Leiðin til himna

Leiðin til himna (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Ávallt skal ég muna þennan dag. Sleiki sólina og læt mér líða vel. Engin ský á himni, sóleyjar gular springa út, í sólinni baða sig. Lágt þær hvísla að mér: Frá þessari stundu þú ávallt skalt muna að það sem þú getur það…

Aftur heim

Aftur heim (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Ég hugsa um það nótt sem dag hvað ég gerði, hvað var að. Ennþá reyni að skilja hvað dró þig á brott þennan dag. Hrím á glugga, stjörnurnar hafa breyttan svip í dag. Bara ef ég vissi hvað dró þig á brott þennan dag.…

Nýjan felustað

Nýjan felustað (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Allt of heitt, sveitt sit ég hér. Langar burt héðan. Heyri skrjáf. Er hann kominn heim? Mun hann finna mig hér? Það drýpur af mér, það er einhver hér. Orðin hrædd, alltof hrædd. Ef hann fyndi mig nú hér. Þarf að finna stað, góðan…

Lífið

Lífið (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Lífið löngu búið fyrir mér og allt er svart. Lífið hefur ekkert handa mér að sjá og fá. Komdu, leyfðu mér að sýna þér. Komdu, fylgdu mér. Ég mun opna augun þín, þú munt sjá. Áður gat ég farið út og fundið gleðina hjá mér.…

Að eilífu

Að eilífu (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Sérhvert augnablik er ég horfi á þig, unaðstilfinning rennur ljúft um mig. Í gegnum lífið allt verð þér samferða. Engin leyndarmál verða okkur hjá. Að eilífu hjarta mitt ég færi þér. Að eilífu hjarta mitt ég færi þér. Að eilífu verð ég þér hjá.…

Draumaland [2]

Draumaland (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Helgi Jónsson) Þar sem mennirnir virkja eigin meinsemdir mætast heimarnir, beggja megin vökuð hliðs. Og ég leita inn, fullur löngunar í það sem var hluti‘ af lífinu, aðeins minningin um stundirnar. Draumaland, þar sem allt er svo töfrandi – heillandi. Draumaland – og mig langar að komast…

Leyndarmál [3]

Leyndarmál (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal) Draum. Mig dreymdi skrítinn draum um þig í nótt. Þú snertir mig og hjartað sló ótt. Á augnabliki virtist allt svo breytt. Ég lagðist hjá þér og við urðum eitt. Ég á lítið leyndarmál í mínu hjarta og ég mun aldrei segja nokkrum manni frá,…

Draumur [3]

Draumur (Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon – Birgitta Haukdal) Þeytast um hraðar hugsanir, margt á sveimi, andi fer um mig en ég veit hvað veldur því. Endar leit. Ég svíf. Svíf í draumi vængjalaus, stjörnur falla af himni. Ekkert getur stöðvað mig. Ég veit. Læðist að mér, hefur fundið mig, áfram höldum inn á…

Með þér [2] (Þjóðhátíðarlag 2005)

Með þér (Þjóðhátíðarlag 2005) (Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson og Vignir Snær Vigfússon / Hreimur Örn Heimisson) Ég finn frið inni í mér. Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér. Ég finn frið inni í mér. Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér. Niðurtalningin er hafin hér, stundaglasið hefur gefið mér byr. Úr lofti…

Nostalgía [2]

Nostalgía (Lag / texti: Gunnar Örn Jónsson og Örn Karlsson) Hvít var rjómalindin ljós löngu fyrir daga mín. Áður en sólin fór að skína og silungsveiði hófst í Kjós. Þá léttum vængjum loftið kluf lekabyttur og í þeim sopi. Litskrúðugur daggardropi draup þá út um hvurja glufu. Bærðust þá í léttum bogum bunustraumar ýmislegir óhindrað…

Afmælisbörn 2. júlí 2024

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fimmtíu og fimm ára á þessum degi. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má…

Afmælisbörn 1. júlí 2024

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Hreim Örn Heimisson söngvara, eða bara Hreim í Landi og sonum en hann er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir,…

Afmælisbörn 30. júní 2024

Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari (f. 1961) hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést árið 2023. Hann kom mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að ógleymdri hljómsveitinni Fínt fyrir þennan…

