Hörkutól (um 1998-2009)

Félagsskapur sem nefndist Hörkutól eða Hörkutólafélagið var starfrækt meðal karlkyns kennara við grunnskólann í Stykkishólmi, um og eftir aldamótin 2000, hugsanlega var félagið stofnað haustið 1998 og það starfaði hið minnsta til ársins 2009 en starfsemi þess sneri að einhvers konar gríni í garð karlmennsku og var með margvíslegum hætti. Afar litlar upplýsingar er að…

Hörður Hákonarson (1938-2021)

Hörður Hákonarson ljósmyndari var harmonikkuleikari og lagahöfundur sem ekki fór mikið fyrir en hann vann í nokkur skipti til verðlauna í danslagakeppnum sem haldnar voru sjötta og sjöunda áratugnum, og reyndar einnig síðar. Hörður var Reykvíkingur, fæddur 1938 og var um sextán ára gamall þegar hann hóf að nema harmonikkuleik hjá Karli Jónatanssyni harmonikkuleikara og…

Hörmung [3] (2013-15)

Rokkhljómsveitin Hörmung starfaði á Ísafirði á árunum 2013 til 2015 hið minnsta, hugsanlega hefur hún verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Einar Bragi Guðmundsson gítarleikari, Brynjar J. Olsen gítarleikari, Egill Bjarni Vikse hljómborðsleikari [og söngvari?], Slavyan Yordanov bassaleikari og Valgeir Skorri Vernharðsson trommuleikari. Sveitin var nokkuð virk meðan hún starfaði og lék í fjölmörg…

Hörmung [2] (1982-83)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Hörmung, líkast til á Höfn í Hornafirði á árunum 1982 til 83 að minnsta kosti en sveitin lék á dansleik í félagsheimilinu Sindrabæ á Höfn á öðrum degi jóla 1982. Hér er óskað eftir nöfnum meðlima sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma auk frekari upplýsinga sem heima…

Afmælisbörn 20. ágúst 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari hefði átt afmæli í dag en hann lést árið 2023. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur…

Afmælisbörn 19. ágúst 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjölmörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla…

Afmælisbörn 18. ágúst 2025

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og átta ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af…

Afmælisbörn 17. ágúst 2025

Í dag eru þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson fagnar stórafmæli en hann er áttræður í dag, hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Afmælisbörn 16. ágúst 2025

Fjögur afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra…

Afmælisbörn 15. ágúst 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er fjörutíu og eins árs í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má nefna…

Afmælisbörn 14. ágúst 2025

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafsson á fimmtíu og tveggja ára afmæli á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdóttir…

Hörður Áskelsson (1953-)

Framlag Harðar Áskelssonar til tónlistarsamfélagsins og einkum þegar kemur að orgeltónlist og kórstjórnun, verður seint að fullu metið en hann hefur starfað sem organisti, orgelleikari, kórstjórnandi, tónskáld og tónleikahaldari, og auk þess leitt og stofnað til fjölmargra tónlistarhópa, -félaga og -viðburða til að auka veg orgel- og kirkjutónlistar. Hörður Áskelsson er fæddur á Akureyri haustið…

Hörður Áskelsson – Efni á plötum

Hamrahlíðarkórinn – Ljós og hljómar: Hamrahlíðarkórinn syngur jólalög Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: TRG 78009 Ár: 1978 1. Kisa mín 2. Nú kemur heimsins hjálparráð 3. Komið þið hirðar 4. Jólaklukkur kalla 5. Það aldin út er sprungið 6. Ljós og hljómar 7. Ó, Jesúbarnið blítt 8. Puer natus in Betlehem 9. Vér lyftum hug í hæðir 10. Rís lofsöngmál…

Hymnodia Sacra [annað] (1742)

Hymnodia Sacra er pappírshandrit sem geymir merkilegar heimildir um tónlistarsögu Íslands á 18. öld, um er að ræða sálmahandrit með nótum en margir sálmanna eru hvergi varðveittir annars staðar. Það var séra Guðmundur Högnason (1713-95) sem ritaði handritið árið 1742 en hann var um það leyti að taka við prestsembætti í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Guðmundur…

Hymnodia Sacra – Efni á plötum

Kammerkórinn Carmina – Hymnodia Sacra Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SMK 74 Ár: 2010 1. Músíkulof 2. Eilíft lof með elsku hátt 3. Heyr þó, guðs barnið góða 4. Einka réttlætið 5. Jesú sleppa eg vil eigi 6. Einn herra eg best ætti 7. Sæll er hver trú af því auðséna fékk 8. Guð oss sinn lærdóm…

