Afmælisbörn 3. desember 2025

Afmælisbörn dagsins eru átta á þessum degi: Pétur Östlund trommuleikari er áttatíu og tveggja ára í dag, hann lék með mörgum af þekktustu sveitum bítlatímabilsins og eru Hljómar og Óðmenn þeirra þekktastar en einnig með sveitum eins og Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Gunnars Ormslev, Musica prima og Útlendingahersveitinni. Hann var síðar kunnari fyrir djasstrommuleik og…

Hljómsveit Rúnars Þórs (1986-)

Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni síðan á níunda áratug síðustu aldar auk annarra sveita sem hann hefur starfað með en hann hefur jafnframt komið fram sem trúbador og í dúettaformi í félagi við aðra tónlistarmenn. Fyrsta hljómsveit Rúnars Þórs í eigin nafni var líklega stofnuð árið 1986 en þá var…

Best fyrir (1995-)

Norðlenska hljómsveitin Best fyrir hefur starfað með hléum síðan 1995 og virðist þrátt fyrir að hafa hætt störfum í nokkur skipti, eiga sér endalaus framhaldslíf. Best fyrir var stofnuð á Akureyri snemma vors 1995 en þá stóð yfir sex vikna kennaraverkfall. Fyrst um sinn gekk sveitin reyndar undir nafninu Getuleysi og síðan Vonleysi áður en…

Helgi og hljóðfæraleikararnir (1987-)

Eyfirska pönksveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir eiga sér langa og merkilega sögu, og útgáfusögu reyndar einnig. Margt er á huldu um sögu þessarar neðanjarðarsveitar því heimildir um hana liggja á víð og dreif um lendur alnetsins og því erfitt að pússla saman einhvers konar heildarmynd af henni og einkum þegar kemur að mannskap sem komið hefur…

Hreinir sveinar (1990)

Hljómsveitin Hreinir sveinar frá Akureyri og nágrenni keppti í Músíktilraunum 1990 en komst ekki í úrslit þar. Meðlimir sveitarinnar voru þar Jón Aðalsteinn Björnsson söngvari og bassaleikari, Hjörleifur Árnason trommuleikari, Brynjólfur Brynjólfsson gítarleikari og Atli Már Rúnarsson söngvari og gítarleikari.