Afmælisbörn 26. janúar 2024

Sex afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, lögfræðingur, flugfreyja og trompetleikari er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis önnur hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Siggi Guðfinns eða Sigurður Kristinn Guðfinnsson…

Afmælisbörn 25. janúar 2024

Átta afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sjötíu og þriggja ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Heimir og Jónas (1964-70)

Tvíeykið Heimir og Jónas varð töluvert vinsælt um miðbik sjöunda áratugarins, þeir störfuðu þó í raun ekki saman nema um þriggja ára skeið, tvær plötur komu svo út með þeim félögum eftir að þeir hættu störfum. Dúettinn varð til í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1964 þar sem þeir Heimir Sindrason og Jónas Tómasson voru við…

Heitar lummur (2005)

Sönghópurinn Heitar lummur starfaði árið 2005 en hópurinn innihélt fjóra unga söngvara sem höfðu verið meðal þátttakenda í sjónvarpsþáttunum Idol – stjörnuleit á Stöð 2 sem hafði þá verið haldin frá 2003. Söngvararnir fjórir höfðu fallið úr keppni fremur snemma í keppnunum utan Karl Bjarni Guðmundsson (Kalli Bjarni) sem hafði borið sigur úr býtum í…

Heimir og Jónas – Efni á plötum

Heimir og Jónas – Fyrir sunnan Fríkirkjuna Útgefandi: Fálkinn / Steinar Útgáfunúmer: KALP 33 / KACD 33 Ár: 1969 / 1992 1. Bréfið hennar Stínu 2. Einbúinn 3. Litla kvæðið um litlu hjónin 4. Namm namm 5. Laxfoss 6. Móðir mín í kví kví 7. Við Vatnsmýrina 8. Hótel jörð 9. Fyrir átta árum 10.…

Heitar lummur – Efni á plötum

Heitar lummur – Heitar lummur Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 337 Ár: 2005 1. Disco frisco 2. Gaggó Vest 3. Ég er á leiðinni 4. Vertu ekki að plata mig 5. Dagar og nætur 6. Draumaprinsinn 7. Harðsnúna Hanna 8. Riddari götunnar 9. Í útvarpinu heyrði ég lag 10. Ég lifi í voninni 11. Seinna meir…

Hljómsveit Bjarna Þórðarsonar (1931-32 / 1940)

Hljómsveitir voru tvívegis starfræktar í nafni Bjarna Þórðarsonar píanóleikara en Bjarni þessi var þekktastur fyrir að vera undirleikari hins vinsæla MA-kvartetts. Fyrri sveit Bjarna var sett á laggirnar haustið 1931 til að flytja tónlistina undir söng leikara í revíunni/óperettunni Lagleg stúlka gefins sem var jólasýning Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó. Hljómsveit þessi var átta manna en…

Hljómsveit Bjarna Sigurðssonar (1966)

Bjarni Sigurðsson frá Geysi mun hafa starfrækt hljómsveit sumarið 1966 en það sumar lék sveitin á dansleik tengdum vormóti sjálfstæðismanna í Félagsgarði í Kjós. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit Bjarna en hann átti síðar eftir að starfrækja hljómsveitirnar Tríó ´72 og Miðnæturmenn.

Hljómsveit Bjarna Hafberg (1946)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit Bjarna Hafberg (Hafbergs) úr Reykjavík sem mun hafa leikið á dansleik á Blönduósi sumarið 1946 en engar upplýsingar aðrar er að finna um þessa sveit, um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan eða tilurð almennt, reyndar er engar upplýsingar að finna um Bjarna Hafberg. Þau sem hafa einhverjar upplýsingar um þessa…

Hljómsveit Bjarna Guðmundssonar (1958)

Lítið er vitað um Hljómsveit Bjarna Guðmundssonar sem lék á dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði í febrúar árið 1958. Þó liggur fyrir að Bjarni Guðmundsson er sá hinn sami og kallaði sig Barrelhouse Blackie og kom fram á þessum árum í gervi þeldökks manns og söng þekkt rokklög, Bjarni söng síðar þessa sama ár (1958)…

Hljómsveit Bjarna Friðleifssonar (1939-44)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Bjarna Friðleifssonar en hún var starfrækt í samfélagi Vestur-Íslendinga í Vancouver í Kanada. Sveitin var starfandi að minnsta kosti á árunum 1939-44 og lék þá á samkomum Íslendinga á svæðinu en engar upplýsingar eru í heimildum hverjir skipuðu þessa sveit, hversu stór hún var eða hversu…

