Barnakór Borgarness [1] (1942-46)

Barnakór Borgarness var annar af tveimur barnakórum sem Björgvin Jörgensson stjórnaði og gerði landsfræga á sínum tíma. Björgvin þessi kom sem barnakennari til Borgarness og árið 1942 stofnaði hann Barnakór Borgarness. Honum tókst að gera kórinn á tiltölulega skömmum tíma nokkuð öflugan og orðspor hans barst víða, kórinn söng t.a.m. margsinnis á tónleikum í nágrannasveitunum…

Barnakór Borgarness [2] (1992-)

Barnakór Borgarness hefur verið starfandi síðan árið 1992 að minnsta kosti, fyrst lengi vel undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur en síðan hefur Steinunn Árnadóttir stjórnað honum. Kórinn er starfandi ennþá eftir því sem best verður að komist. Allar frekari upplýsingar um Barnakór Borgarness vantar og óskast sendar Glatkistunni.