Barnakór Borgarness [1] (1942-46)
Barnakór Borgarness var annar af tveimur barnakórum sem Björgvin Jörgensson stjórnaði og gerði landsfræga á sínum tíma. Björgvin þessi kom sem barnakennari til Borgarness og árið 1942 stofnaði hann Barnakór Borgarness. Honum tókst að gera kórinn á tiltölulega skömmum tíma nokkuð öflugan og orðspor hans barst víða, kórinn söng t.a.m. margsinnis á tónleikum í nágrannasveitunum…

