Afmælisbörn 17. júní 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og fimm ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Afmælisbörn 16. júní 2024

Þrjú afmælisbörn dagsins koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni, þau eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal…

Afmælisbörn 15. júní 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í…

Afmælisbörn 14. júní 2024

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og sjö ára gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Andlát – Róbert Örn Hjálmtýsson (1977-2024)

Tónlistarmaðurinn Róbert Örn Hjálmtýsson er látinn rétt tæplega fjörutíu og sjö ára gamall. Róbert var Breiðhyltingur fram í fingurgóma en fæddur í Svíþjóð (5. júlí 1977) og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Hann stundaði íþróttir á æskuárunum en á unglingsaldri tók tónlistin yfir og bassi varð aðal hljóðfæri hans þótt hann léki reyndar á…

Afmælisbörn 13. júní 2024

Hvorki fleiri né færri en sex afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari afmæli í dag en hann er sjötíu og tveggja ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán…

Hljóðfærahús Reykjavíkur [útgáfufyrirtæki / annað] (1916-)

Hljóðfærahús Reykjavíkur á sér sögu sem er ríflega aldar gömul en fyrirtækið var stofnað snemma á 20. öldinni og hefur alla tíð verið starfrækt sem hljóðfæraverslun en um tíma hafði það að geyma nokkrar deildir sem ekki voru allar tónlistartengdar. Ein þessara deilda var útgáfudeild en Hljóðfærahús Reykjavíkur var fyrsta útgáfufyrirtæki landsins og lengi vel…

Hljóðaklettur [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1986-90)

Hljóðverið Hljóðaklettur starfaði um nokkurra ára skeið á síðari hluta níunda áratugar liðinnar aldar en einnig komu út plötur á vegum fyrirtækisins. Magnús Guðmundsson, oft kenndur við hljómsveitina Þey var eigandi Hljóðakletts en hann hafði áður verið einn eigenda stúdíó Mjatar sem þá hafði lagt upp laupana þegar fyrirtækið var stofnað árið 1986. Ekki liggur…

Hlekkir (1975-77)

Unglingahljómsveitin Hlekkir starfaði í Digranesskóla í Kópvogi um nokkurra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugarins, frá1975 og til 1977 eða 78 en sumarið 1978 kom fram hljómsveit sem bar nafnið Ævar og var líklega stofnuð upp úr Hlekkjum. Meðlimir Hlekkja voru þeir Birgir Baldursson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Gunnsteinn Ólafsson hljómborðsleikari, Þröstur Þórisson gítarleikari…

HLH flokkurinn [2] (1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu HLH flokkurinn en sveitin mun hafa keppt í hæfileikakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1990. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan en mestar líkur eru á að sveitin hafi verið stofnuð og starfrækt eingöngu í kringum fyrrgreinda hæfileikakeppni.

Hlégestr (1998-2001)

Kvartettinn Hlégestr (Hlégestur) var sönghópur sem starfaði meðal íslenskunema við Háskóla Íslands á árunum 1998 til 2001 en nafn kvartettsins kemur frá Gallehus horninu svokallaða sem nemarnir voru að lesa um í námskeiðinu Íslenskt mál að fornu – þar kemur reyndar fyrir rithátturinn hlewagestiR sem líkast til hefur þó heldur erfiðari í framburði og ritun…

Hlífarkórinn (1954-)

Kór hefur verið starfandi innan kvenfélagsins Hlífar um langt árabil og er að öllum líkindum enn starfandi þó ekki finnist heimildir um starfsemi hans eftir 2018, kórinn gengur undir nafninu Hlífarkórinn. Kvenfélagið Hlíf á Ísafirði var stofnað árið 1910 og hefur síðan þá haldið utan um samsæti fyrir eldri borgara á Ísafirði en það mun…

Hljóðfærasveit Menntaskólans á Akureyri (um 1930)

Hljómsveit var starfrækt innan Menntaskólans á Akureyri líkast til í kringum 1930, hugsanlega jafnvel litlu síðar. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hún var nokkuð fjölmennt og mun ekki hafa verið eiginleg „skólahljómsveit“ heldur líklega bara hljómsveit skipuð nemendum úr skólanum, hún mun hafa gengið undir nafninu Hljóðfærasveit Menntaskólans á AKureyri. Svo…

Hljóðfæraflokkur Bill Einarssonar (1923)

