Speed diffusion (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Ísafirði í kringum 1990 og bar heitið Speed diffusion en ekkert liggur fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraleikara annað en að Arnþór Benediktsson var líklega bassaleikari sveitarinnar.

Captain dangerous MacPrick (um 1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Ísafirði líklega í kringum 1990 og gekk undir nafninu Captain dangerous MacPrick. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Benediktsson bassaleikari, Jónas [?], Elmar [?] og hugsanlega fleiri en þeir voru þá á unglingsaldri.

Vampiros (1997-2003)

Fremur litlar upplýsingar finnast um fönksveitina Vampiros sem lék instrumental tónlist en hún átti rætur sínar að rekja til Dalvíkur. Sveitin var stofnuð 1997 og gekk í fyrstu undir nafninu Vampiros lesbos, meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnþór Benediktsson bassaleikari, Andrés Benediktsson trommuleikari (bræður), Hörður Hermann Valsson gítarleikari og Stefán [?] hljómborðleikari. Benedikt Brynleifsson trommuleikari (200.000…