Bergmenn [1] (1978-83)

Gömludansabandið Bergmenn lék víðs vegar um landið og jafnvel víðar um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg fyrir hvenær sveitin var stofnuð en það gæti allt eins hafa verið árið 1974 þótt elstu heimildir um hana séu frá því í febrúar 1978. Bergmenn voru Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Njáll…

Bergmenn [2] (1996-97)

Djasssveitin Bergmenn starfaði í tvö ár að minnsta kosti, og kom fram m.a. á RúRek djasshátíðinni. Meðlimir þessarar sveitar voru Jón Möller píanóleikari, Ómar Bergmann gítarleikari, Þórir Magnússon trommuleikari og Snorri Kristjánsson bassaleikari. Síðara árið söng Ragnheiður Sigjónsdóttir með Bergmönnum.

Bergmenn [3] (2000)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Bergmenn sem lék fjölmörgum sinnum á dansstað í Hafnarfirði árið 2000. Líklega var um gömludansasveit að ræða en allar frekari upplýsingar óskast sendar Glatkistunni.