Afmælisbörn 29. júní 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett…

Anya Shaddock gefur út breiðskífuna Inn í borgina

Anya Hrund Shaddock gefur í dag út sína fyrstu breiðskífu en um er að ræða er átta laga plötu sem hefur hlotið nafnið Inn í borgina. Anya semur sjálf öll lög plötunnar, syngur, útsetur og annast upptökuþáttinn en hún fær með sér sérvalinn hóp tónlistarfólks til að ramma inn plötuna eins og segir í fréttatilkynningu.…

Afmælisbörn 28. júní 2024

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fimmtíu og fimm ára gömul. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl og um…

Afmælisbörn 27. júní 2024

Afmælisbörnin í dag eru fjögur talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er þrjátíu og fjögurra ára gamall í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó…

Hljómar [1] (1963-69 / 1973-74 / 2003-08)

Hljómsveitin Hljómar frá Keflavík er án nokkurs vafa allra stærsta hljómsveitarnafn íslenskrar tónlistarsögu, sveitin starfaði undir því nafni í raun ekki nema í sex eða sjö ár samtals og lengst um tvö ár samfleytt en ól af sér fleiri sveitir eins og Thor‘s Hammer, Trúbrot og Lónlí blú bojs sem allar urðu risastór nöfn í…

Hljómlíf (um 1970)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á landsbyggðinni um eða í kringum 1970 – hugsanlega á austanverðu landinu, undir nafninu Hljómlíf. Hér vantar allar upplýsingar, s.s. um stærð, staðsetningu og starfstíma sveitarinnar, auk upplýsinga um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Hljómlistin [fjölmiðill] (1912-13)

Hljómlistin var tónlistartímarit hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis og markar því tímamót í íslenskri tónlistarsögu hvað það varðar, Hljómlistin kom út um eins árs skeið og var ætlað að fjalla um tónlist frá ýmsum hliðum, bæði íslenska og erlenda. – alls komu út um tíu tölublöð. Fyrsta tölublað Hljómlistarinnar leit dagsins ljós haustið 1912 og…

Hljómar [1] – Efni á plötum

Hljómar – Fyrsti kossinn / Bláu augun þín [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 503 Ár: 1965 / 1968 1. Fyrsti kossinn 2. Bláu augun þín Flytjendur: Gunnar Þórðarson – gítar Rúnar Júlíusson – bassi og söngur Erlingur Björnsson – gítar Engilbert Jensen – söngur Pétur Östlund – trommur              …

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…

Hljómsveit Carls Billich – Efni á plötum

Alfreð Clausen – Manstu gamla daga / Æskuminning [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 11 Ár: 1952 1. Manstu gamla daga 2. Æskuminning Flytjendur Alfreð Clausen – söngur Hljómsveit Carls Billich – Carl Billich – bassi – Josef Felzmann – fiðla – Bragi Hlíðberg – harmonikka – Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar – Einar B. Waage – kontrabassi Alfreð Clausen – Gling gló / Sesam…

Hljómsveit Guðmundar gítarleikara (1977-79)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Patreksfirði sem starfaði undir lok áttunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hljómsveit Guðmundar. Hér vantar allar upplýsinar, hver var Guðmundur, hverjir voru aðrir meðlimir sveitarinnar og á hvaða hljóðfæri léku þeir. Þá vantar jafnframt upplýsingar um starfstíma sveitarinnar en heimildir herma að hún hafi verið starfrækt árin 1977…

Hljómsveit Guðmundar Eiríkssonar (1983-89)

Guðmundur Eiríksson var við tónlistarnám í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og var á þeim tíma virkur í samfélagi Íslendinga í Danmörku. Hann kom fram á ýmsum samkomum og skemmtunum Íslendingafélagsins í borginni og starfrækti einnig hljómsveitir, sem léku djass og almenna danstónlist. Ein þessara hljómsveita, sem lék margoft á dansleikjum Íslendingafélagsins,…

Hljómsveit Guðmundar Einarssonar (1961)

Sumarið 1961 var starfrækt hljómsveit á sunnanverðum Vestfjörðum (að öllum líkindum) undir nafninu Hljómsveit Guðmundar Einarssonar en sú sveit lék þá á dansleik í tengslum við héraðsmót sjálfstæðismanna í Vestur-Barðastrandarsýslu. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit og er því hér með óskað eftir þeim, þ.e. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og…

