Hispurslausi kvartettinn (2000)
Hispurslausi kvartettinn var ekki eiginleg hljómsveit heldur öllu heldur spunasveit sem lék aðeins tvívegis opinberlega og æfði hugsanlega einu sinni fyrir hvort skiptið. Kvartettinn sem reyndar var sextett og gekk einnig undir nafninu Hispurslausi sextettinn (líklega þegar kominn var endanlegur fjöldi meðlima á hana) var skipaður þekktum tónlistarmönnum sem fengnir voru af félagsskapnum Tilraunaeldhúsinu til…
