Jón Gústafsson (1963-)

Margir muna eftir fjölmiðlamanninum Jóni Gústafssyni en hann átti einnig tónlistarferil. Jón fæddist 1963 og ólst upp á Seltjarnarnesinu, hann hafði verið með nokkrum félögum sínum í hljómsveit frá fjórtán ára aldri og um áramótin 1981-82 tók sveitin upp latneska heitið Sonus futurae. Sonus futurae spilaði eins konar tölvupopp með fremur frumstæða hljóðgervla þess tíma…