Iceland Airwaves 2025 – Laugardagur

Þriðji og síðasti myndapakkinn frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni er kominn inn á Facebook-síðu Glatkistunnar – að þessu sinni er að finna nokkrar myndir frá laugardagskvöldinu. Venju samkvæmt var úrval tónlistaratriða mikið.

Afmælisbörn 25. október 2025

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Skúli Gautason tónlistarmaður og leikari er sextíu og sex ára gamall í dag. Skúli hefur sungið, leikið og samið tónlist með ýmsum hljómsveitum s.s. Sniglabandinu, Rjúpunni, Útlögum og Púngó & Daisy, og margir muna eftir honum í eftirminnilegum útvarpsþáttum Sniglabandsins. Þess má geta að Skúli söng upprunalegu útgáfuna af laginu Jólahjóli…

Afmælisbörn 2. október 2025

Afmælisbörn dagsins eru sex í dag, meirihluti þeirra eru trommuleikarar: Birgir Baldursson trommuleikari á sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím,…

Tónleikar til heiðurs Palla Hauks

Blúsunnandinn og stjórnandi hátíðarinnar Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði, Palli Hauks, lést í maí síðastliðinn. Blúsfélag Reykjavíkur blæs til tónleika á Ölveri sportbar föstudagskvöldið 26. september nk. en þeir eru haldnir sem virðingarvottur við Palla og til heiðurs minningu hans. Á svið stíga: Jón Ólafsson – bassi og söngur Ásgeir Óskarsson – trommur Guðmundur Pétursson – gítar…

Afmælisbörn 11. september 2025

Glatkistan hefur að geyma þrjú tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi. Snorri Barón Jónsson fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur á þessum degi. Snorri Barón hefur leikið á gítar í nokkrum sveitum og má til dæmis nefna Moonboots, Hetjur og Trúboðana en hann var jafnframt einn þeirra sem kom að útgáfu tímaritsins Undirtóna á sínum tím.…

Hörður Bragason (1959-)

Tónlistarmaðurinn Hörður Bragason á eins og margir af hans kynslóð tónlistarferil sem spannar afar fjölbreytilegt svið, allt frá pönki til kirkjutónlistar og auðvitað allt þar á milli. Hann þykir jafnframt með skrautlegri karakterum í tónlistinni og fjölbreytileiki tónlistarferils hans ber líklega vitni um að hann tekur að sér hin ólíkustu hlutverk og verkefni. Hörður er…

Hörður Atli Andrésson – Efni á plötum

Hörður Atli Andrésson – Partýlögin hans pabba Útgefandi: Hörður Andrésson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Strandakirkja 2. Sit ég og syrgi 3. Eirðarleysi 4. Til verkamannsins 5. Forstjórar 6. Alice Benbolt 7. Morgunblaðsfrétt 8. Mónakó 9. Svörtu augun Flytjendur: Haraldur Leví Gunnarsson – trommur Smári Guðmundsson – bassi og gítarar Högni Þorsteinsson – rafgítar…

Hörður Atli Andrésson (1958-)

Hörðu Atli Andrésson fyrrverandi sjómaður (fæddur 1958) sendi árið 2009 frá sér sólóplötu með níu lögum, sem bar heitið Partýlögin hans pabba. Á plötunni er að finna lög sem eru að öllum líkindum eftir Hörð sjálfan en ljóðin koma úr ýmsum áttum, Hörður á þar sjálfur einn texta sem og faðir hans Andrés Magnússon. Platan…

Hörður Jónsson – Efni á plötum

Hörður Strandamaður – Mokaðu Útgefandi: Geir, Harpa og Hrafnhildur Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2023 1. Ef þú ert til í allt 2. Þrúgandi þankar 3. Yngismaður 4. Fuglar í búri 5. Uppkynja kynningar 6. Leynt og ljóst 7. Drífðu þig vestur 8. Dimmir af nótt 9. Eymdaróður 10. Knapinn 11. Mokaðu 12. Moldi Flytjendur: Hörður…

Hörður G. Ólafsson (1953-)

Sauðkrækingurinn Hörður G. Ólafsson er líkast til þekktastur fyrir tónsmíði sína Eitt lag enn sem sló rækilega í gegn árið 1990 sem framlag Íslands í Eurovision og hafnaði að lokum í fjórða sæti lokakeppninnar. Hörður hefur þó samið fjölmörg önnur lög og þar af eru nokkur þekkt, auk þess hefur hann sent frá sér sólóplötu…

