Afmælisbörn 5. júlí 2025

Hvorki fleiri né færri en níu afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sjötug í dag og fagnar því stórafmæli. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…

Afmælisbörn 4. júlí 2025

Glatkistan hefur sjö afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er sextíu og sex ára gamall í dag. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill,…

Afmælisbörn 3. júlí 2025

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Tónlistarmaðurinn Lýður Ægisson hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2019. Lýður (f. 1948), sem var bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, sendi frá sér nokkrar sólóplötur á sínum tíma, þá fyrstu 1985. Lýður starfaði…

Hún andar (1992-95)

Hljómsveitin Hún andar var töluvert þekkt stærð í neðanjarðarsenunni á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin kom frá Akureyri, lék stöku sinnum sunnan heiða en mest á heimaslóðum fyrir norðan. Hún andar var stofnuð snemma sumars 1992 og var skipuð þremur meðlimum hljómsveitarinnar Lost sem hafði starfað á Akureyri fáeinum árum fyrr, það voru þeir…

Hún andar – Efni á plötum

Hún andar – Demos Útgefandi: Hún andar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2016 1. Rebekka 2. Beint strik 3. Deyr fé 4. Amor með vélbyssu 5. Elddrottningin 6. Freistarinn 7. Stína 8. Dansi dansi dúkkan mín 9. Frekjan 10. Í miklu betra skap Flytjendur:  Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson – [?] Magnús Rúnar Magnússon – [?] Sigurjón Baldvinsson…

Human substance – Efni á plötum

Human substance – Ethics of the kingdom chapter 1 Útgefandi: Triangle-production Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2005 1. Ride in the wind 2. Invazion 3. Close to me 4. The world beneath us 5. The finding 6. Deeper than any sea 7. Ethichs part one 8. Breakin spells 9. Justice 10. Ethics of the kingdom chapter…

Human substance (2002)

Human substance var hip hop dúett þeirra Jóhannesar Birgis Pálmasonar (Rain) og Ársæls Þórs Ingvasonar (Intro), sem starfaði líklega á árunum 2002 til 2005. Þeir félagar munu hafa stofnað Human substance árið 2002 og strax á því ári unnu þeir plötuna Ethics of the kingdom, chapter 1 en hún kom þó ekki út fyrr en…

Huldumenn – Efni á plötum

Huldumenn – Þúsund ára ríkið Útgefandi: Hvísl ehf. Útgáfunúmer: Hvísl 005 Ár: 2019 1. Hrafninn 2. Mánudagur 3. Vondu ljóðin 4. Augnablik 5. Aftur heim 6. Þrusk 7. Maí 8. Gamall sálmur 9. Spilaborg 10. Svarta sól 11. Kuklarinn 12. Þúsund ára ríkið Flytjendur: Ingimundur Óskarsson – bassi Birgir Nielsen – trommur Sigurgeir Sigmundsson –…

Huldumenn (2019-20)

Hljómsveitin Huldumenn starfaði um hríð í kringum 2020 en sveitin var eins konar framhald af Gildrunni eins og liðsmenn hennar sögðu sjálfir, sveitin sendi frá sér eina plötu. Huldumenn komu fram á sjónarsviðið snemma árs 2019 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Birgir Nielsen trommuleikari, Ingimundur Óskarsson bassaleikari…

Huldubörn – Efni á plötum

Huldubörn  – Um sumarmál Útgefandi: Sigurður Höskuldsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2013 1. Um sumarmál 2. Á förnum slóðum 3. Barn 4. Að leiðarlokum 5. Kominn heim 6. Í Hveragerði 7. Kvöldljóð 8. Kveðja 9. Lækurinn 10. Sumri hallar 11. Sannleikur 12. Í örmum svefnsins 13. Andvaka 14. Vindurinn blæs Flytjendur: Sigurður Kr. Höskuldsson – söngur, bassi og gítar…

Huldubörn (2008-15)