Hypno – Efni á plötum

Hypno – Hypnidubs [ep] Útgefandi: Haunted audio recordings Útgáfunúmer: HAR 107 Ár: 2009 1. Elevate 2. Telescope 3. Autumn Flytjendur: Kári Guðmundsson – [?]     Hypno – Over the top [12“] Útgefandi: PTN Útgáfunúmer: PTN003 Ár: 2010 1. Over the top 2. War demons 3. War demons (Julio Bashmore remix) 4. Doo doo Flytjendur:…

Hypno (2009-14)

Tónlistarmaðurinn Kári Guðmundsson samdi og sendi frá sér tónlist um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld undir nafninu Hypno. Tónlist Hypno var svokölluð dubstep hip hop tónlist en hann hafði verið að semja tónlist í nokkur ár árið 2009 þegar hann kom fyrst fram undir þessu nafni aðeins sextán ára gamall. Þá um sumarið…

Hyskið [1] – Efni á plötum

Hyskið – Best off Útgefandi: Hyskið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Bíllinn hans Högna 2. Sadómasó 3. Ástaróður til 4. Brand new Cadillac 5. Brúsi frændi 6. Brandur minn 7. Hetja norðursins 8. Something else Flytjendur: Benjamín Gíslason – söngur Hallgrímur Guðsteinsson – gítar Bragi Ragnarsson – trommur Ármann Jónasson – bassi Benedikt Sigurðarson…

Hyskið [1] (1986-90 / 2008-)

Hljómsveitin Hyskið er e.t.v. ekki með þekktustu hljómsveitum landsins en hún átti tryggan hóp aðdáenda á sínum tíma, og sendi m.a.s. frá sér kassettu. Hyskið var stofnuð í Kópavogi árið 1986 og var nokkurs konar afsprengi pönkbylgjunnar sem þó var þá liðin undir lok. Tónlist sveitarinnar var skilgreind sem pönkrokkþjóðlagalegs eðlis og segir sagan að…

Högni og kattabandið (1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Högni og kattabandið var sett saman sérstaklega til að leika á Heimilissýningunni sem haldin var í Laugardalnum í Reykjavík síðsumars 1980 en þar lék sveitin daglega meðan á sýningunni stóð. Tilgangurinn með stofnun og leik sveitarinnar þar var að kynna nýjan lið í útgáfu Morgunblaðsins sem var auka myndasögublað sem kom…

Högni Jónsson (1936-2020)

Högni Jónsson annaðist harmonikkuþætti í Ríkisútvarpinu í áratugi, hann var fróðastur flestra um hljóðfærið og lék einnig á harmonikku sjálfur. Högni var fæddur snemma árs 1936 en ekki liggur mikið fyrir um hagi hans. Hann lærði á harmonikku hjá Jan Morávek í kringum 1960 og áður hafði hann einnig notið leiðsagnar hjá Karli Jónatanssyni og…

Högni hrekkvísi (um 1975-80)

Hljómsveitin Högni hrekkvísi var vinsæl ballhljómsveit sem starfaði á Vopnafirði um fjölmargra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og eitthvað fram á þann níunda – heimildir eru um að sveitin hafi verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1975 til 1980 en þá um sumarið (1980) lék hún á dansleik um verslunarmannahelgina…

Högni (1977)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Högna sem starfaði árið 1977 einhvers staðar á austanverðu landinu, hugsanlega Austfjörðum – ekki er um að ræða sömu sveit og gekk undir nafninu Högni hrekkvísi og starfaði á Vopnafirði um sama leyti. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma sveitarinnar og annað sem væri við hæfi í…

Höfuðlausn [2] (2010)

Hljómsveit úr Borgarfirðinum sem bar það viðeigandi nafn Höfuðlausn, var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010 en komst reyndar ekki áfram í úrslit keppninnar. Sveitin, sem lék prógressíft djassrokk var skipuð þeim Heimi Klemenssyni hljómborðsleikara, Þórði Helga Guðjónssyni bassaleikara, Pétri Björnssyni söngvara og fiðluleikara, Jakobi Grétari Sigurðssyni trommuleikara og Jóhanni Snæbirni Traustasyni gítarleikara. Svo virðist…

Hörd (um 1970)

Hljómsveitin Hörd (H.Ö.R.D.) starfaði á Ísafirði líklega í kringum 1970, og var skipuð ungum og upprennandi tónlistarmönnum. Hljómsveitarnafnið Hörd var myndað úr upphafsstöfum meðlimanna fjögurra en þeir voru Halli [?], Örn Jónsson, Rúnar Þór Pétursson og Diddi [?]. Frekari upplýsingar um nöfn sveitarliðanna væru vel þegin sem og um hljóðfæraskipan og starfstíma hennar.

Afmælisbörn 13. ágúst 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fimmtíu og sex ára gömul á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Afmælisbörn 12. ágúst 2025

Glatkistan hefur fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2025

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann…

Afmælisbörn 10. ágúst 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari…

Afmælisbörn 9. ágúst 2025

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis (Eyjólfsson) óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi…

Afmælisbörn 8. ágúst 2025

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á stórafmæli á þessum degi en hún er sjötug. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi, allt frá léttu poppi…

Afmælisbörn 7. ágúst 2025

Í dag koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Rannveig Jóhannsdóttir er sjötíu og sex ára gömul en margir hinna eldri muna eftir henni frá fyrstu árum Sjónvarpsins en hún sá þá um Stundina okkar ásamt hrafninum Krumma. Reyndar kom einnig út lítil plata með þeim Rannveigu og Krumma. Rannveig var lítið áberandi eftir þetta sjónvarpsævintýri…

Hörður Torfason (1945-)

Saga trúbadorsins Harðar Torfasonar er engri lík. Hann barðist við mótlæti áratugum saman fyrir það eitt að vera samkynhneigður en ákvað að taka slaginn og ruddi svo brautina á ýmsan hátt fyrir aðra, sú barátta hefur ekki aðeins skilað sér í réttindamálum samkynhneigðra heldur almennt í mannréttindamálum og síðustu árin hafa þau mál tekið yfir…

Hörður Torfason – Efni á plötum

Hörður Torfa – syngur eigin lög Útgefandi: SG-hljómplötur / Ofar Útgáfunúmer: SG-033 / Ofar 001 Ár: 1971 / 1988 1. Þú ert sjálfur Guðjón 2. Aftanþeyr 3. Lát huggast barn 4. Dagurinn kemur – dagurinn fer / De Lappé 5. Grafskrift 6. Tryggð 7. Kveðið eftir vin minn 8. Leitin 9. Jósep smiður 10. Ég…

Hvar er Mjallhvít (2004-13)

Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít starfaði í um áratug fyrr á þessari öld, sveitin var ekki áberandi en átti sér fastan aðdáendakjarna sem m.a. sótti jólaböll fatlaðra og það var fastur liður hjá henni að leika þar fyrir dansi. Sveitin sendi frá sér eina plötu. Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? var stofnuð haustið 2004 og var að…

Hymnalaya – Efni á plötum

Hymnalaya – Hymns Útgefandi: Record records Útgáfunúmer: RECD024 Ár: 2013 1. Colt for a king 2. II 3. Riddles 4. IV 5. In my early years 6. Patience 7. Mind blown 8. Shapes and sounds 9. Everything 10. X 11. Svarta 12. XII Flytjendur:  Einar Kristinn Þorsteinsson – söngur og kassagítar Gísli Hrafn Magnússon –…

Hymnalaya (2012-14)

Hljómsveitin Hymnalaya vakti nokkura athygli á öðrum áratug aldarinnar en sveitin sendi frá sér plötu áður en hún hafði nokkru sinni komið fram opinberlega – í kjölfarið hóf sveitin að koma fram. Hymnalaya var stofnuð á fyrri hluta ársins 2012 og fór lítið fyrir henni til að byrja með enda lék hún ekkert á tónleikum…

Hver [1] – Efni á plötum

Hver – Helena / Ég elska þig [ep] Útgefandi: Hljómplötuútgáfan Útgáfunúmer: HU-001 Ár: 1979 1. Helena 2. Ég elska þig Flytjendur: Leifur Hallgrímsson – bassi Steingrímur Óli Sigurðsson – trommur Hilmar Þór Hilmarsson – rafgítar Þórhallur Kristjánsson – hljómborð og söngur Erna Gunnarsdóttir – raddir Erna Þórarinsdóttir – raddir Eva Ásrún Albertsdóttir – raddir Magnús…

Hver [1] (1976-81)

Hljómsveitin Hver frá Akureyri á sér nokkuð merkilega sögu en hún starfaði um fimm ára skeið og þróaðist á þeim tíma úr því að vera skólahljómsveit yfir í ballsveit sem lagði áherslu á sálartónlist, Hver varð aldrei mjög þekkt enda sendi sveitin einungis frá sér eina smáskífu en átti hins vegar þátt í því að…

