Hawaii-kvartett (1946-50)

Hljómsveit sem bar nafnið Hawaii kvartett (Hawaii kvartettinn, Havai kvartett og fleiri svipuð nöfn) var starfrækt á síðari hluta fimmta áratugs síðustu aldar og naut töluverðra vinsælda á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún lék á margvíslegum skemmtunum og dansleikjum, oft ásamt sönghópnum Öskubuskum. Það mun hafa verið Hilmar Skagfield (sonur Sigurðar Skagfield söngvara) sem stofnaði sveitina…

BandAIDS (2013-18)

Hljómsveitin BandAIDS var starfrækt innan heilbrigðisgeirans, fjölskipuð læknum og læknanemum og starfaði á árunum 2013 til 19. Þessi sveit kom fram á ýmsum skemmtunum tengdum læknastéttinni, árshátíðum og slíku og mun hafa verið þekktari fyrir líflega spilagleði en slípaðan tónlistarflutning eins og meðlimir sveitarinnar hafa komist sjálfir að orði. BandAIDS var stofnuð í árslok 2013…

Hálf sex (1975-81)

Litlar upplýsingar er að finna um danshljómsveit sem starfaði undir nafninu Hálf sex, líkast til á Kirkjubæjarklaustri eða þar í kring um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda. Hálf sex var líklega stofnuð árið 1975 og spilaði nokkuð næstu árin en virðist svo hafa verið endurvakin árið 1981…

Hálf klökkir (1997)

Hljómsveit sem bar heitið Hálf klökkir starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1997 en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit en að hún lék á The Dubliner um það leyti ásamt blúshljómsveit – ekkert verður þó ráðið af því hvort Hálf klökkir hafi einnig verið blúsaðir en nafn sveitarinnar gæti þó jafnvel bent til þess. Óskað…

Háeyrarkvartettinn (1994-96)

Háeyrarkvartettinn (Háeyrarkvintettinn) starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og var settur saman sérstaklega fyrir djass- og myndlistarhátíðina Dagar lita og tóna í Vestmannaeyjum en þar lék sveitin að minnsta kosti í tvígang, árið 1994 og 96. Það var Sigurður Guðmundsson, kenndur við Háeyri í Vestmannaeyjum sem var eins konar hljómsveitarstjóri og var sveitin því…

Hazk (1983)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem spilaði líklega einhvers konar þungt rokk og starfaði snemma árs 1983 og eitthvað fram á vor undir nafninu Hazk en sveitin lék þá í fáein skipti á Hótel Borg. Hér vantar upplýsingar um hljómsveitarmeðlimi Hazks, hljóðfæraskipan og annað sem þætti við hæfi í umfjöllun um sveitina.

Hálfbræður (1974-75)

Hálfbræður er fyrirbæri sem skemmti víða um höfuðborgarsvæðið um eins árs skeið í kringum miðjan áttunda áratug síðustu aldar, en erfitt er að skilgreina hvers eðlis fyrirbærið var. Hálfbræður urðu til innan Menntaskólans við Hamrahlíð og komu fyrst fram að því er virðist á innanskólaskemmtun um haustið 1974 og þá sem karlakór – litlu síðar…

Afmælisbörn 1. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins hjá Glatkistunni að þessu sinni eru átta talsins: Jón Sigurbjörnsson söngvari, leikari og hestamaður hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Jón var fæddur á þessum degi 1922, nam leiklist í Bandaríkjunum og samhliða því lærði hann söng. Hann hélt áfram söngnámi á Ítalíu og hér heima en vann þó fyrst…

Iceland Airwaves 2023

Hin árlega tónlistarveisla Iceland Airwaves er handan við hornið og eins og oft áður verður Glatkistan á ferð með myndavélina á lofti um þessa miklu tónleikahelgi. Veislan hefst á morgun miðvikudag með fjölda tónlistarviðburða en hátíðin verður svo sett formlega á fimmtudaginn og heldur áfram með samfleytu tónleikahaldi fram á sunnudag þar sem fjöldi íslenskra…

