Afmælisbörn 7. nóvember 2025

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Óttarr Ólafur Proppé fyrrverandi alþingismaður og söngvari Ham, Funkstrasse, Rass, Dr. Spock, Drullu o.fl. er fimmtíu og sjö ára gamall á þessum degi. Margir þekkja hann einnig sem prófessorinn á Diskóeyjunni og enn fleiri muna eftir honum í bakraddahlutverki í Eurovision keppninni með Pollapönkurunum. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari…

Afmælisbörn 6. nóvember 2025

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen fagnar sextíu og þriggja ára afmæli í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði Júníusdóttur en…

Iceland Airwaves 2025

Það er komið að enn einni Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni, þeirri tuttugustu og sjöttu í röðinni en hátíðin hefur verið árviss viðburður síðan 1999 þegar flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli var vettvangur hennar. Hátíðin hófst í dag miðvikudag með nokkrum uppákomum – m.a. á Grund en hún hefst formlega á morgun fimmtudag með þéttri dagskrá á stöðum…

Afmælisbörn 5. nóvember 2025

Sjö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Viðar Jónsson tónlistarmaður er sjötíu og átta ára gamall í dag. Viðar hefur mestmegnis verið viðloðandi pöbbabransann í gegnum tíðina, hann hefur leikið og sungið með fjölda sveita til langs tíma auk þess að starfa eins síns liðs. Meðal sveita sem Viðar starfaði með…

Afmælisbörn 4. nóvember 2025

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Ljóðskáldið Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum (1899-1972) átti afmæli á þessum degi. Fjöldi tónlistarfólks hefur í gegnum tíðina fært ljóð Jóhannesar í lagaform og gefið út á plötum, þeirra á meðal má nefna Valgeir Guðjónsson sem reyndar á að baki þrjár plötur byggðar á ljóðum hans,…

Blúskvöld í Cadillac klúbbnum

Boðað er til skemmtilegs blúskvölds þriðjudagskvöldið 4. nóvember kl. 20:00 í Súðarvogi 30, til styrktar Blúsfélagi Reykjavíkur og Cadillac Klúbbnum. Allt tónlistarfólk kvöldsins er á heimavelli en þau æfa reglulega í Cadillac klúbbnum og eru tilbúin að setja stemninguna í gang! Á svið stíga: • Sveinn Hauksson • Cadillac Jazz Band • Kveinstafir • Halló…

Afmælisbörn 3. nóvember 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er þrjátíu og níu ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt tónskáld og tónlistarmaður, gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit…

Afmælisbörn 2. nóvember 2025

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar níu talsins: Troels Bendtsen á áttatíu og tveggja ára afmæli á þessum degi. Troels var einkum þekktur fyrir framlag sitt í Savanna tríóinu og Þremur á palli en báðar sveitirnar nutu vinsælda á sjöunda áratugnum, síðarnefnda sveitin starfaði einkum í nánu samstarfi við Jónas Árnason og leikhúsið en…

Afmælisbörn 1. nóvember 2025

Afmælisbörn dagsins hjá Glatkistunni að þessu sinni eru sjö talsins: Jón Sigurbjörnsson söngvari, leikari og hestamaður hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Jón var fæddur á þessum degi 1922, nam leiklist í Bandaríkjunum og samhliða því lærði hann söng. Hann hélt áfram söngnámi á Ítalíu og hér heima en vann þó fyrst…

Afmælisbörn 31. október 2025

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Grétar Geirsson harmonikkuleikari í Áshól er áttatíu og átta ára gamall í dag. Grétar sem er með þekktari harmonikkuleikurum landsins hefur verið framarlega í félagsstarfi þeirra en einnig má heyra leik hans á fjölmörgum plötum s.s. Harmonikkufélags Rangæinga, Karlakórs Rangæinga, Félags harmonikkuunnenda, Sigfúss Ólafssonar, Ara Jónssonar…

