Hornaflokkur Vestmannaeyja (1904-09 / 1911-16)

Saga lúðrasveita í Vestmannaeyjum er býsna löng en þar hafa verið starfandi ótal lúðrasveitir í gegnum tíðina með mislöngum hléum inni á milli. Fyrst slíka sveit sinnar tegundar í Eyjum var stofnuð í upphafi 20. aldarinnar og starfaði í um tólf ár, reyndar þó ekki alveg samfleytt. Það var Brynjólfur Sigfússon sem átti heiðurinn að…

Jassinn (1924-34)

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nákvæmlega danshljómsveitin Jassinn starfaði í Vestmannaeyjum en hún var þó að minnsta kosti starfandi 1929-34, ein heimild segir hana jafnvel hafa komið fram upphaflega árið 1924 og að meðlimir hennar hafi verið þeir Ingi Kristmannsson píanóleikari, Filippus Árnason trompetleikari, Kristján Kristjánsson mandólínleikari, Aage Nielsen banjó- og mandólínleikari, Árni Árnason…