Hörður G. Ólafsson – Efni á plötum

Hörður G. Ólafsson – Fyrir þig Útgefandi: Hörður G. Ólafsson Útgáfunúmer: HGO 001 Ár: 1998 1. Björgvin Halldórsson – Fyrir þig 2. Sigríður Beinteinsdóttir – Upp á við 3. Pálmi Gunnarsson – Láttu verkin tala 4. Guðrún Gunnarsdóttir og Pálmi Gunnarsson – Svona er lífið 5. Jóhannes Eiðsson – Það falla regndropar 6. Ari Jónsson…

Hörn Hrafnsdóttir (1972-)

Mezzósópran söngkonan og vatnsauðlindarverkfræðingurinn Hörn Hrafnsdóttir hefur á undanförnum áratugum birst við hin og þessi tónlistarverkefni en hún hefur til að mynda stofnað til tónlistarhópa, sungið á tónleikum og fleira. Hörn Hrafnsdóttir er fædd haustið 1972 í Kópavogi en hún hefur mest alla tíð alið manninn þar. Hún byrjaði ung að árum að syngja enda…

Hörður Jónsson (1953-2015)

Hörður Jónsson var alþýðutónlistarmaður sem bjó lengst af á Akranesi en var ættaður úr Árneshreppi á Ströndum og gekk því undir nafninu Hörður Strandamaður. Hann kom oft fram sem trúbador, samdi lög og texta og hluti þeirra kom út á plötu að honum látnum. Hörður Jónsson var fæddur (vorið 1953) og uppalinn á Stóru-Ávík á…

Höskuldur Höskuldsson – Efni á plötum

Hössi – Lóa [3“] Útgefandi: MH records Útgáfunúmer: mhcd001 Ár: 1995 1. Lóa litla á Brú 2. Lóa litla á Brú (instrumental) Flytjendur: Höskuldur Höskuldsson – söngur Máni Svavarsson – allur hljóðfæraleikur og forritun Stefán Hilmarsson – raddir Eyjólfur Kristjánsson – raddir

Höskuldur Lárusson (1969-)

Nafn tónlistarmannsins Höskuldar Arnar Lárussonar poppar reglulega upp í íslenskri tónlist en hann hefur bæði starfað einn og með hinum ýmsu hljómsveitum. Höskuldur Örn Lárusson er fæddur haustið 1969 í Reykjavík en er að mestu uppalinn á Hellu. Það var þó ekki fyrr en að hann var fluttur á höfuðborgarsvæðið að hann lét að sér…

Hörpukórinn [1] (1987)

Upplýsingar óskast um kór sem virðist hafa starfað í Dölunum árið 1987 undir nafninu Hörpukórinn en kór með því nafni söng á skemmtun tengdri Jörfagleði í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal þá um vorið, undir stjórn Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Hörpukórsins er hvergi annars staðar getið í heimildum og gæti hann því annað hvort hafa starfað um…

Höskuldur Höskuldsson (1965-)

Höskuldur Höskuldsson (f. 1965) er nokkuð þekkt nafn innan útgáfubransans í íslenskri tónlist en hann starfaði um árabil sem kynningafulltrúi og útgáfustjóri hjá Steinum, Spori og Senu – eftir að hann hætti hjá Senu árið 2015 gaf hann einnig út fáeinar plötur undir eigin merki, HH hljómplötur. Hann hefur síðustu árin starfað í bókaútgáfubransanum en…

Höskuldur Lárusson – Efni á plötum

Spoon – Spoon Útgefandi: Spoon records Útgáfunúmer: 94JAP016-2 Ár: 1994 1. Da capo 2. Taboo 3. Vibes 4. Tomorrow 5. Awake 6. Brazilian sky 7. Doubts 8. Q no A 9. Observing 10. Adorable 11. So be it Flytjendur: Emilíana Torrini – söngur og raddir Höskuldur Örn Lárusson – gítar, raddir og söngur Friðrik Júlíusson Geirdal –  trommur og slagverk Gunnlaugur…

Höskuldur Skagfjörð (1917-2006)

Leikarinn Höskuldur Skagfjörð Sigurðsson var fæddur (1917) og uppalinn í Skagafirðinum en fluttist suður yfir heiðar á unglingsárum og átti síðan eftir að fara í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og síðan í eins árs leiklistarnám í Danmörku áður en hann hóf að leika, fyrst við Þjóðleikhúsið og síðan hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sjötta áratugnum. Starfsferill hans…

Höskuldur Skagfjörð – Efni á plötum

Höskuldur Skagfjörð – Hve gott og fagurt: Höskuldur Skagfjörð les ljóð Útgefandi: Höskuldur Skagfjörð Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1982 1. Liebestraum 2. Kyssti mig sól 3. Frá liðnu vori 4. Malbik 5. Smáfríð er hún ekki 6. Kveðja 7. Ég bið að heilsa 8. Ung ert þú, jörð mín 9. Úr nótt 10. Minning 11.…

