Afmælisbörn 26. júlí 2025

Sex afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður María Beinteinsdóttir söngkona er sextíu og þriggja ára í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Afmælisbörn 26. júlí 2024

Sex afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður María Beinteinsdóttir söngkona er sextíu og tveggja ára í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Helena fagra (1986-89)

Hljómsveit starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar undir nafninu Helena fagra, á árunum 1986 til 1989 nánar tiltekið. Helena fagra lék víða á Akureyri, í Eyjafirðinum og nærsveitum á þessum árum og var um tíma eins konar húshljómsveit á Hótel KEA og lék einnig mikið í Sjallanum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir…

Gallerí (1989-90)

Akureyska hljómsveitin Gallerí var skammlíf sveit en hún starfaði veturinn 1989-90 og var stofnuð upp úr Helenu fögru sem þá hafði verið starfandi um nokkurra ára skeið nyrðra. Meðlimir Gallerís voru þeir Ari Baldursson hljómborðsleikari, Albert Ragnarsson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari, Geir Rafnsson trommuleikari og Júlíus Guðmundsson söngvari Gallerí starfaði fram á vorið 1990.

París [1] (1985-86)

Hljómsveitin París starfaði á Akureyri í um tvö ár að minnsta kosti um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Ari Baldursson söngvari og hljómborðsleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Júlíus Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari. París lék mestmegnis á heimaslóðum og var m.a. húshljómsveit á Hótel KEA um skamman…