Wapp (1988-91)

Hljómsveitin Wapp var starfandi á árunum í kringum 1990, líklega 1988 til 91. Sveitin átti lag á safnsnældunni Skúringar sem kom út árið 1988 en meðlimir hennar voru þá Pétur Magnússon [?], Páll Anton Frímannsson bassaleikari og Einar Hreiðarsson [?]. Þeir þrír munu hafa skipað kjarna sveitarinnar en einnig komu Valgarður Bragason söngvari, Þorvaldur Gröndal…

Warning (1980-82)

Hljómsveitin Warning var starfandi laust eftir 1980, líklega 1982. Ekki er vitað neitt um meðlimi sveitarinnar annað en að Þórður Bogason var í henni. Sveitin varð ekki langlíf.

Woodoo (1984-85)

Þungarokksveitin Woodoo starfaði í Breiðholtinu 1984 og 85, hugsanlega eitthvað lengur. Woodoo keppti vorið 1985 í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Anton M. Gylfason gítarleikari, Eggert B. Eggertsson bassaleikari, Davíð Þór Hlinason söngvari og Sigurður Óli Ólason trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslitin.