Syndir feðranna [3] (2004)

Hljómsveitin Syndir feðranna var líkast til sett saman fyrir eina kvöldstund, afmælishátíð hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum þegar hún fagnaði 40 ára afmæli sínu. Syndir feðranna var skipuð sonum meðlima Loga og kom fram óvænt á tónleikunum, hana skipuðu þeir Arnþór Henrysson bassaleikari, Jónas Hermannsson söngvari, Ólafur Guðlaugsson gítarleikari, Davíð Helgason gítarleikari og Haraldur Bachmann trommuleikari.

Blekking (1993)

Hljómsveitin Blekking frá Vestmannaeyjum keppti í Músíktilraunum vorið 1993 en hafði ekki erindi sem erfiði þar enda mun tónlist sveitarinnar hafa verið nokkuð á skjön við það sem þótti móðins á þeim tíma í tilraununum, þrátt fyrir ágæt tilþrif að sögn. Meðlimir Blekkingar voru Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Unnþór Sveinbjörnsson gítarleikari, Guðrún Á.…