Afmælisbörn 30. október 2025

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hafnfirðingurinn Jón Ragnar Jónsson eða bara Jón Jónsson fagnar fertugs afmæli sínu á þessum degi. Jón skaust fram á sjónarsviðið með hljómsveit sinni árið 2010 sem einmitt hét Jón Jónsson, og í kjölfarið hófst sólóferill hans með plötunni Wait for fate ári síðar en síðan hafa…

Afmælisbörn 29. október 2025

Að þessu sinni eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorvaldur Halldórsson söngvari frá Siglufirði (1944-2024) átti þennan afmælisdag. Þorvald þekkja auðvitað allir fyrir lagið Á sjó, sem gefið var út 1966 en þá þegar var hann orðinn einn ástsælasti söngvari landsins. Þorvaldur lék á gítar og bassa, og söng með sveitum eins og Busabandinu, Hljómsveit…

Afmælisbörn 28. október 2025

Afmælisbörn dagsins eru tíu talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og átta ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…

Afmælisbörn 27. október 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex að þessu sinni: Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari úr Sálinni hans Jóns míns er sextíu og tveggja ára í dag. Jens vakti fyrst athygli með Das Kapital þar sem hann lék saxófónssólóið í laginu Blindsker en síðar lék hann með hljómsveitum eins og Faraldi, Strákunum, Lost, Klakabandinu, Fínt fyrir þennan pening,…

Afmælisbörn 26. október 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru: Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur…

Áfram stelpur!

Í dag er haldið upp á 50 ára afmæli kvennafrídagsins svokallaða 24. október 1975 og af því tilefni er upplagt að benda á nokkrar umfjallarnir á Glatkistunni um merkar konur í íslenskri tónlist. Hlutur kvenna í íslenskri tónlistarsögu er rýr en síðustu misserin hefur hlutfallið milli kynjanna þó jafnast nokkuð, enn er mikið óskrifað um…

Blús á Bird í kvöld

GG blús og Ungfrúin góða og búsið halda saman dúndur tónleika á BIRD við Tryggvagötu í kvöld föstudaginn 24. október. GG BLÚS er rokkaður blús-dúett mannaður þeim Guðmundi Jónssyni á gítar og söng og Guðmundi Gunnlaugssyni á trommur og söng. Á tónleikum eru þeir nafnar annálaðir fyrir góða stemningu, þar sem vel valdar blús-rokk-ábreiður genginna…

Afmælisbörn 24. október 2025

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék…

Afmælisbörn 23. október 2025

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…

Afmælisbörn 22. október 2025

Fjórir tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sjötíu og eins árs gamall á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi…

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir blúskvöldi í kvöld þriðjudaginn 21. október kl. 20:30 á RVK Bruggfélag – Tónabíói, Skipholti 33 en þar stígur hljómsveitin Singletons á svið. Singletons skipa þeir: Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Gunnar Örn Sigurðsson gítarleikari, Árni Björnsson bassaleikari, Steinar Björn Helgason trommuleikari og Ragnar Ólason trommuleikari. Aðgangur er ókeypis en frjáls…

Afmælisbörn 21. október 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur á fimmtíu og þriggja ára afmæli á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má nefna Brúðkaup…

Afmælisbörn 20. október 2025

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona á fimmtíu og fjögurra ára afmæli í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Afmælisbörn 19. október 2025

Sex afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Afmælisbörn 18. október 2025

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Dagskrá Iceland Airwaves 2025 tilbúin

Biðin er á enda – nú er ljóst hvernig dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves verður háttað þetta árið en nú eru aðeins þrjár vikur til stefnu, tuttugu nýir listamenn frá öllum heimshornum hafa nú bæst í hóp þeirra sem áður hafði verið tilkynnt um en þeir verða á annað hundrað talsins. Meðal þeirra tuttugu sem bætt…