Bill Einarsson var Vestur-Íslendingur sem bjó og starfaði víða í Vesturheimi, hann lék á dansleikjum og öðrum skemmtunum og árið 1923 starfrækti hann hljómsveit sem var auglýst undir nafninu Hljóðfæraflokkur Bill Einarssonar en sveitin lék fyrir dansi á Íslendingamóti í Góðtemplarahúsinu í Winnipeg, þar sem hann bjó þá. Engar frekari upplýsingar er að finna um…

Hljóðfærasveit Stefáns Sölvasonar (1924-36)

Upplýsingar um hljómsveit eða hljómsveitir sem Vestur-Íslendingurinn Stefán Sölvason starfrækti á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar í Winnipeg í Kanada eru af afar skornum skammti en sveitirnar (sem voru líklega fleiri en ein) störfuðu ýmist undir nafninu Hljóðfærasveit Stefáns Sölvasonar eða Hljóðfæraflokkur Stefáns Sölvasonar. Fyrstu heimildir um hljómsveit Stefáns er að finna frá haustinu…

Hljóðfærasveit Reynis Gíslasonar (1918-19)

Píanóleikarinn Reynir Gíslason var einn af frumkvöðlum íslenskrar lúðrasveitasögu en hann stjórnaði t.a.m. bæði lúðrasveitunum Hörpu og Gígju sem voru meðal fyrstu þeirrar tegundar á öðrum áratug 20. aldarinnar. Svo virðist sem Reynir hafi einnig verið með litla hljómsveit eða svokallaða Hljóðfærasveit Reynis Gíslasonar veturinn 1918 til 19 sem lék m.a. á Landinu (Hótel Íslandi…

Afmælisbörn 12. júní 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari á stórafmæli en hann er sextugur á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Afmælisbörn 11. júní 2024

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar þrjú: Jón Þór Hannesson framleiðandi fagnar stórafmæli en hann er áttræður í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Afmælisbörn 10. júní 2024

Sex afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og sjö ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 9. júní 2024

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá í dag sem eitthvað hafa með tónlist að gera: Guðni Már Henningsson útvarpsmaður með meiru, ljóðskáld og tónlistarmaður (1952-2021) hefði átt afmæli á þessum degi. Guðni Már hefur starfað við vinsældir hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og hefur náð eins konar trúnaðarsambandi við marga af þeim hlustendum sem hlusta á…

Afmælisbörn 8. júní 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrjátíu og átta ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…

Afmælisbörn 7. júní 2024

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar þrjú talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og átta ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Afmælisbörn 6. júní 2024

Sex afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og átta ára gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Hjörtur Howser (1961-2023)

Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser starfaði við ótrúlega fjölbreytilega tónlist um ævi sína og kom að flestum þáttum hennar en hann var hljóðfæraleikari, lagasmiður, útsetjari og upptökumaður auk þess að spila popp, rokk, pönk, trúarlega tónlist, blús, djass og hvaðeina sem í boði var. Það vekur athygli hversu mörgum þekktum hljómsveitum hann var meðlimur í. Georg Hjörtur…

Hjörtur Howser – Efni á plötum

Mens sana – Slökun og vellíðan Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: HUG CD 01 Ár: 1998 1. Spenna og slaka á – grunnþjálfun 2. Þú getur notað eigin hugsun til að slaka á 3. Sofðu vært 4. Sólarlag Flytjendur: Sigríður Hrönn Bjarnadóttir – upplestur Hjörtur Howser – hljóðfæraleikur   Mens sana – Slökun og sjálfsstyrking Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: HUG CD 02 Ár: 1998…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar – Efni á plötum

Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir [78 rpm] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 106 Ár: 1955 1. Heyrðu lagið 2. Stína, ó Stína Flytjendur:  Ragnar Bjarnason – söngur Sigrún Jónsdóttir – söngur Hljómsveit Árna Ísleifs: – Árni Ísleifsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Steinunn Bjarnadóttir – Aðeins þetta kvöld / Þú hvarfst á brott [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar (1945-97)

Það sem hér er kallað Hljómsveit Árna Ísleifssonar (Hljómsveit Árna Ísleifs) er í raun fjölmargar og ólíkar hljómsveitir sem starfræktar voru með mismunandi mannskap og á mismunandi tímum í nafni Árna, saga þeirra spannar tímabil sem nær yfir ríflega hálfa öld. Fyrsta sveit Árna virðist hafa verið stofnuð árið 1945 en hún starfaði á Hótel…

