Afmælisbörn 20. nóvember 2023

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson er fjörutíu og fjögurra ára gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik í Austurríki en spilar…

Afmælisbörn 19. nóvember 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Hér er fyrst nefndur gítarleikarinn Trausti Thorberg en hann lést árið 2021. Trausti (fæddur 1927) lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar sveitar. Trausti…

Afmælisbörn 18. nóvember 2023

Í dag eru sex afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er þrjátíu og fjögurra ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum Degi íslenskrar tungu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er þrjátíu og fimm ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fimm breiðskífur. Næsta afmælisbarn, Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja…

Hattur og Fattur (1973-)

Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur er maðurinn á bak við þá fígúrurnar Hatt og Fatt en þeir urðu fyrst til sem hugmynd þegar hann bjó í Kaupmannahöfn í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Haustið 1973 þegar hann var kominn heim til Íslands voru nokkrir stuttir sjónvarpsþættir með Hatti og Fatti framleiddir til að sýna í Stundinni…

Harmonikufélagið Nikkólína [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmonikufélagið Nikkólína – Nikkólína spilar á Saumastofudansleik 1991 (x2) Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1991 1. Nikkólína 2. Valsasyrpa 3. Vor við sæinn 4. Hringdansasyrpa 5. Love letters in the sun 6. Amor 7. Soprani vals 8. Vísur að vestan 9. Lárusar skottís 10. Undir bláhimni 11. Vínarkrus 12. All of me 13.…

Harmonikufélagið Nikkólína [félagsskapur] (1981-)

Harmonikufélagið Nikkólína hefur starfað í Dölunum um árabil, allt frá árinu 1981. Nikkólína var stofnuð haustið 1981 en aðal hvatamaður að stofnun félagsins var Kristján Ólafsson tónlistarkennari í Dölunum. Félagið gekk reyndar fyrsta árið undir nafninu Harmonikkufélag Dalamanna en nafni þess var breytt í Harmonikufélagið Nikkólína á fyrsta aðalfundi þess haustið 1982. Kristján var jafnframt…

Head (1968-)

Hljómsveit sem bar nafnið Head var stofnuð fyrir löngu síðan í Þorlákshöfn og hefur hún líkast til starfað með hléum allt til dagsins í dag. Head var stofnuð haustið 1968 af þá ungum mönnum, nafn sveitarinnar var myndað úr upphafsstöfum meðlima hennar en þeir voru Hjörtur Gíslaon bassaleikari, Einar Már Gunnarsson gítarleikari, Árni Áskelsson gítarleikari…

He’s alive (1995)

Hljómsveitin He‘s alive var meðal flytjenda á safnplötunni Sándkurl II sem kom út árið 1995 en litlar sem engar upplýsingar er að finna um sveitina eða meðlimi hennar og er allt eins líklegt að einungis hafi verið um hljóðversverkefni að ræða en ekki starfandi hljómsveit. He‘s alive flutti tvö lög á safnplötunni (annað samnefnt sveitinni)…

HB stúdíó [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1974-75)

HB studio / HB stúdíó var hljóðver og útgáfufyrirtæki sem tónlistarmaðurinn Hjörtur Blöndal starfrækti um eins og hálfs árs skeið um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Hljóðverið var sett á stofn í upphafi árs 1974 að Brautarholti 20 í Reykjavík, í þeim húsakynnum var skemmtistaðurinn Þórscafé til húsa en heildverslun Alberts Guðmundssonar hafði verið í…

Hávegur 1 (um 1981)

Hljómsveitin Hávegur 1 var angi af þeirri pönk- og nýbylgjuvakningu sem var í Kópavogi um og upp úr 1980. Hávegur 1 (sem var þáverandi heimilisfang Stefáns Grímssonar lífskúnstners sem var tengdur þessari vakningu) var stofnuð upp úr hljómsveitinni Nema lögreglan, og voru meðlimir sveitarinnar þeir Halldór Carlsson söngvari, Sigvaldi Elvar Eggertsson gítarleikari og söngvari og…