Afmælisbörn 31. október 2023

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Grétar Geirsson harmonikkuleikari í Áshól er áttatíu og sex ára gamall í dag. Grétar sem er með þekktari harmonikkuleikurum landsins hefur verið framarlega í félagsstarfi þeirra en einnig má heyra leik hans á fjölmörgum plötum s.s. Harmonikkufélags Rangæinga, Karlakórs Rangæinga, Félags harmonikkuunnenda, Sigfúss Ólafssonar, Ara Jónssonar…

Afmælisbörn 30. október 2023

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hafnfirðingurinn Jón Ragnar Jónsson eða bara Jón Jónsson fagnar þrjátíu og átta ára afmæli sínu á þessum degi. Jón skaust fram á sjónarsviðið með hljómsveit sinni árið 2010 sem einmitt hét Jón Jónsson, og í kjölfarið hófst sólóferill hans með plötunni Wait for fate ári síðar…

Afmælisbörn 29. október 2023

Að þessu sinni eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorvaldur Halldórsson söngvari frá Siglufirði er sjötíu og níu ára gamall í dag. Þorvald þekkja auðvitað allir fyrir lagið Á sjó, sem gefið var út 1966 en þá þegar var hann orðinn einn ástsælasti söngvari landsins. Þorvaldur lék á gítar og bassa, og söng með sveitum…

Afmælisbörn 28. október 2023

Afmælisbörn dagsins eru átta talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og sex ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…

Myrkvi sendir frá sér breiðskífuna Early warning

Hljómsveitin Myrkvi sendir í dag frá sér plötuna Early warning en það er önnur breiðskífa sveitarinnar. Það eru þeir Magnús Thorlacius og Yngvi Holm sem skipa Myrkva en þeir félagar voru áður hluti af hljómsveitinni Vio sem sigraði Músíktilraunir vorið 2014 og var ári síðar tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna  sem „bjartasta vonin“, efni plötunnar var að…

Afmælisbörn 27. október 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex að þessu sinni: Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari úr Sálinni hans Jóns míns er sextugur og fagnar því stórafmæli í dag. Jens vakti fyrst athygli með Das Kapital þar sem hann lék saxófónssólóið í laginu Blindsker en síðar lék hann með hljómsveitum eins og Faraldi, Strákunum, Lost, Klakabandinu, Fínt fyrir þennan…

Afmælisbörn 26. október 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru: Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur…

Haraldur Sigurðsson [2] (1942-)

Flestir þekkja nafn Haraldar Sigurðsson, Halla – sem helminginn af tvíeykinu Halli og Laddi og einnig sem einn þremenninganna í HLH-flokknum, hann var í þeim í eins konar „skuggahlutverkum“ og sjaldnast í aðal sviðsljósinu en þegar grannt er skoðað á Halli býsna merkilegan og vanmetinn söng- og skemmtikraftaferil sem á skilið miklu meiri athygli en…

Haraldur Sigurðsson [2] – Efni á plötum

Halli, Laddi og Gísli Rúnar – Látum sem ekkert C Útgefandi: Ýmir / Arpa Útgáfunúmer: Ýmir 002 / PAR CD 1003 Ár: 1976 / 1998 1. Látum sem ekkert C, gefum ýmislegt í skyn en tökum því heldur fálega ha ha ha 2. Túri klúri eða Arthúr J. Sívertsen hinn dónalegi 3. Sveinbjörn Briem (hjónadj.) 4. Leifur óheppni…

Haraldur Gunnar Hjálmarsson – Efni á plötum

Sigmundur Júlíusson og Haraldur Gunnar Hjálmarsson – Simmi Júl. og Halli Gunni spretta úr spori Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 1. Á hörpunnar óma 2. Bátsmannsvalsinn eftir Ágúst Guðmundsson 3. Undir bláhimni 4. Þú sæla heimsins svala lind 5. Alparós 6. Er leiðist mér heima 7. Frostrósir 8. Komdu inn í kofann…

