Herramenn [2] (1988-)

Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki sló raunverulega í gegn árið 1988 eftir góðan árangur í Músíktilraunum Tónabæjar en fylgdi þeim árangri ekki eftir með viðeigandi hætti, sveitin gerði alla tíð út frá heimabænum Sauðárkróki og það kann að vera skýringin á því að hún varð ekki stærra nafn í poppinu. Sveitin hefur aldrei hætt störfum en…

Bad boys (1982-86)

Hljómsveitin Bad boys frá Sauðárkróki starfaði á árunum 1982-86 og keppti m.a. í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Þar komst sveitin í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Gíslason söngvari (síðar Eurovision-fari), Svavar Sigurðsson gítarleikari, Árni Þór Þorbjörnsson bassaleikari, Birkir Guðmundsson hljómborðsleikari, Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari og Karl Jónsson trommuleikari. Þeir voru þá allir á grunnskólaaldri. Sveitin starfaði…