Hattur og Fattur – Efni á plötum

Hattur og Fattur – Hattur og Fattur komnir á kreik Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SMÁ-204 / SMÁ-204CD Ár: 1979 / 1996 1. Við erum lentir 2. Það hafa allir hnöppum að hneppa 3. Sundferð 4. Allir eiga drauma 5. Tærnar 6. Blikkbeljur 7. Allur á iði 8. Það er svo gaman að vera í skóla 9. Hversvegna…

Haukar [4] (1988-89)

Hljómsveitin Haukar var stofnuð á Húsavík haustið 1988 og var sú sveit byggð á grunni hinnar eldri Hauka, Húsavíkur-Hauka sem höfðu starfað löngu fyrr. Hljómsveitin sem líklega varð ekki langlíf lék á dansleikjum eitthvað um veturinn 1988-89 en virðist ekki hafa starfað lengur en það, meðlimir hennar voru þeir Karl Hálfdánarson bassaleikari og Bragi Ingólfsson…

Haukar [3] (1971)

Í febrúar 1971 var haldin hátíð náttúruverndarsinna í Háskólabíói þar sem ýmsir skemmtikraftar komu við sögu. Þeirra á meðal var tíu manna hornaflokkur skipaður náttúruverndarsinnum úr þremur stærstu lúðrasveitum Reykjavíkur en sveitin gekk undir nafninu Haukar og lék undir stjórn Jóns Þórarinssonar í Háskólabíói. Ekki finnast neinar upplýsingar um hverjir þeir voru sem skipuðu Hauka…

Haukar [1] (1962-76)

Hljómsveitin Haukar starfaði um árabil norður á Húsavík, um svipað leyti og sveitin var stofnuð var önnur sveit stofnuð sunnan heiða undir sama nafni sem varð til þess að sú norðlenska – sem hér um ræðir var eftirleiðis kölluð Húsavíkur-Haukar til aðgreiningar frá þeirri sunnlensku. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1962 en ekki liggur…

Haukur Ágústsson (1937-2024)

Haukur Ágústsson kom víðar við í tónlistarnálgun sinni, hann samdi tónlist og texta, útsetti, kom að dagskrárgerð, stjórnaði kórum og söng sjálfur en þekktastur er hann þó líklega fyrir að rita um tónlist og önnur menningartengd málefni í dagblöð. Haukur fæddist haustið 1937 í Reykjavík og þar bjó hann fyrstu tvo áratugi ævi sinnar, hann…

Afmælisbörn 15. nóvember 2023

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst er þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er sextíu og þriggja ára gamall. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur skotið upp kollinum bæði…

Afmælisbörn 14. nóvember 2023

Fjórir tónlistarmenn prýða afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull. Hip hop tónlistarmaðurinn Ársæll…

Afmælisbörn 13. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins eru sex að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og átta ára í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…

Afmælisbörn 12. nóvember 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Natalía Chow Hewlett kórstjórnandi frá Hong Kong á sextíu og eins árs afmæli á þessum degi, hún hefur stýrt fjölmörgum kórum hér á landi síðustu áratugina eins og Kvennakór Kópavogs, Englakórnum og Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þá á Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona (Emilía í Nylon) þrjátíu og níu ára afmæli í…

Afmælisbörn 11. nóvember 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjölmörg á þessum degi eða tíu talsins: Ásgerður Flosadóttir er sextíu og níu ára gömul í dag. Ásgerður var þekktust fyrir framlag sitt á plötu Samsteypunnar sem út kom 1970 og hafði m.a. að geyma lagið Friður á jörð (Give peace a change). Hún hefur lítið verið viðloðandi tónlist seinni ár. Jóhann…

Afmælisbörn 10. nóvember 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og sjö ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Afmælisbörn 9. nóvember 2023