Hljómsveit Björgvins Guðmundssonar (1963-64)

Afar takmarkar heimildir er að finna um Hljómsveit Björgvins Guðmundssonar en hún var líkast til starfandi í Keflavík því hún lék á dansleikjum þar árin 1963 og 64. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Björgvin og hljómsveit hans, s.s. hverjir skipuðu sveitina auk hans og hver hljóðfæraskipan hennar var, ennfremur er óskað eftir upplýsingum um…

Helga Sigþórsdóttir (1943-)

Söngkonan Helga Sigþórsdóttir var töluvert áberandi í íslensku tónlistarsenunni á sjöunda og framan af áttunda áratug liðinnar aldar, hún söng þó aldrei inn á útgefnar plötur. Helga Sigþórsdóttir er fædd (1943) og uppalin á Einarsnesi í Borgarfirði og stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti þar sem hún mun hafa sungið með skólahljómsveitinni í upphafi sjöunda…

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir (1976-)

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir (f. 1976) söng á árunum 1995 til 98 með hljómsveit sem bar nafnið Gloss en sveitin vakti nokkra athygli og sendi m.a. frá sér efni til útvarpsspilunar. Eitt lag kom árið 1997 út í nafni Helgu sjálfrar á safnplötunni Lagasafnið 6, líklegt hlýtur að teljast að hljómsveit hennar hafi verið með henni…

Afmælisbörn 24. janúar 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni: Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og sex ára gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem…

Ný smáskífa frá The Sweet Parade

Hljómsveitin The Sweet Parade hefur nú sent frá sér smáskífuna In the Rearview en hún er af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, þetta er níunda smáskífan sem The Sweet parade gefur út en hún er aðgengileg á Spotify eins og fyrri skífur sveitarinnar, sú fyrsta kom út árið 2022 en In the Rearview er sú fyrsta á…

Afmælisbörn 23. janúar 2024

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir, ein dáðasta dægurlagasöngkona landsins er áttatíu og tveggja ára gömul í dag. Helena gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Hún söng jafnframt inn á fjölmargar plötur á söngferli…

Afmælisbörn 22. janúar 2024

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) hefði átt afmæli í dag en hún lést 2022, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar…

Afmælisbörn 21. janúar 2024

Á þessum degi koma sex afmælisbörn við sögu: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum. Svavar Knútur hefur verið í forsvari fyrir…

Afmælisbörn 20. janúar 2024

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari er sextíu og níu ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið með ýmsum og ólíkum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV…

Afmælisbörn 19. janúar 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…

Afmælisbörn 18. janúar 2024

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í…

Heimavarnarliðið [1] (1979-82)

Heimavarnarliðið var ekki eiginleg hljómsveit heldur eins konar tónlistarhópur sem kom að tveimur plötum sem komu út í kringum 1980, hópurinn var ekki nema að litlu leyti skipaður sama fólkinu á plötunum tveimur en laut tónlistarstjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar á þeim báðum. Upphaf Heimavarnarliðsins má líklega rekja til baráttufundar í Háskólabíói þann 31. mars 1979…

Heimir Sindrason (1941-)

Tannlæknirinn og tónlistarmaðurinn Heimir Sindrason varð landsþekktur á menntaskólaárum sínum fyrir vísna- og þjóðlagasöng og hljóðfæraslátt ásamt félaga sínum Jónasi Tómassyni en sneri sér svo að öðrum málum, hann birtist svo á nýjan leik í tónlistinni mörgum árum síðar með sólóefni. Heimir fæddist á aðfangadag árið 1944 í Reykjavík og hefur búið og starfað á…

Heimavarnarliðið [1] – Efni á plötum

Heimavarnarliðið – Eitt verð ég að segja þér Útgefandi: Miðnefnd S.H.A. Útgáfunúmer: 2 VR 21230 Ár: 1979 1. Söngsveitin Kjarabót – Þegar hjálpin er næst 2. Stjórnarbót 3. Margrét Örnólfsdóttir og söngsveitin Kjarabót – Vögguvísa herámsins 4. Eiríkur Ellertsson og Kjarabót – Ísland úr NATO 5. Karl J. Sighvatsson – Hugleiðing 6. Þorvaldur Örn Árnason – Eiður vor…