Huldubörn var söngsveit/hljómsveit í Ólafsvík sem lengst af var skipaður systkinunum Sigurði Kr. Höskuldssyni og Erlu Höskuldsdóttur en nafnið kemur til af því að móðir þeirra hét Hulda (Anna Kristjánsdóttir). Huldubörn komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2008 þegar þau Sigurður og Erla skemmtu á sjómannadagsskemmtun í Ólafsvík og síðar sama sumar einnig á Ólafsvíkurvöku…

Hydema (1992-96)

Technodanssveitin Hydema starfaði mitt í danstónlistarvakningunni á tíunda áratugnum, var ekki áberandi en sendi frá sér tvö lög á safnplötum. Hydema var dúett skipaður þeim Hlyni S. Jakobssyni og Guðmundi Arnarssyni en þeir komu líklega fyrst fram á skemmtistaðnum Berlín sumarið 1992, þá um haustið auglýstu þeir félagar eftir söngkonu í sveitina en virðast ekki…

Hydra [1] (1990-92)

Hljómsveit sem bar nafnið Hydra starfaði á Norðurlandi um og upp úr 1990, að minnsta kosti á árunum 1990 til 92 og líklega lengur. Árið 1990 var sveitin meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húnaveri og hafnaði þar í öðru sæti, og tveimur árum síðar eða vorið 1992 var hún skráð…

Hvítir mávar (1998-2013)

Hljómsveit sem bar nafnið Hvítir mávar var starfrækt um margra ára skeið, og er e.t.v. enn starfandi í einhvers konar mynd en hún samanstóð af kjarnanum sem myndaði Hljómsveit Ingimars Eydal á sínum tíma og ber nafn helsta stórsmells Helenu Eyjólfsdóttur söngkonu þeirrar sveitar – Hvítu mávar, lagið kom reyndar aldrei út með hljómsveit Ingimars…

Hvítir mágar (2004)

Dúett sem bar heitið Hvítir mágar bar sigur út býtum í jólalagasamkeppni Rásar 2 í desember 2004, með laginu Uppáhalds hátíðin mín. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Hvíta mága, að öllum líkindum var ekki um að ræða starfandi sveit heldur samstarf í kringum þetta eina verkefni. Egill Halldórsson gæti hafa verið annar meðlimur…

Hvítir kassar (2003-04)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hvíta kassa en hugsanlega var um að ræða hljómsveit með þessu nafni, starfandi í upphafi árs 2004 – og þ.a.l. starfandi 2003 einnig. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi þessarar sveitar og hljóðfæraskipan hennar auk annarra upplýsinga, m.a. hvort um var að ræða hljómsveit eða eitthvað annað.

Hydra [2] (2007)

Hljómsveitin Hydra var starfrækt á Höfn í Hornafirði árið 2007 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin var þá skipuð þeim Ottó Marwin Gunnarssyni bassaleikara, Hilmari Guðjónssyni gítarleikara, Sigfinni Björnssyni gítarleikara og söngvara og Olgeiri Halldórssyni trommuleikari. Hydra komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna og annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, þ.m.t.…

Hugmyndin um þig

Hugmyndin um þig (Lag og texti: Hipsumhaps) Leita stutt, leita langt, lifa djúpt, lifa hátt. Óvissa úr óþekktri átt, ótroðin slóð eða ólán. Aleinn í aðstæðum af engum ástæðum, rifjar upp þína eigin sögu. Endurgerð minning, eldgömul tilfinning sem þú hélst væri glötuð. En það er hugmyndin um þig sem fær þig til að gera…

Annan heim

Annan heim (Lag og texti: Hipsumhaps) Hvað er það sem angrar þig? Fingrafar á sálinni. Fastur bakvið skjá, enginn má sjá mig. Ég þarf meiri ást, elska sjálfan mig. Ég er eins og draugur sem að rennur ekki í blóð, ég er svo búinn á því. Loka augunum og finn mína innri ró, læt mig…