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar á þessum degi: Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og átta ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnframt gefið út efni í eigin…

Harrý og Heimir (1988-)

Spæjaratvíeykið Harrý og Heimir hafa frá því undir lok níunda áratugar síðustu aldar sprottið upp á yfirborðið með reglulegum hætti, fyrst sem útvarpsleikrit en síðan á plötum, leiksviði og jafnvel kvikmynd. Þeir Harrý Rögnvalds (Karl Ágúst Úlfsson) og Heimir Schnitzel (Sigurður Sigurjónsson) birtust fyrst ásamt sögumanni sínum (Erni Árnasyni) í tuttugu og fimm mínútna löngum…

Harmonikufélag Þingeyinga [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmonikufélag Þingeyinga – Harmonikufélag Þingeyinga 1978-1998: Stofnað 4. maí 1978 Útgefandi: Harmonikufélag Þingeyinga Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1997 1. Flöktandi augu 2. Yfir sveitum 3. Klúbbmarsinn 4. Menuett 5. Kevättä Rinasa (Vorhugur) 6. Charal from Cantata no. 147 7. Kesäsaaven valsi 8. Amerikansk Traskopolka 9. Sommer i Bergslagen 10. Can-Can polka 11. Syrpa af Týrólalögum…

Harmonikufélag Þingeyinga [félagsskapur] (1978-)

Harmonikufélag Þingeyinga er næst elsta harmonikkufélag landsins, stofnað á eftir Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík en félagið hefur starfað samfleytt til dagsins í dag. Það voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð og Stefán Kjartansson sem höfðu frumkvæði að því að setja Harmonikufélag Þingeyinga á laggirnar en þeir vildu vinna að framgangi nikkunnar á Húsavík og nágrannabyggðum í Suður-Þingeyjarsýslu.…

Harrý og Heimir – Efni á plötum

Harrý og Heimir – Með öðrum morðum Útgefandi: Sena Útgáfunúmer; [engar upplýsingar] Ár: 2008 1. Morð eru til alls fyrst 2. Meðal annarra orða 3. Þjónað til morðs 4. Morðaleikur 5. Má ég eiga við þig morð 6. Morðabelgur 7. Morðheppni maðurinn 8. Morð skulu standa 9. Morðið er laust 10. Morðatiltæki 11. Áríðandi morðsending Flytjendur: Sigurður Sigurjónsson…

Hált í sleipu (1992-93)

Hált í sleipu var grindvísk hljómsveit sem naut töluverðra vinsælda á heimaslóðum á Suðurnesjunum en sveitin var starfrækt á árunum 1992 til 93, jafnvel lengur. Hún kom svo aftur fram árið 2017 og lék eitthvað meira í kjölfarið. Þess má geta að nafn sveitarinnar er sótt í teiknimyndasögurnar um Ástrík. Lítið liggur fyrir um Hált…

Hálsull (2004-05)

Kvennahljómsveit úr Kópavogi starfaði á árunum 2004 og 05 undir nafninu Hálsull en hún var skipuð stúlkum sem þá voru um sextán ára aldur. Hálsull var stofnuð sumarið 2004 og voru meðlimir hennar Valdís Ýr [Vigfúsdóttir?] gítarleikari, Aníta Björk [?] bassaleikari, Tinna [?] trommuleikari, Maríanna [?] gítarleikari og Ingibjörg [?] söngkona. Þannig var sveitin skipuð…

Hálfköflóttir (1997-99)

Pöbbasveitin Hálfköflóttir starfaði um þriggja ára skeið fyrir síðustu aldamót og var einkum á höfuðborgarsvæðinu við spilamennsku en fór einnig út á landsbyggðina s.s. til Ísafjarðar, Vestmannaeyja og víðar. Hálfköflóttir (starfandi 1997-99) voru fyrst um sinn að minnsta kosti dúett, skipaður þeim Óla Pétri [?] og Inga Val [Grétarssyni] en þeir lögðu áherslu á írskættaða…

Háspenna lífshætta [3] (1992)

Árið 1992 starfaði hljómsveit undir nafninu Háspenna lífshætta en ekkert annað liggur fyrir um hana. Óskað er því eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hvar og hvenær hún starfaði auk annarra upplýsinga sem þættu við hæfi í umfjölluninni.