Hljómsveit Birgis Ottóssonar (1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Birgis Ottóssonar en hún virðist hafa verið fremur skammlíf sveit sem starfaði vorið 1987. Hugsanlega var þessi sveit í samstarfi við Sigríði Hannesdóttur leikkonu en þau komu fram á samkomum hjá sjálfstæðisflokknum um það leyti. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk…

Hljómsveit Birgis Marinóssonar (1961-98)

Hljómsveit Birgis Marinóssonar á Akureyri var í raun þrjár eða fjórar hljómsveitir starfræktar á mismunandi tímum með mismunandi mannskap, sú fyrsta starfaði á sjöunda áratugnum og segja má að hann hafi starfrækt hljómsveit á hverjum áratug fram að aldamótum með góðum hléum þess á milli. Fyrsta hljómsveit Birgis starfaði á árunum 1961 til 64 en…

Hljómsveit Birgis Arasonar (1987-90 / 2009-17)

Eyfirðingurinn Birgir Arason hefur tvívegis starfrækt hljómsveitir í eigin nafni á Akureyri og nágrenni en hann hefur jafnframt starfað með fjölmörgum öðrum sveitum á svæðinu. Hljómsveit Birgis Arasonar (hin fyrri) var stofnuð sumarið 1987 og starfaði hún um þriggja ára skeið eða þar til Bandamenn voru stofnaðir upp úr henni árið 1990. Meðlimir hljómsveitar Birgis…

Hljómsveit Billy Cook (1937)

Hljómsveit Billy Cook var sett saman til að leika danstónlist (djass) á Hótel Borg haustið 1937 en umræddur Billy Cook var Breti sem ráðinn var gagngert til verkefnisins síðsumars og stjórnaði hljómsveitinni í nokkrar vikur. Á þessum árum hafði verið hefð fyrir að breskir tónlistarmenn léku fyrir dansi á Borginni en sveitir þessar voru oft…

Heimir Sindrason – Efni á plötum

Heimir og Jónas – Fyrir sunnan Fríkirkjuna Útgefandi: Fálkinn / Steinar Útgáfunúmer: KALP 33 / KACD 33 Ár: 1969 / 1992 1. Bréfið hennar Stínu 2. Einbúinn 3. Litla kvæðið um litlu hjónin 4. Namm namm 5. Laxfoss 6. Móðir mín í kví kví 7. Við Vatnsmýrina 8. Hótel jörð 9. Fyrir átta árum 10. Húsin í bænum…

Hljómsveit Bjarka Árnasonar (1949-53)

Litlar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Bjarka Árnasonar á Siglufirði sem starfaði á árunum 1949 til 53 hið minnsta en Bjarki þessi var öflugur í ballspilamennsku alla sína ævi og mun hafa leikið á um tvö þúsund dansleikjum ýmist einn eða í félagi við aðra, líklega þó mest með hljómsveitinni Miðaldamönnum. Á einhverjum tímapunkti…

Hljómsveit Birgis Sævarssonar (2013)

Hljómsveit Birgis Sævarssonar mun hafa verið starfandi árið 2013 en hún lék þá um haustið á dansleik á Hvammstanga. Engar frekari heimildir er að finna um þessa sveit og er því óskað eftir frekari upplýsingum um hana, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti heima í umfjöllun um sveitina.

Hljómsveit Birgis Stefánssonar (1981)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem auglýst var undir nafninu Hljómsveit Birgis Stefánssonar en hún lék þá á 17. júní-skemmtun á Ráðhústorginu á Akureyri. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit nema nafn hennar og er því óskað eftir frekari upplýsingum um Birgi og aðra meðlimi sveitarinnar auk hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.fl.

Anna og grafararnir (1982)

Nýbylgjupönksveitin Anna og grafararnir starfaði um skamma hríð vorið og sumarið 1982 en hún var í raun eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Handan grafar sem hafði starfað haustið á undan (1981). Meðlimir Önnu og grafaranna voru þau Árni Daníel Júlíusson og Egill Lárusson (sem höfðu áður starfað saman í Taugadeildinni) sem léku á hljóðgervla og söngkonan…

Afmælisbörn 17. janúar 2024

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sjötíu og fimm ára gamall í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Afmælisbörn 15. janúar 2024

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Músíktilraunir 2024 framundan