Ástið

Ástið (Lag og texti: Hipsumhaps) Hann er fullur með kebab, hún grætur í símann. Hán er flutt út til Nepal, öll á sitthvorum stað. Engin leið til að vita hvernig á að fara að því að halda vinskapnum gangandi og vera á sama tíma elskhugar, öll sitt á hvað. Hvernig gengur það ef hún elskar…

Skattemus

Skattemus (Lag og texti: Hipsumhaps) Ég er með smá fiðring í mér og ég veit satt best ekki hvað er að ske, þetta hefur aldrei verið svona áður. Er þetta ást eða er ég að misskilja allt sem að heimurinn er? Ég var að pæla viltu byrja með mér? Ó, mun það nægja að vera…

Ást & praktík

Ást & praktík (Lag og texti: Hipsumhaps) Mér er alveg sama um guð, ég vil bara hafa stuð en ef þú spyrð mig hvað er í matinn vil ég fá að leggja orð í belg. Hvert eigum við að fara í frí? Ég er alveg til í Tenerife. Einhvers staðar þar sem hægt er að…

1, 31

1, 31 (Lag og texti: Hipsumhaps) Ekkert gengur upp. Ekkert gengur upp. Ekkert gengur upp nema 1 og 31 31 31 31. Ekkert gengur upp nema 1 og 31. Er ég einmana? Er ég eigingjarn? Deili ekki með neinum nema mér og 1. Mig langar svo mikið til að deila án þess að þurfa brjóta…

Þrjú orð

Þrjú orð (Lag og texti: Hipsumhaps) Hamingja er ekki Excel skjal eða hvað? Er hún peningar? Er hún peningar? Spurningar sem hafa ekki svar, eina sem við vitum er að allir hafa ólíkar langanir en flestir vilja bara horfa á sjónvarpið. Sumir dagar eru drulluerfiðir, aðra daga ertu sigurvegari. Gleymi öllu þegar ég heyri þrjú…

Hjarta

Hjarta (Lag og texti: Hipsumhaps) Einmana, samt fleiri en ein dama. Ást sem kemur og fer, til í raun hvað sem er. Funheitur, sambönd er mitt eitur. Sést vel á samskiptum, tilraunir ganga ekki upp. Segðu mér hvað það er sem ég get lagað því það er eitthvað sem að ég hef eyðilagt. Jarðaður af…

Á ég að hafa áhyggjur?

Á ég að hafa áhyggjur? (Lag og texti: Hipsumhaps) Morguntraffík, keyri í vinnuna með ylvolgt kaffi og kleinumylsnurnar. Kemst ekki með í foreldraviðtal, ég þarf að vera gera allt annað. Skrifborðið mitt er með upphækkun svo ég fái ekki hryggskekkju af því að sitja á rassgatinu, þykjast vinna í þessu og hinu en er í…

Góðir hlutir gerast hææægt

Góðir hlutir gerast hææægt (Lag og texti: Hipsumhaps) Há ljós, engar felgur rúllandi í slo-mo, virðandi allar reglur. Græna baunin, gamli bíllinn minn á bensínljósi og beygluð líkt og eigandinn. Hálfslítra flöskur skreyta gólfið, ég bý til möllu á tjónaskýrslu úr hanskahólfi. Á hundraðogtíu kílómetrahraða (hægðu á þér frændi, hægðu á þér), veit ekki hvenær…

SMS

SMS (Lag og texti: Hipsumhaps) Sendi skilaboð til þín baby: GH TUV A DEF3Ð (0) PQRS DE G GHI PQR DEF3Ð TU .,? Sendi skilaboð til þín baby því að þú ert svo sæt og ég vil senda skilaboð til þín baby þegar þegar þegar þegar mig langar að segja hæ. Sendi skilaboð til þín…

Augu

Augu (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Augu við augu. Vör við vör. Trekkt á taugum. Tvö hjörtu með ör. Fastur í aðstæðum sem ég ekki kaus, þú á föstu en ég er ennþá laus. Afhverju getum við ekki verið tvö í útlöndum því að í útlöndum eru engar áhyggjur. Nef við nef. Hvor öðru…

