Lag og texti: Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson)) Á gallabuxum og gúmmískóm hún gengur árla dags, í fiskiverið frísk og kát og flakar til sólarlags. Í stöðinni er hún stúlkan sú er strákana heillar mest og svo er hún líka við fiskinn fín, hún flakar allra best. Hún Mæja litla með…

Vísan um dægurlagið (Þjóðhátíðarlag 1954)

Vísan um dægurlagið (Þjóðhátíðarlag 1954) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Sigurður Einarsson) Nú hljómar inn í bóndans bæ, í bíl á heiðarvegi, í flugvél yfir fold og byggð og fleytu á bláum legi. Þú hittir djúpan,dreyminn tón, sem dulinn býr í fólksins sál og okkar hversdags gleði og grát þú gefur söngsins væng og…

Síldarvísa (Þjóðhátíðarlag 1953)

Síldarvísa (Þjóðhátíðarlag 1953) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson) Þær heilsuðu okkur með svellandi söng síldarstúlkurnar og þá voru kvöldin svo ljós og löng en ljúfastar næturnar. Því við vorum ung og ástin hrein og ólgandi hjartans blóð. Og sumarið leið og sólin skein og síldin á miðunum óð. Ennþá…

Hve dátt er hér í Dalnum (Þjóðhátíðarlag 1950a)

Hve dátt er hér í Dalnum (Þjóðhátíðarlag 1950a) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson) Hve dátt er hér í Dalnum inni, er dagur lýkur göngu sinni og rökkrið hylur rósavanga, ó, rómantískt er hér að ganga um götur þær er gekk ég forðum og gladdi þig með ástarorðum. Þá kveikir Siggi…

Vorvísa [3] (Þjóðhátíðarlag 1950b)

Vorvísa [3] (Þjóðhátíðarlag 1950b) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson) Ég heyri vorið vængjum blaka og vonir mínar undir taka því ég er barn með sumar sinni og sólarþrá í vitund minni. Er blikar sær undr bláu hveli og blærinn vaggar smáu stéli og ástin skín úr augum þínum, ég…

Breytileg átt og hægviðri (Þjóðhátíðarlag 1949)

Breytileg átt og hægviðri (Þjóðhátíðarlag 1949) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum (Árni Guðmundsson)) Breytileg átt um svalan sæ og síld er varla nokkur en allir vita, að Ási í Bæ er Íslands besti kokkur. Kveð ég um síldarkempurnar, ­kaldur er norðan svalinn ­ meðan ég svíf með Sigga Mar, sætmjúkur um Dalinn. Um…

Þjóðhátíðarvísa (Þjóðhátíðarlag 1948)

Þjóðhátíðarvísa (Þjóðhátíðarlag 1948) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / höfundur ókunnur) Þegar kvöldið kátt kyssir dag og nátt, mörgum yljar minning heit. Út við ystu sker aldan leikur sér, ­kveður sólin klettareit. Þegar rökkvar, dátt er hér í Dalnum, dansinn stiginn, óma hlátrasköll. Söngvar hljóma frjálst í fjallasalnum. Fléttast armar, bjartir bjarmar birtu slá um tind…

Á útlagaslóð (Þjóðhátíðarlag 1945)

Á útlagaslóð (Þjóðhátíðarlag 1945) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum (Árni Guðmundsson) Enn þá er fagurt til fjalla sem forðum í Eyvindar tíð, þegar sig hjúfraði Halla að hjarta hans, viðkvæm og blíð. Þegar um fjöllin þau fóru sem friðlausir útlagar þá, ást sinni eiða þau sóru sem öræfin hlustuðu á. Skiptust…

Takið eftir því (Þjóðhátíðarlag 1942)

Takið eftir því (Þjóðhátíðarlag 1942) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum (Árni Guðmundsson)) Að standa sem hetjur og starfa eins og lífið býður sé stefna vor allra, því tíminn frá oss líður. Hvert sinn, er morgunn skín við ský sé skylda dagsins ávallt ný ,­ ­takið eftir því. En gleymum þó eigi…

Dagur og nótt í Dalnum (Þjóðhátíðarlag 1941)

Dagur og nótt í Dalnum (Þjóðhátíðarlag 1941) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum (Árni Guðmundsson) Ljómar sumarsól á sæinn björt og heit, vermir byggð og ból og blessar þennan reit. Kveða ljúflingslag öll loftsins börnin fríð, ­þennan dýrðdag vér dáum alla tíð. Og seinna, þegar dagsins birta dvín um dalinn allan ljósadýrðin…

Meira fjör (Þjóðhátíðarlag 1940)

Meira fjör (Þjóðhátíðarlag 1940) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum (Árni Guðmundsson) Meira fjör, meira fjör, meira yndi. Meira fjör, meira fjör, Jói á Hól. Út á tjörn, út á tjörn Einar syndi. Stattu vakt, stattu vakt, Stebbi pól. Hæ, syngjum sveinar sætasta Geira­ lag. Hæ, saman svöllum syngjandi glaðan dag. Meira…

Hátíðarnótt í Herjólfsdal (Þjóðhátíðarlag 1939)

Hátíðarnótt í Herjólfsdal (Þjóðhátíðarlag 1939) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum (Árni Guðmundsson)) Hittumst bræður, í Herjólfsdal hátíðarkvöld æskan á völd. Fyllum háreistan fjallasal fagnaðarsöng nóttin er löng. Við drekkum glæsta guðaveig, glaðir tæmum lífsins skál í einum teig. Vonir rætast við söngvaseið, sorgir og þraut líða á braut. Gleðin brosir nú björt…

Þjóðhátíðarsöngur (Þjóðhátíðarlag 1938)

Þjóðhátíðarsöngur (Þjóðhátíðarlag 1938) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum (Árni Guðmundsson)) Hefjum nú, bræður, vorn hátíðarsöng; hátt er til veggja í salnum.­ Ungir og gamlir í iðandi þröng, allir sér skemmta í Dalnum. Allir inn í Dal­, þér ungra sveina val, og ekki mega stúlkurnar sér gleyma. og ekkert getur hugann betur hresst.…

Blái borðinn (Þjóðhátíðarlag 1936)

Blái borðinn (Þjóðhátíðarlag 1936) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum (Árni Guðmundsson)) Fjörefnaríkur Blái borðinn betri‘ en nokkurt smjör, útlitið bætir og æskuna kætir, eykur hreysti og fjör. Ástin er varla örugg til lengdar, ölið er freyðandi tál en víst þó að vítamínin verma hug og sál. Gott er ölið, gleymist bölið,…

Setjumst að sumbli (Þjóðhátíðarlag 1933)

Setjumst að sumbli (Þjóðhátíðarlag 1933) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum (Árni Guðmundsson)) Setjumst að sumbli, skyggja fer í Herjólfsdal. Drekkum og dönsum, dunar hátt í klettasal. Glæstar meyjar og gumafjöld, guðinn Amor nú tigna í kvöld. Bakkus er betri, bergjum því á dýrri veig. Ennþá er eftir, – út ég drekk…

Heima [3] (Þjóðhátíðarlag 1951)

Heima [3] (Þjóðhátíðarlag 1951) (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson)) Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey. Við lífsins fögnuð fundum á fyrstu bernskustundum, er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. Hér reri hann afi á árabát og undi sér best…

Hjálp [2]

Hjálp [2] (Lag / texti: Bjarni H. Kristjánsson / Guðmundur R. Gíslason) Kristaltærir tónar hljómuðu í gær, tóku lífið frá mér en færðu mig nær. Tíminn líður en læknar ekki, þó dagar líði og ár. Felulitir lífsins, hylja mín tár. Að kalla á hjálp á annan hátt á okkur hin sem skiljum fátt. Ég sakna…

Himnapóstur

Himnapóstur (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Ólafur Fannar Vigfússon) Kæri viðtakandi, ertu við? Mig langar að spyrja hvað ég má því skrifa ég þér bréf. Ég líf mitt endursendi þér, geturðu endurborgað mér eða viltu skipta því? Fleiri og fleiri hafna þinni trú en ég hef alltaf stutt þig raunum í. Því spyr…

Allt sem ég sé

Allt sem ég sé (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Inn í nóttina, líð andvaka Ligg á hlýjum stað, stari‘ á veggina. Ég sé… Allt á hreyfingu, óttinn glepur mig. Birtast mér sýnir óstöðvandi. Ég sé… Allt sem ég sé lifandi, allt sem ég sé er svífandi. Í rökkrinu þar læðist líf…

Stórir hringir

Stórir hringir (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Vignir Snær Vigfússon og Birgitta Haukdal) Geng í hringi, ég veit þú finnur mig. Lít á skýin, þau minna mig á þig. Breytast í myndir, ég leggst í grasið því að ég vil sjá meira. Stórir hringir og hjartalaga sem síðan breytast í þig. Dimmblár himinninn…

