Þörungarnir (1988 – 1992)

Hljómsveitin Þörungarnir kom frá Djúpavogi og var starfandi árunum 1988 til 1992. Sveitin keppti í Músíktilraunum 1991 og skipuðu sveitina þá Ægir Ingimundarson gítarleikari, Eiður Ragnarsson söngvari og gítarleikari, Karl Elvarsson söngvari, Róbert Elvarsson trommuleikari og Guðmundur Gunnlaugsson bassaleikari. Sveitin hafði ekki erindi sem erfiði í Músíktilraunum, komst ekki í úrslit enda um að ræða…