Haraldur Gunnar Hjálmarsson (1955-)

Litlar upplýsingar liggja fyrir um tónlistarmanninn Harald Gunnar Hjálmarsson en hann hefur sent frá sér eina plötu í samstarfi við Sigmund Júlíusson. Haraldur Gunnar er fæddur 1955 á Siglufirði og starfaði að öllum líkindum eitthvað með unglingahljómsveitum þar í bæ. Hann fluttist til Danmerkur rétt um 1970 ásamt fjölskyldu sinni en hann var sjónskertur og…

Haraldur Guðni Bragason – Efni á plötum

Haraldur Guðni Bragason – Embla Útgefandi: Haraldur G. Bragason Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Birta 2. Eltingarleikur 3. H.B. blues 4. Hölt fluga 5. Bara 6. Fok 7. Eni-meni 8. 1966 Flytjendur: Haraldur Guðni Bragason – allur flutningur Haraldur Guðni Bragason – Askur Útgefandi: Haraldur G. Bragason Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2001 1. Hugleiðing…

Haraldur Guðni Bragason (1947-2009)

Tónlistarmaðurinn Haraldur Guðni Bragason fór eins og svo margir slíkir um víðan völl á ferli sínum en hann starfaði sem tónlistarmaður, tónlistarkennari og -skólastjóri, organisti og kórstjóri auk þess sem hann sendi frá sér tvær plötur. Haraldur Guðni Bragason fæddist á Vopnafirði vorið 1947 og var á sínum yngri árum í hljómsveitum fyrir austan en…

Hate [2] (1997)

Hljómsveitin Hate frá Akureyri var skammlíf sveit eða öllu heldur sveit sem um tíma hafði gengið undir nafninu Stonehenge og átti eftir að taka upp nafnið Shiva. Hate nafnið mun einungis hafa verið notað í skamman tíma haustið 1997 og lék hún undir því nafni einu sinni sunnan heiða áður en hún varð að Shiva.…

Hate [1] (1993)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem var starfrækt haustið 1993 undir nafninu Hate en sveitin lék um það leyti á Listahátíð Fellahellis í Breiðholti ásamt öðrum sveitum í þyngri kantinum. Ekkert liggur fyrir annað um Hate en nafnið og því óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti við…

Hattímas (1974-77)

Unglingahljómsveit starfaði í Kópavogi um nokkurra ára skeið undir nafninu Hattímas en hún skartaði m.a. ungum tónlistarmönnum sem síðar urðu þekktir. Svo virðist sem sveitin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið vorið 1974 þegar hún keppti í hæfileikakeppni í Kópavoginum og hafnaði þar í þriðja sæti, ekki er getið um meðlimi sveitarinnar þar en næst…

Haustfagnaður (1981)

Haustið 1981 fór hópur um landsbyggðina undir nafninu Haustfagnaður undir þeim formerkjum að skemmta lýðnum með skemmtana- og dansleikjahaldi. Hér voru á ferð Baldur Brjánsson töframaður, tvíburarnir Hörður og Haukur Harðarsynir sem sýndu bardagalistir og svo hljómsveitin Glæsir sem lék á dansleikjum á eftir. Svo virðist sem fyrirhugaður túr um alla landsfjórðunga hafi ekki verið…

Haugur og heilsubrestur – Efni á plötum

Haugur og heilsubrestur – Textar og lög Útgefandi: Haugur Útgáfunúmer: Haugur 2000 Ár: 2000 1. Bla dí bla da 2. Góðærið 3. Hrekkjum 4. Lalli lögga 5. Morgan Kane 6. Steravaktin 7. Stéttarvitund 8. Systa 9. Whiskey 10. Þorgeir og smalinn Flytjendur: Bjarni Þórðarson – [?] Einar Friðjónsson – [?] Óskar Ellert Karlsson – [?]…

Haugur og heilsubrestur (1999-2000)