Höskuldur Stefánsson (1930-2005)

Nafn Höskuldar Stefánssonar er vel þekkt um Austfirði enda mætti segja að hann sé einn af frumkvöðlum og framámönnum í tónlistarstarfinu á Norðfirði en hann kom að tónlistinni þar með ýmsum hætti, sem organisti, kórstjóri, lúðrasveitstjórnandi, danshljómsveitarmaður og ýmislegt annað. Höskuldur Stefánsson var fæddur vorið 1930 og uppalinn í Neskaupstað, hann komst í kynni við…

Höskuldur Þórhallsson (1921-79)

Tónlistarmaðurinn Höskuldur Þórhallsson lék með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma en hann var fjölhæfur hljóðfæraleikari, lék bæði danstónlist og klassíska. Höskuldur Þórhallur Lagier Þórhallsson eins og hann hét fullu nafni, fæddist sumarið 1921 og bjó fyrstu sextán ár ævi sinnar í Þýskalandi hjá móður sinni en þar nam hann sellóleik. Árið 1937 kom hann til…

Hölt hóra (2003-06)

Pönkrokksveitin Hölt hóra vakti töluverða athygli í upphafi þessarar aldar og þrátt fyrir fremur ósmekklegt nafn að mati sumra hjálpaði það sveitinni líklega að fanga athygli fólk og koma sveitinni á framfæri – töldu meðlimir sveitarinnar síðar í viðtali. Hljómsveitin var stofnuð í upphafi árs 2003 (hugsanlega jafnvel haustið á undan) í uppsveitum Árnessýslu og…

Hölt hóra – Efni á plötum

Hölt hóra – Vændiskonan [ep] Útgefandi: Hölt hóra Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 1. Vændiskonan Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hölt hóra – Love me like you elskar mig Útgefandi: Hölt hóra Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2005 1. Party through the night 2. Love me like you elskar mig 3. Act of passion 4. Crazy…

Hælsæri – Efni á plötum

Hælsæri – Hælsæri Útgefandi: Hælsæri Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2011 1. Hælsæri, Pt. 1 2. Guð gaf mér eyra 3. Ég er að borða þig 4. Haraldur 5. Í Valhöll við dönsum 6. Aldrei má ég 7. Eltihrellir 8. Einnar nætur gaman 9. Litla sæta góða 10. Rottumaðurinn 11. Kaffilagið 12. Numinn á brott 13.…

Hættuleg hljómsveit (1990-91)

Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson (Megas) sendi sumarið 1990 frá sér tvöfalt albúm sem bar nafnið Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella en sá titill á sér skírskotun í sögurnar um Basil fursta. Nokkur fjöldi tónlistarfólks kom að gerð plötunnar með Megasi en útgáfa hennar var með þeim hætti að hann gaf plötuna út sjálfur og hún…

Hælsæri (2010-)

Rokksveitin Hælsæri hefur starfað um árabil á Akureyri, með hléum en hefur síðustu árin verið virkari í tónleikasenunni en oft áður. Hælsæri var að öllum líkindum stofnuð á Akureyri árið 2009 eða 2010 en hún var komin á skrið í spilamennskunni sumarið 2010, lék þá m.a. á tónlistarhátíðunum Gærunni á Sauðárkróki og Akureyri rokkar um…

Hættuleg hljómsveit – Efni á plötum

Megas – Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella (x2) Útgefandi; HMH Útgáfunúmer: LP001 / LP002 Ár: 1990 1. Pæklaðar plómur 2. Furstinn 3. Greip og eplasafi 4. Rauðar rútur 5. Heilræðavísur: þriðja og síðasta sinni 6. Ekki heiti ég Elísabet 7. Marta smarta: mansöngur 8. Ungfrú Reykjavík 9. Keflavíkurkajablús 1. Styrjaldarminni 2. Hafmeyjarblús 3. Svefn er…

Höfuðlausn [1] (1995-2007)

Djasspíanóleikarinn Egill B. Hreinsson starfrækti hljómsveitir, bæði tríó og kvartetta um langt árabil og er fjallað um tríó hans annars staðar á síðunni – hér eru hins vegar settir undir einn hatt kvartettar Egils en hann kom reglulega fram með slíka á árunum 1995 til 2007, fyrirferðamestur þeirra er kvartettinn Höfuðlausn. Elstu heimildir um kvartett…

Höfuðlausn [1] – Efni á plötum

Egill B. Hreinsson – Og steinar tali… / And stones will speak… Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 211 Ár: 1998 1. Sigrún (Litfríð og ljóshærð) 2. Máninn hátt á himni skín 3. Skólavörðuholtið hátt 4. Litla kvæðið um litlu hjónin 5. Vísur Vatnsenda-Rósu 6. Rokkarnir eru þagnaðir 7. Í dag skein sól 8. Maístjarnan 9. Kvæðið…

Höll vindanna (1987)

Árið 1987 starfaði hljómsveit, að líkindum unglingahljómsveit undir nafninu Höll vindanna, á Sauðárkróki eða nágrenni en þá um haustið lék sveitin á styrktartónleikum á Króknum. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og hver hljóðfæraskipan hennar var, auk annarra upplýsinga sem ættu heima í umfjölluninni.

Hörður Guðmundsson (1928-87)

Sauðkrækingurinn Hörður Guðmundsson var kunnur fyrir hljóðfæraleik sinn en hann starfrækti hljómsveitir á sínum yngri árum, hann var einnig þekktur hagyrðingur. Hörður Guðmundsson (oft kenndur við móður sína og var kallaður Hörður Fríðu) starfaði lengst af ævi sinnar við sjómennsku og verslunarstörf á Sauðárkróki. Hann fæddist vorið 1928 og mun hafa lært tónlist um tveggja…

Hörkutól (um 1998-2009)

Félagsskapur sem nefndist Hörkutól eða Hörkutólafélagið var starfrækt meðal karlkyns kennara við grunnskólann í Stykkishólmi, um og eftir aldamótin 2000, hugsanlega var félagið stofnað haustið 1998 og það starfaði hið minnsta til ársins 2009 en starfsemi þess sneri að einhvers konar gríni í garð karlmennsku og var með margvíslegum hætti. Afar litlar upplýsingar er að…

Hörkutól – Efni á plötum

Hörkutól – [?] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar]  Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hörkutól – Hjálpum þeim Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar]  Ár: 2005 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Hreinn Þorkelsson – [?] Gunnar Svanlaugsson – [?] Eyþór Benediktsson – [?] Trausti Tryggvason – [?] Hallfreður…

Hörmung [1] (um 1976-77)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í grunnskólanum á Skagaströnd undir nafninu Hörmung líklega laust eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, á að giska í kringum 1976 eða 77 – jafnvel síðar en sveitin var eins konar skólahljómsveit þar. Guðmundur Jónsson gítarleikari (síðar í Sálinni hans Jóns míns, GG blús, Kikk o.m.fl.) var…

Hörður Hákonarson (1938-2021)

Hörður Hákonarson ljósmyndari var harmonikkuleikari og lagahöfundur sem ekki fór mikið fyrir en hann vann í nokkur skipti til verðlauna í danslagakeppnum sem haldnar voru sjötta og sjöunda áratugnum, og reyndar einnig síðar. Hörður var Reykvíkingur, fæddur 1938 og var um sextán ára gamall þegar hann hóf að nema harmonikkuleik hjá Karli Jónatanssyni harmonikkuleikara og…

Hörmung [2] (1982-83)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Hörmung, líkast til á Höfn í Hornafirði á árunum 1982 til 83 að minnsta kosti en sveitin lék á dansleik í félagsheimilinu Sindrabæ á Höfn á öðrum degi jóla 1982. Hér er óskað eftir nöfnum meðlima sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma auk frekari upplýsinga sem heima…

Hörmung [3] (2013-15)

Rokkhljómsveitin Hörmung starfaði á Ísafirði á árunum 2013 til 2015 hið minnsta, hugsanlega hefur hún verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Einar Bragi Guðmundsson gítarleikari, Brynjar J. Olsen gítarleikari, Egill Bjarni Vikse hljómborðsleikari [og söngvari?], Slavyan Yordanov bassaleikari og Valgeir Skorri Vernharðsson trommuleikari. Sveitin var nokkuð virk meðan hún starfaði og lék í fjölmörg…

Hörður Áskelsson (1953-)

Framlag Harðar Áskelssonar til tónlistarsamfélagsins og einkum þegar kemur að orgeltónlist og kórstjórnun, verður seint að fullu metið en hann hefur starfað sem organisti, orgelleikari, kórstjórnandi, tónskáld og tónleikahaldari, og auk þess leitt og stofnað til fjölmargra tónlistarhópa, -félaga og -viðburða til að auka veg orgel- og kirkjutónlistar. Hörður Áskelsson er fæddur á Akureyri haustið…