Hvar er Mjallhvít? – Efni á plötum

Hvar er Mjallhvít? – Hvar er Mjallhvít? Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 240 Ár: 2008 1. Pokarottu sumargleði 2. Óáfengur púns 3. Að verð‘ eins og hann 4. Aumingja þú! 5. Regnið 6. Næsta haust 7. Gleymmérei 8. Endalaus vegur 9. Ég kalla allt ömmu mína 10. Opp jors Flytjendur: Sigmar Þór Matthíason – bassi Gunnar…

Hættir (um 2000-2011)

Upplýsingar um dúettinn Hættir eru af skornum skammti en hann var skipaður þeim fóstbræðrum Hauki Nikulássyni sem lék á gítar og hljómborð, og Gunnari Antonssyni sem lék á gítar – að öllum líkindum sungu þeir báðir. Hættir léku á ýmsum samkomum á vegum félagssamtaka, s.s. árshátíðum og þess konar uppákomum en einnig mikið í einkasamkvæmum…

Hægðatregða (?)

Óskað er eftir upplýsingum um dúett (fremur en hljómsveit) sem bar nafnið Hægðatregða. Ekki liggur fyrir hvenær Hægðatregða starfaði, hversu lengi, um hvers konar sveit var að ræða eða hverjir skipuðu hana og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.

Hæfileikakeppni þjóðhátíðarnefndar Akraness [tónlistarviðburður] (1984-87)

Þjóðhátíðarnefnd Akraness stóð fyrir hæfileikakeppni meðal ungs fólks líklega á árunum 1984 til 87, ekki er ólíklegt að teygja megi fyrra ártalið framar. Hæfileikakeppnin fór líklega fram í félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi og hefð mun hafa verið fyrir að sigurvegarar hennar træðu upp í þjóðhátíðardagskrá þeirra Skagamanna 17. júní. Litlar upplýsingar er að finna um…

Hæfileikakeppni Vísnavina [tónlistarviðburður] (1986)

Félagsskapurinn Vísnavinir hélt upp á tíu ára afmæli sitt vorið 1986 og í tilefni af því var haldin hæfileikakeppni þar sem keppendur fluttu tónlist, sína eigin eða eftir aðra en þó með þeim skilyrðum að hún væri á íslensku – að öllum líkindum flutti hver keppandi tvö lög. Litlar upplýsingar er að finna um sjálfa…

Hæfileikakeppni Tómstundaráðs Kópavogs [tónlistarviðburður] (1973-90)

Tómstundaráð Kópavogs stóð um árabil fyrir hæfileikakeppni fyrir ungt fólk sem var líklega fyrsta keppni sinnar tegundar hérlendis, sem átti sér fastan sess í bæjarlífinu en Kópavogur var á þeim tíma ungur bær með hátt hlutfall ungs fólks, keppnin var alla tíð haldin í Kópavogsbíói (Félagsheimili Kópavogs). Hæfileikakeppnin var fyrst haldið vorið 1973 og voru…

Högnastaðagrúppan (1984)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Högnastaðagrúppan lék á þorrablóti á Eskifirði í upphafi árs 1984, og er útlit fyrir að sveitin hafi verið sett saman eingöngu  til að leika á þeirri uppákomu því engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Högnastaðagrúppan var skipuð bræðrunum Þórhalli [bassaleikara?], Guðmanni [trommuleikara?] og Hauki [harmonikku- og/eða hljómborðsleikara?]…

Afmælisbörn 6. ágúst 2025

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sjötíu og sex ára gamall í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað…

Afmælisbörn 5. ágúst 2025

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru sex talsins á þessum degi: Haukur Heiðar Ingólfsson píanóleikari er áttatíu og þriggja ára í dag. Haukur Heiðar hefur gefið út fjöldann allan af plötum þar sem hann leikur oftast instrumental lög í félagi við aðra, sem hvarvetna hafa fengið góða dóma. Haukur Heiðar var lengi þekktastur fyrir að vera undirleikari Ómars…

Afmælisbörn 4. ágúst 2025

Að þessu sinni eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Jófríður Ákadóttir er þrjátíu og eins árs gömul í dag en hún hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni. Jófríður vakti fyrst athygli með Pascal Pinon í Músíktilraunum og síðan aftur með Samaris sem sigraði reyndar keppnina 2011 en báðar sveitirnar hafa sent frá sér nokkrar…

Afmælisbörn 3. ágúst 2025

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist eru á skrá Glatkistunnar í dag: Bjarki Sveinbjörnsson doktor í tónvísindum og fálkaorðuhafi er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Bjarki starfaði fyrrum sem tónmenntakennari en eftir að hann lauk doktorsnámi sínu 1998 um tónlist á Íslandi á 20. öld með áherslu á upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á…