Sultur [2] (1998)

Akureyska pönkrokksveitin Sultur var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Ása Margrét Birgisdóttir söngkona, Agnar Hólm Daníelsson bassaleikari og söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristjáns B. Heiðarsson trommuleikari og söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna.

Baphomet (1991-93)

Hljómsveitin Baphomet var ein þeirra sveita sem tók þátt í dauðarokksvakningunni upp úr 1990 og var mjög atkvæðamikil norðan heiða. Sveitin kom frá Akureyri og var líklega stofnuð 1991, hún spilaði nokkur norðanlands það ár. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1992, þá skipuð þeim Agnari Hólm Daníelssyni söngvara og bassaleikara, Viðari Sigmundssyni gítarleikara og Páli…