Barna- og kammerkór Biskupstungna (1991-2008)
Mjög öflugt barnakórastarf hófst í Biskupstungunum þegar Hilmar Örn Agnarsson réðist þangað sem dómorganisti við Skálholtskirkju árið 1991 en hann hafði þá helst vakið athygli sem bassaleikari hljómsveitarinnar Þeys tíu árum fyrr. Hilmar Örn reif upp tónlistarlífið í hreppnum og stofnaði þá m.a. Barnakór Biskupstungna og stjórnaði honum þar til yfir lauk vorið 2008. Kórinn…
