Hrafnar [1] (1965-66)

Veturinn 1965-66 var starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni undir nafninu Hrafnar, þar var á ferð hluti hljómsveitarinnar Mono system sem hafði starfað innan skólans veturinn á undan en með mannabreytingunum var ákveðið að skipta um nafn og taka upp Hrafna-nafnið. Meðlimir Hrafna voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Páll V. Bjarnason orgelleikari, Jón Páll…

Frostaveturinn mikli 1918 (1968-69)

Veturinn 1968-69 starfaði skólahljómsveit við Menntaskólann að Laugarvatni undir nafninu Frostaveturinn mikli 1918. Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Guðmundur Benediktsson söngvari og gítarleikari (Mánar o.fl.), Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Örn Ingólfsson [bassaleikari ?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari og Bjarni F. Karlsson trommuleikari. Eins gætu þeir Snorri Ölversson gítarleikari og Þórhallur V. Þorvaldsson bassaleikari…

Yoga (1967-68)

Yoga var skólahljómsveit í Menntaskólanum á Laugarvatni veturinn 1967-68. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Stefánsson trommuleikari, Ólafur Örn Ingólfsson bassaleikari [?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari (Þokkabót o.fl.) og Sverrir Kristinsson gítarleikari. Félagarnir komu víðs vegar að, af Suðurnesjunum, Vestmannaeyjum og Hveragerði. Raunar var kjarni sveitarinnar nokkurn veginn sá sami alla…