Hörður Áskelsson – Efni á plötum

Hamrahlíðarkórinn – Ljós og hljómar: Hamrahlíðarkórinn syngur jólalög Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: TRG 78009 Ár: 1978 1. Kisa mín 2. Nú kemur heimsins hjálparráð 3. Komið þið hirðar 4. Jólaklukkur kalla 5. Það aldin út er sprungið 6. Ljós og hljómar 7. Ó, Jesúbarnið blítt 8. Puer natus in Betlehem 9. Vér lyftum hug í hæðir 10. Rís lofsöngmál…

Hymnodia Sacra [annað] (1742)

Hymnodia Sacra er pappírshandrit sem geymir merkilegar heimildir um tónlistarsögu Íslands á 18. öld, um er að ræða sálmahandrit með nótum en margir sálmanna eru hvergi varðveittir annars staðar. Það var séra Guðmundur Högnason (1713-95) sem ritaði handritið árið 1742 en hann var um það leyti að taka við prestsembætti í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Guðmundur…

Hymnodia Sacra – Efni á plötum

Kammerkórinn Carmina – Hymnodia Sacra Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SMK 74 Ár: 2010 1. Músíkulof 2. Eilíft lof með elsku hátt 3. Heyr þó, guðs barnið góða 4. Einka réttlætið 5. Jesú sleppa eg vil eigi 6. Einn herra eg best ætti 7. Sæll er hver trú af því auðséna fékk 8. Guð oss sinn lærdóm…

Hypno (2009-14)

Tónlistarmaðurinn Kári Guðmundsson samdi og sendi frá sér tónlist um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld undir nafninu Hypno. Tónlist Hypno var svokölluð dubstep hip hop tónlist en hann hafði verið að semja tónlist í nokkur ár árið 2009 þegar hann kom fyrst fram undir þessu nafni aðeins sextán ára gamall. Þá um sumarið…

Hypno – Efni á plötum

Hypno – Hypnidubs [ep] Útgefandi: Haunted audio recordings Útgáfunúmer: HAR 107 Ár: 2009 1. Elevate 2. Telescope 3. Autumn Flytjendur: Kári Guðmundsson – [?]     Hypno – Over the top [12“] Útgefandi: PTN Útgáfunúmer: PTN003 Ár: 2010 1. Over the top 2. War demons 3. War demons (Julio Bashmore remix) 4. Doo doo Flytjendur:…

Hyskið [1] (1986-90 / 2008-)

Hljómsveitin Hyskið er e.t.v. ekki með þekktustu hljómsveitum landsins en hún átti tryggan hóp aðdáenda á sínum tíma, og sendi m.a.s. frá sér kassettu. Hyskið var stofnuð í Kópavogi árið 1986 og var nokkurs konar afsprengi pönkbylgjunnar sem þó var þá liðin undir lok. Tónlist sveitarinnar var skilgreind sem pönkrokkþjóðlagalegs eðlis og segir sagan að…

Hyskið [1] – Efni á plötum

Hyskið – Best off Útgefandi: Hyskið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Bíllinn hans Högna 2. Sadómasó 3. Ástaróður til 4. Brand new Cadillac 5. Brúsi frændi 6. Brandur minn 7. Hetja norðursins 8. Something else Flytjendur: Benjamín Gíslason – söngur Hallgrímur Guðsteinsson – gítar Bragi Ragnarsson – trommur Ármann Jónasson – bassi Benedikt Sigurðarson…

Högni (1977)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Högna sem starfaði árið 1977 einhvers staðar á austanverðu landinu, hugsanlega Austfjörðum – ekki er um að ræða sömu sveit og gekk undir nafninu Högni hrekkvísi og starfaði á Vopnafirði um sama leyti. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma sveitarinnar og annað sem væri við hæfi í…

Högni hrekkvísi (um 1975-80)

Hljómsveitin Högni hrekkvísi var vinsæl ballhljómsveit sem starfaði á Vopnafirði um fjölmargra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og eitthvað fram á þann níunda – heimildir eru um að sveitin hafi verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1975 til 1980 en þá um sumarið (1980) lék hún á dansleik um verslunarmannahelgina…

Högni Jónsson (1936-2020)

Högni Jónsson annaðist harmonikkuþætti í Ríkisútvarpinu í áratugi, hann var fróðastur flestra um hljóðfærið og lék einnig á harmonikku sjálfur. Högni var fæddur snemma árs 1936 en ekki liggur mikið fyrir um hagi hans. Hann lærði á harmonikku hjá Jan Morávek í kringum 1960 og áður hafði hann einnig notið leiðsagnar hjá Karli Jónatanssyni og…