Afmælisbörn 16. október 2025

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er þrjátíu og fimm ára gömul í dag. Jóhanna Guðrún var barnastjarna og höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies and Elvis árið 2008 undir nafninu Yohanna…

Afmælisbörn 15. október 2025

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og átta ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á…

Afmælisbörn 13. október 2025

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að…

Afmælisbörn 12. október 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Afmælisbörn 11. október 2025

Afmælisbörnin á þessum degi eru sjö talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og sjö ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2025

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla Sverrisson,…

Afmælisbörn 9. október 2025

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á sinni skrá á þessum degi: Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari fagnar fimmtíu og fimm ára afmæli í dag. Ingvi Rafn hefur starfað og leikið með ótal hljómsveitum og eru Drykkir innbyrðis, Kókos, Bláa sveiflan, Slikk, Yfir strikið, Signia, Bylting, Hrífa, Tríó Björns Thoroddsen, Blues express og Blúsbræður aðeins hluti þeirra…

Afmælisbörn 8. október 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og sjö ára í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins…

Afmælisbörn 7. október 2025

Á þessum degi eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og níu ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…

Afmælisbörn 6. október 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fimmtíu og sjö ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

Afmælisbörn 5. október 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Valur Arnarson fagnar fimmtíu og tveggja ára í dag. Valur hefur starfað sem söngvari, hljómborðsleikari og trommuleikari með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðin sem sumar hverjar hafa verið í þyngri kantinum, hér má nefna sveitir eins og Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi…

Afmælisbörn 4. október 2025

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextíu og átta ára gamall í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan…

Afmælisbörn 3. október 2025

Að þessu sinni eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni…

Afmælisbörn 1. október 2025

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar þennan fyrsta dag október mánaðar: Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari og tónmenntakennari er fjörutíu og níu ára á þessum degi. Þráinn hefur komið víða við í fjölbreytileika tónlistarinnar síðan hann lék með unglingahljómsveitinni Pain en þar má nefna sveitir eins og Sága, Klamidía X, Blóð, Innvortis, Kalk, Moonboot, Sikk og…

Afmælisbörn 30. september 2025

Glatkistan hefur upplýsingar um þrjú tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Helgi (Óskar) Víkingsson trommuleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Helgi hefur leikið með fjöldanum öllum af hljómsveitum í gegnum tíðina og hér má nefna sveitir eins og Blúsbrot, VSOP, Örkina hans Nóa, Trassana, Villta vestrið, Dans á rósum, Munkum, Spíritus, Swizz, Nuuk,…

Afmælisbörn 29. september 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og níu ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 28. september 2025

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er fjörutíu og eins árs á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja athygli…

Glatkistan hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar

Fyrr í vikunni var Málræktarþing haldið í Eddu – húsi íslenskunnar, á vegum Íslenskrar málnefndar en um er að ræða árlegt þing nefndarinnar um málefni íslenskrar tungu. Venja hefur verið að veita viðurkenningu Íslenskrar málnefndar á þinginu og hlaut Glatkistan hana að þessu sinni, fyrir frumkvæði í að birta alfræðiefni á íslensku á netinu. Ármann…

Afmælisbörn 27. september 2025

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er sextíu og eins árs gamall í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann…

Afmælisbörn 26. september 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti fagnar níutíu og þriggja ára afmæli sínu í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar…

Afmælisbörn 25. september 2025

Í dag koma þrjú afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari á stórafmæli í dag en hann er fimmtugur, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir…

Tónleikar til heiðurs Palla Hauks

Blúsunnandinn og stjórnandi hátíðarinnar Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði, Palli Hauks, lést í maí síðastliðinn. Blúsfélag Reykjavíkur blæs til tónleika á Ölveri sportbar föstudagskvöldið 26. september nk. en þeir eru haldnir sem virðingarvottur við Palla og til heiðurs minningu hans. Á svið stíga: Jón Ólafsson – bassi og söngur Ásgeir Óskarsson – trommur Guðmundur Pétursson – gítar…