Hið borgfirska heimabrugg (1984-89)

Hljómsveitin Hið borgfirska heimabrugg (einnig nefnd Heimabrugg) var starfrækt í Bakkagerði á Borgarfirði eystra um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék á þeim tíma á flestum skemmtunum og dansleikjum í heimaþorpinu en einnig á þorrablótum og öðrum skemmtunum á Fljótsdalshéraði og víðar á Austfjörðum. Sveitina skipuðu þeir Ólafur Arngrímsson hljómborðsleikari og…

Völundur (1972-77)

Hljómsveitin Völundur er án nokkurs vafa ein þekktasta hljómsveit sem starfaði á austanverðu landinu á áttunda áratug síðustu aldar, það er þó ekki fyrir gæði eða vinsældir sem sveitin hlaut athygli heldur miklu fremur vegna blaðaskrifa og ritdeilna um sveitina. Sveitin starfaði á Egilsstöðum og voru meðlimir hennar þaðan og úr nágrenninu, hún var stofnuð…

Adam (1977-78)

Hljómsveitin Adam starfaði á Héraði 1977-78 og spilaði mest á heimaslóðum. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Magnússon bassaleikari, Ásmundur Kristinsson söngvari, Birgir Björnsson saxófónleikari, Bjarni Helgason trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Friðrik Lúðvíksson gítarleikari. Þeir Ásmundur og Bjarni hættu sumarið 1978 og í þeirra stað komu Gunnlaugur Ólafsson og Stefán Jökulsson trommuleikari. Að öllum líkindum starfaði…