Busabandið [2] (2000-01)
Hljómsveit sem bar nafnið Busabandið var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 2000-01. Nafnið var kunnuglegt innan veggja skólans því um fjórum áratugum fyrr hafði verið sveit starfandi undir sama nafni í skólanum, og skartað mörgum kunnum tónlistarmönnum. Busabandið mun hafa verið stofnað í tengslum við Viðarstauk, hljómsveitakeppni MA og starfaði eitthvað áfram eftir keppnina.…