Fyrsta ástin

Fyrsta ástin (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Byrjaði’ allt saman sem djók eftir sleik á menntaskólaballi þegar ég gaf henni poke, svo bíó með popp og kók. Ég bauð henni útá Nes að labba, kynnti’ hana fyrir mömmu’ og pabba. Þetta fýlaði hún þó ég átti’ ei stórt rúm. Og í skólann ég mæta…

Gleðitíðindi

Gleðitíðindi (Lag og texti: Hipsumhaps) Góður dagur, vakna snemma sæll og glaður. Nýr maður, breyttur tími, annar staður. Ég er búinn að vinna nóg í þeim sem ég er án þess að ætlast þó að hver dagur endi vel. Ég vil bara hafa allt næs, líka þegar á móti blæs. Lífið er tóm vitleysa hér,…

LYFV

LYFV (líttu yfir farinn veg) (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Finnst þér þinn heimur vera þjáður og allir vera að gremja sig geturðu verið rosa bráður og leyft öllu að kremja þig. En eitt þú hefur heyrt oft áður og hvert sinn virðist það ná að gleðja þig. Líttu yfir farinn veg og sjáðu…

LSMLÍ

LSMLÍ (Lífið sem mig langar í) (Lag / texti: Jökull Breki Arnarson og Fannar Ingi Friðþjófsson / Fannar Ingi Friðþjófsson)   Langar í pikköpp trökk með hestakerru aftan’í, þetta’ er lífið sem mig langar í. Kynnast konu, Sjöfn? sem að elskar líka hunda’ og vín, þetta’ er lífið sem mig langar í. Lífið er svo…

Bleik ský

Bleik ský (lag / texti: Jökull Breki Arnarson / Fannar Ingi Friðþjófsson) Ég sé neista, beib þú geislar, grípur í koddann þinn og stynur er ég bít í þína vör. Böðuð rósablöðum, sena úr okkar mynd sem enginn fær að sjá nema við tvö. Skrifum sögu saman þar sem að við stjórnum öllu alveg sama…

Fuglar

Fuglar (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Er þú gengur framhjá mér fer hausinn minn í hálfhring, þú tekur ekki eftir mér þó að ég sé með bling bling. Fuglar fljúga og þú flýgur líka í burtu frá mér. Fuglar fljúga og þú flýgur líka í burtu frá mér. Veit ekki á hvaða hátt ég…

Skammdegi

Skammdegi (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Sama hvað klukkan er, alltaf myrkur. Vakna’ eftir september algjör klikkun. Fólk að hósta’ í lófa, enginn út úr húsi nema krakkar í löggu’ og bófa og fatlafólið Fúsi. Fréttir í sjónvarpi, flestar þeirra slæmar. Eftir veður náð lágmarki enn ein dönsk ræman. Skammdegi á eyju, vantar spennitreyju.…

Feika brosið

Feika brosið (Lag / texti: Jökull Breki Arnarson / Jökull Breki og Fannar Ingi Friðþjófsson) Augnaráð sem fær mig til að stoppa’ og staldra við. Mega fallegt hár með lokka sem að ganga við. Ég hitti þig í villtum draumum mínum allar nætur. Þú snertir mig og heilsar mér þegar ég fer á fætur. Ég…

Honný

Honný (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Ég og þú gætum verið alveg geggjað par. Ég verð þér trúr, brosi allan daginn sama hvað. Ó honný þú færð mig alveg til að spangóla. Svona er Svona er Svona er Svona er Svona er að vera ógeðslega ástfanginn. Ég kaupi vönd, gef þér á konudaginn og…

Hvað er að?

