Hat tric (1980)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1980 undir nafninu Hat tric. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hvar hún starfaði, hversu lengi, hverjir skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var.

Afmælisbörn 18. október 2023

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Afmælisbörn 16. október 2023

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er þrjátíu og þriggja ára gömul í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies…

Afmælisbörn 15. október 2023

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og sex ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er sextugur og fagnar því stórafmæli. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á sínum tíma…

Afmælisbörn 13. október 2023

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sjötíu og eins árs gamall í dag. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að…

Afmælisbörn 12. október 2023

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Hannes Jón Hannesson (1948-)

Hannes Jón Hannesson hefur e.t.v. ekki verið mest áberandi tónlistarmaðurinn í gegnum tíðina en hann hefur þó starfað með nokkrum þekktum hljómsveitum, samið þekkt lög og gefið út tvær sólóplötur svo dæmi séu nefnd. Hannes Jón Hannesson fæddist haustið 1948 og er af þeirri kynslóð sem kennd er við Bítlana, þannig kom hann fyrst fram…

Hannes Jón Hannesson – Efni á plötum

Hannes Jón Hannesson – Tileinkun [ep] Útgefandi: Ljúfan Útgáfunúmer: L 100 Ár: 1971 1. Tileinkun 2. Fækkaðu fötum 3. Það (harðbannað) Flytjendur: Hannes Jón Hannesson – söngur og gítar [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Hannes Jón Hannesson – Hannes Jón Hannesson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 052 Ár: 1972 1. Hvatning 2. Jósefína 3.…

Hallgrímur Guðsteinsson (1965-)

Nafn tónlistarmannsins Hallgríms Guðsteinssonar hefur ekki farið mjög hátt en ein smáskífa hefur litið ljós í hans nafni, hann hefur þó komið víða við í tónlistnni. Hallgrímur Guðsteinsson er fæddur árið 1965 og bjó fyrstu æviár sín á Suðureyri við Súgandafjörð en flutti með fjölskyldu sinni suður á höfuðborgarsvæðið, og bjó hann í Kópavogi á…

Hallgrímur Guðsteinson – Efni á plötum

Hallgrímur Guðsteinsson – Grímsævintýr [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2008 1. Um ástina 2. Lítill fugl Flytjendur: Eyrún Arnarsdóttir – söngur Egill Ólafsson – söngur Eyþór Gunnarsson – píanó Hallgrímur Guðsteinsson – gítar Tómas M. Tómasson – bassi

Hans Jensson – Efni á plötum

Hans Jensson – Hansi Útgefandi: Hans Jensson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2017 1. Girl from Ipanema 2. Day‘s of wine and roses 3. Bésame mucho 4. Án þín 5. Amor amor 6. Kiss the boys goodbye 7. Black orpheus 8. Fly me to the moon 9. Meditation 10. Undir Stórasteini 11. Strangers in the night…

Hans Jensson (1941-)

Saxófónleikarinn Hans Jensson gerði garðinn frægan með Lúdó sextett hér í eina tíð, hin síðari ár hefur hann tekið hljóðfærið aftur fram og hefur m.a. sent frá sér sólóplötu með saxófónleik. Hans Þór Jensson er fæddur haustið 1941 í Reykjavík og byrjaði um fjórtán ára aldur að blása í saxófón, hann lærði fyrst á hljóðfærið…

Harmonikufélag Stykkishólms [félagsskapur] (1984-2007)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Harmonikufélag Stykkishólms en félagið var stofnað árið 1984 og starfaði að líkindum til 2007, e.t.v. lengur. Formaður félagsins var alla tíð Hafsteinn Sigurðsson tónlistarkennari í Stykkishólmi, hann lést 2012 en félagið var þá líklega hætt störfum nokkrum árum fyrr. Ekkert annað liggur fyrir um Harmonikufélag Stykkishólms, hvorki um…

Harmoníkufélag Hveragerðis [félagsskapur] (1983-95)

Harmonikkufélag var starfrækt í Hveragerði í liðlega áratug undir nafninu Harmoníkufélag Hveragerðis, nafni þess var reyndar eftir nokkurra ára starfsemi breytt í Harmoníkuunnendur Hveragerðis en hér verður umfjöllunin undir fyrra nafninu. Það mun hafa verið Kristján Ólafsson sem var aðal hvatamaður að stofnun Harmoníkufélags Hveragerðis haustið 1983 en hann var jafnframt fyrsti formaður félagsins. Félagið…