Það styttist í Músíktilraunir 2024. Þær voru lengi kenndar við Tónabæ en fara nú fram í Norðurljósum í Hörpu dagana 10.-16. mars nk. þar sem keppnin hefur verið haldin síðustu árin. Opnað verður fyrir skráningu í Músíktilraunir á heimasíðu keppninnar þann 5. febrúar og þar verður hægt að skrá sig til og með 19. febrúar,…

Afmælisbörn 14. janúar 2024

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar fimm: Mývetningurinn Stefán Jakobsson er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Stjarna hans hefur risið hátt á síðustu árum, bæði sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en einnig almennt fyrir söngverkefni sín s.s. Föstudagslögin, þá hefur hann sent frá sér sólóplötu. Stefán sem er af miklum tónlistarættum, er og hefur…

Afmælisbörn 13. janúar 2024

Átta afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Óskar Páll Sveinsson hljóð- og upptökumaður er fimmtíu og sjö ára í dag. Hann var á yngri árum söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Medium en sneri sér síðan að upptökufræðum, starfaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og við upptökur og hljóðblöndun á fjölmörgum plötum hér heima áður en…

Afmælisbörn 12. janúar 2024

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og átta ára gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni…

Afmælisbörn 11. janúar 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði á fimmtíu og eins árs afmæli í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo…

Heart 2 heart (1992)

Heart 2 heart (Heart to heart) var hljómsveit sem sett var á fót í kringum framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni vorið 1992 en var í raun hljómsveitin Stjórnin eftir mannabreytingar. Tildrög málsins voru þau að í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hér heima í febrúar 1992 bar lagið Nei eða já sigur úr býtum og skaut þar…

Heart 2 heart – Efni á plötum

Heart 2 Heart – Nei eða já (Time after time) [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: CDSND 92033 Ár: 1992 1. Time after time 2. Nei eða já 3. Wherever I go Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur og raddir Sigrún Eva Ármannsdóttir – raddir Grétar Örvarsson – raddir og hljómborð Friðrik Karlsson – gítar Nigel Wright – trommuforritun og hljómborð

Heitar pylsur (1989 / 1995)

Afar fáar og takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Heitar pylsur sem starfaði á Seyðisfirði sumarið 1989 en það sama sumar sendi sveitin frá sér sex laga plötu sem bar heitið Haldið þið að við höfum ætlað að gera þetta? sem Andfélagið gaf út. Á plötunni er sveitin skipuð þeim Arnari Þór Guttormssyni, Emil…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [1] (1960-86)

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar var ásamt hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) helsta hljómsveit Ísfirðinga um árabil en sveitin starfaði í yfir aldarfjórðung þótt ekki hafi það verið alveg samfleytt. Nokkuð af síðar þekktu tónlistarfólki starfaði með þessari sveit sem einnig gekk um tíma undir nafninu Ásgeir og félagar. Upphaf sögu Hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar er nokkuð á reiki,…

Hljómsveit Ásgeirs Magnússonar (1965)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Ásgeirs Magnússonar en sú sveit lék sumarið 1965 í Súlnasal Hótel Sögu og mun hafa verið sjö manna. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan eða annað og er því óskað eftir frekari gögnum um hana.

Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar (1971)

Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar er ein þeirra sveita sem nefnd hefur verið sem forveri Spilverks þjóðanna en sú sveit átti sér langan aðdraganda þar sem fjölmargar sveitir og tónlistarfólk kom við sögu. Ein þeirra sveita var Hassansmjör sem þeir Ragnar Daníelsen, Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson (allt upphaflega meðlimir Stuðmanna) skipuðu auk fiðluleikara að nafni Sesselja…

Hljómsveit Árna Valdimarssonar (1956)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Árna Valdimarssonar en hún lék á skemmtun Íslendingafélags í London haustið 1956 og lék þar fyrir dansi (gömlu dönsunum), hér er því giskað á að Árni þessi hafi verið harmonikkuleikari. Engar upplýsingar er að finna um Árna Valdimarsson eða hljómsveit hans í heimildum, hverjir skipuðu…

Heitar pylsur – Efni á plötum

Heitar pylsur – Haldið þið að við höfum ætlað að gera þetta Útgefandi: Andfélagið Útgáfunúmer: Andfélagið 001 Ár: 1989 1. Fyrsti mars – búinn 2. Allt í lagi lag 3. Söngur um ást 4. Lífsbaráttan (undir víðsjá (en það venst)) 5. Plant no trees 6. Píanósónóta nr. 4 eftir E.T. Flytjendur: Emil Th. Guðmundsson –…