Hljómsveit Harðar Hákonarsonar starfaði árið 1960 en þá lék þessi sveit á dansleik sem sjálfstæðisfélagið á Seltjarnarnesi hélt í félagheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit.
Hörður Hákonarson var harmonikkuleikari en ekki liggur fyrir hverjir léku með honum í hljómsveitinni eða hver hljóðfæraskipan hennar var, þá vantar einnig upplýsingar um hversu lengi þessi sveit starfaði og er óskað eftir þeim hér með.