Hljómsveit Gunnars Páls Ingólfssonar (1956-79)

Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll Ingólfsson starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni á ýmsum tímum og misstórar, þessar sveitir voru hvorki áberandi né langlífar enda lék hann á gítar og söng með fjölmörgum öðrum hljómsveitum á sínum yngri árum. Gunnar mun fyrst hafa stofnað hljómsveit árið 1956 en engar upplýsingar finnast um hljóðfæra- og meðlimaskipan hennar fremur…

Gáfnaljósin [2] (1991)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Gáfnaljósin en hún starfaði árið 1991, líklega á höfuðborgarsvæðinu. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um hana.

Gunnar Kristjánsson (1911-65)

Gunnar Kristjánsson harmonikkuleikari lék á dansleikjum um árabil bæði einn og með hljómsveitum, hann starfrækti jafnframt hljómsveitir í eigin nafni við nokkrar vinsældir. Gunnar fæddist haustið 1911 við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi en fluttist svo til Grundarfjarðar þar sem hann bjó til tvítugs en þá fór hann suður til Reykjavíkur í Samvinnuskólann og starfaði síðar við…

Afmælisbörn 26. júní 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Stefán Hilmarsson söngvari á afmæli í dag en hann er fimmtíu og átta ára gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í kjölfarið fékk hann fjölmörg verkefni…

Þjóðhátíðarlagið í flutningi Jóhönnu Guðrúnar frumflutt

Nýtt þjóðhátíðarlag hefur nú litið dagsins ljós en það var frumflutt í morgun á Vísi og myndbandið við lagið sem að þessu sinni er flutt af söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu hefur nú verið gert aðgengilegt á Youtube. Myndbandið við lagið var tekið upp í Vestmannaeyjum en Jóhanna Guðrún segir að það hafi verið magnað að fara…

Afmælisbörn 25. júní 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og smiður úr Hafnarfirði fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Þekktasta hljómsveit Ragnars Páls er auðvitað Botnleðja en hann tók einnig þátt í Pollapönk ævintýrinu og hefur leikið með hljómsveitum eins og Blend og fleirum. María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli…

Afmælisbörn 24. júní 2024

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á þrjátíu og fimm ára afmæli í dag. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur reyndar hætt störfum en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis en sneri heim og…

Afmælisbörn 23. júní 2024

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Afmælisbörn 22. júní 2024

Átta afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur…

Afmælisbörn 21. júní 2024

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og sjö ára gömul í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…

Afmælisbörn 20. júní 2024

Sex afmælisbörn koma við sögu í dag: Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og sjö ára gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu liggur…

Hljómalind [1] [útgáfufyrirtæki / umboðsskrifstofa / annað] (1990-2003)

Fyrirbærið Hljómalind var margt í senn, plötuverslun, útgáfufyrirtæki og tónleikahaldari með megin áherslu á jaðartónlist, og líklega hitti blaðamaður Morgunblaðsins naglann á höfuðið þegar hann talaði um Hljómalind sem „lífæð neðanjarðarmenningar á Íslandi“. Maðurinn á bak við Hljómalind var Kristinn Sæmundsson sem ýmist hefur gengið undir nafninu Kiddi kanína eða Kiddi í Hljómalind, hann hafði…

Hljóðfærasveit Theódórs Árnasonar (1917)

Fiðluleikarinn Theódór Árnason stjórnaði hljómsveit um skamma hríð vorið og sumarið 1917 en í raun var um að ræða sveit sem Poul Bernburg hafði stofnað og stjórnað um nokkurra ára skeið en Theódór tekið við, sveitin gekk undir nafninu Hljóðfærasveit Theódórs Árnasonar. Hljómsveitin hélt fáeina tónleika um vorið og sumið í Nýja bíói, fyrst var…

Hljóðhamar [hljóðver] (1991-98)

Hljóðverið Hljóðhamar var starfrækt um nokkurra ára skeið á tíunda áratug síðustu aldar en fyrirtækið bauð jafnframt upp á yfirfærslu tónlistar á stafrænt form. Svo virðist sem Hljóðhamar hafi starfað á árunum 1991 til 1998, fyrst í eigu Guðmundar Guðjónssonar og Rafns Jónssonar en síðar einvörðungu Guðmundar þegar Rafn stofnaði sitt eigið hljóðvers- og útgáfufyrirtæki…

Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur [útgáfufyrirtæki / annað] (1938-77)

Sigríður Helgadóttir starfrækti hljóðfæraverslun í eigin nafni um árabil og um tíma einnig útgáfufyrirtæki undir sama merki (HSH), eftir andlát hennar tók sonur hennar Helgi K. Hjálmsson við rekstri fyrirtækisins og rak það í yfir tuttugu ár. Sigríður Helgadóttir var ekkja og hafði komið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þar sem hún lét fljótlega að sér…

Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar [annað] (1925-38)

Katrín Viðar píanókennari starfrækti um þrettán ára skeið verslun við Lækjargötu 2 undir heitinu Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar en þar var hægt að kaupa grammófónplötur, nótur og nótnahefti auk hljóðfæra af ýmsu tagi. Katrín seldi jafnframt lítið notaðar plötur í verslun sinni og var þ.a.l. fyrst verslana til að selja notaðar plötur. Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar var…

Hljómalind [2] (2016)

Djasskvartett sem bar nafnið Hljómalind kom fram á djasskvöldi á Kex hostel haustið 2016 og virðist aðeins hafa komið fram í þetta eina skipti, og hugsanlega sett saman fyrir þessu einu uppákomu. Meðlimir Hljómalindar voru þeir Hjörtur Stephensen gítarleikari, Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Scott McLemore trommuleikari. Kvartettinn lék frumsamið efni þeirra félaga…

Hljóðmúrinn [hljóðver / umboðsskrifstofa / útgáfufyrirtæki] (1990-94)

Margt er á huldu varðandi fyrirtæki sem bar nafnið Hljóðmúrinn en um var að ræða hljóðver, umboðsskrifstofu og útgáfufyrirtæki, auk þess sem það hafði með umboðssölu hljóðfæra, tónlistarkennslu og tækjaleigu að gera líka. Hljóðmúrinn var líklega settur á stofn um haustið 1990 en eigandi þess var Jóhannes Pétur Davíðsson gullsmiður. Svo virðist sem hann hafi…

Hljómleikafélagið [félagsskapur] (1991-92)

Hljómleikafélagið var skammlífur félagsskapur áhugafólks um kammertónlist, sem tengdist Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar en uppákomur á vegum félagsins voru haldnar í sal skólans í Hraunbergi í Breiðholti. Tilgangur Hljómleikafélagsins mun fyrst og fremst hafa verið sá að kynna Breiðhyltingum kammertónlist með tónleikahaldi en félagið virðist aðeins hafa verið starfandi árin 1991 og 92. Líklega voru…

Hljómkórinn [1] (1980)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómkórinn svokallaða sem var blandaður kór ungmenna á Þingeyri en þessi kór söng á tónleikum sem heyrðu undir tónlistarhátíðina Syngjandi páskar sem haldnir voru í þorpinu vorið 1980. Hér er óskað eftir upplýsingum um stærð kórsins, hvers konar tónlist hann söng og jafnframt upplýsingum um kórstjórnanda og starfstíma.

Hljómleikafélagið í Ólafsfirði [félagsskapur] (1995)

Óskað er eftir upplýsingum um tónlistartengdan félagsskap í Ólafsfirði sem gekk undir nafninu Hljómleikafélagið í Ólafsfirði en félagið stóð fyrir tónleikahaldi árið 1995 þar sem klassísk tónlist var á boðstólum. Ekki liggja fyrir neinar frekari upplýsingar um þennan félagsskap.

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar – Efni á plötum

Sverrir Guðjónsson ásamt Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar – Sverrir Guðjónsson syngur 6 íslenzk danslög eftir Guðjón Matthíasson [ep] Útgefandi: GM tónar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1967 1. Bílstjóravals 2. Nótt á hafinu 3. Kindarmarzurkí 4. Stýrimannavals 5. Vertu velkomið vor 6. Sjómannalíf Flytjendur: Sverrir Guðjónsson – söngur Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar: – Guðjón Matthíasson – harmonikka – Þorvaldur Björnsson – píanó – Þorsteinn…

Afmælisbörn 19. júní 2024

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextíu og fimm ára gamall í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum…

Afmælisbörn 18. júní 2024

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…