Hljómsveit Þóris Jónssonar (1942-47)

Hljómsveit Þóris Jónssonar sem lengi var bendluð við Hótel Borg (og reyndar einnig nefnd Hljómsveit Hótel Borgar eða Borgarbandið) varð til fyrir hálfgerða tilviljun en hún starfaði í nokkur ár og telst vera fyrsta alíslenska djasshljómsveitin. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að Þórir Jónsson fiðlu- og saxófónleikari starfaði með Hljómsveit Jack Quinet…

Hljómsveit Tage Möller (1938-40 / 1944-50)

Píanóleikarinn Tage Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni, annars vegar við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari en hins vegar við lok styrjaldarinnar og eftir hana. Hljómsveit Tage Möller hin fyrri var líklega nær einvörðungu tengd alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni en sveitin lék bæði á skemmtunum og dansleikjum tengt 1. maí hátíðarhöldum en einnig á uppákomum alþýðuflokksfélags Reykjavíkur…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Hljómsveit Jónatans Ólafssonar (1947-66)

Fjölmargar hljómsveitir störfuðu undir stjórn píanóleikarans og lagahöfundarins Jónatans Ólafssonar en heimildum ber ekki saman um starfstíma hljómsveita hans, þannig er hann ýmist hafa starfrækt hljómsveitir frá árinu 1947 eða 1950 og allt til 1959 eða 1966. Jafnframt er talað um hljómsveit í hans nafni sem starfaði á Hótel Birninum í Hafnarfirði á árunum 1941-45…

Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…

Blue boys (1935-38)

Hljómsveitin Blue boys var meðal fyrstu djasssveita sem störfuðu hér á landi en aðalvígi sveitarinnar var Iðnó. Sveitin var stofnuð haustið 1935 af Henna Rasmus píanóleikara og lagahöfundi sem þá var nýkominn hingað heim frá Þýskalandi þar sem hann var við nám. Aðrir meðlimir Blue boys voru Skafti Sigþórsson saxófón- og trompetleikari, Adolf Theódórsson saxófónleikari,…