Harmonikufélag Vestfjarða [félagsskapur] (1986-)

Harmonikufélag Vestfjarða hefur verið starfrækt vestur á fjörðum til fjölda ára og telst meðal elstu starfandi harmonikkufélaga landsins. Harmonikufélag Vestfjarða var stofnað haustið 1986 og voru stofnfélagar þess tuttugu og átta talsins en þeir voru frá Ísafirði, Bolungarvík og Þingeyri. Ásgeir S. Sigurðsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins en hann átti eftir að gegna því…

Harmonikufélagið Léttir tónar [félagsskapur] (1993-2006)

Óskað er eftir upplýsingum um félagsskap sem bar nafnið Harmonikufélagið Léttir tónar. Félagið var starfrækt í Reykjavík, stofnað vorið 1993 og starfaði til ársins 2006 að minnsta kosti en Grétar Sívertsen var í forsvari fyrir það alla tíð, engar heimildir er að finna hins vegar um starfsemi þess eða hvort einhverjir viðburðir eða eiginlegt félagsstarf…

Harmonikuunnendur Vesturlands [félagsskapur] (1979-)

Félagsskapurinn Harmonikuunnendur Vesturlands hefur verið starfræktur síðan 1979 en félagið er eitt elsta sinnar tegundar hérlendis. Harmonikuunnendur Vesturlands var stofnað vorið 1979 á Hvanneyri í Borgarfirði og voru stofnmeðlimir tólf talsins, meðlimir félagsins hafa líklega flestir verið á sjötta tug talsins en hefur fækkað verulega þar sem lítil endurnýjun hefur átt sér stað innan þess…

Harmonikufélagið Viktoría [félagsskapur] (1979-90)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um Harmonikufélagið Viktoríu sem starfaði á Seyðisfirði líklega um ríflega áratugar skeið seint á síðustu öld. Fyrir liggur að Harmonikufélagið Viktoría var stofnað 1979 af Hreggviði Jónssyni en hann gegndi fyrstur formennsku í félaginu, um fimmtán manns voru í Viktoríu ári síðar en aðrar tölur um félagsmenn liggja ekki fyrir.…

Harmoní (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um danshljómsveit sem var að öllum líkindum starfandi um eða eftir 1990 undir nafninu Harmoní eða jafnvel Harmóný / Harmony. Friðrik G. Bjarnason gítarleikari var einn meðlima sveitarinnar en engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um hana, því er óskað eftir þeim s.s. um aðra meðlimi, hljóðfæraskipan og starfstíma.

Afmælisbörn 11. október 2023

Afmælisbörnin á þessum degi eru sex talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og fimm ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla Sverrisson,…

Afmælisbörn 9. október 2023

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á sinni skrá á þessum degi: Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari fagnar fimmtíu og þriggja ára afmæli í dag. Ingvi Rafn hefur starfað og leikið með ótal hljómsveitum og eru Drykkir innbyrðis, Kókos, Bláa sveiflan, Slikk, Yfir strikið, Signia, Bylting, Hrífa, Tríó Björns Thoroddsen, Blues express og Blúsbræður aðeins hluti þeirra…

Afmælisbörn 8. október 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og fimm ára í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins…

Afmælisbörn 7. október 2023

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og sjö ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…

Afmælisbörn 6. október 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fimmtíu og fimm ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

Afmælisbörn 5. október 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Selfyssingurinn Valur Arnarson fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Valur var söngvari, hljómborðsleikari og trommuleikari með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum sem margar hverjar voru í þyngri kantinum, hér má nefna sveitir eins og Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi…

Hallgrímur Helgason [1] (1914-94)

Dr. Hallgrímur Helgason er með merkari mönnum íslenskrar tónlistarsögu en hann var fyrstur Íslendinga til að bera doktorstitil í tónvísindum, hann var jafnframt tónskáld, tónlistarmaður og framámaður í félagsmálum tónlistarmanna. Hallgrímur Helgason fæddist á Eyrarbakka haustið 1914 en ólst að einhverju leyti upp á Mýrunum, hann var þó kominn til Reykjavíkur þegar hann hóf að…