Háspenna lífshætta [2] (1985)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í Vogum á Vatnsleysuströnd vorið 1985 undir nafninu Háspenna lífshætta. Hér er óskað eftir nöfnum liðsmanna sveitarinnar, hljóðfæraskipan og starfstíma sveitarinnar auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Háspenna lífshætta [1] (1980-81)

Hljómsveitin Háspenna lífshætta var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1980 til 81 og var tónlist hennar undir nýbylgjuáhrifum, ekki er ljóst hver tengsl þessarar hljómsveitar og Jam ´80 voru en sveitirnar virðast hafa verið starfandi á sama tíma og skipuð sama mannskap. Sveitin var skipuð fimmtán og sextán ára unglingum sem flestir áttu eftir að…

Háspenna (um 1970)

Fyrir margt löngu starfaði hljómsveit á Sauðárkróki undir nafninu Háspenna, sveitin var líkast til ein allra fyrsta unglingahljómsveit þeirra Skagfirðinga en liðsmenn hennar voru líklega á aldrinum 12 til 14 ára. Háspenna var stofnuð árið 1969 eða 70 og starfaði líklega til 1971 en hún hafði m.a. á efnisskrá sinni lög með Creedence Clearwater Revival.…

Hártopparnir (1986-87)

Hljómsveit sem bar nafnið Hártopparnir var skólahljómsveit Grunnskólans á Blönduósi veturinn 1986-87 og lék um vorið undir söng keppenda í söngvakeppninni Blönduvision en sú keppni hefur verið hefð í þorpinu í áratugi. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Hártoppanna, starfstíma sveitarinnar og annað sem heima ætti í þessari umfjöllun.

Afmælisbörn 8. nóvember 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Torfi Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall í dag en fáir hafa líklega leikið á bassa og gítar með jafnmörgum pöbbasveitum og hann, þeirra á meðal má nefna sveitir eins Droplaugu, Rósina, Glæsi, Marz, Systur Söru, Venus, Borgarsveitina, Dansbandið, ET-bandið og Melódíku. Torfi er…

Afmælisbörn 7. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Óttarr Ólafur Proppé fyrrverandi alþingismaður og söngvari Ham, Funkstrasse, Rass, Dr. Spock, Drullu o.fl. er fimmtíu og fimm ára gamall á þessum degi. Margir þekkja hann einnig sem prófessorinn á Diskóeyjunni og enn fleiri muna eftir honum í bakraddahlutverki í Eurovision keppninni með Pollapönkurunum. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari…

Afmælisbörn 6. nóvember 2023

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen fagnar sextíu og eins árs afmæli í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði Júníusdóttur en…

Iceland Airwaves 2023 – Tónlistin í myndum

Iceland Airwaves hefur verið í fullum gangi um helgina og hefur miðbærinn verið fullur af fólki sem þeytist á milli tónleikastaða til að líta hljómsveitir og tónlistarfólk úr öllum áttum augum – fjölbreytnin er mikil og enn er hægt að kíkja á off venue atburði þennan sunnudaginn. Glatkistan var á ferðinni sem fyrr og tók…

Afmælisbörn 5. nóvember 2023

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Viðar Jónsson tónlistarmaður er sjötíu og sex ára gamall í dag. Viðar hefur mestmegnis verið viðloðandi pöbbabransann í gegnum tíðina, hann hefur leikið og sungið með fjölda sveita til langs tíma auk þess að starfa eins síns liðs. Meðal sveita sem Viðar starfaði með…