Lygi

Lygi (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Ég reyndi að segja svo margt en ég fann bara engin orð. Ég reyndi að segja þér allt en ég fann bara engin orð. Stór lygi, lítil hvort sem er. Mér finnst það skrýtið að ljúga að þér því mér líður vel í lokaðri skel…

Þú sjálf

Þú sjálf (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Ástand hugans forritað af þeim, hugsanirnar mótaðar um leið. Skilaboðin skýr um hvað þú átt, láttu engan segja hvað þú mátt. Ég vil ekki vera svona, ekki sitja‘ og bíða‘ og vona því ég vil bara vera ég, vera ég sjálf. Í gegnum skrápinn…

Stjörnuryk [2]

Stjörnuryk [2] (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Hún var bara‘ að reyna‘ að sýna hvað í henni bjó. Fólkið reyndi, dæmdi, sýndi en allt að lokum tókst. Nú flýgur hún hátt en hvernig kemst hún niður, það nær engri átt, það reyndist vera satt að hún fór upp of hratt. Reyndi‘…

Fingur

Fingur (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Vignir Snær Vigfússon og Birgitta Haukdal) Ánetjast því að fá allt upp í hendurnar á mér, sú tilfinning að fá að snerta‘ og þreifa allt um kring og finna. Því að ég hef fingur sem vilja snerta þessa mjúku sál, þetta‘ er fíkn og tál. Ég vil…

Alfarin (núna er ég farin)

Alfarin (núna er ég farin) (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Árin hafa liðið hratt en situr samt ekkert eftir. Ég skil ekki, finn ekkert með þér. Núna er ég farin. Núna er alfarin. Ég neyðist ekki til að vera lengur hjá þér. Ég hélt að þetta væri rétt er þú reyndir…

Áhugaleysi orðanna

Áhugaleysi orðanna (Lag og texti: Vignir Snær Vigfússon) Í lokaðri hugsun festist ég, get ekki fundið hvað það er sem ég einblíni á. Í skrifuðum orðum spyr ég mig með spurningalista sem ei skil, af hverju kemur ekki neitt. Hvernig get ég lokið öllu í umhverfi sem að truflar mig, er hugmyndaleysi ákveðin fötlun sem…

Eldur í mér

Eldur í mér (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Fjársjóður falinn varst þú mér, gleði og gull í hjarta þér. Örvandi hlýja um mig fer, hjarta þitt kveikt hefur í mér. Eldur í mér. Fer að hitna, brennur, þú ert hér. Kviknað í mér. Hitinn magnast ef að þú ert hér. Seiðandi…

Hvar er ég?

Hvar er ég? (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Ég horfi í augun þín skær, mig langar að komast miklu nær, hleyptu mér að þér. Sjáðu, hér stend ég ein og sár, ég vil ei sjá þig hverfa mér frá. Aðeins þig. Hvar er ég inni‘ í þér, langar að vita miklu…

Ég missi alla stjórn

Ég missi alla stjórn (Lag og texti: Vignir Snær Vigfússon) Ég horfi út um stóran glugga, blasir við fögur sýn. Hugur sem of hröð klukka og hjarta sem gefur í. Það brýst út í mér. Ég finn að spennan hún magnast og ég missi alla stjórn. Allt það sem ég hef að óttast er að…

Alla tíð

Alla tíð (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Friðrik Sturluson) Ég veit að það var óumflýjanlegt. Við ultum yfir stein þó gatan væri greið. Þá sá ég loks mitt eina sanna ljós. Í svefni mínum samt ég segi þér. Alla tíð mun ég fylgja þér, allt þitt líf meðan enginn sér. Þú munt skynja…

Þú horfir framhjá mér

Þú horfir framhjá mér (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Ólafur Fannar Vigfússon) Þú veist hver ég er, hvar ég bý. Þykist ekki kannast neitt við mig. Einn séns enn. Tíminn þýtur senn. Ég get beðið endalaust. Slakaðu aðeins á, reyndu andanum að ná. Kemst ég ekki inn í þína skel? Ef heimurinn er…

Of sein

Of sein (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Dagurinn runninn er nú upp. Það veit enginn hvernig fer, fram í tímann enginn sér. Álagið orðið of mikið. Tíminn líður, enginn er að segja henni að flýta sér. Á hraðferð á rangri leið. Það bíða allir eftir mér. Á hraðferð, er alltof sein.…