Haugur og heilsubrestur var tríó (líklega upphaflega dúett) sem kom að öllum líkindum aldrei fram opinberlega en sendi frá sér efni í kringum aldamót, óljóst er þó hins vegar hvenær nákvæmlega sveitin starfaði. Í heimild er tónlist sveitarinnar skilgreind sem diskópönk og var hún líklega að mestu samin af Bjarna Þórðarsyni (Bjarna móhíkana), aðrir meðlimir…

Hattarnir (1997)

Hattarnir er eitt af nokkrum nöfnum sem þeir félagar, Halldór Olgeirsson og Sveinn Guðjónsson hafa notað við pöbbaspilamennsku en þeir hafa einnig komið fram undir nöfnunum Svenni og Halli, Svenson og Hallfunkel, Gömlu brýnin og eitthvað meira. Hattanafnið notaði tvíeykið haustið 1997 þegar þeir skemmtu á Gullöldinni í nokkur skipti.

Hawaístjörnur (1964)

Haustið 1964 lék hljómsveit í útvarpssal undir nafninu Hawaístjörnur. Ekki finnast neinar upplýsingar um þessa sveit aðrar en að hún er sögð vera gítarhljómsveit, og er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um hana s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan, hversu lengi hún starfaði o.s.frv.

Afmælisbörn 25. október 2023

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Skúli Gautason tónlistarmaður og leikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Skúli hefur sungið, leikið og samið tónlist með ýmsum hljómsveitum s.s. Sniglabandinu, Rjúpunni, Útlögum og Púngó & Daisy, og margir muna eftir honum í eftirminnilegum útvarpsþáttum Sniglabandsins. Þess má geta að Skúli söng upprunalegu útgáfuna af laginu Jólahjóli…

Afmælisbörn 24. október 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék…

Afmælisbörn 23. október 2023

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…

Afmælisbörn 22. október 2023

Fjórir tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sextíu og níu ára gamall á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi…

Afmælisbörn 21. október 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur á fimmtíu og eins árs afmæli á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má nefna Brúðkaup…

Afmælisbörn 20. október 2023

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona á fimmtíu og tveggja ára afmæli í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Afmælisbörn 19. október 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Haraldur Reynisson (1966-2019)

Haraldur Reynisson (Halli Reynis) var afar afkastamikill tónlistarmaður bæði hvað varðar útgáfu og spilamennsku og naut hann töluverðra vinsælda og virðingar í tónlistarheiminum. Hann sendi frá sér tíu plötur, þar af átta sólóplötur og fjölmörg laga hans hafa notið vinsælda. Haraldur var fæddur í Reykjavík (1966) og skilgreindi sig sem Breiðhylting en þar bjó hann…

Han Solo (2001-05)

Hljómsveit sem skilgreind var sem nýbylgjurokksveit starfaði í upphafi aldarinnar, á árunum 2001 til 2005 undir nafninu Han Solo. Sveitin er framan af sögð vera úr Vesturbæ Reykjavíkur en síðar undantekningalaust sögð vera úr Hafnarfirðinum, ekki er því skotu fyrir það lokið að um tvær sveitir sé að ræða. Meðlimir Han Solo voru þeir Sveinn…

Haraldur Reynisson – Efni á plötum

Halli Reynis – Undir hömrunum háu Útgefandi: Haraldur Reynisson Útgáfunúmer: HRCD 001 Ár:1993 1. Þjóðarsálin 2. Lestin brunar 3. Frystihúsabragur 4. Undir hömrunum háu 5. Öðruvísi en ég 6. Sumarið okkar 7. Veður 8. Nema eitt og eitt 9. Falleg augu þín 10. Ég vildi að ég væri Flytjendur: Haraldur Reynisson – söngur, kassagítar, munnharpa…

Haraldur Björnsson – Efni á plötum

Haraldur Björnsson – Haraldur Björnsson leikur á harmóníku Útgefandi: Sigurjón Samúelsson Útgáfunúmer: SS 015 Ár: 2005 1. Hvíslað um nótt 2. Tromsö valsinn 3. Pottpori 4. Laugardalsvalsinn 5. Óþekktur mars 6. Farmaðurinn 7. Minjentas rönlander 8. Ungum svanna af alhug unni 9. Sharita 10. Niður hjarnið 11. Ljósbrá 12. Margrétarvalsinn 13. Deiro marsinn 14. Óþekktur…