Afmælisbörn 4. nóvember 2023

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Það er ljóðskáldið Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum (1899-1972) sem hefði átt afmæli þennan dag. Fjöldi tónlistarfólks hefur í gegnum tíðina fært ljóð Jóhannesar í lagaform og gefið út á plötum, þeirra á meðal má nefna Valgeir Guðjónsson sem reyndar á að baki þrjár plötur byggðar…

Iceland Airwaves 2023 – Veisla framundan

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er komin í fullan gang en hún var sett opinberlega í gær, fimmtudag – fyrstu viðburðirnir fóru þó fram á miðvikudaginn. Veislan heldur áfram og meðal þess sem sjá má og heyra í dag og í kvöld má nefna Kira Kira og Heklu í Fríkirkjunni, Sigrúnu Stellu og Gróu í Gamla bíói,…

Afmælisbörn 3. nóvember 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er þrjátíu og sjö ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt tónskáld og tónlistarmaður, gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit…

Afmælisbörn 2. nóvember 2023

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar átta talsins: Troels Bendtsen á stórafmæli í dag en hann er áttræður. Troels var einkum þekktur fyrir framlag sitt í Savanna tríóinu og Þremur á palli en báðar sveitirnar nutu vinsælda á sjöunda áratugnum, síðarnefnda sveitin starfaði einkum í nánu samstarfi við Jónas Árnason og leikhúsið en allir…

Harmonikufélag Rangæinga [félagsskapur] (1985-)

Harmonikufélag Rangæinga var um langt árabil meðal virkustu félaga af því taginu en nokkuð hefur dregið úr starfinu á allra síðustu árum. Félagið var stofnað vorið 1985 að frumkvæði Valdimars Auðunssonar harmonikkuleikara frá Dalseli í Landeyjum en hugmyndin hafði komið upp í tengslum við sjötugs afmæli hans, um áttatíu manns komu að stofnun félagsins. Valdimar…

Harmonikufélag Selfoss [félagsskapur] (1991-)

Harmonikufélag Selfoss hefur í gegnum tíðina verið nokkuð öflugt í starfsemi sinni þegar á heildina er litið þótt vissulega hafi skipst á skin og skúrir hjá því. Félagið var stofnað haustið 1991 undir nafninu Félag harmonikuunnenda á Selfossi og nágrenni (F.H.S.N.) og starfaði reyndar undir því nafni allt til ársins 2003 að því var breytt…

Harmonikufélag Rangæinga [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmonikufélag Rangæinga – Harmonikufélag Rangæinga Útgefandi: Harmonikufélag Rangæinga Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga – Trimmað á góunni 2. Hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga – Vorkvöld 3. Grétar Geirsson – Skafrenningsræll 4. Hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga – Í Landmannalaugum 5. Grétar Geirsson – Túristatangó 6. Hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga – Muskat ramble 7. Grétar Geirsson –…

Harmonikufélag Selfoss [félagsskapur] – Efni á plötum

Harmonikufélag Selfoss – Vangaveltur Útgefandi: Harmonikufélag Selfoss Útgáfunúmer: HFS cd 1 Ár: 2013 1. Vangaveltur 2. Rúmbusyrpa 3. Lyft og togað 4. Sveifluskot 5. EL Choclo 6. Oliverssyrpa 7. Calle Schewens vals 8. Mantsalan harmonikkojen polkka 9. Horft í eldinn 10. Kvöld við Úlfljótsvatn 11. Swingsyrpa 12. Fly me to the moon 13. Autumn leaves…

Hawaii tríóið (1952-53)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hawai tríóið en hún starfaði líkast til á Akranesi á árunum 1952-53, hugsanlega lengur. Það munu hafa verið þeir Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari, Ole Ostergaard trommuleikari og Helga Jónsdóttir sem myndu tríóið, að minnsta kosti þegar þau léku í útvarpsþætti hjá Pétri Péturssyni árið…