Hvað er að (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Hvað er að, spyrð þú mig að. Ekkert svar svo ég kem mér út. Ég verð bara að drekka’ og gleyma mér um stund. Þú þolir ei þegar ég kem heim eftir geim í fylgd með löggum tveim því ég hef ekkert sjeim. Reyndu’ ekki að…

Á hnjánum

Á hnjánum (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Ég kynntist þér áðan rétt eftir miðnætti og mér finnst ég hafa þekkt þig alla mína‘ ævi. Ég hef oft heyrt um þig áður, séð þig á netinu sem telst samt sem áður og ég veit þú átt afmæli í nóvember því að ég fæddist líka í…

Bleikja

Bleikja (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Líðan rokkar upp og niður fretin frekar fullur og freðin týndir eru mínir sokkar ætla að synda út hafið beygja, kreppa, sundur, saman sundið kennt af þeim sem að börðust við að halda mér í kafi ég er unglingsbleikja sem vil heilan á mér steikja ég er unglingsbleikja…

Meikaða

Meikaða (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Hæ sæta baun kjútípæ Nadia American Pie læka eina gamla eina nýja sendi merki um það að þú ert algjör nía. Þú þekkir trefilinn Kristjanía þú þekkir bílinn minn Litla Kian þú þekkir stílinn minn beint úr Kringlan þú þekkir dílinn minn viltu fá lán. Mig langar svo…

Hrokagikkur

Hrokagikkur (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Hæð mín 193 þyngd mín 83 ef ég væri pía segði ég ekki frá því og ég er hóflega hrokafullur meðvitaður athyglissjúklingur heiðarlegur borgari. Ég þoli alls ekki að tapa kann ekki að tækla töp hvernig á ég samt að skapa án þess að hafa sköp ég eyði…

Vertu til

Vertu til (Lag / texti: Fannar Ingi Friðþjófsson og Magnús Jóhann Ragnarsson / Fannar Ingi Friðþjófsson) Ertu að deyj’ undan of miklu álagi komdu þá elskan það er allt í lagi vertu til vertu til vertu til vertu til vertu til vertu til og njóttu þess að vera. Kúrum saman horfum á mynd og poppum…

Þjást

Þjást (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Það minntist ekki neinn á kvíðann og almenna vanlíðan þegar ástin tekur af þér öll völd. Öll þessi streita við að bíða og heyra hvort hún hafi tíma mér var sagt að ástin væri einföld. Er það bara ég er það bara ég er það bara ég eða…

Martröð

Martröð (Lag / teti: Fannar Ingi Friðþjófsson og Magnús Jóhann Ragnarsson / Fannar Ingi Friðþjófsson) Mig dreymdi martröð í nótt. Ég sem bara þegar að mér semur ekki vel orð sem ég sjálfur ekki vel. Ég heyri raddir sem ég þori ekki að segja frá óþarfa raddir sem ég þarf að bjarga mér frá. Í…

Lag síns tíma

Lag síns tíma (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) Ég er kominn á svo góðan stað. Ég er kominn á svo góðan stað. Ég er kominn á svo góðan stað komin regla, komin rútína vakna snemma, bjóða góðan dag að vera ég er allt í einu orðið svo gaman. Ég er fyrirmynd þó ég eigi…

2021

2021 (Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson) 2021 og þú óskar þess heitt að geta lokað smá augunum og hugsað um ekki neitt. Hversu feitt ef við gætum öll búið þar sem er heitt, finnst það leitt en við vitum öll bara alls ekki neitt. Hvert erum við að fara, sitjum og skoðum á skjá…

Afmælisbörn 2. júlí 2025

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fimmtíu og sex ára á þessum degi. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má…

Tónleikar Pálma Gunnars & Hipsumhaps í Hörpu

Þann 27. september næstkomandi snúa Pálmi Gunnarsson og Hipsumhaps bökum saman með tónleikum í Norðurljósasal Hörpu. Þeir hafa sett saman frábæran lagalista með lögum úr smiðju hvors annars sem mun ekki skilja neinn ósnortinn en tónleikarnir eru hluti af tónleikaseríunni …& Hipsumhaps þar sem tvær kynslóðir mætast í tónum og tali. „Árið 1996 kom stórlaxinn…