Hallgrímur Helgason [1] – Efni á plötum

Amma raular í rökkrinu – ýmsir Útgefandi: Hallgrímur Hróðmarsson, Þórhallur Hróðmarsson og Bjarni E. Sigurðsson Útgáfunúmer: HH, ÞH og BS Ár: 1975 1. Sigríður Ella Magnúsdóttir – Amma raular í rökkrinu 2. Kór Langholtskirkju – Mjúkt er svefnsins sængurlín 3. Kór Langholtskirkju – Fagra haust 4. Kór Langholtskirkju – Stundin deyr 5. Sigrún Gestsdóttir – Haustvísa 6. Sigrún…

Hallgrímur Björgólfsson – Efni á plötum

Hallgrímur Björgólfsson – Doctor Blues / I need a woman [ep] Útgefandi: Roady records Útgáfunúmer: RR 101 Ár: 1974 1. Doctor Blues 2. I need a woman Flytjendur: Hallgrímur Björgólfsson – söngur Ómar Óskarsson – píanó Þórður Árnason – gítar Hrólfur Gunnarsson – trommur Gunnar Hermannsson – bassi

Hallgrímur Björgólfsson (1954-)

Hallgrímur Björgólfsson var töluvert þekktur innan tónlistarsenunnar á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, aðallega sem rótari vinsælla hljómsveita en einnig sem tónlistarmaður en henn gaf út eina smáskífu í eigin nafni. Hallgrímur (fæddur 1954) er fóstursonur Björgólfs Guðmundssonar viðskiptamanns og er hálfur Bandaríkjamaður, fæddur vestan hafs. Snemma á áttunda áratugnum hóf hann að róta…

Haraldur Sigurðsson [1] (1892-1985)

Píanóleikarinn Haraldur Sigurðsson var virtur hér á landi enda var hann einn allra fyrstur Íslendinga til að mennta sig í tónlist. Nokkrar útgefnar upptökur eru til með píanóleik hans frá fyrstu áratugum síðustu aldar. Haraldur var fæddur í Hjálmholti í Flóanum í Árnessýslu vorið 1892 og kenndi sig ætíð við Kaldaðarnes en þar bjó hann…

Harbour lights (1966)

Óskað er eftir upplýsingum um söngtríó sem bar nafnið Harbour lights en það söng í fáein skipti í Glaumbæ huastið 1966. Ekki er um frekari upplýsingar að finna um þennan söngflokk og gæti hann allt eins hafa verið af erlendu bergi brotinn.

Haraldur Þorsteinsson (1952-)

Það eru áreiðanlega engar ýkjur að nafn Haraldar Þorsteinssonar bassaleikara kemur einna oftast upp þegar skimað er eftir nöfnum hljóðfæraleikara á plötum en bassaleik hans er líklega að finna á þriðja hundrað platna sem komið hafa út hérlendis, auk þess er leitun að hljóðfæraleikara sem starfað hefur með svo mörgum þekktum hljómsveitum. Það er jafnframt…

Harðfiskar (1986)

Hljómsveit starfaði í Hólabrekkuskóla í Breiðholti árið 1986 undir nafninu Harðfiskar. Sveitin var fimm manna og voru meðlimir hennar Hafsteinn Hafsteinsson söngvari, Ragnar Jónsson gítarleikari og Sigurður Pétursson bassaleikari auk tveggja annarra sem nöfnin vantar á. Harðfiskar gengu síðan í gegnum mannabreytingar og varð hljómsveitin Prima til upp úr þeim, og síðar Fjörkallar. Frekari upplýsingar…

Harmonikufélag Hornafjarðar [félagsskapur] (1994-2012)

Á árunum 1994 til 2012 var starfandi félagsskapur í Hornafirði undir nafninu Harmonikufélag Hornafjarðar. Félagið var stofnað haustið 1994 og voru stofnfélagar sextán talsins, frá upphafi var Björn Sigfússon formaður félagsins og gegndi hann því embætti alla tíð sem það starfaði eða til ársins 2012. Starfsemi Harmonikufélags Hornafjarðar var með hefðbundnum hætti, þar var um…

Harmonia (1926-27)

Haustið 1926 stofnaði Páll Ísólfsson tónskáld og organisti söngfélag sem gekk undir nafninu Harmonia. Söngfélag þetta æfði allan veturinn 1926-27 lengst af í Fríkirkjunni undir stjórn Páls en virðist ekki hafa sungið á opinberum vettvangi, það hætti störfum um vorið og mun ekki hafa byrjað aftur að loknu sumri.

