Hljómsveit Pálma Gunnarssonar [1] (1973-76)

Saga Hljómsveitar Pálma Gunnarssonar er um leið forsaga hljómsveitarinnar Mannakorna en fyrsta plata hennar kom út í nafni hljómsveitar Pálma, það var ekki fyrr en síðan að hún hlaut nafnið Mannakorn. Þessi forsaga Mannakorna er þó raunar enn lengri því að um nokkurra ára skeið hafði starfað hljómsveit undir nafninu Lísa (og reyndar stundum Lísa…

Hljómsveit Gunnars Bernburg (1967)

Hljómsveit Gunnars Bernburgs starfaði haustið 1967 og var þá húshljómsveit í Leikhúskjallaranum um nokkurra vikna skeið frá því í september og líklega fram í nóvember. Sveitin var skipuð tónlistarmönnum sem þá höfðu vakið nokkra athygli með öðrum hljómsveitum en meðlimir hennar voru þeir Gunnar Bernburg bassa- og orgelleikari, Þórir Baldursson söngvari, Eggert Kristinsson trommuleikari og…

Ó.M. kvartettinn (1961-62)

Hljómsveitin Ó.M. kvartettinn (reyndar ýmist nefndur kvartett eða kvintett) starfaði um tveggja ára skeið á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Sveitin var danshljómsveit í anda þess tíma og var Oddrún Kristófersdóttir söngkona frá stofnun sumarið 1961 en Agnes Ingvarsdóttir tók síðan við hennar hlutverki í ársbyrjun 1962. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Ólafur Már…