Einar Kristjánsson [1] (1910-66)

Einar Kristjánsson óperusöngvari (f. 1910) er einn fremsti tenórsöngvari sem Íslendingar hafa átt, hann var jafnvígur á óperu- sem konsertsöng og starfaði sinn söngferil mestmegnis í Þýskalandi og Danmörku. Enginn vafi liggur á að vegur hans hefði orðið mun stærri hefði heimsstyrjöldin síðari ekki komið til. Einar var fæddur og uppalinn í Reykjavík og þótti…