Hljómsveit Gunnars Egilson (1952-57)

Klarinettuleikarinn Gunnar Egilson rak hljómsveitir í eigin nafni á árunum 1952 til 57 en starfaði jafnframt með öðrum sveitum á sama tíma svo ekki starfrækti hann sveit með samfelldum hætti. Fyrir liggur að Gunnar var með hljómsveit í Keflavík árið 1952 og 53 og að Svavar Lárusson söng eitthvað með þeirri sveit en engar upplýsinga…

Hljómsveit Gunnars Cortes (1950)

Haustið 1950 var SKT dansleikur í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina auglýstur í blaðaauglýsingu með þeim orðum að Hljómsveit Gunnars Cortes léki fyrir dansi en aðeins einn Íslendingur bar þá nafnið Gunnar Cortes og var sá kunnur læknir. Nokkrar líkur eru því á að um villu sé hér að ræða og að þar hafi átt að standa…

Hljómsveit Gunnars Hrafnssonar (1993-2002)

Gunnar Hrafnsson bassaleikari hefur leikið með ógrynni hljómsveita í gegnum tíðina en hann hefur einnig í fáein skipti komið fram hljómsveit í eigin nafni í tengslum við djasshátíðir. Vorið 1993 var Gunnar með kvartett á Rúrek djasshátíðinni sem auk hans skipuðu Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari en auk þeirra…

Hljómsveit Gunnars Hólm (1983)

Trommuleikarinn Gunnar Hólm Sumarliðason lék með hljómsveitum á Ísafirði um árabil en einnig í félagi við staka tónlistarmenn í dúettum, sem léku á dansleikjum vestra. Haustið 1983 starfrækti hann þó hljómsveit í eigin nafni sem lék m.a. á balli framsóknarmanna á Suðureyri við Súgandafjörð og litlu síðar á Flateyri en þar var talað um tríó.…

Hljómsveit Gunnars Kristjánssonar (1942-44)

Lítið liggur fyrir um Hljómsveit Gunnars Kristjánssonar harmonikkuleikara en svo virðist sem hann hafi starfrækt hljómsveit sína á árunum 1942 til 44. Hljómsveit Gunnars starfaði í Reykjavík og lék nokkuð á dansleikjum í samkomuhúsum bæjarins, hún virðist jafnvel hafa verið um tíma eins konar húshljómsveit í Góðtemplarahúsinu (Gúttó við Tjörnina) og það var líklega með…

Hljómsveit Gunnars Jónssonar (1944-47 / 1955)

Upplýsingar um Hljómsveit Gunnars Jónssonar sem starfaði um miðjan fimmta áratug síðustu aldar eru afar takmarkaðar en svo virðist sem sveitin hafi verið starfrækt í Hafnarfirðinum á árunum 1944-47, a.m.k. lék hún mest á Hótel Birninum þar í bæ sem og Góðtemplarahúsinu. Árið 1947 lék sveitin hins vegar á kabarettsýningum í Trípólí leikhúsinu í Reykjavík.…

Hljómsveit Gunnars Kvaran [2] (2008-12)

Harmonikkuleikarinn Gunnar Kvaran starfrækti hljómsveit innan harmonikkusamfélagsins og lék sveit hans oftsinnis á uppákomum tengdum Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík á árunum 2008 til 2012, og líklega lengur án þess þó að heimildir liggi fyrir um það. Árið 2011 skipuðu þeir Helgi E. Kristjánsson gítar- og bassaleikari, Hreinn Vilhjálmsson harmonikkuleikari, Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Reynir Jónasson…

Hljómsveit Gunnars Kvaran [1] (1968)

Harmonikku- og hljómborðsleikarinn Gunnar Ó. Kvaran rak hljómsveit um nokkurra mánaða skeið árið 1968 í eigin nafni undir nafninu Hljómsveit Gunnars Kvaran en hún var reyndar einnig kölluð Tríó Gunnars Kvaran áður en fjölgað var um einn í henni. Sveitin mun hafa verið stofnuð vorið 1968 og í upphafi skipuðu sveitina auk Gunnars (sem lék…

Afmælisbörn 5. júní 2024

Í dag eru afmælisbörnin níu talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtíu og eins árs á þessum degi. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…

Afmælisbörn 4. júní 2024

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni í dag eru sjö talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og sjö ára afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtiprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum…

