Hjónabandið [4] (1993-2012)

Hjónabandið svokallaða úr Önundarfirðinum var eins og nafnið gefur til kynna dúett eða hljómsveit hjóna en þau Árni Brynjólfsson og Erna Rún Thorlacius bændur á Vöðlum í Önundarfirði störfuðu undir þessu nafni til fjölda ára og léku fyrir dansi og söng, mest á Vestfjörðum en einnig víðar um land og reyndar einnig að minnsta kosti…

Fnykur frændi (1991-92)

Hljómsveit með þessu nafni gæti hafa verið starfandi á Hólmavík upp úr 1990, líklega 1991 og 92. Hugsanlegir meðlimir hennar gætu hafa verið Guðmundur Þórðarsson, Árni Brynjólfsson, Steindór Gunnarsson, Atli Engilberts og Ólafur Númason. Ekki er vitað um hljóðfæraskipan sveitarinnar en allar upplýsingar eru vel þegnar.