Haraldur Björnsson (1910-96)

Haraldur Björnsson var húsvískur harmonikkuleikari sem var virkur í samfélagi harmonikkuleikara í Suður-Þingeyjarsýslu en var líklega þekktari fyrir að fara við annan mann umhverfis landið með harmonikkutónleika. Haraldur var Húsvíkingur, fæddur sumarið 1910 og lærði sem barn lítillega á orgel en bæði faðir hans og bróðir léku á harmonikkur. Fjórtán ára eignaðist hann sína fyrstu…

Han Solo – Efni á plötum

Han Solo – Demo [ep] Útgefandi: Han Solo Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 1. Intro 2. Tower zinger 3. Clint 4. Naldi 5. Gorbachev 6. Sportarinn 7. Istanbul blues Flytjendur: Símon Elvar Rúnarsson – trommur Sveinn Marteinn Jónsson – gítar Teitur Árnason – bassi

Hassansmjör (um 1970)

Hassansmjör var sönghópur (að öllum líkindum) starfræktur innan Menntaskólans við Hamrahlíð um eða fljótlega eftir 1970 og var eins konar forveri Spilverks þjóðanna eða jafnvel milliliður hinna upprunalegu Stuðmanna og Spilverksins. Meðlimir Hassansmjörs voru þeir Ragnar Daníelsen, Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson auk þess sem Sesselja [?] fiðluleikari og Sigga [?] sellóleikari voru viðloðandi sveitina.…

Hass (1983)

Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar Hass sem starfrækt var sumarið 1983 í Stykkishólmi en þá kom sveitin fram á 17. júní dansleik í þorpinu. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið tíu og ellefu ára gamlir en ekkert annað liggur fyrir um þessa hljómsveit.

Harvey Árnason (?)

Fáar heimildir er að finna um vestur-íslenskan söngvara, Harvey Árnason sem kom til Íslands haustið 1961 og starfaði hér sem söngvari um nokkurra mánaða skeið, og er hér óskað eftir frekari upplýsingum um hann. Harvey Árnason er fæddur í kringum 1935 en hann kom hingað til lands 27 ára gamall, hann var þá sagður eiga…

Harpa [3] (1933-40)

Kvennakór var starfræktur um nokkurra ára skeið á Akureyri á fjórða áratug síðustu aldar og gekk hann undir nafninu Harpa þegar hann loks hlaut nafn. Kórinn hafði verið stofnaður af Áskeli Snorrasyni innan verkakvennafélagsins Einingar á Akureyri árið 1933 og söng hann undir stjórn Áskels á skemmtunum og samkomum félagsins, nokkur ár liðu uns kórinn…

Harmoníkan [fjölmiðill] (1986-2001)

Um fimmtán ára skeið kom tímaritið Harmoníkan út en það var eins konar málgagn harmonikkuleikara og -unnenda hér á landi. Hugmyndin um sértækt harmonikkublað mun hafa komið upp í kjölfar hvatningar frá sænska harmonikkuleikaranum Lars ek sem var staddur hérlendis um miðjan níunda áratuginn. Það voru þeir Hilmar Hjartarson og Þorsteinn R. Þorsteinsson sem voru…

Hassbræður (1998-99)

Hassbræður var tríó þeirra bræðra Jóns Atla og Péturs Jónassonar auk Arnþórs Sævarssonar en um eins konar rafsveit var að ræða. Þeir félagar störfuðu á árunum 1998 til 99 að minnsta kosti og komu út tvö lög (endurvinnslur) í meðförum þeirra, annars vegar lag Jóhanns G. Jóhannssonar – First impression??? á safnplötunni Neistar og hins…

Hat tric (1980)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1980 undir nafninu Hat tric. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hvar hún starfaði, hversu lengi, hverjir skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var.