Harðlífi (1987)

Hljómsveitin Harðlífi var skammlíf sveit en hún var í raun undanfari hljómsveitarinnar Græni bíllinn hans Garðars á Bíldudal. Sveitin var stofnuð snemma sumars 1987 og voru meðlimir hennar þeir Bjarni Þór Sigurðsson gítarleikari, Matthías Ágústsson bassaleikari, G. Hjalti Jónsson trommuleikari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari og Þórarinn Hannesson söngvari. Hún hlaut nafn sitt þegar framundan var fyrsti…

Harmonikufélag Reykjavíkur [2] [félagsskapur] (1986-)

Harmonikufélag Reykjavíkur hefur verið eitt allra virkasta harmonikkufélag landsins síðustu áratugina en það hefur komið að því að efla og stuðla að framgangi harmonikkutónlistarinnar með ýmsum og mismunandi hætti s.s. tónleika- og dansleikjahaldi auk kynninga af ýmsu tagi fyrir almenning. Harmonikufélag Reykjavíkur (upphaflega Harmoníkufélag Reykjavíkur) var stofnað sumarið 1986 í kjölfar innri átaka innan Félags…

Afmælisbörn 4. október 2023

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextíu og sex ára gamall í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan…

Afmælisbörn 3. október 2023

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni…

Afmælisbörn 2. október 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm í dag, meirihluti þeirra eru trommuleikarar: Birgir Baldursson trommuleikari á stórafmæli en hann er sextugur í dag. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím,…

Afmælisbörn 1. október 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar þennan fyrsta dag október mánaðar: Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari og tónmenntakennari er fjörutíu og sjö ára á þessum degi. Þráinn hefur komið víða við í fjölbreytileika tónlistarinnar síðan hann lék með unglingahljómsveitinni Pain en þar má nefna sveitir eins og Sága, Klamidía X, Blóð, Innvortis, Kalk, Moonboot, Sikk og…

Afmælisbörn 30. september 2023

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Helgi (Óskar) Víkingsson trommuleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Helgi hefur leikið með fjöldanum öllum af hljómsveitum í gegnum tíðina og hér má nefna sveitir eins og Blúsbrot, VSOP, Örkina hans Nóa, Trassana, Villta vestrið, Dans á rósum, Munkum, Spíritus, Swizz, Nuuk,…

Afmælisbörn 29. september 2023

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og sjö ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 28. september 2023

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og níu ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Hallfreður Örn Eiríksson (1932-2005)

Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur er einn öflugasti safnari þjóðlegs fróðleiks á Íslandi og talið er að hann hafi hljóðritað um þúsund klukkustundir af slíku efni, rímnakveðskap, þjóðlög og aðra alþýðutónlist (s.s. Passíusálma Hallgríms Péturssonar við gömul lög) auk annars þjóðlegs efnis. Hallfreður fæddist árið 1932 að Fossi í Hrútafirði en fluttist ásamt fjölskyldu sinni ungur…

Halldóra Björnsdóttir [annað] (1961-)

Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur er fjarri því að starfa við tónlist, þó hefur komið út plata með henni þar sem hún stjórnar leikfimisæfingum en hún hefur haldið úti Morgunleikfiminni á Rás 1 Ríkisútvarpsins síðan 1987 og jafnframt séð um aðra heilsutengda þætti þar. Platan kom út á vegum Ríkisútvarpsins árið 1998 og bar heitið Morgunleikfimi þegar…

Hallfreður Örn Eiríksson – Efni á plötum

Hallfreður Örn Eiríksson – Frá liðinni tíð: sagnir, kveðskapur og söngur [snælda] Útgefandi: Námsgagnastofnun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1984 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hallfreður Örn Eiríksson Hlýði menn fræði mínu: Gamlar upptökur af sögum, rímum og kveðskap úr fórum Hallfreðar Arnar Eiríkssonar – ýmsir Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar Útgáfunúmer: SAM01…