Afmælisbörn 3. júní 2024

Tvö afmælisbörn úr íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum…

Innipúkinn 2024 um verslunarmannahelgina

Páll Óskar og Skrattar snúa bökum saman og koma fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina 2. – 4. ágúst en hátíðin fer nú fram í miðborg Reykjavíkur í 21. sinn. Meðal annarra listamanna sem eru tilkynnt til leiks í fyrstu dagskrártilkynningu hátíðarinnar eru Bjartar sveiflur, ex.girls, Hatari, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Lúpína, Una Torfa og Vök.…

Afmælisbörn 2. júní 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrsta afmælisbarn dagsins, hann er sjötíu og fjögurra ára gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan…

Afmælisbörn 1. júní 2024

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari er sextíu og fimm ára gamall í dag. Ingólfur lék með fjölda þekktra og óþekktra sveita hér áður, fyrst með sveitum eins og Árbliki og Boy‘s brigade en síðar komu þekktari sveitir eins og Rikshaw, Loðin rotta (síðar Sköllótta músin), Pláhnetan…

Afmælisbörn 31. maí 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Afmælisbörn 30. maí 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari á stórafmæli en hann er áttræður í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar…

Hjörtur Blöndal (1950-)

Hjörtur Blöndal hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarsenunni um margra áratuga skeið en hann var nokkuð þekktur tónlistarmaður um og upp úr 1970 og svo sem upptökumaður og útgefandi fáeinum árum síðar. Hann flutti erlendis og er í dag líklega sá Íslendingur sem hefur gefið út flestar plötur en plötutitlar hans (breiðskífur og smáskífur)…

Hjörtur Blöndal – Efni á plötum

Hjörtur Blöndal – Sweet love / Woman [ep] Útgefandi: HB stúdíó Útgáfunúmer: HB 004 Ár: 1974 1. Sweet love 2. Woman Flytjendur: Hjörtur Blöndal – gítarar, söngur, mini moog og píanó Ólafur Sigurðsson – trommur Ágúst Birgisson – bassi     Hjörtur Blöndal – Kalli króna / Tröllasaga [ep] Útgefandi: Aðall s.f. Útgáfunúmer: A2.001 Ár:…

Hjörtur Geirsson – Efni á plötum

Hjörtur Geirsson – So true indeed [snælda] Útgefandi: Hjörtur Geirsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1984 1. Little girl 2. My name ain‘t Johnny 3. Don‘t complex me 4. Baby squeeze me 5. How can you be so untrue to me 6. Love‘s confessed 7. Ég er fæddur rokkari 8. Lazy on the bar 9. Summer‘s…

Hjörtur Geirsson (1957-)

Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson hefur komið víða við í tónlistarsköpun sinni, bæði með hljómsveitum og sem trúbador en sem slíkur hefur hann gefið út nokkrar plötur og kassettur í gegnum tíðina. Hjörtur er fæddur vorið 1957, á sínum yngri árum starfaði hann með hljómsveitinni Berlín þar sem hann lék á bassa en eftir það var hann…

Hljómsveit Friðriks Kristjánssonar (1960)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem kölluð var Hljómsveit Friðriks Kristjánssonar en hún lék við vígslu félagsheimilsins á Tjörnesi sumarið 1960. Í heimild segir að hljómsveitina skipi Friðrik Kristjánsson og synir hans, hugsanlegt er hér um misskilning að ræða og að hér sé átt við Friðrik Jónsson á Halldórsstöðum í Reykjadal sem oft lék á dansleikjum…

Hljómsveit Friðriks Jónssonar (1962)

Hljómsveit Friðriks Jónssonar lék fyrir dansi á héraðsmóti sem haldið var í Ásbyrgi síðsumars 1962. Ekki er ólíklegt að hér sé um að ræða Friðrik Jónsson á Halldórsstöðum í Reykjadal og að með honum hafi verið synir hans, Sigurður og Páll en þeir léku mikið á dansleikjum í sýslunni á sjöunda áratugnum undir nafninu Halldórsstaðatríóið.…

Hljómsveit Friðriks Theodórssonar (1977-2001)

Friðrik Theodórsson básúnuleikari starfrækti fjölmargar hljómsveitir í eigin nafni af ýmsum stærðum og af ýmsum toga, flestar voru þær þó djasstengdar. Elstu heimildir um hljómsveitir Friðriks eru þó af sveit/um sem léku á jólaböllum fyrir börn og þar hefur varla verið um djasshljómsveitir að ræða, þannig eru heimildir um slíkar sveitir frá 1977 og 79…