Hjárómar (um 1965)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hjárómar og starfaði í Alþýðuskólanum á Eiðum líklega um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því leitað til lesenda Glatkistunnar eftir þeim, sem og um starfstíma og annað sem ætti heima í umfjöllun…

Gvendólínur (1982-83)

Kvennahljómsveit sem bar heitið Gvendólínur starfaði í Alþýðuskólanum á Eiðum veturinn 1982-83. Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari (síðar í Dúkkulísunum o.fl.) var meðal meðlima sveitarinnar en upplýsingar vantar um hinar og er hér með óskað eftir þeim

Fjarkar [2] (1969)

Heimildir greina frá hljómsveit starfandi 1969 á Fljótsdalshéraði, sem bar nafnið Fjarkar. Fáar heimildir finnast um þessa sveit sem að öllum líkindum starfaði við Alþýðuskólann að Eiðum en nafnarnir Árni Áskelsson og Árni Magnússon munu hafa verið meðal sveitarliða. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Fjarka eða á hvað hljóðfæri ofangreindir léku, Glatkistan óskar…